Morgunblaðið - 21.01.1961, Síða 2

Morgunblaðið - 21.01.1961, Síða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. janúar 1961 Mosfell endurreist NYTT prestseturshús hefir verið byggt á Mosfelli í Mosfellssveit og var flutt í >að núna fyrir jól- 5*1. Húsið er ca. 136 ferm. að stærð, kjallari, hæð og ris. í því eru 10 íbúðauherbergi. Það er vandað að allri gerð og hitað upp með hveravatni. — Húsið er byggt í gamla bæjar- Stæðinu uppi í hlíðinni en þar er einnig gamall kirkjugarður, sem enn er grafið í öðru hverju. Þarna uppi hafði Mosfellsbærinn Staðið svo lengi sem sögur herma og þar var einnig kirkja fram undir síðustu aldamót. — Fyrir ea. 30 árum var bærinn fluttur niður fyrir ána, en hún var oft töluverður farartálimi á vetrum. Þá voru einnig önnur bæjarhús flutt þangað niður. Nú eru allar þessar byggingar orðnar svo lé- legar að þær geta vart talist not- hæfar öllu lengur. Nú í haust var byggð brú yfir ána (Köldukvísl) og nýr vegur gerður upp að nýja prestssetrinu. Hefir séra Bjarni Sigurðsson sýnt mikinn dugnað í því að fá þessu öllu framgengt á jafn skömmum tíma. A næsta ári munu önnur bæjarhús verða byggð þarna upp frá og einnig er ákveðið að byggja þar kirkju eða kapellu, á næstu árum. Hafa teikningar að kirkjunni þegar verið boðnar út og efnt til samkeppni um beztu teikninguna. — Þegar allar þessar byggingar eru komnar upp fær staðurinn aftur sína fomu reisn, og eru Mosfellingar al- mennt ánægðir yfir þessum fram kvæmdum og uppbyggingu Mos- fellsstaðar. — g. Viðbótín við síma- skrána að koma 2000 ny símanúmer í bœnum vrtja viðbótin við símaskrána er að fara af stað til símnotenda í Reykjavík, og er verið að ganga frá henni í póst. Sagði Hafsteinn Þorsteinssoii hjá Landssímanum | viðtali við blaðið í gær, að geysimikil hreyfing væri nú á númerum í bænum. Síðan síðasti viðbætir kom út í vor, hafa bæzt við 2000 númer og §ru flest kom in í notkun, auk þess sem breyt- ingar eru á eldri númerum. Nýja viðbótin er 16 síður, í sama broti og símaskráin frá 1059, svo að auðvelt er að stinga henni inn í þá foók. Er búið að Tómstundaiðja Æskulýðsráðs TOMSTUND AEÐJ A á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur er nú að hefjast aftur eftir jólahlé og verður byrjað á mánudag, 23. þ4n. Verður staríið með svipuðu snáði og áður. Verða hinir ýmsu flokkar starfræktir síðdegis og á kvöldin ajDa daga vikumar. Tómstunda- iðjuflokkarnir eru mjög fjöl- breyttir og er starfsemi þeirra á ýmsum stöðum í bænum. Af tóm Stundaiðju má nefna Bast- og tág vtona ljósmyndaiðju, beina og hM-navinnu, smíðar, sjóvinnu, málm og rafmagnsvinnu, radíó- vinnu og flugmódelsmíði og eru ýmsir klúfofoar reknir svo sem ffSmerkj aklúbbur, taflklúibbur, vélaihjólaklúbburinn Ending, Hjartaklúbburinn og kvikmynda Wúbfour. Upplýsingar um starfsemina er «3 fá á Skrifstofu Æskulýðsráðs á Lindargötu 50. Smásíld við Sauðárkrók , Sauðárkróki, 20. janúar. AÐ UNDANFÓRNU hafa nokkr- ir þilfarsbátar stundað róðra héð- an með línu, en afli verið tregur. Síðustu daga hefur veiðzt tals- vert af smásíld á hafnarsvæðinu við Sauðárkrók. Síldin hefur ver- ið fryst til beitu. Skákfélag Sauðárkróks hefur starfað af miklum krafti í vetur. Nú stendur yfir firmakeppni á vegum félagsins. Og einnig hafa tveir skáksnillingar telft hér fjöl tefli. Benóný Benediktsson kom þann 10. des. Teflt var á 23 borð- um. Hann vann 15 gerði 4 jafn- tefli og tapaði 4. Þann 3. janúar mætti hér svo Skákmeistari Islands, Freysteinn Þorfoergsson og tefldi við 23, vann 16, gerði 4 jafntefli og tap- aði 3 skákum. — Jón. prenta um 18000 eintök af henni, en símnotaendur eru 19500 í Reykjavík. Ný símaskrá kemur út í apríl, en vegna hinna miklu breytinga var samt gefin út þessi nýja við- bót til að létta undir með fólki, eins og Hafsteinn sagði. Um næstu áramót bætast svo vænt- anlega enn við 1000 númer frá gömlu stöðinni. Þýzkar herstöðv- ar í Bretlandi London 20. jan. (NTB-Reuter) BREZKA ivarnarmálaráðuneytið tilkynnti 'í dag að foráðlega mund hefjast viðræður á vegum NATO um ósk Vestur-Þjóðverja um að fá herstöðvar í Bretlandi. Vilja Þjóðverjar fá æfinga- stöðvar, geymslur fyrir skotfæri, eldsneyti og aðrar vistir og að- stöðu til viðgerða á skipum þýzka flotans í Bretlandi. Fylgdi það fréttinni að Adolf Heusinger herforingi, yfirmaður varnarmála Vestur-Þýzkalanls, sem nú er staddur í Bretlandi, hefði þegar hafið umræður um málið við forezk yfirvöld. Togarar Akureyr- inga af tur á veiðar AKUREYRI, 20. jan. — Eins og kunnugt er af fyrri fréttum hafa togarar Útgerðarfélags Aíkureyr- inga legið hér í höfninni að und- anförnu vegna fjánhagsörðug- leiika félagsins. Eitthivað mun nú hafa rætzt úr þeim málum, því í kvöld fara á veiðar Harðbakur Og Kaldlbakur og vonir standa til að Sléttbafcur látd úr höfn á morgun. Þeir munu allir veiða á heimamiðum. — Stefán. Allir vegir færir norður á Raufarhöfn RAUFARHOFN, 20. jan. — Hér ihefur verið alveg óvenju góð tíð í vetur, betri en við munum eft- ir. Allir vegir eru færir, hægt að bomast hingað alla leið frá Reykjavík eftir öllum þremur leiðunum, eftir Tjörnesvegi, yfir Hólsfjöllin og um Reykjaheiði. Einnig er daglega ekið til Þórs- hadtnar eftir nýja veginum, þó ekki sé búið að bera ofan í hann á kafla, því frost er í jörðu. Síld á Akur- eyrarpolli AKUREYRI, 20. jan. — Þrír bát- ar hófu að nýju síldveiðar á Ak- ureyrarpolli í dag. Aflinn var rösk 100 mál á bát, sem fer til bræðslu í Krossanesverksmiðj- una. Sjómennimir segja mikila síld í Eyjafirði. — Stefán. Kanadíski sendi- herrann í heimsókn MR. Mac Kay,- sendiherra Kanada á Islandi, sem búsettur er í Osló er í heimsókn hér í Reykjavik um þessar mundir. Hann kom hingað s.l. þriðjudag og mun halda heimleiðis á morg- un. Mfol. hitti sendiherrann snöggvast að máli í gær. Hann kvað erindi sitt hingað að þessu sinni aðeins vera að kynnast mönnum og málefnum. Lét hann i ljós áhuga fyrir að fylgjast með framkvæmd efnahagsmála- ráðstafana ríkisstjórnarinnar. Mr. Mac Kay kvaðst fagna því að sambandð milli Islands og Kanada væri mjög gott og kynni vaxandi milli þjóðanna. Stjórnmálaviðhorf í Kanada bárust einnig nokkuð í tal. Tölu- verðs atvinnuleysis hefur orðið í framkomu. ríikja. 5%-NA /Shnihr ’VteSVSOhnútv X Snjókoma vosíwm (7_ Skúrír. B Þrumur ly''. KuUaski! Hifaski/ HíHrnÍ \LÍiL*3S. Stakk sér á ísinn UM 10 leytið í gærkvöldi sáu vegfarendur á Lækjargötu hvar ungur piltur kom á miklum hlaupum niður með Fríkirkj- unni, úr portinu við Framsókn. arhúsið. Tjörnin virtist honum enginn farartálmi og ætlaði hann að stinga sér til sunds út í hana. En því miður, yfirborð- ið var nokkuð hart. Hann var búinn að gleyma því að Tjörnin var frosin og rann hann á mag- anum eftir ísnum langan spöl. Félagar piltsins komu nú á eftir honum, reistu kappann við og tókst að lempa hann í burtu — enda vonlaust umfoað þarna. þar vart á þessu ári. Mun stjóm landsins nú vinna að því að bæta úr þvi. Ekki er ólíklegt að þing kosningar kunni að fara fram í Kanada seint á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Mr. Mac Kay hefur mikinn áhuga á að kynnast íslandi og íslenzku þjóðinni sem bezt. Kemur hann hingað einu sinni til tvisvar á ári. Hann er hið mesta Ijúfmenni og glæsimenni Róa daglega Bátamir róa daglega og hafa fengið afbragðsgóðan afla. Er það aliveg óvenjulegt að héðan sé róið á þessum tíma árs. Yenju lega hætta bátarnir fyrir jól og geta ekki byrjað aftur vegna veð- urs fyrr en í marz. Fjöldi fólks er farinn héðan á vertíð suður. Er það einkum yngra fólkið, en börn og gamat- menni verða eftir heima. Við erum að búa okkur undir Þorrablót, sem á að halda hér annað kvöld, og verður þar ým- islegt tiil skemmtunar. — Einar. tíl Indlands LONDON, 20. jan. (NTB-Reuter) — Elisoibet Bretadrottning og maður foennar, Pfoillip prins, hertogi af Edinborg, fóru í dag með flugvél frá London áleiðia til Indlands, með viðkamu á Kýp ur. Eru þau væntanleg til Nýju Defoli á laugardagsmorigun. Þetta er fyrsti áfangi Elisabetar drottn ingar og manns hennar í kurt- eisisfoeimsókn þeirra til Indlands, Pakistans, Nepal og Persíu, en samtals munu þau ferðast um 30.000 kílómetra leið að þessu sinni. Fóru þau með brezkri far- þegaþotu, sem var sérstaklega útbúin til þessarar ferðar. Er þau lögðu af stað frá Lon- don, voru mætt á flugvellinum móðir drottningarinnarí Margrét prinsessa, Antfoony Armstrong- Jones, Harold MacmiLlan försæt- isráðherra og fulltrúar ei'lendra Ve&urkortið á bóndadaginn SVONA lítur veðurkortið út á bóndadaginn árið 1961. Sunnanátt um allt land og vindur hægur. Um sunnan- vert landið er lítils háttar rigning og hiti 2—7 stig. Norð Hœsta fiskverð kr. 3.77 ENDANLEGA mun nú vera sam- ið um fiskverðið. Svo sem Mbl. greindi frá hinn 31. des. sl. var gert ráð fyrir Iþví, að fiskverðið, sem þá hafði verið samið um, mundi hækka um 4—5% vegna áhrifa vaxtalækkunarinnar og niðurfellingar 2V2% útflutnings- gjaldsins. Þessir útreikningar hafa nú verið gerðir og verður fiskverðið því í stórum dráttum sem hér segir: » » Fyrir hæsta verðflokk ,línu- fisk, sem landað er daglega, greiðist 3,11 á kg. slægðan með haus. Undir 2. flokk falla ísaður línu fiskur úr útilegubátum, þó ekki eldri en 4 daga, og ísaður fiskur úr togskipum. Aldurstakmörk hin sömu. Jafnframt gallalaus drag- nótafiskur, sem landað er dag- lega. Verðið er kr. 2,96 á kíló. I þriðja flokki eru: Netafiskur, sem landað er daglega. Vel með farinn togarafiskur, vinnslu- hæfur til frystingar, línufiskur af útilegubátum ísaður um borð en ekki eldri en 7 daga. Handfæra- fiskur, sem landað er daglega. Isaður netafiskur af útilegubát- um, ekki eldri en 4 daga, svo og dragnótafiskur, ekki eldri en 4 daga. Verð kr. 2,70 á kíló. Undir 4. verðflokkinn falla: Is- aður netafiskur af útilegubátum, ekki eldri en 7 daga. Vel með flarinn isaður netafliskur, ekki eldri en 4 daga og ekki eldri en 2ja nátta í netum. Isaður togara- fiákur vel með farinn þótt ekki sé hæfur til frystingar. Verð kr. 2,36 á kíló. Fyrir fisk, sem ebki fellur und- ir framangreinda verðflokka, en er hæfur til manneldis, greiðist kr. 1,76 á kíló. " *» » Þjóðviljinn tók fréttina um fiskverðið upp úr Mbl. eftir ára- mótin. Jafnframt, að verðið kæmi til með að hækka svo sem Mbl. greindi frá. I gær segir Þjóðvilj- inn frá hinu endanlega verði, en einnig að þar hefði fiskverðið hækkað um 13—17 aura frá því verði, sem Morgunhlaðið hefði talið endanlegt um síðustu ára- mótl anlands var líka hlýtt, eink- um eftir hádegi. Var 7 stiga hiti á Sauðárkróki klukkan 14. Um morguninn var sums staðar frost norðaustan lands, en þiðnaði á lóglendi síðdeg. is. f Möðrudal var kaldast, 11 stiga frost kl. 8 um morg. uninn, en 5 stig klukkan 14. Undan NA-strönd Banda. ríkjanna var djúp lægð, sera olli vonzku veðri af norðri og norðaustri. Var talsvert frost og fannkoma og hætt við að vegir teppist og fólk verði úti, þótt þarna sé stutt til bæja. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldl SV-land, Faxaflói og miðin; SA stinningskaldi og síðar allhvass, skúrir. Breiðafjörð. ur, Vestfirðir og miðin: SA gola og síðar kaldi, víða skúrir., Norðurland til Aust. fjarða og miðin: SA gola eða kaldi, víðast þurrt og bjart veður. SA-land og miðin: SA kaldi fyrst, stinningskaldi með morgninum, skúrir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.