Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Fulltrúar gamla og nýja tímans. T. v. Torfi Halldórsson, hinn gamalkunni aflakóngur, sem nú er hættur síldveiðum fyrir um áratug síðan. T. h. Haraldur Ágústsson skipstjóri á Guðmundi ÞórðarsynL ’u ar. Nú vildi ég vera orðinn tvítugur aftur. Hann er úr Steingrímisfirðinum. í>eir eru seigir þarna að norðan. Þetta er frændi minn. Úr Steingríms firðinum eins og ég. Guð tninn almáttugur. Sjáðu þetta. Engir bátar. Ekkert sTT5ð“ við nótina. Og þetta átti ég eftir að lifa. Og Haraldur sigldi beint á síldina kastaði og nú er nótin fuil af síid. Hvað heldurðu að það sé mikið Har aldur? Skipstjórinn brosir góðlát- lega til Torfa. — Það get ég ekki sagt með vissu. Alltaf 5—600 mál. — Ha? Já, er það ekki. 5—600 mál. Heyrirðu það, strákdjöfull. Hann sagði 5—600 miál og þiá er það áreið anlega eitthvað meira. Haraldur var kíminleitur. Þessi þrítugi, myndarlegi mað ur gaf skipanir sínar orðfáar en ákveðnar án alls asa eða mikillætis. Þegar liðnar votu 54 mín- útur frá því byrjað var að kasta var nótin kominn sam- an og búið að þurrka upp svo hægt var að byrja að háfa. i —■ Þú háfar andskotinn ekkert betur en ég gerði, seg ir Torfi við Harald. — Nei, þið háfið ekkert bet ur. Láttu mig sjá. Svo tók Torfi við bandinu, sem háfn- um er lokað mez. Hann kippti í þegar háfurinn fullur af síld var kominn inn fyrir borðstokkinn. Svo kippti hann í aftur og háfurinn iokaðist. — Þetta átti ég eftir, að háfa sild! Torfi gekk inn í kortaklef- ann og hallaði sér á bekkinn. — Guð minn góður. Nú get ég dáið rólegur. Mamma fer líka að kalia. Hún dó fyrir nokkrum dögum hótt á níræð isaldri. Svona förum við all- ir. Mamma kalfar. Ég hef ekk ert lengtur hér að gera. Mér virðist gamla mannin- um vökna ofurlítið um augun. En úti á bátadekkinu og niðri á dekki gekk allt eins og í sögu, þótt veltingurinn færi enn vaxandi. í átakinu þegar verið var að ljúka við að snurpa höfðu stoðirnar við gálgann frammá látið undan og gálginn gengið inn. L Skyndilega er hrópað. * — Vírinn slitnaði. Uppi varð fótur og fit. ALlir hentust niður að borðstokknum og reyndu að ná í neðri teininn, sem fallið hafði niður af síð unni. Upphengingarvír- fnn hafði slitnað og síldin rann út úr nótinnd. En handaflið mátti sín einskis í þessum helj arátökum. Þegar báturinn valt reif sjórinn nótina úr höndum sjómannanna. En nú var kraftblökkin látin taka á því sem hún átti til. Smátt og smátt tókst að koma bönd um á neðri teininn og hann náðist upp á siðuna aftur. Eng inn vissi hvað mikið hafði tap azt af síldinni en það var á- reiðanlega mikið. Hún er fljót að renna út. Menn bölvuðu en hömuðust við að koma öllu í lag á ný. Það eru engin smávegis á- tök þegar báturinn rykkir í nótina. Það verður eitthvað undan að láta. — Þetta eru 80 tonn, sem hanga utan á síðunni, segir I Haraldur. Eftir að liðnir eru 3% tími frá því byrjað var að kasta eru 8—900 tunnur komnar upp í bátinn. Myrfcur er skoll ið á. Stórt segl er breitt yfir / síldina sem er í ölilum stíun ) um á dekíkinu og nú skal hald I ið heim á leið. Veðrið hefir versnað að mun og nú gefur yfir bátinn. i Á leiðinni heirn rabba ég dálitla stund við Harald. Hann telur líklegt að flest síWarskip verði með kraft- blökk fyrir Norðurlandi næsta sumar. Bátarnir leggjást al- veg niður. Þetta nýja tæki hef ir blátt áfram skapað vetrar síWveiðarnar hér á Faxaflóa. Án þess væru þær ófram- kvæmanlegar. Ekki væri held ur hægt að nota annað en nyilonnætur, aLl.t annað myndi rifna við þessi mikliu átök. Meira að segja hafði pokinn hjá okkur margrifn að þegar verið var að enda við að háfa. Haraidur segir að ómetnlegt sé gagn það sem þeir Jakób Jakobsson á Ægi og Jón Ein arsson á Fanneyju geri með síWarleitinni. Heiðrún hafði kastað skammt frá okfcur um daginn. Benedikt bróðir Haraldar er skipstjóri á henni. Þeir eru fjórir bræðurnir sem stunda þessar veiðar. Einn er vél- stjórl á Heiðrúnu og annar er háseti hjá Haraldi. Á Guðmundi Þórðarsyni er nú 11 manna skipshöfn. Þeigar við höldum heim á leið talar HaraWur í talstöðina við bróð ur sinn. Hann hafði verið sérstaklega óheppinn, hengil- rifið nótina. Þeir ætluðu að reyna að gera við hana úti á sjó. Svona gengur það. Einn sagðist hafa „búrnmað" þrisv ar í dag, annar sprengt nót- ina. Eftirtekja eftir daginn var hjá flestum lítil. Hjá okk var afllinn mestur. Ánægðir með vel heppnaða sjóferð leggjiumsf við að bryggju hér í Reykjavík nokkrlu fyrir miðnæflti. Ég læt þessar lokalínur flytja skip- verj'Um á Guðmundi Þórðar- syni kærar þakkir fyrir ánægjutega ferð. —vig. Jón Sverrisson — Níræður í DAG er níræður Jón Sverris- son, fyrrum yfirfiskmatsmaður. Lesendur Morgunblaðsins kann- ast vel við hann af ýmsum end- urminningum, sem lýlega hafa birzt í Lesbókinni. Þessi hetja og heiðursmaður fæddist 22. jan. 1871 á Nýjabæ í Meðallandi, sonur hjónanna Sverris Magn. ússonar og Sigríðar Jónsdóttur. í Skaptafellssýslum hafa lengi þrifizt ágætir ættstofnar, kynbættir í þúsund þrautum við nábýli eldfjalla, jökulfalla og brimstranda, og á Jón til slíkra að rekja. Langafi hans í föður- ætt var bróðir Eiríks Sverris. sonar sýslumanns, en móðir hans átti að langafa Lýð sýslu- mann Guðmundsson og eru þetta þekktar ættir. Jón ólst upp í Meðallandi og var fram- an af vinnumaður á ýmsum stöðum þar og í Mýrdal. Stund. aði hann þá auk fjárgæzlu og fjallferða bjargsig og fuglaveið- ar, en þess á milli sjósókn aust- an fjalls og á Buðurnesjum. Hann kvæntist 29 ára gamall Sólveigu Magnúsdóttur frá Fagradal og bjuggu þau lengst af í Holti í Álftaveri, en í Kötlu hlaupinu 1918 skemmdist sú jörð svo mikið, að hún gat ekki borið stóra fjölskyldu og flutt. ust þau hjónin því næsta ár til Vestmannaeyja með 13 börn sin, en tvö bættust við í Eyjum. Jón var fyrst pakkhúsmaður hjá Gunnar Ólafsson & Co., en 1923—43 var hann yfirfiskimats- maður í Eyjum. Auk þessa var hann skattanefndarmaður í næst um tvo áratugi og bæjarfulltrúi um skeið. Frá 1943 hefur hann átt heimili í Reykjavík og búið þar í skjóli bama sinna. Þau Félagslíf Körfuknattleiksðeild Ármanns gengzt fyrir námskeiði í körfu knattleik fyrir 4. flokk (14 ára og yngri). Æfingar eru í fim- leikasal Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar á þriðjudögum kl. 8.00. Þjálfarar eru noifckrir beztu 'körfuknattleiksmenn Ármanns. Mætið stundvíslega. Allir vel- komnir. — Stjórnin. I.O.G.T. Stúkan Frón nr. 227 Frónfélagar athugið: — Við heimsækjum St. Dröfn nr. 55 nk. mánudag 23. þ.m. — Mætum í Templarahöllinni kl. 20,30. Æ. T. Barnastúkan Æskan nr. 1 heldur fund í G.T.-húsinu W. 2 í dag. — 2 leikþættir, skemnxti leg keppni, spuminga.þáttur, framhaWssagan. — Munið söfn- unina. — Gæzilumenn. St. Dröfn nr. 55 fundur armað kvöld kl. 8,30. Stúkan Frón nr. 227 heimsækir. Félagar fjölmennið. Kaffi að loknum fundi. — Æ.T. Hafnarfjörður: St. Morgunstjarnan no. 11 Munið fundinn annað kvöld. Fjölmennið og komið með nýja félaga. — Æ.T. St. Víkingur íundur annað kvöld, mánud., kl. 8,30 í G.T.-húsinu. — Meðaí hagnefndaratriði. Kvifcmynd frá leiðangri við fornmenjarannsókn ir í Negev-eyðimörkinni. Fjöl- sækið stundvíslega. — Æ.T. Nýja ljósprentunarstofan Brautarholti 22 (igengið inn frá Nóatúni). — Sími 19222. Góð bílastæði. HAUKUR DAVlÐSSON héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Ingólfsstræti 4. — Sími 10309 Guðjón Eyjólfsson löggiltur endurskoðandi. Skólavörðustig 16. Símj 19658. voru 15, komust öll upp og urðu vel að manni, en þrír synir og ein dóttir eru dáin. Konu sína missti Jón 1954 eftir 55 ára sam- búð. Það mun vera fátítt, að bóndi úr afskekktri sveit, sem kominn er fast að fimmtugu og orðið hefur að vinna hörðum höndum fyrir mikilli ómegð, beri af flest um öðrum um hofmannlega framgöngu og yfirbragð, þegar hann fljrtur í fjölmenni, en svo var með Jón Sverrisson. Það var alltaf yfir honum einhver glæsibragur, ljúfmennska í við. móti, gleði og létt kímni á mannamótum og æðruleysi í" mótlæti, eins og sýndi sig bezt, þegar þau hjónin urðu fyrir þeirri þungu raun að missa tvo syni sína í sjóinn, mestu efnis- menn. Enn heldur Jón þessum einkennum, sem munu vera hon um ásköpuð og arfur frá ágæt- um forfeðrum. Ellina ber hann. vel, þótt sjóndepra hafi háð honum um allmörg ár. Ég mæli áreiðanlega fyrir munn margra, þegar ég óska þessum aldna heiðursmanni blessunarríks ævi. kvölds. > P. V. G. K. Ul&u/v&Ls*: GLAPPA- SKOT við glappaskot. Já, mjög oft vegna þess að við tölum eða íramkvæmum án þess að hugsa. Kannski líka stundum vegna þess að við erura fáfróð um menn eða málefni. Að spyrja rithöfund, sem nýlega hefur fengið Nóbelsverðlaunin: „Hvaða starf vinnur þú?“ er óskaplegt glappaskot. Að hæð- ast að eiginmanni, sem eiginkonan hefur yfirgefið, í áheyrn manns, sem orðið hefur fyrir sams konar óhamingju, er einnig glappaskot. „Mér þykir þetta leitt“, segjum við. „Eg vissi það ekki“. En það er engin afsökun. Þegar við erum í vafa, ættum við heldur að þegja. í slíkum tilfellum sem þessum er yfirsjónin ótil- ætluð. En svo eru líka til tilætluð glappaskot. Þá eru þau ekki raunverulega klaufaleg. Maður ger- ir sér upp fáfræði, til þess að fá tækifæri til að segja með uppgerðar sakleysi eitthvað óþægilegt, sem maður hefur í hyggju að segja. Ósvífni gengur lengra en yfirsjón. Það er ókurteisi af ásettu ráði, þar sem á hinn bóginn ásetningsyfirsjón hefur a.m.k. á sér yfirskinið. Hvernig getum við forðast ótilætluð glappaskot, Þegar ég sagði við miðaldra frú: „Ég mundi ekki ef þau stafa einvörðungu af fáfræði seka aðilans? Þegar ég segi við miðaldra frú: „Eg mundi ekki eftir því hvað hárið á yður er fallega jarpt“, þá vissi ég ekki að hár hennar hafði nýlega verið litað. Ég ætlaði mér ekki að koma henni í vand- ræði. En ef glappaskotið er óviljaverk, er það þá ekki líka óhjákvæmilegt? Það eru til ráð, ekki alltaf árangursrík, en samt tilraunaverð. í fyrsta lagi ættum við að reyna pina og hægt er að ganga úr skugga um, við hvern við ætlum að tala. Ef við bjóðum til miðdegisverðar tvennum hjónum, sem ekki eru kunnug hvor öðrum, er það skynsamleg varúðarregla að fræða þau áður hvor um önnur og þær leynigrafir sem helzt þarf að forðast. í öðru lagi, ef þú finnur að þú ert á hættusvæði, þá skaltu ganga gætilega. Kannaðu jörðina áður en þú stígur niður fæti. Láti sandurinn undan, þá skaltu flýta þér að hörfa til baka, áður en þú sekkur í fenið. í þriðja lagi, ef þú verður þess skyndilega vís, þrátt fyrir þessar varúðarráðstafanir, að þú hafir gert þig sekan um hræðilegt glappaskot, þá reyndu ekki að bæta fyrir það. Útskýringin myndi einungis undirstrika faux pas. Ef fórnardýrið er skynsamt, mun hann eða hún skilja það, að það var ekki ætl- un þín að móðga og stilla sig um að reiðast þér. Samtalið mun beinast að einhverju nýju viðfangs- efni og yfirsjón þín gleymist. Að öllu athuguðu, þá er gott og ánægjulegt að lifa meðal vina, sem vita allt hverir um aðra og hafa engu að leyna, ekkert að leiða í ljós. I sannri vin- áttu, eins og í sannri ást, verða yfirsjónir' óhugs- anlegar. ÖLL gerum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.