Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. janúar 1961 MORGUWBLAÐIÐ 5 MENN 06 = MALEFNIm Hinn 17. janúar sl. tilkynnti Dr. Geoffrey Fisher, erkibisk np af Kantaraborg, leiðtogi ensku biskupakirkjunnar, að hann myndi láta af störfum 31. maí n.k. Hann kvaðst segja af sér nú, til þess að eftirmaður hans, sem verður hundraðasti maður er gegnir embættinu, geti setið þing Alkirkjuráðs- ins, sem haldið verður í Nýju Delhi í Indlandi í nóv. og des. næstkomandi. Starfsferill dr. Fishers er mjög athyglisverður, því að hann var skipaður í æðstu stöðu ensku kirkjunnar, án þess að hafa nokkurntíma ver ið þjónandi prestur. Árið 1914 var hann gerður skólastjóri við Repton skólann, þá 27 ára að aldri. 1932 varð hann bisk- up í Chester, 1939 biskup í Lundúnum og 1945 erkibiskup af Kantaraborg. Dr. Geoffrey Fisher sýndi ensku þjóðinni, að maður í svo hárri stöðu gat haldið virðingu sinni, en jafnframt verið einn af almúganum. Þeg ar hann var ekki bundinn við embættisstörf, gat hann „tek- ið sér slæpu“ í hvaða félags- skap sem var, án þess að taka tillit til stéttar. Hann var frjálsíyndur, hvað snerti heimsmálin, og fyrsta opinbera skýrsla hans eftir að hann varð erkibiskup fjallaði um það, að afnema bæri kyn- þáttamismun innan brezka heimsveldisins. Fisher er fæddur 5. maí 1887, 10. barn foreldra sinna. Hann var mjog góður náms- maður og nam í Oxford, einn- ig tók hann þátt í iþróttum og þótti góður íþróttamaður. 27 ára að aldri varð hann skólastjóri við Repton-skól- ann, en það er frægur enskur einkaskóli. „ Á stríðsárunum siðari var hann biskup í Lundúnum og var i borginni allan tíniann. Þar hjálpaði hann heimilis- lausu fólki, og um tíma bjuggu 300 menn, sem misst höfðu heimili sín, í embættis- bústað hans. Nýlega ávann Fisher sér mikla aðdáun, með ákvörðun sinni um að heimsækja páfann í Róm, en það hefur enskur erkibiskup ekki gert siðan 1558. Einnig heimsótti erki- biskupinn ýmsa helga staði og foringja annarra trúarflokka í Jerúsalem og Istanbul. Áður en Fisher lagði af stað í ferð þessa, kunngerði hann að heimsókn sín til páfa væri aðeins kurteisisheimsókn, en ekki væri um neina samninga við rómversk-kaþólsku kirkj- una að ræða. Hann sagðist að- eins óska eftir vináttu meðal allra kristinna manna i heim- Sem erkibiskup af Kantara- borg á einu viðburðaríkasta tímabili sögunnar, hefur Fish- er verið viðriðinn marga sögu- lega atburði. Það var hann, sem krýndi Elísabetu II. í Westminster Abby í júní 1953, og einnig stýrði hann athöfn- inni er hún og Filippus prins, hertogi af Edinborg gengu í hjónaband og skírði son þeirra, ríkiserfingjann, Charl- es prins. Þegar Margrét prinsessa til- kynnti, 1955, ákvörðun sína um að hún myndi ekki giftast Pétri Townsend, hafði hún áð- ur rætt við Fisher, og voru getur leiddar að því, að hann hefði haft áhrif á ákvörðun hennar. En Fisher skýrði svo frá í sjónvarpsviðtali, að Mar- grét hefði tekið þessa ákvörð- un á eigin spýtur, án áhrifa frá stjórn eða kirkju. — Árið 1956 varð Fisher áberandi persóna á stjórnmálasviðinu, þegar hann lýsti yfir gremju sinni, vegna mistaka brezku stjórnarinnar í Kýpurmálinu. Hann sagði einnig átit sitt á aðgerðum Breta og Frakka í Súez-málinu, og kvað hinn kristna heim mjög órólegan út af þeim. — Einnig fordæmdi hann harðlega aðgerðir Rússa í Ungverjalandi 1956. Vegna stöðu sinnar hefur Fisher átt sæti í lávarðadeild þingsins, og nú hefur verið til- kynnt, að Elísabet drottning muni veita honum lávarðs- tign, en þar með hlýtur hann rétt til setu i deildinni meðan hann lifir. Eftirmaður dr. Fishers hef- ur nú verið valinn, og er það Arthur Michael Ramsey, bisk- up í Jórvik. Hann er 56 ára að aldri. — Ég held að yður myndi sækj ast vinnan betur, Jón, ef þér tækjuð kassann utan af ritvél- inni. - - . .-fc Prófessorinn var svo utan við vig, að hann kyssti eggið og barði í höfuðið á konunni sinni með teskeið. ★ Maður skimaði í allar áttir í fatadeildinni. Afgreiðslumaður- inn snýr sér að honum og spyr: — Eruð þér að leita að karl- mannafötum. — Nei, ég er að leita að kven- fötum og konan mín er meira að segja í þeim. ★ Ævintýramaður var að segja frá veiðiför í frumskógum Afríku: — Svo kom ég allt í einu auga á ljón. Ég læddist að því með brugðinn rýting og hjó af því rófuna. — Af hverju hjóstu ekki held- ur af því höfuðið? — Það var annar búinn að því, svaraði hetjan. 70 ára verður á morgun, Krist- ján Jónsson frá Einarslóni, nú til heimilis að Hringbraut 86, Kefla vík. 60 ára er á morgun, Hjörleifur Sveinsson, Landagötu 22, V st- mannaeyjum. Sóknarpresturinn á fsafirði, sr. Sigurður Kristjánsson, hefur gefið saman í hjónaband: Herdís Þorsteinsdóttir og Haukur Egg- ertsson ,skipasmiður, ísafirði. — Kristín Jónsdóttir og Björn Egils son, rafvirkjanemi, ísafirði. Þor gerður S. Einársdóttir og Guð- mundur Marinósson, verzlm. ísa- firði. Sigrún Sigurðardóttir og Halldór P. Friðbjörnsson, Hnífs- dal. Alda Sigtryggsdóttir og Birg ir Hermannsson, ísafirði. Soffía S. Alexandersdóttir og Ragnar Á. Jónsson, ísafirði. Katrín B. Jóns dóttir og Grétar Þórðarson, ísa- firði. —• Segðu mér, Óli, rífst þú aldrei við konuna þína? — Nei, þegar við erum ósam- mála, þá segi ég bara þegiðu, og svo þegi ég. ★ Frúin: — Eruð þér ekki mað- urinn, sem var hér fyrir 10 mín- útum? Betlarinn: — Jú, þér sögðust Flugfélag íslands hf.: — Hrímfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 15:50 í dag frá Hamborg, Khöfn og Oslo. Fer til Glasgow og Khafnar kl. 8:30 í fyrra máiið. Innanlandsflug: í dag til Akureyrar ©g Vestmannaeyja. Á morgun til Ak- ureyrar, Hornafjarðar, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Eimskipafélag Reykjavíkur h. f.: — Katla er á leið til Reykjavíkur. Askja er á leið til Ítalíu. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til Reykjavikur frá Cardenas. „ k Stjörnubíó sýnir um þessar mundir ensk-ameriska mynd, „Lykillinn“. — Hefur myndin og sagan sem hún er byggð á hvarvetna fajþð sigurför. Margir íslendingar kannast við söguna úr „Hjemmet“. — 2HII5 SENOIBÍLASTQOIN Skattaframtöl Önnumst skattaframtöl fyr ir einstaklinga og fyrirtæki Opið til ki. 7 á kvöldin. Fasteigna- og Lögfræði- stofan Tjarnarg. 10 — Sími 19729. Tökum að okkur smíði á húsgögnum og innrétt- ingum. Leitið upplýsinga. Almenna húsgagnavinnust. Vatnsstíg 3B. Sími 13711. Vanur bókhaldari gerir skattframtöl yðar. Pantið tíma í gegnum síma. Guölaugur Einarsson málflutningsskrifstofa. Símar 16573 og 19740. Til sölu ódýrt Tvöfaldur stálvaskur með borði, vel með farinn, verð kr. 1500,00. Notuð frönsk eldavél, verð kr. 1000,00. — Uppl. í síma 13338. Ný 4ra herb. íbúð við Sólheima til leigu. Til- boð merkt: „Fjórða hæð — 1101“, sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag. HÚNVETNINGAR REYKJAVÍK Bridge Einmenningskeppni í Bridge hefst þriðjud. 22. jan. Þátttökutilk. hjá Gunnari Guðmundssyni, sími 32860 og gefur hann allar nánari uppl. um Bridgekvöldin í vetur. NEFNDIN. LTSALA LTSALA Barnanærföt — Herranærföt — Dökkir saumlausir nælonsokkar — Dömu- og barna crep-sokkabuxur — Ullar drengja- og telpna peysur o. fl. mjög ódýrt. ATH.:10% afsláttur af öllum vörum í búðinni Verzl. DÍDÍ Hraunteig 9 (við hliðina á þvottahúsinu Lín) Frá Tóiilistarskólanurh í Reykjavík Engel Lund heldur söngnámskeið á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavik. — Námskeiðið hefst nú þegar og stendur til 1. maí — Innritun og nánari upplýs- ingar £ Tónlistarskólanum milli kl. 11—12 daglega. Sími 17765. Skólastjóri Hef opnað x x Sölufurn og strœtisvagnaskýli á horni Bústaðavegs og Réttarholtsvegs Söluturnin við Bústaðaveg Gluggatjalda hörefni Gardínubuðin Laugavegi 28 Sbókþing Rvíkur 1961 hefst í Sjómannaskólanum þriðjudaginn 31. janúar n.k. Flokkaskipting verður viðhöfð. Þátttökugjald í Meistaraflokki verður kr. 150,00, 1. fl. kr. 100.00, í 2. fl. kr. 75.00. — Innritun hefst í dag í Sjómannaskól- anum, en mun halda áfram og ljúka á æfingum T. R. n.k. íimmtudag og sunnudag. ' x Stjórn Taflfélags Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.