Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIB Sunnudagur 22. Janúar 1961 Doktorsrit og doktorsvarnir í Rætt v/’ð c/r. Steingnm J. Þorsteins- son prófessor LANGARDAGINN 7. janúar sl. fór fram í Háskóla íslands dokt- orsvörn í íslenzkum bókmennt- um. Cand. mag. Finnbogi Guð- mundsson (nú doktor) varði til doktorsnafnbótar ritgerð sína um Hómersþýðingar Sveinbjarn ar Egilssonar. Andmælendur af hálfu heimspekideildar voru dr. Steingrímur J. Þorsteinsson pró- fessor og dr. Jón Gíslason skóla. stjóri. Blaðamaður Mbl. hefur átt samtal við Steingrím J. Þor- steinsson prófessor um dokt- orsritgerðir um íslenzkar bók- menntir síðari tíma, einkum doktorsritgerð Fin-nboga Guð- mundssonar, þar sem hún er nýjust, og fer það hér á eftir. doktorsritgerð Björns K. Þórólfs sonar: Rímur fyrir 1600. Hún var varin við Háskóla íslands árið 1934 og er undirstöðurann- sóknir, eins og raunar allar þessar doktorsritgerðir. Enn er verk, sem telja má hér á mörkunum, það er doktorsrit- gerð Christians Westergárds. Nielsens, sem nú er prófessor í íslenzku og norsku við Árósar- háskóla, um Biblíuþýðingar Giss urar Einarssonar: „To bibelske visdomsböger og deres islanske overlevering“. Hún er varin við Hafnarháskóla árið 1957. Giss- ur Einarsson deyr rétt fyrir 1550, en þýðingarnar komu ekki fram fyrr en eftir siðaskiptin. Þá komum við að því, sem er eftir isiðaskiptin. Svisslend. ingurinn Oskar Bandle valdi sér efni frá síðari hluta 16. aldar. Doktorsritgerð hans er um máb^ ið á Guðbrandsbiblíu. og er því að vísu meir málsöguleg og stíl. fræðileg en bókmenntaleg. Hún er varin við háskólann í Zúrich árið 1956. Þá tók Jakob Benediktsson fyrir efni frá aldamótunum 1600. Doktorsritgerð hans fjall- ar um Arngrím lærða og verk hans. Hún er rituð á ensku, en varin við Hafnarháskóla árið 1957. Um efni frá 17. öld er að- eins til ein doktorsritgerð, að frátalinni ritgerð Jakobs Bene- diktssonar, sem aðallega er um 17. aldar efni. Hún fjallar um Passíusálma Hallgríms Péturs. sonar og er eftir danskan prest, háskólans. (Ljósm.: Ingimundur Magnússon). Arne Möller. Hann var raunar af fslendingum kominn í móður ætt. Hún var varin við Hafnar- háskóla árið 1922. Af 18. aldar bókmenntum er aðeins til ein doktorsritgerð. Hún er eftir Jón Helgason, nú prófessor í Kaupmannahöfn, um Jón Ólafsson frá Grunnavík, sem var ritari Árna Magnússon. ar. Hún var varin við Háskóla íslands árið 1925. Um íslenzkar bókmenntir frá 19. öld eru tvær doktorsritgerð- ir, sem báðar eru varðar við Há skóla íslands. Það er rttgerð mín um Jón Thoroddsen og skáldsögur hans (1943) og nú síð- ast ritgerð Finnboga Guðmunds- sonar, Hómersþýðingar Svein. bjarnar Egilssonar. ★ — Þetta eru engin býsn frá svo mörgum öldum. — Nei, en vitaskuld eru til allumfangsmiklar rannsóknir á bókmenntum síðari alda, þótt ekki séu doktorsritgerðir, t. d. hefur Arne Möller, sem ég nefndi áður, skrifað mikið rit um Jón Yidalín og postillu hans, prófessor Magnús Jónsson um Hallgrím Pétursson og Peter Hall berg dósent um H. K. Laxness. Einnig eru til nokkur bókmennta söguyfirlit og fjöldi einstakra rit- gerða, sem fengur er að. Samt sem áður er ljóst af þessu doktorsritgerðatali, hve íslenzkar bókmenntir síðari Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor. — Eru til margar doktorsritgerð ir um íslenzkar bókmenntir sið. ari tíma? — Nei, þær eru sárafáar, þó fer svarið að nokkru eftir því, hvar upphafsmörkin eru sett. — Siðaskiptin t. d. í — Já, það eru tvær ritgerðir bar á mörkunum að því leyti, að þær fjalla aðallega um eldri tíma. Elzt er doktorsritgerð Jóns Þorkelssonar, síðar þjóðskjala- varðar, (Fornólfs). Hún heitir: j,Um digtningen pá ísland í det 15. og 16. árhundrede" (Um skáldskap á íslandi á 15. og 16. öld). Hún var varin við Hafn- arháskóla árið 1888. Þessi ritgerð var mikil nýjung fyrir íslendinga, því að kveð- skapur þessa tímabils var lítt þekktur. Ámi Pálsson prófessor sagði t. d. eitt sinn við mig, að hún hefði verið sér opinberun. Hin ritgerðin á mörkunum er • Gremjuefni Ekki er það alltaf stórvægi- legt, sem gerir okkur gramt í geði. Þvert á móti, það eru einmitt smámunirnir sem fara mesí í taugarnar á okkur og oftast ergja okkur. Tökum t. d. þessar ágætu umbúðir utan um síld og sar dínur, blikkdósirnar. Þetta hafa sjálfsagt í upphafi þótt þægilegustu umbúðir og eru það reyndar enn að vissu leyti. Nú er bara hætt að hugsa svo langt, að neytand- inn þurfi að opna þær, áður en kemur að hinu gómsæta innihaldi. Hér áður fylgdi lykill, til að opna leið að krás unum. Nú þykir hann víst óþarfur. Flestum dettur í hug að dósahnífur geti komið í stað inn fyrir þetta einfalda áhald, sem vantar. En sennilega er ekki gert ráð fyrir því, þar eð blikkið í dósunum er yfirleitt svo þunnt að það lætur undan og böglast áður en það veitir nægilega mótspyrnu til að hnífurinn gangi í það. Hvað skyldi svona lítill hlutur, eða réttara sagt skortur í svona litlum hlut, gera mörgum gramt í geði í viku hverri. * Látti^þér^ckki gremjast! Annað enn smávægilegra atriði. Einu sinni þótti það sjálfsagt að hafa rifuna á tann kremstúbunum aflanga, svo að kremið lægi stöðugt á tann- burstanum, eftir að búið var að kreista það út. Nú er opið haft kringlótt á fjöldamörgum túbum, svo það þarf reglu- lega leikfimi til að halda því á burstanum og varna því að það velti út af honum, ef mað ur ekki kýs að vera svolítið sóðalegur og ýtir ofurlítið á það með puttanum. Þetta eru ekki merkileg atriði. En samt gera þau mörg um lífið erfiðara en það þyrfti að vera. Þýzkur framleiðandi einn hafði á borðinu hjá sér skilti, sem á stóð: — Maður, láttu þér ekki gremjast. Væntanlega hefur honum ver ið eins annt um að þeim sem notuðu vörur hans yrði ekki tíma eru lítt plægður akur. Til samanburðar má geta þess, að Svíar eru orðnir í mestu vand. ræðum að finna hæf bókmennta efni til doktorsritgerða. Þeir eru fyrir löngu búnir að gera skil öllu, sem kallazt getur fyrsta fokks skáldskapur og höfundar, og komnir langt niður fyrir þau mörk. En það er ekki til doktors ritgerð um neitt íslenzkt ljóð- skáld eftir daga séra Hallgríms Péturssonar. — Mun- þetta ekki standa til bóta? — Ég vona það, og ég veit um ýmsa unga og efnilega menn, sem eru að vinna að slíkum efn- um eða líklegir til þess á næst- unni. Það hefur verið erfitt fram til þessa tíma, og er enn, að sinna slíku, vegna þess hve til lítils er að sælast. En nú er m. a. upp kominn Vísindasjóður til að létta fyrir mönnum í þessum efnum, og við skulum vona, að fleira slíkt fylgi í kjölfarið. Það eru ekki nema fáir, sem hafa aðstöðu til að gera þetta af einberum á. (huga. Maðurinn lifir ekki aÆ andanium einum saman, ekki fremur en hann lifir af einu saman brauðinu. — En með leyfi að spyrja, 'hvaða gildi hafa eiginlega iþessar doktorsvarnir? Er ekki búið að meta fyrirfram af dómnefnd, hvort ritgerð telst hæf til doktorsnafnbótar eða ekki? — Það er von að þér spyrjið. Það er rétt, að fyrst eru ritgerðir kannaðar og metnar af þar til kjörinni dómnefnd sérfróðra manna, og það mat ræður oftast úrslitum. Viðkomandi háskóla. deild ákveður síðan á grundvelli þessa mats, hvort ritgerð sé hæt til varnar eða ekki. Hjá fá« mennri þjóð eins og okkur get, ur sjálf vörnin sjaldnast hagg. að því mati. Hjá milljónaþjóð- um getur aftur á móti borið við, að maður hafi fengið annan til að semja ritgerð fyrir sig og upp komi, að hann þekki ekki til hlítar „sína eigin ritgerð11. Einnig eru þess fáein dæmi frá erlendum háskólum, að við doktorsvörn hafi tekið til máls menn úr áheyrandahópi og Frh. á bls. 23 gramt í geði, fyrst honum var svo vel ljóst hvaða þýðingu það hefur að losna við þessi smávægilegu gremjuefni. Hvaða framleiðendur smá. vægilegra hluta sem hver maður notar í daglega lífinu, gætu bætt skapið í mannkya. inu- • Fyglinffur — sigraður Mýrdælingur skrifart 1 Lesbók Morgunblaðsins & gamlársdag sl. er grein, sen» segir frá raunalegu slysi, sen» varð hér í Mýrdalnum fyrir nálega 60 árum. — Tveir ung. ir og efnilegir menn fóru 4 aðfangadag jóla 1 fjárleit, ei» lentu í snjóflóði og fórust báð ir. Höíundur greinarinnar seg ir að maður einn, sem tók þátt í leit sem gerð var að mönn. unum, hafi verið .fyglingur1* en svo hafi þeir verið nefndir austur þar sem sigu í björg til fuglatekju. IVJi FERDIIMAIMH \ Þetta er ekki rétt, Bjarg. menn hér í Mýrdalnum haf« aldrei verið nefndir „fylging. ar“. En þeir hafa verið nefndir sigamenn, bjargmenn, fjall. menn og hamramenn. A Vest fjörðum hafa fuglatekjumenn verið nefndir ,fyglingar“, en ekki hér austur í Mýrdal eða undir Eyjafjöllum, og í Vest. mannaeyjum held ég að þetta orð hafi sjaldan eða aldrei ver ið notað. Eg vil leiðrétta þessa villu, vegna þess að ég vil ekki láta klína á okkur Mýrdælinga að við höfum nefnt okkar fræknu fjalLmenn fyglin-ga, því mér þykir orðið ljótt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.