Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 13
áunnu'dagur 22. Januar 1961 MORUUNBZ^ÐIÐ 13 — , Síldveiðiskip á Faxaflóa, Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. aðeins, að venjuleg lán út á skip- in fengjust erlendis hjá seljend- um skipanna. Skilyrði þess, að skipastóllinn komi að gagni Skilyrði þess, að hinn aukni skipastóll komi að gagni, er að sjálfsögðu það, að unnt sé að reka hann á arðbæran hátt. Stjórnarandstæðingar segja, að útgerðin sé svo illa stödd, að hana hafi „borið upp á sker“. Engu að síður vilja þeir íþyngja henni með kauphækkunum, sem hún, að þeirra eigin dómi, er alger- lega vanmegnug að greiða. Því- líkar kauphækkanir mundi ekki með neinu móti vera unnt að inna af höndum, nema með því að ta,ka upp nýtt uppbóta- og styrkjakerfi, og þar með magna á ný verðbólgu og allan þann ófarnað, sem henni er samfara. Jafnvel Einar Olgeirsson treystir sér ekki lengur til þess að halda því fram að verðbólgan hafj orðið verkalýðnum til góðs, í grein, sem hann skrifar í Þjóð- Tveir, sem sjónar- sviftir er að / TJm síðustu helgi önduðust tveir menn sem tekið var eftir livar sem þeir komu, jafnt í fjöl- menni sem fámenni, þeir Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Belfossi og Guðmundur Arason, fcóndi á Illugástöðum í Vestur- Húnavatnssýslu. !■' Egill Thorarensen var bjart- tir yfirlitum, kvikur í hreyf- ingum og hsiði eitthvað það við sig, að ai)ir sáu, að þar fór fyrir- maður. Hann þótti stundum harður í horn að taka, en allir viðurkenndu, að hann var mað- iur úrræðagóður og athafnamikill. Þrátt fyrir langvarandi heilsu- 3eysi, íékk hann miklu áorkað og verksummerkrhans mun lengi sjást á Suðurlandi. Guðmundur á Illugastöðum var ekki eins’ ábúðarmikill í þjóðlífinu, þótt hann væri mik- ilsvirtur forystumaður í héraði. En hvarvetna þar sem hann kom á mannamót veittu menn at- hygli höfðinglegu yfirbragði fians og prúðri framgöngu. Bjálfstæðismenn minnast ánægju degra samvista með honum á landsfundum, eindrægni hans í skoðunum og ókvikulli tryggð við stefnu flokbsins. Síldveiði í Faxaflóa Hin mikla síldveiði í Faxaflóa síðustu dagana sýnir, hversu erfitt er um ásetlanir í sjávarút- vegi okkar og þar með þjóðar- búskap. Enginn veit, hversu lengi þessi veiði endist, og er Siún þó nú þegar orðin gott bús- ílag. Ef gæfan er með, gæti veru- Sega um hana munað, ekki að- eins fyrir útgerðarmenn og sjó- menn heldur þjóðarheildina. Svo óvissum atvikum er hagur ok-kar háður. A þeim getur oltið hvort endarnir ná saman, afgangur verður eða við mikla örðugleika Verður að etja. Jafn fráleitt værl að þakka jiúverandi ríkisstjórn þessa síld- argöngu eins og V-stjórninni •'ikarfaveiðarnar miklu á Ný. ífundna-landsmiðum síðari hluta ®rs 1958. Þær veiðar urðu til í<5þess að gem það ár að mesta Æramleiðsluári, sem yfir Island hefur gengið. Því eftirtektarverð- ara er að efnahags-örðugleikarn- ir skyldu reynast þáverandi Btjórn svo ógnþrungnir, að hún ílúði af hólmi hinn 4. desember tl'958, eins og alræmt er orðið. f'ór V-stjórninni öðru vísi en nú- vemndi stjórn, sem þrátt fyrir L Bflabrest og verðfall á árinu 1960, REYKJAVÍKURBRÉF hélt hiklaust áfram viðreisn- arráðstöfunum sínum með þeim árangri, að engum óhlutdrægum aðila getur dulizt að verulega hefur miðað í rétta átt. Stórum bætt gjaldeyrisstaða og vaxta- lækkunin nú um áramótin er ár- angur þeirrar viðleitni. Lánabreyting Hitt liggur í augum uppi, að ekki er hægt á einu ári að bæta úr öllu því, sem aflaga hefur farið á 20 ára verðbólguskeiði. Einn þáttur viðreisnarinnar er að koma lánamálum útvegsins í betra horf. A verðbólguárunum var ráðizt í margar stórfeldar framkvæmdir án þess, að séð væri fyrir nauðsynlegum stofn- lánum til þeirra. Þetta flaut á meðan allt var látið vaða á súð- um. Þá var fé dregið út úr rekstri til þess að ráðast í stór- framkvæmdir í trausti þess, að uppbætur og aukin rekstrarlán nægðu fyrir greiðslu skulda, sem með verðfalli peninga raunveru- lega minnkuðu. Allt varð það á kostnað sparifjáreigenda. Segja má, að þessu hefði átt að kippa í lag um leið og sjálfar viðreisn- arráðstafanirnar voru lögfestar á sl. vetri. Þá var í svo mörgu að snúast að ebki var unnt að sinna þessu. Ur því var bætt með bráða birgðalögum ríkisstjómarinnar rétt eftir áramótin. Með þeim er útvegnum tryggð lán til langs tíma og með hagstæðum vaxta- skilmálum. Þreytulegt málþóf stjórnar- andstæðinga 1 umræðunum á Alþingi um bráðabirgðalögin er mest áber- andi, hversu stjórnarandstæðing- ar sýnast vera þreyttir í rseðum sínum. Er það út af fyrir sig ekki furða því að enn er það sama þulan, sem þeir þylja og allt sl. ár, hrakspár og nöldur. Svo er að sjá og heyra sem þeir sjálfir finni, að þeir séu búnir að endur- taka ósannindin svo oft, að allir — og þar með þeir sjálfir, séu orðnir þreyttir. Að þessu sinni komust þeir ekki hjá að játa, að ráðstafanir stjórnarinnar stefndu í rétta átt. Leiði þeirra og þreyta virtist einungis því meiri. Af orðum Laugard. 21. janúar þeirra mátti heyra ergelsi yfir að hafa ekki sjálfir fengið að vera með í að móta þessar tillögur og bera þær fram. Gremja þeirra yfir að hafa ekki sjálfir haft í sér manndóm til að sjá fyrir þessum þörfum á meðan þeir höfðu völdin, var augljós. Einnig vonbrigði yfir því, að þrátt fyrir síendurteknar full- ingar um algert „strand“ útvegs- ins skyldi nú um áramotin ekki hafa orðið úr þeirri stöðvun, sem þeir höfðu sagt fyrir og byggt ráðagerðir sínar á. Stöðvun, sem mistókst Til að bæta úr þessu róa þeir kumpánar nú að því öllum árum, að koma á víðtækum verkföllum. Kommúnistar reyndu m. a. s. sl. fimmtudag að stöðva síldveiði- flotann til að hindra, að almenn- ingur yrði aðnjótandi þeirrar bjargar, sem nú er að sækja í Faxaflóa. Þetta gerðu þeir sama daginn og bandamaður þeirra, Eysteinn Jónsson, fjölyrti um það á Alþingi, að á alþýðuheimilum væri nú ógerningur að lifa af þeim launum, sem væru i land- inu. Ráðið til þess að bæta úr því, átti að vera að koma á al- gerri framleiðslustöðvun, einmitt þá daga, sem auðfengnust veiði blasir við! 1 öðru orðinu fjargviðrast þess- ir herrar yfir því að takmörkun á útlánum banka hafi orðið til þess að stöðva framkvæmdir og leiða skort yfir þjóðina. En í hinú, að úr lántökuhömlum hafi svo sem ekkert orðið, því að þótt íslenzk- ir bankar hafi nokkuð takmark- að útlán sín, — miðað við þá aukningu sem þeir segja, að þörf hafi verið á, — þá hafi því meira verið tekið að láni erlendis. I fjasi sínu gleyma þeir að geta um birgðasöfnun, sem hlaut að verða um leið og verzlun var gefin frjáls. Til hennar þurfti að sjálf- sögðu mikið fé. Einnig þarf nú að standa undir afborgunum og vöxtum af hinni stórkostlegu skulda aukningu undanfarinna ára, ekki síst á meðan V-stjórn- in var við völd. Þá þurfti að borga allan skipastólinn sem fluttur var til landsins á sl. ári. Láta mun nærri, að fiskiskipa- floti landsmanna hafj þá aukizt um 580 millj. kr. Gefur auga leið, að svo stórfeld aukning gat ekki orðið á einu ári nema því viljann sl. miðvikudag, segir hann: „Hin stöðuga, skipulagða verð- bólga hefur nú á annan áratug verið einskonar leynivopn ís lenzku yfirstéttarinnar". „Leynivopnið46 Ef Einar Olgeirsson meinar þetta í alvöru og vill verkalýðn um vel, þá ber honum skylda til þess að gera sitt til þess að gera þetta „leynivopn" óvirkt og koma í veg fyrir nýjan verð- bólguvöxt. Eina ráðið til þess, að svo megi verða, er, að styðja viðréisnarráðstafanir ríkisstjórn- arinnar. Með engu móti öðru verður verðbólgan stöðvuð. Alit tal um annað er marklaust hjal út í bláinn. Enda kemst enginn hjá því að viðurkenna, að nú þegar hefur mikið áunnizt í þess um efnum. Hugsunarháttur manna og viðhorf hefur nú þeg- ar tekið gerbreytingum. Að því leyti er komið yfir örðugasta hjallann. Á núverandi ríkisstjórn og stuðningsmönnum hennar mun sízt standa að tryggja verka- lýðnum réttmæta hlutdeild í arði þjóðarbúsins, sem mögu. legur verður, eftir að öruggur efnahagsgrundvöllur hefur ver- ið lagður. Sjórnarandstæðingum væri nær að leita lausnar vanda mála þjóðfélagsins á þeim grund velli en að halda áfram að reyna að rífa burtu þær undir- stöður sem þegar hafa verið lagðar. Áttar Einar sig? Af skrifum og tali Einars Ol- geirssonar mætti stundum ætla, að hann skildi þetta. Hann benti manna fyrstur á þá sorglegu staðreynd, að lífskjör íslendinga hafi staðið í stað í einn og hálf- an áratug, samtímis því sem lífs kjör flestra annarra nálægra þjóða hafa stórum batnað. Sl. miðvikudag viðurkennir hann, að verðbólgan sé aðalbölvaldur- inn „leynivopnið“ sem valdið hafi öllum þessum ófarnaði. Enn fæst hann hinsvegar ekki til að játa, hver sé aðalorsök verðbólgunnar. Samtök vinnu- veitenda gáfu fyrir nokkrum dögum út skýrslu, þar sem þetta mál var rakið með óyggjandi rökum og sýnt fram á, hversu ófrjó og gagnslaus kauphækk- unar- og verkfallabarátta und- anfarinna ára hefur verið. f henni er að finna skýringuna á því furðulega fyrirbæri, sem Einar Olgeirsson fyrstur dró athygli manna að. Einar er svo greindur, að hann skilur þetta. En hann skortir hreinskilni. Þess vegna reynir hann nú að beina hugum manna að öðru. Hann sér staðreyndina en vill ekki viðurkenna hina einu sönnu skýringu hennar. Þar af leiðandi reynir hann að gera tortryggilega starfsemi sölusam- taka eins og SH, og hefur borið fram tillögu á Alþingi um rann sóknarnefnd í því skyni. En ó- _ neitanlega er nökkuð langt seilzt, þegar hafin er svívirð- ingarherferð gegn því, að SH skuli vinna að því að gera ís- lenzkan fisk sem verðmestan er- lendis, m. a. í verksmiðjum til að koma vörunni í það horf, er neytendum líkar bezt. Á þá við- leitni hefur engin dul verið dregin. Þvert á móti hafa ítar- legar frásagnir af starfsháttum þessara verksmiðja nýlega ver- ið birtar hér í Morgunblaðinu. Allir mega þar af marka hvort um sé að ræða þjóðhættulega starfsemi eða hið gagnstæða. Þar sem helmingi uppskerunnar er stolið Einar _01geirsson er kominn. í algera sjálfheldu. Úr því að hann viðurkennir það böl, sem verðbólgan hefur fært yfir ís- lenzkan verkalýð, — og ef hann er sá verkalýðsvinur, sem hann þykist vera — ætti hann að styðja raunhæfar ráðstafanir til að hindra að hún hefjist á ný. Ef hann gerir þetta ekki, þá er það vegna þess, að hann metur meira fyrirmælin frá Móskvu um skefjalausa stéttabaráttu og sundrungu þjóðfélagsins heldur en hag íslenzkra verkamanna. Velji hann þann kost, afsakar hann það sjálfsagt í huga sín. um með því, að það sé eina leið. in til að koma á kommúnísku skipulagi á íslandi. Kosti þess skipulags má nokkuð marka af orðum Krúsjeffs á flokks- stjórnarfundi kómmúnista fyrir skemmstu. Þá sagði Krúsjeff, að samkvæmt framkominni skýrslu væri það ljóst, að „helming kornsins, sem rækt- að væri, hefði verið stolið með- an það stóð á ökrunum“. Þeirri fullyrðingu Krúsjeffs svaraði skýrslugefandinn svo: „Þú hefur rétt fyrir þér, Nikita Sergeyevich“ Síðan hélt Krúsjeff áfram að bollaleggja um, að annað hvort hefði korninu verið stolið eða í ljós hefði komið „glæpsamleg sviksemi" í hagskýrslum. Þó að mörgu sé áfátt hjá okk. ur, þá megum við sízt leita fyrir myndar hjá þeim, sem viður- kanna, að skipulag þeirra er slíkt, að annað hvort er helm- ingi afraksturs stolið eða hag- skýrslur falsaðar sem því nem. ur! Á verðbólga að halda áfram að hindra lífskjara-bata ? Kommúnistar vilja koma hér á þeim þ j óðf élagsháttum, þar sem slíkt ástand er. Bandamenn þeirra í Framsókn þykjast hins vegar taka aðal-auðvaldsríki veraldar, Bandaríkin, sér tH fyrirmyndar. Tíminn vitnar nú stöðugt í Kennedy, hinn nýja forseta, og segir, að hann sé á móti háum vöxtum og hömlum á útlánum. En hvernig er statt í Bandaríkjunum? V-n wh á bls. 1 4l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.