Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 10
með að stíga ölduna. En þarna var nóg að halda sér í og allt fór vel. — Það er kominn matur. Má ekki bjóða þér að borða, sagði Haraldur skipstjóri. Eg var ekki viss um hvort ég sá bregða fyrir ofurlitlum glettnisglampa í augunum, eins og honum dytti í hug hvort þessj gestur hans mundi vera sjóveikur. Eg hugsaði með mér að bezt væri að fá sér bita. Ef ég þyrfti að æla var gott að hafa eitthvað í maganum. ! Steikin var ágæt hjá Guð- mundi Hallgrímssyni mat- sveini og mér varð ekki meint af. Skipstjórinn bauð mér að ég mætti leggja mig í kojuna hans eftir matinn og þáði ég það. Enn var ekkert að sjá nema hafrót og dumbungs- veður. ák Klukkan tæþlega tvö var kallað á mig. Það átti að fara að kasta. Eg snaraðist upp í brú og nú var komið líf í tuskurnar um borð. Haraldur stóð við stýrið og hafði ekki augun af dýptarmælinum og fisksjánni. Nokkrir skipverjar voru MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. janúar 1961 Kraftblökkin er undratæki þaff, sem sserir vetrarsíldveiðarnar á Faxaflóa mögulegar. Hér sést þetta síldveiðitæki framtíðarinnar. dekkinu stjðrnborðsmegln. Nótin rennur yfir gúmmí. klædda tromlu sem knúin er með vökvadælu. I veltingi, þegar átökin verða mest „snuðar“ dælan ofurlítið svo að ekki slitni. Hægt og örugg lega dregst hin 176 faðma langa og 51 faðms breiða nót inn yfir tromluna. Það krepp- ir meira og meira að síldar- torfunni. Kastið hafði heppn. ast vel þótt torían stæði á 16—18 föðmum. — Sérðu mórilluna í sjón- um? Sérðu? Hún er þarna Ha?, sagði Torfi og ákafinu logaði í gömlu augunum. — Hann er galdramaður skipstjórinn. Mikið helvííi maður. Þetta átti ég eftir að sjá. Gamall sjóhundur. Hæ- Hó- £ Torfi baðaði út höndunum og hrópaðj og hló. Hann hljóp út á bátadekkið og um brúna. — Já, þessir menn eiga að fá kross. Ekki þessir andskot- ar, sem þeir eru að krossa. Jú, þeir mega náttúrlega fá krosa líka, en þessir menn eiga að £á hann fyrst. Hann Haraldur! Hann er undramaður! Þeir eru seigir þessix ungu strák frammá, aðrir aftur á. Ég gat vart gert mér fulla grein fyrir hvað var að ske svo margt bar að í einu. — Láta fara, gall við hvell skipun. skipstjórans. Bauju var kastað út af bátadekkinu stjórnborðsmegin. A eftir fylgdi pokinn og síðan öll nót in. Báturinn fór á hraðri ferð í sporöskjulagðan hring. Korkateinninn skildi eftir snotran boga á sjónum. Við náðum baujunni aftur og hún var tekin um borð. Eftir fjóra og hálfa mínútu var byrjað að „snurpa" og þegar liðnar voru 13 mínútur var búið að loka nótinni. Enn fylgdist Haraldur með fisks'jánni. Síldin var í nótinni og allt í lagi. Nú tók hið merka tæki kraftblökkin að vinna. Henni er komið fyrir í gálga á báta Næsta sumar verða fá eða engin síldarskip með báta — SLEPPA að aftan, kall- aði Haraldur Ágústsson út um brúargluggann. Síðan keyrði hann í „springinn“ og Guðmundur Þórðarson þokaðist frá togarabryggj- unni. Innan stundar sigld- um við á fullri ferð út úr hafnarmynninu. Það var komið fram undir miðnætti er við héldum úr höfn. Það hafði tekið um 8 klst. að landa afla úr Guð- mundi Þórðarsyni, sem aðeins tók 2% klst. að háfa um borð í hann. Stöðugar fréttir bár- ust um mokafla á miðunum. Það undur hafði nú skeð að feit og falleg síld, sem nálg- ast Norðurlandsslíd, var nú veidd svo þúsundum mála skipti um miðjan janúar við Suðvesturland. Síldarleitar- skipin Ægir og Fanney voru á miðunum og sögðu enn næga síld. En veðrið var versnandi og veðurspáin slæm. Við vor um því fremur daufir í dálk- inn, þegar við sigldum út sund in. Ék. Eg sat inni í kortaklefan- um hjá gömlum skipstjóra, sem fékk að fara sér til gam- ans í þessa veiðiför. Þetta var Torfi Halldórsson síldveiði- maður fyrir Norðurlandi um 35 ára skeið, lengi síldarkóng- ur og þjóðkunn aflakló. Hann er nú orðinn 65 ára gamall og býr í Hrafnistu dvalarheimili aldraðra sjómanna. — Eg þarf ekki enn að biðja um að lofa mér til kirkju. Veistu hvað það þýðir. Þegar maður þarf að biðja um að lofa sér til kirkju, þarf maður að fá lánaðan hest. Þannig var það í gamla daga. Vesalingarnir þurftu . að biðja um að lofa sér til kirkju, því þeir áttu engan hest. — En þú átt þinn hest og þarft því engum að vera háð- ur með kirkjuferðina? — Já einmitt, já einmitt! Ha? Já! Alveg rétt hjá þér. Þú skilur hvað ég á við. Eg er frjáls ferða minna. Eg ætla að sofa hérna um borð, ef við förum ekki út í nótt. Ég fer ekkí í land fyrr en við erum búnir að fá síld. Ég tók með mér koddann minn og sæng- ina og ég er búinn að fá koju frammí. ák Um miðnættið erum við komnir út að „bauju 6“ og þá slær Haraldur skyndilega af ferðinni. Hann ætlar að hérna þangað til „veðrið er komið“ og tala við Auðun sem er úti á miðunum. Þeir láta illa af veðrinu þar núna. Veðurspáin reynist ljót og Auðunn segir ekkert veiði- veður. Hann kastar samt upp á von og óvon. — Það er komið vitlaust andskotans veður. Ég veit svo sem ekkert hvernig þetta fer, Við snúum við og höldum að landi á ný. Svona fór um sjó- ferð þá. — Ætlar þú í land, strák- djöfull segir Torfi við mig hlæjandi. Ávörpin hans eru nokkuð af grófari gerðinni, en svipurinn leynir því ekki að þetta er tungutak hans, sem hann meinar ekkert illt meo. — Já, ég á engan kodda og enga sæng, enga koju heldur, segi ég, axla myndavélina og held frá borði ásamt tveimur skipverjum sem ætla að sofa heima hjá sér í nótt. Svo hafði talazt um milli okkar Haraldar skipstjóra að ég kæmi niður á bryggju eftir veðurfregnir kl. 9 morguninn eftir ef ekki væri einsýnt að óveðrið héldist. Spáin var að sönnu ekki góð, en hann átti að breyta um átt um hádegið og þá var von á að lægði um stund, sem nægja mundi til að ná einu kasti. Þegar ég kom niður að skipi var einmitt verið að sleppa lausu. Ég hentist um borð og síðan brunaði Guðmundur Þórðarson á ný út úr höfn- inni. ák Eg lagði mig í kortaklefan- um. Nú var Torfi gamli frammí sinni koju. Fram und- an var að minnsta kosti 4 tíma ,,stím“ út á miðin. Eg sofnaði fljótt á bekkn- um. öldurnar rugguðu mér eins og barni í vöggu. En Adam var ekki lengi í Paradís. Nú kom Torfi, rumdi hátt og bölvaði og spurði hvern djöf- ulinn ég væri að gera út á sjó til að sofa. Svo hló hann og sagði einum tíu sinnum Ha! Eg hrökk upp snéri mér hastarlega á hálum skinn- klæddum bekknum og Torfi hrökk fram á gólf. — O, farðu bölvaður. Svona hefir enginn vikið mér úr sessi fyrr.. Eg sá að Torfi var reiður nokkuð, en hann fyrirgaf mér strax. Seinna um daginn sagði hann strákunum hlæjandi fra ' * ■ \ vetrarsíld- veiðum með Guðmundi Þórðarsyni þessu og bölvaði mér hroða- iega. Bekkurinn var ekkert 2ja manna far svo ég stóð upp og gekk fram 1 brúna. Það var talsverður veltingur, ég óstöðugur á fótunum, var ekki enn farinn að sjóast og ekki ■búinn að komast upp á lag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.