Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 21. Janúar 19S1 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen.. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VERKFALLAVITLEYSAN I EYJUM t'INS og kunnugt er hafa útvegsmenn í Vestmanna eyjum lýst yfir verkbanni vegna óánægju með fiskverð það, sem' fiskvinnslustöðv- arnar greiða, sjómenn eru í verkfalli við útvegsmenn og landverkamenn hafa nú lýst yfir verkfalli, sem á að hefj- ast eftir 3 daga. Auðvitað geta verkbönn og verkföll verið eðlileg, enda eru þau lögvernduð. En þeg- ar allir eru í meira og minna verkfalli við sjálfa sig, fer ástandið að verða broslegt. Þannig hagar til í Eyjum, að allir lifa beint eða óbeint á útgerðinni, einkum vetrar- vertíðinni. Og hagsmunir manna af þessum atvinnu- vegi eru þar samtvinnaðri en nokkurs staðar annars staðar. Margir sjómenn eiga hluti í bátum og eru þannig jafnframt útgerðarmenn. — Útgerðarmenn eiga síðan beinna og óbeinna hagsmuna að gæta í fiskvinnslustöðv- unum og engin glögg skil eru milli sjómanna og land- verkafólks. Alkunna er, að reisn og velmegun er meiri í Vest- mannaeyjum en ef til vill nokkurs staðar annars stað- ar á íslandi. Þetta byggist á því, að íbúarnir hafa sam- einazt um að sækja fast sjó- inn og byggja upp vinnslu- stöðvar og blómlegt bæjar- Mf. Vestmannaeyingar eru mikils virtir um allt land fyrir atorku sína og ein- beittni við að afla auðlegðar úr greipum Ægis. Þess vegna er það mjög leitt, að þeir skuli láta dragast að hrista af sér slenið og ná því sam- komulagi um skiptingu fengs ms, sem hvergi ætti að vera auðveldara en einmitt þar, vegna hinna sameiginlegu og nátengdu hagsmuna. VINSTRI FJÁRFESTINGIN iLKUNNA er, að fjárfest- **■ ingu hér á landi hefur um langt skeið verið þannig háttað, að til hreinnar van- sæmdar hefur verið og stór- skert þau kjör, ,sem þjóðin gæti búið við, ef skynsam- legar hefði verið á málum haldið. Er það ein alvarleg- asta afleiðing vinstri stefn- unnar, sem hér hefur riðið húsum, stefnu hafta, banna og nefndafargans. Jafnvel kommúnistar, að- alpostular ofstjórnar ríkis- valdsins, viðurkenna þetta, og segir Þjóðviljinn „að fjár- festingin hafi verið með þeim endemum, að hliðstæð- ur munu vart fundnar í nokkru landi, þar hafa hundruð milljóna af fé þjóð- arinnar farið í súginn“. — Kommúnistablaðið sér sig til neytt að viðurkenna þessar staðreyndir, sem blasa við augum alþjóðar, en þá gríp- ur það til þess ráðs að reyna að kenna athafnamönnum og vinnuveitendum um ó- farnað vinstri stefnunnar. Allir vita þó, að atvinnurek- endur hafa verið nokkurs konar launamenn ríkisins. Þeim hefur verið sagt hvað þeir ættu að gera og hvað þeir mættu gera. Þeir hafa getað fengið fjármagn til þeirra framkvæmda, sem duttlungar nefndamannanna sögðu þeim að væri hag- kvæmar, en alls ekki til þess atvinnureksturs, sem þeir sjálfir töldu heppilegastan. Hvernig svo sem á málum hefur verið haldið, hefur rík- is- og bankavaldið framlengt skuldasúpuna og sagt við hina svokölluðu atvinnurek- endur, að nú skyldu þeir gera þetta og síðan skyldu þeir gera hitt. Ef þeir væru góðu börnin skyldi séð svo um, að þeir gætu haft ' áfram sæmilegt lífsframfæri, hvern ig svo sem atvinnutækin gengju. Hinum minni hæfileika- mönnum hefur þótt þetta harla gott ástand, en þeir, sem raunverulega geta kall- ast athafnamenn á íslandi, hafa viljað fara allt aðra leið. Þeir hafa verið tilbúnir til að taka á sig áhættu at- vinnurekstrarins, en þeir hafa þá líka krafizt þess, að þeir fengju sjálfir að ráða sínum málum og að þeir fengju arð af atvinnúresktr- inum, er vel gengi. Slíkt hef- ur verið algjörlega forboðið. Afraksturinn hefur verið gerður upptækur, þegar vel hefur gengið, en tapið síðan þjóðnýtt, þegar illa gekk. Enginn hefur velið ábyrgur fyrir neinu og allt verið lát- ið vaða á súðum. En það er hin freklegasta móðgun að ætla að kenna athafnamönn- um um þessa þróun, sem of- stjórnarpólitíkusar hafa leitt yfir landslýðinn. GUÐLAST KOMMÚNISTA 1>LAÐ heimskommúnismans ** á Islandi sinnti dyggi- lega boðunum að austan um baráttu gegn trúnni, er það hélt jólahátíðina með hreinu guðlasti og ritaði á aðfanga- dag forystugrein til að ala á sundrungu og óvild manna hvers til annars. Síðan hefur kommúnistablaðið reynt að óvirða æðstu menn kirkjunn ar og í leiðinni sneitt að forseta íslenzka lýðveldisins. Vissulega er sorglegt, að þeir menn skuli vera til á íslandi, sem ekki leyfa mönn um einu sinni að hafa trú sína í friði, og skal ekki fleiri orðum eytt að þessu siðleysi erindreka hins erlenda kúg- unarvalds. ÞRÖTTUR OG RAUNSÆI DÆÐA Kennedys Banda- ríkjaforseta við embætt- istökuna í gær, sem birt er á öðrum stað í blaðinu, ein- kenndist af þrótti og raun- sæi. Vissulega hefur þetta ávarp hans styrkt vonir þeirra, sem trúað hafa því að bjartsýni sú, sem á næst- (unni mun fylgja æskuþreki þessa mesta áhrifamanns veraldar, fái að rætast. Allir vita, að Bandaríkja- mönnum er fyrir það að þakka, að heimsbyggðin hefur ekki verið fjötruð í þrældómsviðjar kommúnism- ans. En Kennedy gerir sér ljósa grein fyrir því, að þrátt fyrir allt eru Banda- ríkjamenn vanmegnugir, ef þeir standa einir. Hann boð- ar miklar fórnir af hálfu þjóðar sinnar og lýsir því yf- ir, svo ekki verður um villzt, að þeir muni aldrei hopa fyrir ofbeldinu. En hann sér samt, að því aðeins fá þjóðir heimsins varðveitt frelsið og þar með hans eigin volduga þjóð, að við hin, sem unnum frelsi og í öðrum heimshlut- um búum, höfum líka mann- dóm til þess að standa gegn ofbeldinu. Þótt við eigum líf okkar, eða í öllu falli frelsi, því að þakka, að Bandaríkja- menn hafi ekki hvikað fyrir ofbeldishótunum kommún- ista, þá þurfum við ekkert að þakka þeim, því að örlög þeirra hefðu þá orðið hin sömu og okkar, en hitt sýndi lítinn manndóm og enn minni skynsemi, ef minnsta þjóð veraldar lýsti því yfir, að hún gæti haldið sínu sjálf stæði án þess nokkuð að leggja á sig, hvað sem yrði um átök stórveldanna. Kennedy ávarpar allar þjóðir heims og segir: Spyrj- ið ekki hvað Ameríka muni gera fyrir ykkur, heldur hvað við getum allir gert í sameiningu í þágu frelsis mannkynsins. Þessi hugsun verður að ráða gerðum frjálsra manna um heim allan, ef þeir eiga ekki að verða ofurseldir of- beldisöflunum. Megi sú ósk Kennedys forseta rætast og þá þurfum við engu að kvíða. Kjarnorha — undir Grænlandsjökli ÞAÐ mun áður hafa borið á góma hér á síðunni, að Banda Körsk kerlirtg FRTJ Manilta Pratt, fyrrum leifckona, nú búsett í Fleet í Englandi, varð hundrað ára á dögunum. Hún hóf aðra öld lífs síns með því að halda mikla veizlu í ráðhúsi bæjar- ins og bauð til hennar 65 vin- um sínum og vandamönnum. Gamla konan lék á alls oddi í veizlunni, enda einstaklega ern og lífsglöð, t d. söng hún fyrir gestina — eömu söngv- ana og hún flutti fyrir alda- mótin í hinu fræga Drury Lane leikhúsi í London. — ★ — Eldsnemma að morgni af- mælisdagsins, hljóp gamla frúin létt á fæti upp stigana heima hjá sér og dró enska fánann að hún á stafni húss- ins. — Hún lét svo um mælt við fréttamann, um það hvernig hún hyggðist eyða deg inum: — Eg ætla að reykja dálítið í ró og næði — svo flyt ég borðbænina sjálf. Og lög- reglumaðurinn, sem verður við dyrnar til þess að varná fréttamönnum inngöngu í veizluna, verður boðinn inn fyrir í lokin til þess að fá sér glas af léttu víni. — ★ — Sjálf gerði frú Pratt ráð fyr ir að halla sér fremur að hin- um sterkari drykkjum! — Eg hefi drukkið viskí og sódavatn allt mitt líf, sagði hún og brosti við. ríkjaher hefir á undanförn- um árum unnið' að því að „reisa“ eina sérstæðustu rann sóknarstöð í heimi á Græn- landi. Það er reyndar ekki rök rétt að nota sögnina að reisa í þessu sambandi, því að rann sóknarstöðin er öll neðanjarð- ar — það er að segja grafin inn í Grænlandsjökul. Byggingu og frágangi þess- arar einstæðu rannsóknar- stöðvar er nú nýlega lokið, en hún var gerð samkvæmt sér- stökum samningi stjórna Bandaríkjanna og Danmerk- ur. Er hún í um 1.300 kíló- metra fjarlægð frá norður- heimskautinu. — A þessum köldu og myrku norðurslóðum munu að staðaldri dveljast um það bil 100 bandarískir vís- indamenn og tæknisérfræðing ar og m.a. hafa með höndum veðurfræðirannsóknir, með sérstöku tilliti til hernaðarskil yrða á íshafsslóðum. — Vís- indamennirnir munu þó ekki þurfa að kvarta um kulda eða myrkur meðan þeir dveljast í stöðinni, því að hún er öll hituð og lýst með kjarnorku. Hefir ekki fyrr verið komið upp kjarnakljúf á svo af- skekktum stað. Bandarí'kjamenn hafa nú einnig í undirbúningi að reisa álíka rannsóknarstöð á Suð- urskautslandinu — og er áætl að að fyrstu hlutarnir í kjarn orkustöð hennar verði fluttir suður á bóginn í nóvember nk. •—★—• Meðfylgjandi mynd var tek in, þegar verið var að flytja hluta kjarnakljúfsins inn göngin að rannsóknarstöðinni í Grænlandi — en nafn þessar ar einstæðu „neðanjarðarborg ar“ er Camp Century. •—★—• •—★—•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.