Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. Janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Kennedy Framh. af bls. 1 varlegur á svip, að ræSupöllun- urn. Svo settist Kennedy við hlið Eisenhowers. Báðir voru berhöfð Bðir en í frökkum og héldu á pípuhöttum. Eldur Hátíðahöldin hófust svo með því að Richard Cushing kardi- náli frá Boston, heimaborg Kennedys, las bæn. Hann bað Guð að vernda nýja forsetann, xíkisstjórnina, þingið og dómstól- ana í landinu. Að bæninni les- inni signdi Kennedy sig og tók síðan í hönd kardinálans. Meðan Cushing kardínáli las bænina gaus skyndilega upp reykur und- an ræðustólnum. Orsökin var út- leiðsla í rafleiðslum í hitalögn og var eldurinn fljótlega slökktur áður en hann náði að breiðast út. Næst söng Marion Anderson þjóð sönginn „Star spangled banner“ og síðan var flutt bæn. Svo sór Lyndon B. Johnson embættiseið sinn, en Sam Rayburn, forseti fulltrúadeildar þingsins, las hon- um eiðstafinn. Þá var lesin bæn og síðan las bandaríska skáldið Robert Frost upp frumsamið ljóð. ' „Ég, John Fitzgerald---“ Kennedy sór nú embættiseið- imn og lagði höcndina á stóra fjölskyldubiblíu, en Earl Warr- en, forseti hæstaréttar las hon- um eiðstafinn: „Ég John Fitzger- ald Kennedy heiti því hátíðlega að ég mun gegna forsetaembætti Bandaríkjanna með trúmermsku og mun eftir beztu getu og með Guðs hjálp halda, vernda og verja stjórnarskrá Bandaríkj- anna. Johnson varaforseti varð fyrst- ur til að óska Kennedy til ham- ingju, en næstur varð Eisenhow er. < Þessu næst flutti Kennedy á- varp sitt, og tók það hann tíu mnínútur. Hann las hægt og með áherzlum. Þegar kom að orðun- um: Spurðu ekki hvað land þitt getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir landið þitt, skalf rödd hans. Hann þurfti að hætta lestrinum ellefu sinnum vdgna fagnaðarláta áheyrenda. Hátíðahöldunum lauk svo með því að lesin var bæn og síðan lék hljómsveit þjóðsönginn. - ★ - / Að þessu loknu hélt hinn nýi forseti Bamdaríkjanna til Hvíta Hússins. Frá sérstökum heiðurs- palli fyrir framan Hvíta Húsið tók hann svo á móti kveðjum frá ýmsum deildum hersins, stétta- samitökum og félögum, sem fóru í skrúðgöngu þar framhjá. Herra Dwight Eisenhower og frú voru meðal gesta í árdegis- verðarboði, sem haldið var á eft- ir til heiðurs hinum nýja forseta. Þar mættu einnig Richard Nixon og meðlimir ríkisstjómar Eisen- howers. Eftir árdegisverðinn hélt Eisenhower og frú til bú- garðsins í Gettysburg, sem verð- ur heimili þeirra framvegis. Áróður upptœkur BERN, Sviss, 20. jan. (NTB) — Svissneska lögreglan lagði í dag hald á um 1000 kommúnískar áróðursbækur og tímarit frá Kína. Voru bækur þessar send- ar til Genf, en ætlunin var að þær yrðu sendar áfram þaðan til ýmissa landa, þar á meðal til Kúbu og Kongó. Áróðursritin voru gerð upp- tæk á landamærum Sviss. Þau voru rituð á frönsku, ensku og epænsku. — Yfirvöldin í Sviss leggja áherzlu á að ritin hafi ckki verið gerð upptæk vegna ©pinberrar andstöðu við stjóm- málastefnur, heldur eingöngu til að fyrirbyggja að Sviss verði gert að dreifingarmiðstöð fyrir LIU kærlr Frar^h. af bls. 16 ★ TVÖ SJÓNARMH) Þessa ákvörðun sína höfðu útgerðarmenn rökstutt þannig að þeir teldu að sam- þykkt félagsins um að félag- ar þess skuli ekti hefja róðra, jafngildi verkfalli. — Slíkar aðgerðir þurfi að boða með a. m. k. sjö daga fyrir- vara og ákvörðim um þær þurfi að vera tekin að und- angenginni allsherjaratkvæða greiðslu í félaginu, eða af trúnaðarmannaráði, með þeim meirihluta, sem tilskil- inn er með lögunum um stéttafélög og vinnudeilur, frá 1938. Þessum skilningi LÍÚ hef- ur sjómannafélagið eindregið mótmælt. Telur félagið að það hafi ekki lýst yfir ólög- legri vinnustöðvun, þar sem engir vertíðarsamningar hafi verið gildandi og enginn há- seti iögskráður á Akranes- báta til línuveiða þegar sam- þykktin 3. janúar var gerð. Vísitalan VlSITALA framfærslukostnaðar var fyrsta janúar 104 stig eða 1 stigi hærri en í desember 1960. Heildartalan í hverjum hinna þriggja flokka, sem útgjöldum vísitölu framfærslukostnaðar er skipt í á skýrslu Hagstofunnar, helzt óbreytt, en einn liðurinn í flokkinum „vörur og þjónusta“ hefur liækkað um 10. Er það hiti, rafmagn o. fl. / _________________ Um þrjú þúsund skipakomur SIGLUFIRÐI, 19. jan. — Sam- kvæmt upplýsingum, sem frétta- ritari blaðsins fékk bjá Þórarni Dúasyni, hafnarstjóra, hafa skipa komur til Siglufjarðar á siL ári verið sem hér segir: 565 farm- og farþegaskip, 257 útlend fiski- skdp og 2206 komur íslenzkra fiskiskipa eða samtals 3028 skipa komur. Útflutningsverðmæti héðan á sama ári voru um 118% millj. króna. — Stefán. Hreinlætistæki BAÐKER tékknesk stærð 169 x 71 cm. BLÖNDUNARTÆKI og LÁSASETT HANDLAUGAR sænskar og tékkneskar kranar, lásar og ventlar. Tvöfalt W-C. samstæður, sænskar S. og P. BygcingavÖmverzlun Ísleiís Jónssonar Höfðatúni 2 — Sími 14280. Til sölu nú þegar 5 hryssur og 2 folöld. Til sýnis að Stóru- Vatnsleysu. Uppl. gefur landssímastöðin Vogar. ★ KRÖFUR Það er svo LlÚ sem hefur höfðað mál fyrir félagsdómi út af þessu. Krefst talsmaður þess að viðurkennt verði að verka- lýðsfélagið hafi hafið ólögmætt verkfall, og að það verði dæmt til refsingar fyrir brot á lögun- um um stéttafélög *og vinnudeil- ur. Einnig gert þær kröfur að verkalýðsfélagið verði dæmt til að greiða Útvegsmannafélagi Akraness kr. 225,000,00 vegna hinnar ólögmætu vinnustöðvun- ar. Er tekið fram að fjárhæðin sé áætluð, þar eð endanleg gögn um hið raunverulega tjón liggi ekki fyrir. Loks krefjast útgerð- armenn málskostnaðar úr hendi verkalýðsfélagsins. Mál þetta hafði verið þing- fest í félagsdómi síðdegis í fyrradag. Var talsmanni ASÍ fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness veittur frestur til 26. þessa mánaðar, að málið kemur fyrir félagsdóm á nýjan leik. Róm, 20. jan. (Reuter) MATVÆLASTOFNUN SÞ til- kynnti í dag að Vestur Þjóðverj- ar hefðu sent 50 tonn af skreið til Kasai-héraðsins í'Kongó, þar sem hungursneyð geisar, og mundu í næstu viku senda þang- að 230 tonn af mjólkurdufti. — Bæjarstjórn Framhald af bls 9. báti og G. J. G. um það, að ekki hefði hann heldur kynnt sér umsóknirnar. Einróma veitingar Þegar til atkvæðagreiðslna kom í lokin, var samþykkt með 12 samhljóða atkvæðum að veita Jakob Guðjohnsen raf- magnsstjórastöðuna og 11 sam- hljóða atkvæðum að ráða Val- garð Thoroddsen sem yfirverk- fræðing. Felld var tillaga frá Guðm. Vigfússyni um að aug- lýsa síðari stöðuna lausa til um- sóknar. Var upplýst, að fjöl- mörgum hliðstæðum stöðum hefði verið ráðstafað án slíks, enda oft og tíðum sízt heppi- legra að auglýsa þær, þegar völ væri á góðum starfskröftum. Félagslíl Skíðaferðir um helgina: Laugard. 21. jan. kl. 2 og 6. Sunnud 22. jam. kl. 10.30 og kl. 1 e. h. Firmakeppni Skíðaráðs Rvíkur hefst kl. 1 á sunnudag. Reykvíikingar fjölmennið, við firmakeppni okkar á sunnud. Skíðafélögin í Rvík. Allar uppl. viðvíkjandi firma- keppnum eru veittar hjá BSR. Lausar sföður Verðlagseftirlitið vill ráða menn til eftirlitsstarfa nú þegar eða sem fyrst. Umsóknir, ásamt upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar skrifstofu verðlagsstjóra, Skólavörðustíg 12 Reykjavík, fyrir 1. febr. n.k. Reykjavík, 18. jan. 1961. Verðlagsstjórmn. Konan mín, móðir og tengdamóðir, KRISTRÚN SAKARlASDÓTTIR frá Stykkishólmi andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 20. þ.m. Hjörtur Guðmundsson, Sakarías Hjartarson, Ester Guðmundsdóttir, Hjartfríður Hjartardóttir, Jón Steinn Halldórsson, Gunnar Hjartarson, Guðrún Guðmundsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar CARL ALFRED NIELSEN verkstjóri, sem lézt 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkjo þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 1,30 e.h. Guðrún Nielsen og börn. Þökkum innilega, samúð og vináttu við andlát og jarðarför SIGURÐAR GR. TUORARENSEN frá Kirkjubæ. Eiginkona, systkini, tengdaforeldrar og aðrir aðstandenduc. Þökkum hjartanlega samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður og stjúpföður okkar SIGURÐAR M. JÓNATANSSONAR Sérstaklega þökkum við íbúum Hellisands íyrir inni- legar móttökur og vinarhug. Guð blessi ykkur öll. Rósbjörg, Þórleif, Stcinunn Sigurðardætur, Sigurjón Kristjánsson og aðrir aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar SIGRlÐAR KARLSDÓTTUR Snorrastöðum. Jóhann Sveinbjörnsson og böra. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við frá^all eiginkonu minnar og móður okkar, Lokað vegna jarðarfarar í dag. Kr. Þorvaldsson & Co. heildverzlun. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar Egils Thorarensen. IWjólkursamsalan RAGNHILDAR PJETURSDÓTTUR Háteigi Reykjavik, 22. janúar 1961. Halldór Kr. Þorsteinsson Ragnhildur Halldórsdóttir Kristín Halldórsdóttir, Guðný ó. Halldórsdóttir Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlut- tekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa MAGNÚSAR VALDEMARSSONAR Bakka, Bakkafirði. Járnbrá Friðriksdóttir, Ililma Magnúsdóttir, Björn Karlsson, Erla Magnnsdóttir, Guðlaugur Jónsson, Ragna Magnúsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Sverrir Magnússon og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.