Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 12
12 MORVUNBLAÐIÐ Sunnu'dagur 22. januar 1961’ trgíWiMaMli Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33041. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. • Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 3.00 eintakið. NIÐUR HJARNIÐ - EÐA TIL AUKINNAR VELSÆLDAR AÐALVERTÍÐ vélbátaflot- ans stendur fyrir dyrum. En verkfall sjónianna er haf- ið í fjölda verstöðva víðs vegar um land. Aðeins síld- veiðin hér við Faxaflóa hef- ur bjargað atvinnu fólksins í þeim landshluta um skeið. * Hvers vegna eru þessi verkföll hafin? Þau eru hafin vegna þess að tveir stjórnmálaflokkar, sem eru í stjórnarandstöðu, kommúnistar og Framsókn- armenn, telja sig geta gert stjórn landsins óleik með því að stöðva framleiðslustörfin. En núverandi ríkisstjórn hef- ur marglýst því yfir, að kaup gjaldsmál hljóti fyrst og fremst að vera mál vinnu- veitenda og launþega. Hins vegar verði Vinnuveitendur að gera sér ljóst, að þeir geti ekki velt hallarekstri sínum vegna of mikils tilkostnaðar yfir á almenning. Frá styrkja- og uppbótastefnunni hefur verið horfið. j Allir íslendingar vita, að af hækkuðu kaupgjaldi og auknum framleiðslukostnaði hlýtilr að leiða hækkað verð- lag og vaxandi dýrtíð í land- kiu. Verðbólguskriðunni yrði hrundið af stað að nýju. — Gengi íslenzkrar krónu mundi að nýju falla. Þeir, sem beitt hafa sér fyrir þeim verkföllum, sem nú eru hafin, hafa þess vegna ekki fyrst og fremst sagt ríkisstjórninni stríð* á hendur, heldur þjóðinni í heild. Þeir hafa reynt að setja verðbólguskrúfuna í gang að nýju. íslenzka þjóðin stendur nú frammi fyrir þeirri spurn- ingu, hvort leið hennar eigi á næstunni að liggja niður hjarnið með vaxandi verð- bólgu, dýrtíð og öngþveiti, eða fram á við til aukinnar velsældar, uppbyggingar og framfara. Þetta er miklu einfaldara mál en margir halda. Ný verðbólgualda og ný gengis- felling yrði óhjákvæmileg afleiðing kauphækkana og aukins framleiðslukostnaðar. GEGN KRABBAMEININU JT RABBAMEINSFÉLAG “■ Reykjavíkur gengst um þessar mundir fyrir happdrætti til fjáröflunar fyrir starfsemi sína. Þessi samtök vinna mikið ogmerki legt mi nnúðarstarf í þágu heilbrigðismála þjóðarinnar. í landinu eru nú 6 krabba- meinsfélög, sem síðan mynda heildarsamtök innan Krabba meinsfélags íslands. Hafa samtökin stofnað og rekið leitarstöð, sem hefur yfirum- sjón með leit að krabbameini óg krabbameinsvörnum í landinu. Enda þótt krabbameinið sé ein hin algengasta dánaror- sök hér á landi og víðar um þessar mundir, hafa þó stór- ir sigrar verið unnir í bar- áttunni við það á undan- förnum árum. Telja margir að það sé ekki of mikil bjart sýni að gera sér von um, að sá tími sé ekki langt und- an, að mögulegt reynist að vinna bug á sjúkdómnum. í sambandi við krabba- meinsvarnir er samvinna al- mennings og læknavísind- anna mjög nauðsynleg. Allt veltur á því, að sjúkdómur- inn uppgötvist á byrjunar- stigi. Þess vegna er mjög þýðingarmikið að fólk leiti læknis til skoðunar, hversu lítinn eða óljósan grun, sem það kann að hafa um sjúk- dóminn, eða jafnvel þó að það sé algerlega heilbrigt og kenni sér einskis meins. Þau samtök, sem vinna að krabbameinsvörnum í þessu landi verðskulda fyllsta stuðning alþjóðar. Þess vegna verður að vænta þess, að Krabbmeinsfélagi Reykja víkur verði vel til liðs í happdrættismiðasölu þess. — Fjáröflun þess miðar að auknum stuðningi við leitar- stöð Krabbameinsfélags fs- lands. Lífsnauðsyn ber til þess að efla hana sem mest má verða VEIZLURNAR OG NORÐURLANDA- RÁÐ ¥ NOKKRUM blöðum á Norðurlöndum var rætt um það eftir fund Norður- landaráðs hér í Reykjavík sl. sumar, að veizluhöld íslend- inga fyrir þingheim hafi þótt í ríflegra lagi. Sannleikurinn í því máli mun þó sá, að Is- lendingar höfðu mjög svip- aðan hátt á um risnu fyrir Norðurlandaráð og tíðkazt hefur meðal annarra þjóða Norðurlanda, þegar þing ráðsins hafa verið haldin í höfuðborgum þeirra. Með þessu er auðvitað ekki sagt að risna í sambandí við þenn Krúsjefftíðlitið til Kennedys ÞAÐ hefir virzt augljóst að undanförnu, að Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, leggur mikla áherzlu á að komast sem fyrst „í sam- band“ við John F. Kennedy, hinn nýja forseta Bandaríkj- anna, sem tekur við völdum í dag. Þessar tilraunir Krús- jeffs virðast svo ákafar og víðtækar, að þær hafa þótt staðfesta það, sem mörgum hefir boðið í grun og sumir reyndar þótzt vita með vissu áður, að það sé ákaflega mik- ilvægt og jafnvel nauðsyn- legt fyrir stöðu Krúsjeffs og stefnu heima í Rússlandi, að honum takist að koma á góðu sambandi við hinn nýja Bandaríkjaforseta — og það sem allra fyrst. an síðasta fund Norðurlanda- ráðs hafi verið eðlileg og hóf leg. Það er mála sannast, að forráðamenn Norðurlanda- þjóðanna allra eru veizlu- menn miklir. Hvar sem efnt er til fundahalda á Norður- löndum, hvort heldur er í höfuðborgum þeirra eða í smáborgum utan þeirra, er í sambandi við fundina efnt til ýmis konar mannfagnaða. Þykir það heyra til almennri gestrisni gagnvart frændum og vinum. En þótt gestrisni hafi jafnan verið talin til mannkosta, ekki aðeins á fs- landi, heldur og um öll Norð urlönd, að fornu og nýju, dylst þó fáum að opinber veizluhöld Norðurlandabúa keyra nú orðið úr hófi fram. Það er vissulega ánægjulegt að koma á sveitabæ í lang- ferð og fá góðar, rausnarleg- ar og hlýjar móttökur, vera boðið allt það bezta sem til er á bænum. Þetta var ein- kenni hinnar íslenzku gest- risni og er það enn þann dag í dag, þar sem byggð er strjálust og gestakomur fá- tíðastár. En sú tegund gest- risni, sem fólgin er í mörg- um veizlum á dag, heilu vik- urnar, er allt annars eðlis. Hún er bruðl og flottræfils- háttur, sem hættulegur er heilsu manna og fjárhág lít- illar þjóðar. Þessa ættu ekki aðeins við íslendingar að minnast, held- ur og okkar góðu frændur og vinir á Norðurlöndum. Við sitjum allir í sama bát í þess um efnum, enda þótt það sé gömul saga og ný, að vit- leysan gengur stundum lengst meðal þeirra þjóða, sem fámennastar eru. ★ Krúsjeff í klípu? Það er einnig skoðun fjöl- margra vestanhafs — líka í sjálfri Washington, að Kennedy og hið sterka utanríkismálalið hans, sem m. a- er skipað mörg- um helztu Sovétsérfræðingum Bandaríkjanna, verði að taka afstöðu til fyrrgreindra „sátta- tilrauna" Krúsjeffs hið allra fyrsta — að vænlegra sé, þrátt fyrir allt, að reyna samninga við Krúsjeff heldur en þá menn, sem líklegastir eru tald ir til að taka við stöðu mesta valdamanns í höfuðríki kommún ismans, ef Krúsjeff skyldi verða bolað frá. ★ Tvær leiðir • Krúsjeff hefir einkum farið tvær leiðir í þeirri viðleitni sinni Krúsjeff — mænir á Kennedy að ná til Kennedys yfir járntjald ið. önnur þeirra opnaðist á hinni svonefndu „Pugwash-ráðstefnu" Bandaríkjamanna og Rússa, sem haldin var í Moskvu dagana 27. nóv. — 15. des. sl. — Það var bandaríski milljónarinn Cyrus Eaton, sem á sínum tíma kom því til leiðar, að slíkir óform- legir viðræðufundir vísinda- og fræðimanna og ýmissa sérfræð- inga frá þessum tveim miklu og Sovétleiðtoganum virðist mjög í mun að koma á beinu og góðu sambandi við hinn nýja Banda- ríkjaforseta — og það sem allra fyrst.. andstæðu ríkjum hófust — og draga þeir fyrrgreint nafn sitt af sveitasetri Eatons í Kanada, þar sem fyrsta ráðstefnan var hald- in. Þessi bandaríski milljónaeig- andi er mjög innundir hjá Krú- sjeff, eins og kunnugt er — og hefir m. a. hlotið Lenin-orðuna. Hann neitar því þó harðlega, að hann sé kommúnisti, en kveðst hins vegar vera þeirrar bjarg- föstu trúar, að komast megi hjá árekstrum og leysa flest vanda mál, aðeins ef fulltrúar Austurs og Vesturs geti rætt saman af Kennedy — varkár, og setur skilyrði. einlægnl, fyrlr luktum dyrum. Meðal þátttakenda í síðustu „Pugwash-ráðstefnu“ voru ýmsir þekktir rússneskir vísindamenn, svo sem Peter Kapitsa og Igor Tamm, en af hálfu Bandaríkj- anna mættu þar fjölmargir merk ir prófessorar — og má t. d. nefna W. W. Rostov, sem um margra ára skeið hefir verið einn af nán- ustu ráðgjöfum Kennedys. —. Þessi merki maður lét í Ijós þá skoðun við heimkomuna (og flest ir hinir þátttakendurnir voru sama sinnis), að Krúsjeff væri reiðubúinn að gera margt og mikið til þess að ná góðu sam- bandi og koma á samningavið- ræðum við hina nýju Bandaríkja stjórn — og jafnframt, að Krú- sjeff og fylgjendur hans teldu, að hér þyrfti að hafa hraðar hend ur, m.a. vegna stefnu Mao-Kína og tilrauna til að gerast þriðja „kjarnorku-stórveldið“ í heimin- um. Hin leiðin, sem Krúsjeff hefir farið, er að beita Washington- sendiherra sínum Mensjikov til Mensjikov — milligöngumaður inn? þess að undirbúa jarðveglnn. Þeg ar áður en Kennedy hafði skipað Dean Rusk utanríkiðsráðherra I stjórn sinni og Adlai Stevenson aðalfulltrúa hjá Sameinuðu þjóð- unum, leitaði Mensjikov eftip fundi þeirra og átti við þá langar samræður. Síðan hefir Mensjikov sífellt verið á faraldsfæti, og síð ustu vikurnar má segja, að varla hafi liðið svo dagur, að hann hafi ekki gengið á fund einhvars af mönnum Kennedys. ★ Hastað á Castro Það er ýmislegt fleira en hér, Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.