Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐ2Ð Laugardagur 21. janúar 1961 Egill Thorarensen kaup- félagsstjóri Minning f AG verður til moldar borinn, að Laugardælum í Árnessýslu, sá maður, sem mestur gustur hef ur staðið um á Suðurlandsundir- lendinu síðastliðna 3 áratugi. Maður þessi er Egill Thoraren- sen kaupfélagsstjóri á Selfossi. Þegar hann í dag verður lagður í skaut jarðar, þeirrar jarðar er hann vann fyrir og trúði á, langar mig að skrifa fáar línur. Ég átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður hans í stjórn Mjólkursamsölunn- ar siðastliðin 18 ár, og verð ég að segja það, að náið samstarf við slíkan mann er góður skóli. Egill Thorarensen sagði mér eitt sinn, að þá er hann var ný- seztur að á Selfossi og tekinn að fást við viðskipti hafi sér verið boðið að verða meðeigandi og þátttakandi í stóru og arðvæn- legu fyrirtæki í Reykjavík. Hann brá þegar við og reið til Reykja- víkur með 2 til reiðar, því vetur var og ekki bílfært, ræddi hann málið í Reykjavík en tók enga ákvörðun og reið síðan austur. f góðu veðri kom hann á Kamba- brún og sá yfir undirlendi Suð- urlands, þá sagðist hann hafa tekið ákvörðunina. Hann færi ekki til Reykjavíkur, hér skyldi hans starfssvið verða. Ég tel að hér hafi mikil gæfa að höndum borið fyrir bændur Suðurlands, því svo mátti segja að hverju stórvirkinu af öðru væri af stað hrundið, og var hann alltaf í fararbroddi, enda sjálfkjörinn foringi, vegna dugnaðar síns og takmarkalauss áræðis, svo að mörgum, sem varfærnari voru þótti nóg um, en það var sama hvaða erfiðleikar steðijuðu að, það var eins og hann fyndi allt- af leiðir til úrbóta, og kom þar til skörp greind og stálvilji. Þau félagslegu fyrirtæki, sem mest bar á í höndum hans voru Kaupfélag Árnesinga, Mjólkur- bú Flóamanna og Þorlákshöfn með tilheyrandi útgerð og fisk- iðjuveri. Það mundi flestum finnast að hvert þessara fyrir- tækja væri nóg einum manni, en það virtist leikur einn í hönd- um hans að hafa þau öll. Það var með Egil Thorarensen, eins og marga .aðra stórhuga athafna- menn, að ekki voru allir sam- mála um hans framkvæmdir, en það var eins og megin þorri bænda hefði svo takmarkalausa trú á hæfileikum hans að þeir voru ætíð reiðubúnir að fylgja honum enda heppinn að velja sér samstarfsmenn. Hver myndi nú vilja að Mjólkurbú Flóa- manna væri óendurbyggt, eða Þorlákshöfn eins og hún var frá náttúrunnar hendi? Ég kynntist Agli sem andstæð- ing og samherja og það var betra að hafa hann sem sam- starfsmann en mótstöðumann, en þó var það þannig, að sama glæsimennið var hann sem and- stæðingur, maður vissi alltaf hvar maður hafði hann, og hann barðist alltaf fyrir opnum tjöld- um. 'Sem samstarfsmaður var hann nokkuð ráðríkur sem trenja er með slíka menn, þó 1 alltaf tilbúinn að taka fullt tillií ! til skoðana annarra og beygja sig fyrir þeim, ef hann taldi þæt til bóta og á sanngirni byggðar. Ætt Egils Thorarensen ætla ég^ ekki að rekja, mun það verða' gert af öðrum, sem eru þeimj málum kunnugri en ég. Hann! 1 var af merkum bænda- og em- J ( bættismannaættum í báðar ætt- ir, enda merkisberi glæsi- ; mennsku sinnar kynslóðar hvar sem hann fór. Þótt Egill Thorar- ensen hefði mikið starf með höndum var hann mikill unn- andi bókmennta og lista. Hann átti fagurt safn málverka eftir okkar beztu listamenn og það var varla talað svo um íslenzka bók, að hann hefði ekki lesið hana, enda kunni hann utanað mikinn fjölda kvæða og lausa vísna og dáði mjög okkar beztu skáld svo sem Einar Benedikts- són og Grím Thomsen. Við áttum nokkrar stundir saman, án þess að vera að fást við önn dagsins, þá kom það berlega í ljós, að þótt mörgum fyndist Egill hrjúfur á yfirborð og stundum harður í horn að taka, þá barðist undir skelinni göfugt og viðkvæmt hjarta með trú á hið góða í hverjum manni, enda oft hjálpsamur þeim er miður máttu sín í lífinu. Nú er skarð fyrir skildi i fé- lagsmálum okkar sunnlenzkra bænda, en öll skörð ber að fylla hversu stór sem þau eru, svo ekki spillist það, sem gert hefur verið. Minningu þessa fallna for- ustumanns höldum við bezt uppi með því að taka nú merki hans þar sem hann hefur nú frá horf- iðog bera það fram til sigurs .Það þarf sjálfsagt fleiri en einn, ef til vill fleiri en tvo, en sara- taka vilji er máttugur. Vertu sæll vinur, ég óska þess, að íslenzk bændastétt eigi eftir að eignast marga forustumenn sem likjast þér. Einar Ólafsson ÞEGAR spurðist lát Égils Thor- arensen, hygg ég að flestir vin- ir hans hafi tekið undir með nafna hans, skáldinu og bónd- anum á Borg, er hann kvað; ,Mjög erum tregt tungu at hræra“. Enda þótt Egill gengi í skugga dauðans um langt skeið fyrir andlát sitt og væri van- heill hluta ævi sinnar, gneistaði ávallt af honum slíkt örvandi lífsmagn, að í augum vina hans og ef til vill ekki síður mótstöðu manna voru fáir menn jafnlif- andi og hann. Af þeim sökum kom fregnin um dauða hans sem algerlega óvænt reiðarslag, og ég held, að allir, sem þekktu hann eigi mjög örðugt með að trúa því, að hann sé í raun og veru dáinn. Um slíkan mann, sem Egill var, hlaut jafnan að standa styrr, enda var hann baráttu- maður og kunni illa allri logn- mollu. f Orrustum lífs og starfs var hann hinn mesti kappi og lærði aldrei að draga af sér eða hlífa veikum lífskröftum. Hann minnti á þá fomu höfðingja, er gengu fyrir liði sínu að pataldri og vildi oft verða rýrt fyrir hon- um smámennið. Fáir áttu þó ó- skiptari virðingú andstæðinga sinna en hann, enda var hann maður óvenjulega hreinskiptinn og laus við allt laumuspil. Til Viarks um það, hvert álit alþýða manna hafði á honum, er sú staðreynd, að hún gaf honum SŒiemma á árum konungsnafn. Eitt af því fyrsta, sem ég var spurður að austanfjalls er ég búsetti mig þar fyrir tuttugu ár- um, var, hvort ég þekkti kon- unginn á Selfossi. Var naEnbót sú notuð jafnt af fylgismönnum hans sem andstæðingum og vel að merkja aldrei í háði. Og er ég minnist hans látins, kemur mér nafnbót þessi í hug sem hin sannasta lýsing á Agli Thorarensen. Hann var konung- legur maður. Persónutöfrar hans voru slíkir, að þeir geta engum gleymzt, er þá þekktu; ,t?æði af honum gustur geðs og gerðar- þokki stóð“. Faskaldur gat hann verið og harður á stundum, ef þess þurfti með, en það var glettnisbros með kuldanum og mýkt í hörkunni. Heiðrflít var jafnan yfir svip hans, þó að skjótt gæti brugðið til storma og jafnvel þrumuveðurs, ef vegið var að hugstæðum áhugamálum hans. Egill var ekki smár í neinu er hann bar við, og ófeim- inn að láta í ljós vanþóknun sína á hverju því, er hann taldi miður fara. Málfar hans var ætíð hispurslaust og hressilegt, en hverjum góðum manni og hverju þörfu málefni vildi hann unna sannmælis. Hið bjarta svipmót hans bar hugarfarinu vitni. Hann var karlmenni í þess orðs beztu merkingu, virtur af öll- um þeim, er dæma kunnu sann- gjarnlega, dýrmætur vinur sín- um og dáður af konum. Egill Thorarensen kunni for- kunnargóð skil á bókmenntum og listum. Sjálfur gat hann og með prýði brugðið fyrir sig penna sem sjá má af hinni snilldarlegu grein, er hann skrif- aði um móður sína í safnritið Móðir mín. Greinarkorn þetta er bókmenntalegt afrek, sem geymast mun lengi. Það er ber- sýnilegt, að höfundur þess hefði getað orðið góður rithöfundur, ef hann hefði valið sér þá braut. Hann hafði mikla þekkingu og skýran skilning á bókmenntum, fornum sem nýjum og ávallt lærdómsríkt að ræða við hann um skáldskap. Menningarmaður var hann mikill og hafði sívak. andi áhuga ó öllu því, er efla mætti andlegan vöxt þjóðarinn- ar. En stærstur og mestur var • Þorrinn kominn Þá er þorfinn kominn. Ekki var fyrsti dagurinn þurr um allt land, en skv. gömlu trúnni á þorrinn að vera stillt ur og frostasamur, þá mun vel vora. Austan og Norðan- lands var yfirleitt þurrkur og sumsstaðar svolítið frost, eink um í hásveitum og inn tii dala, svo að þar ætti vel að vora, eins og segir í gömlu vísunni. En Sunnan. og Vest- anlands var víðast rigning, a. m. k. fyrri hluta dags, og spáir það ekki góðu eftir sömu heimildum að dæma. • Tveir lúxusréttir Um leið og þorrinn byrjar fer mig alltaf að langa í ís- lenzkan sveitamat. Þeim sið t að hafa á borðum reglulegan þjóðlegan mat á þorranum, kom Halldór Gröndal í Nausti á fyrir nokkrum árum, og nú finnst manni það til- heyra að bera hann fram á þessum tíma árs. En þegar ég smakka á trog- inu hjá honum Halldóri, ein- hvern fyrstu dagana á þorry anum, þá furða ég mig alltaf á því að tveir íslenzkir þjóð. legir réttir a. m. k. skuli ekki vera útflutningsvara. Þar á ég við hákarlinn og hangi- kjötið. Ég hef dálitla reynslu af því hvaða íslenzkur matur fellur yfirleitt í smekk útlendinga, hefi bæði fen- ið sendan íslenzkan mat þegar ég hefi búið erlendis og boðið erlendum kunningjum hér upp á slíka rétti, bæði heima og í Nausti. Það bregst ekki að þessum útlendingum finnst hangi- kjötið sérstaklega gott, og spyrja að því hvort nokkurs staðar sé hægt að fá það í heimalandi þeirra. Sama er að segja um hákarlinn. Ég man t. d. eftir portugölskum FEROIIM AIMH .☆ Egill sem framkvæmdamaður. 1 hugsjónum hans á því sviði kom konungslundin skýrast fram. Þjóðin hefur verið vitni að störf um hans austanfjalls, og þarf ekki að rekja þau, í þeim fór saman framsýni, stórhugur og dirfska auk óbilandi kjarks og dugnaðar. Það er fyrst og fremst hans verk, að við Ölfus- árbrúna hefur vaxið upp stór og blómlegur kaupstaður en mesta afrek hans er þó vafalaust sköp- un Þorlákshafnar. Hún er nú komin svo vel á veg, að sýnt er, að þar muni rísa upp mesta verzlunarborg Suðurlsndsins. Og á aðaltorgi hennar mun um ókomnar tíðir gnæfa minnis. merki frumherjans og fram- kvæmdajötunsins, sem dirfðist að hugsa í öldum og milljörðum: Egils Thorarensen. Margoft hefur verið sagt, að þá er Egill Thorarensen félli frá, þyrfti að minnsta kosti tíu menn til að taka við þeim störfum er hann hafði á hendi einn. Og þótt það verði hæfileikamenn, sem ekki skal dregið í efa, mun vin. um Egils þykja sem kaldur skuggi hafi lagzt yfir Suður- landsundirlendið við fráfall hans. í spor hans verður vand- gengið, en verkin, er hann vann, munu hvetja til dáða þá sem á eftir koma. Hann hefur lagt traustan grundvöll, seni óhætt mun að reisa á hús framtíðarinn- ar. Getur nokkur hugsað sér, að slíkur maður sem Egill sé með öllu horfinn úr tilverunni? Lík- ami hans er lagður til hvíldar í dag, en það er sannfæring mín, að sjálfur lifi hann áfram á ein- hverju því stigi tilverunnar, þar sem allir hans stórbrotnu hæfi. leikar fái að njóta sín til fulln- ustu. f jarðllífi sínu var hann stríðskappi og sigurvegari. Þótt við syrgjum hann og söknum nærveru hans megum við vera minnug þess, að hin örðuga bar. átta hans við ólæknandi sjúk- dóm er á enda. Að mínu áliti lauk henni með sigri: konung. urinn féll, en hélt velli. - Kristmann Guðmundsson. AUÐVITAÐ hlaut að því að draga, að Egill Thorarensen yrði allur. En það er hart að sjá á Framh. á bis. 14 ritstjóra, einum af þessum matmönnum á meginlandinu, sem vita allt um fínan mat, njóta hans og fara langar leiðir til að smakka á góðum rétti. Þegar hann srrtákkaði á hákarlinum, varð honum að orði: Hafið þið virkilega ekki reynt að koma þessu sem lúksus forrétti í dýru' veitinga húsin á meginlandinu? Og þar liggur hundurinn einmitt grafinn. Bóðir þessir réttir eru svo dýrir í verkun að þeir verða sennilega aldrei hentugir á almennan markað. erlendis, þar sem húsmæður kaupa til heimilisins einkum þar sem dýr flutningskostn- aður bætist á. En ef hægt væri að koma þessum réttum, sem eru svo sérstakir, þar að sem matmenn vilja kaupa sér reglulega góða máltíð, já, þá skiptir verðið ekki máli. Sterki keimurinn af hákarli og hangikjöti gerir það að verkum að gott er að bragða á þessu í upphafi máltíðar, rétt eins og síld kavíar og þessháttar. Og nógir eru til að kaupa kavíarinn — þó dýr sé. • Fyrir heimameim Aðrir íslenzkir réttir faTla flestum óvönum illa. T. d. sviðahausarnir, sem fæstir út lendingar fá sig til að snerta á, finnst ógeðslegt að sjá þessi svörtu andlit. Eins er með súran sláturmatinn, fæst. ir kunna að meta hann til að byrja með, þó okkur íslend- ingum þyki þetta herramann* matur og viljum borða hana á þorranum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.