Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. Janúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ 9 BSekkingarnar um vaxtabyrðina hraktar A FUNDI neðri deildar Al- þingis í gær var fram haldið 1. umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um heim- ild stofnlánadeildar sjávarút- vegsins við Landsbanka ís- lands til að opna nýja lána- flokka. Urðu talsverðar um- ræður um frumvarpið og lauk umræðunni ekki enn. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra tók fyrstur til máls og •svaraði ræðum þeirra Eysteins Jónssonar og Lúðvíks Jósepsson- ar frá því í fyrradag. Vakti hann athygli á, að þótt þeir Ey- steinn og Lúðvík hefðu þá báðir haldið langar og ítarlegar ræður um málið hefði ekki verið að finna í þeim neinar upplýsingar um það, hvort þeir eða flokkar þeirra væru með frumvarpinu eða á móti því. Gagnrýni stjórnarandstæðinga é setningu bráðabirgðalaganna og fullyrðingum þeirra um, að þeirra hefði ekki verið brýn þörf svaraði viðskiptamálaráðherra með því að vísa til forsenda bráðabirgðalaganna sjálfra, þar sem segir, að „um leið og vertíð hefst sé nauð- synlegt að gera ' ráðstaf- anir til þess, að allmiklu af skuld um sjávarútvegsins til skamms tíma verði breytt í löng lán“. Ríkisstjórnin hefði talið, að brýn nauðsyn bæri til, að stofnlána- deild sjávarútvegsins verði nú þegar heimilað að opna nýja lánaflokka, er geri henni kleift að vinna að lausn þessara mála. Og öllum hlyti að vera ljóst, að málið hefði tafizt í a. m. k. 3—4 vikur ef beðið hefði verið eftir Alþingi með lagasetningu og gagni, sem ætlað er. Þá hefðu þeir Eysteinn og Lúðvík haldið hefði þá ekki getað komið að því því fram, að reglugerð sú, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, hefði ekki enn verið sett. Sannleikur- inn væri þó sá, að reglugerðin hefði verið sett þegar hinn 14. janúar s.l. og undirbúningur að framkvæmd laganna gengið mjög vel. Vaxtabyrði útgerðarinnar I>á vék viðskiptamálaráðherra að þeim fullyrðingum stjórnar- andstöðunnar, að vaxtahækkun- in á sl. ári sé útgerðinni og öðrum atvinnurekstri landsmanna al- gerlega óbærileg byrði, og að það hagræði, sem útgerðin nýtur skv. bráðabirgðalögunum séu smá- munir í samanburði við þær bú- sifjar, sem útgerðin verði fyrir af völdum efnasagsmálaráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar. Reksturs- áætlun togara og línubáts fyrir 1 ár sýnir þó, sagði ráðherrann, að 2% vaxtahækkun hefur í för með sér aðeins 0,7% útgjaldahækkun hjá togurunum á einu ári og að- eins 0,6% útgjaldahækkun hjá línubátum. Hins vegar væri út- gjaldahækkunin af völdum vaxta hækkananna nokkru meiri hjá fiskvinnslustöðvum, eða 2-2%%. Gleggri mynd af vaxtabyrði út- gerðarinnar megi þó fá á annan hátt þ. e. með upplýsingum um heildarú'tlán bankanna til út- gerðarinnar. A árinu 1960 hefðu verið lánað til útgerðarinnar u. þ. b. 1400 millj. kr. Samkvæmt því væri útgjaldaaukning útgerð erinnar af völdum vaxtahækk- Fyrstu rigningarnar HJFUM, 18. jan. — Stormar og úrkoma hafa verið undanfarna daga en ekki snjóað neitt að ráði. Vegir eru allir færir. Miklar rign ingar gerði hér 14.—15. þ.m. Eru það fyrstu verulegu rigningarn- ar, sem komið hafa í marga mán- uði. — Flestir hestar ganga úti en sauðfé er allt á húsi. — P.P. mánuðum ársins 1960, sem vaxía hækkunin tæki yfir. Benti viðskiptamálaráðherra á, að það hefði verið skýrt tekið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar, þegar viðreisnarlöggjöfin var til umræðu, að hin mikla vaxta- hækkun, sem hún gerði ráð fyr- ir, væri aðeins til bráðabirgða. öílum væri sjálfsagt í fersku minni, að vextirnir hefðu nú þegar verið lækkaðir aftur um 2%, og ríkisstjórnin hefði lagt á það ríka áherzlu, að jafnvel nú- verandi vextir eiga ekki að standa lengur en nauðsynlegt er til þess að koma í veg fyrir nýja verðbólguöldu. Um áælaða vaxtabyrgði út- gerðarinnar á þessu ári, sagði ráðherrann, að væri gert ráð fyrir, að lán til útgerðarinnar á árinu verði u. þ. b. 1500 millj. kr., þá verði útgjaldaaukningin af völdum vaxtahækkananna ca. 30 millj. kr. miðað við .fyrra ástand. Þær ráðstafanir, sem nú eru gerðar hafi hins vegar í för með sér ca. 10 millj. kr. lækfcun á vöxtum, svo að hin raunverulega útgjaldaaukning sjávarútvegsins af völidum vaxta verði því ekki nema ca. 20 millj. kr. á þessu ári eða 0,8% af reksturskostnaðinum — Lýstf ráðherrann fullyxðingar stjórnarandstæðinga um að ver- ið væri að sliga útgerðina með óbærilegum vaxtabyrgðum þann ig algjörlega staðlausa stafi. Lánamál Þessu næst kom viðskipta- málaráðherra inn á rangfærslur stjórnarandstæðinga um lána- mál útgerðarinnar og stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim mál- um. Hafa þeir haldið því fram að ríkisstjórnin hafi sett strang- ar hömlur á öll lán til útgerð- arinnar. Sannleikurinn sé hins vegar sá, að í nóvemberlok 1960 voru lán til útgerðarinnar í bönkunum 209 millj. kr. hærri en á sama tíma 1959. Af þessu sé greinilegt, að sjávarútvegur- inn hefur haft greiðari aðgang að lánum en áður, eins og eðli- legt sé vegna þess, hve allur kostnaður hans hefur aukizt. Deilurnar um greiðsluhallann Að lokum sýndi ráðherrann fram á í alllöngu máli, hvílíkum blekkingum stjórnarandstæðing- ar hafa beitt í ræðum sínum um greiðsluhalla landsins. Þeir hefðu farið með tölur, sem þýddu sitt hvað og notuðu hugtakið greiðslu halli jafnaðarlega í tveim. algjör- lega óskyldum merkingum. Það hljóti að liggja í augum uppi, að rétt mynd af greiðsluhallanum og breytingum á honum frá ári til árs fáist ekki nema hann sé ætíð látinn taka yfir sömu þætti. Ekki dugi að fara að, eins og stjórnarandstæðingum sé svo kært, að sleppa t.d. greiðslum vegna skipa, báta og flugvéla, þegar það hentar, en telja þær greiðslur aðeins með, þegar þeir vilja fá fram tölur, sem samrím ast fölsunum þeirra. Þetta væru greiðslur, sem ætíð væri nauðsyn legt að taka tillit til. Skýringin á því t.d., að gjaldeyrishalli lands ins er ekki nema 145 millj. kr. minni 1960 en 1959 er einfaldlega sú, að árið 1959 voru greiðslur vegna skipa, báta og flugvéla 320 millj. kr. en árið 1960 500 millj. Árið 1960 var þannig notað 180 millj. kr. meira til kaupa á skif>- um, bátum og flugvélum, en næsta ár á undan. Þá bæri auð- vitað að taka tillit til hinnar sí- vaxandi þýðingar afborgana áf erlendum lánum. Á tímabilinu 1956—60 hefði þýðing afborgan- anna stóraukist, árið 1956 hefðu þær t.d. ekki numið nema tæp- lega % hluta af hallanum á vör- um og þjónustu, en árið 1960 hefðu þessar afborganir hins veg ar numið meira en helmingi af hallanum á vörum og þjónustu. Eftir ræðu viðskiptamálaráð- 'ferra héldu þeir Liiðvík Jóseps- son og Eysteinn Jónsson langar ræður, sem að venju voru mjög í sama dúr. Býsnuðust þeir báðir mjög yfir hinni ógurlegu vaxta- j byrði útgerðarinnar og gagn- rýndu útgáfu bráðabirgðalag- anna, þar sem þeir töldu, að skil yrði þau, sem stjórnarskráin set. ur . fyrir setningu bráðabirgða- laga, hafi ekki verið fyrir hendi. Um afstöðu sína til frumvarps ins sagði Eysteinn annars, að hann teldi það stefna í rétta átt að meginstefnu til, en á því væru ýmsir gallar ,sem leggja yrði á- herzlu á að bæta úr. Að lokinni ræðu Eysteins var umræðunni enn frestað. Ilafnarfjarðarbíó hcíur sýnt frá þvi um jól dönsku gaman- myndina Frænku Charles, tekna í litum og fögru umhverfi. Er þetta ný útgáfa af þessum vinsæla gamanleik með hinum þekkta danska gamanleikara, Dirch Passer, í hlutverki frænk- unnar. — VerSur myndin sýnd í bíóinu núna um helgina. Frá bæjarstjórn: Umíramtekjum bæjarsjóðs jafnan varið til framkvæmda Tillaga um ráðstöfun tekna vegna auka-álagningar útsvara A BÆJARSTJÓRNAR- FUNDI í fyrradag var tekin fyrir tillaga frá Guðmundi Vigfússyni bæjarfulltrúa Al- þýðubandalagsins um að aukaútsvör bæjarsjóðs 1960 skuli ganga til Framkvæmda sjóðs Reykjavíkurbæjar. Guðmundur Vigfússon fylgdi tillögunni úr hlaði og sagðist með henni vilja tryggja að féð rynni til framkvæmda í þágu bæjar- félagsins. Einnig legði hann höf- uðáherzlu á, að bæjaEstjórnin fengi jafnan tækifæri til að tafca ákvörðun um ráðstöfun þeirra tekna bæjarsjóðs, sem væru um fram fjárhagsáætlun. Álagning aukaútsvaranna Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, gerði grein fyrif álagn- ingu aukaútsvaranna, sem lögð •ru á með stoð í útsvarslögun- um, einkum á aðila, sem ekki hafa verjð teknir á aðalskrá svo og þá sem taldir eru hafa skilað ófullnægjan.di og of lágum fram tölum. Upplýsti borgarstjóri, að dagana 27. okt. og 1. des. og síðan 28. og 30. des. sl. hefðu verið lögð á aukaútsvör samtals að upphæð tæplega 5,7 milljónir króna. Hinsvegar mundi þessi upphæð lækka verulega, eftir úrskurði á kærum, fyrst í nið- urjöfnunarnefnd og síðan í yfir- skattanefnd og ríkisskattanefnd. Til innheimtu mundi miðað við Rætt um stöðuveiring- ar í bæjarstjórn NOKKRAR umræður urðu á síðasta bæjarstjórnarfundi í sambandi við veitingu raf- magnsstjóraembættisins og stöðu yfirverkfræðings raf- magnsveitunnar, sem bæjar- ráð hafði afgreitt frá sér í gærmorgun. Guðmundur J. Guðmundsson stóð upp og sagði frá því, að hann hefði ekki haft hugmynd um, hverjir væru umsækjendur um rafmagnsatjórastöðuna, fyrr en í fyrradag síðla, þegar hann hefði frétt það á skotsþónum. Það væri því „móðgun“ og „skortur á lýðræði", að ætla bæjarfulltrúum að gera upp við sig á svo skömmum tíma, hvern þeir vildu styðja til starfsins. Hann þekkti t. d. ekkert til a. m. k. tveggja af umsækj- endunum. Kynnti sér ekki málið Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, benti GJG á það, að starfið hefði verið auglýst laust til umsóknar í desembernvánuði með umsóknarfresti til 5. janú- ar sl. í vikunni þar á eftir hefði svo verið tilkynnt í bæj- arráði, hverjir sæktu um starf- ið. Hefði GJG því verið í lófa lagið ,að kynna sér málið í gegnum bæjarráðsmann Alþýðu bandalagsins, Guðmund Vigfús- son, sem mátt hefði ætla, að hann hefði nokkurt samstarf við, auk þess sem borgarstjóri kvaðst að sjálfsögðu mundu hafa skýrt honum frá þessu sjálfur, ef hann hefði óskað eft- ir þvi. Skammir á flokksbróður Svo kynlega brá við, að þrátt fyrir þessar upplýsingar, ítrek- aði GJG kvartanir sínar, sem að sjálfsögðu hittu þá ekki aðra fyrr fyrir en hann sjálfan og flokksbróðurinn, Guðmund Vig- fússon, sem sat hnípinn undir ræðu nafna síns. Þá kvartaði Þórður Björnsson yfir því, að of skammt væri liðið frá afgreiðslu málsins í bæjarráði, til þess að fundar- sköp leyfðu að málið yrði tekið fyrir í bæjarstjórn. Vakti for- seti bæj arstjórnar, Gunnar Thor oddsen, þá athygli ÞB á því, að samkvæmt venju væri svo ekki. Þar sem ÞB hins vegar vildi draga það í efa, væri ekk- ert á móti því, að leita álits bæjarstjórnarinnar allrar á því, hvort ræða skyldi málið eða ekki. Við atkvæðagreiðslu voru allir bæjarfulltrúar því með- mæltir — nema Þórður og Guðm. J. Guðmundsson. Það kom einnig fram hjá Þórði Björnssyni, að hann var í sama Framh. á bls. 15 fyrri reynslu um 3.5 millj.'kr. og yrði að gera ráð fyrir van- höldum í innheimtu. ' Við aðalniðurjöfnun útsvara hefði verið jafnað niður 220 millj ónum 340 þúsund krónum, en sú upphæð hefði lækkað um 8 milljónir 343 þúsund krónur, eftir að kærur hefðu verið af- greiddar. Þá hefðu staðið eftir 211 milljónir 997 þúsund og væru þá um ekki nema 5,7% til þess að mæta lækkunum ríkisskatta- nefndar og væntanlegum van- höldum í innheimtu, en í lögum væri gert ráð fyrir 5—10% um- framálagningu eingÖngu vegna vanhalda í innheimtu. Óvissa um innheimtu Nokkur fleiri atriði komu frarA í skýrslu borgarstjóra, sem hann kvaðst hafa talið rétt að hafa svo ítarlega, til þess að sýna fram á, hver óvissa enn væri ríkjandi um innheimtu útsvar- anna. Borgarstjóri kvaðst vel skilja það sjónarmið Guðm. Vigf., að bæjarstjórn fengi tækifæri til að ákveða, hvernig umframtekj um væri ráðstafað. Það væri þó ekki hægt að gera, fyrr en ljóst væri, hve hárri upphæð þær næmu. Þar sem innheimtum aukaútsvörum væri ekki haldið aðgreindum frá öðrum útsvör- um, myndi heldur ekki vera hægt að framkvæma tillögu GV án töluverðrar aukafyrirhafnar og kostnaðar. Alltaf varið til framkvæmda Þá mætti einnig hafa það í huga, að aukatekjum hefði að jafnaði alltaf verið varið til framkvæmda, sökum þess að rekstraráætlun hefði yfirleitt staðizt. Með hliðsjón af framan greindum atriðum kvaðst Geir Hallgrímsson borgarstjóri telja rétt að tillögunni yrði vísað til bæj arráðs. Guðmundur Vigfússon tók því næst stuttlega til máls aftur. Sagði hann, að þó að ekki inn- heimtust af aukaútsvörunum nema 3,5 millj. kr. væri þar „um ærna upphæð að ræða á okkar mælikvarða“ og legði hann ekki mikið upp úr að fénu yrði ráð- starfað til Framkvæmlastjóðsins eða með öðrum hætti trygg að því yrði verið til framkvæmda. Oþarft væri að vísa tillögunni til bæjarráðs heldur ætti bæjar- stjórn sjálf að taka ákvörðun um málið og mætti ekki gera það of seint. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs, og var að svo búnu samþykkt með 11 atkvæðum gegn 3 að iúsa tillögunni til bæjarráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.