Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.01.1961, Blaðsíða 23
P' Sunnudagur 22. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 — Utan úr heimi Framih. af bls. 12. Ihefir verið nefnt sem bendir ein dregið til þess, að Krúsjeff leggi eig í líma að halda opnum dyrum itil Kennedys og hans manna, sem ivú taka við völdum af Eisen- hower-stjórninni. — Há t. d. nefna það, að upp á síðkastið hefir mjög dregið úr klögumál- im Castros á Kúbu og hans nóta á hendur Bandaríkjunum og upp hrópunum um yfirvofandi innrás þaðan. Er þetta talið gert sam- ikvæmt ákveðinni bendingu frá Krúsj eff — enda hefir sovét- stjórnin ótvírætt látið að því hggja, að hyggilegt væri fyrir 'Kúbumenn að fara nokkru var- legar í sakirnar gagnvart Banda ríkjunum en þeir hafa lengst af gert á undanförnum mánuðum. Tr ★ Kennedy varkár Kennedy mun vafalítið reyna að færa sér í nyt þennan nýja ,,anda“ frá Moskvu, á sem skyn- samlegastan hátt. Hann fer sér jx> væntanlega að engu óðslega, enda mun hann telja nauðsyn- legt, að sovétstjómin sýni það og sanni með áþreifanlegri hætti, að hún vilji gera sitt til að bæta hið heimspólitíska veðurfar. — Krúsjeff hefir reyndar Sjálfur sagt, að „U-2 njósnaflugið til- iheyri fortíðinni“, en Bandaríkin inunu væntanlega krefjast þess, að hann staðfesti þau ummæli *neð því að láta lausa þá tvo handarísku flugmenn, sem eru haldi í So-vétríkjunum síðan flugvél þeirra vásr skotin niður yfir Barentshafi í sumar — og setja það skilyrði fyrir beinum samningaviðræðum milli ríkj- anna Ýmislegt hefir líka komið fram, sem bendir til, að þetta imuni gerast. - •—O—» ** - . *K . k 1 ■’ Það má segja, að Kennedy hafi í ávarpi sínu sL föstudag, eftir að hann sór embættlseið sinn sem forseti Bandaríkjanna, opnað dyraar frekar til samn- ingaviðraeðna við Sovétríkin — og raunar skorað á þau að vinna ineð Bandaríkjunum að sköpun Hýs heims friðar og réttlætis. ý( ,,Stefnuskrá“ í 5 liðum Samkvæmt því, sem haft hefir verið eftir ýmsum heimildum, er áreiðanlegor Þykja, hefir Kennedy samið sér áætlun í stór um dráttum um samskiptin við ■Sovétríkin á næstu mánuðum. f>essi „stefnuskrá“ kvað líta þannig út í megindráttum: j 1) Taka skal sem fyrst upp ýmiss konar „diplomatískt sam- ■|Uand“ við Sovétríkin — og má •jgera ráð fyrir, að einn liðurinn í *>ví verði sá að (hinn sérlegi far- andsendiherra Kennedys, Aver- ell Harriman fori „könnunar- 4erð“ til Moskvu. fí 2) Leggja skal áherzlu á að •fcraða ráðstefnunni um ba»n við jkj arnorkuvopnatilraunum, sem Nhefst á ný í Genf hinn 7. febrúar f«k. Eru líkur til, að Bandaríkin *éu reiðubúin til að ganga þar Bokkru lengra en áður til móts ;ííið sjónarmið Sovétríkjanna. fi &•) Þá munu kannaðir mögu- leikar á að koma á beinum skoð- anaskiptum við Krúsjeff — og ef pólitísk „veðurskilyrði" hafa batnað, er ekki ólíklegt, að so- , vézki forsætisráðherrann birtist ‘á ný í þingsölum Sameinuðu þjóð anna þegar Allsherjarþingið kem ur aftur saman í marz. \\ 4) Ef bandarísku flugmennirn ir tveir, sem fyrr voru nefndir, Ihafa þá verið látnir lausir, og einhver árangur hefir náðst á Genfarráðstefnunni, er mögulegt, »ð Kennedy telji sig geta átt óformlegar og óbindandi viðræð' ur við Krúsjeff á hinum „hlut- ' teusa" vettvangi Sameinuðu þjóð anna. \' 5) Ef allt þétta gengi eftir, j ikynnf að vera rudd léiðin til j „toppfundar" leiðtoga Austurs og jiVesturs um afvopnunarmálin, | Berlínarvandamálið o. s. frv. — j en ekki er þó talið, að unnt verði i að koma á slíkum fundi fyrr en rtiðið er langt á vorið eða komið i fram á suma» — Doktorsvörn Framh. af bls. 6. ljóstrað upp um óheimila heim, ildanotkun eða heimildafölsun. En hjá okkur hafa .doktors- vamir aðallega tvenns konar gildi. Hér sem annars staðar hafa andmælendur jafnan kynnt sér efnið í rækilegasta lagi, Þótt doktorsefnið hljóti oftast að vera lærðastur manna í sínu efni, geta andmælendur alltaf leiðrétt eitthvað og jafnvel þok- að einstökum þáttum rannsókn- anna nokkuð lengra áleiðis. Svo er þetta nokkur auglýs- ing fyrir viðkomandi háskóla og fræðigrein, örvun til annarra að takast nýjar rannsóknir á hend, ur og loks gkemmtun fyrir fólk- ið, því að ýmsir hafa gaman af orðahnippingum og fræðilegum skylmingum. — Hvernig fór þessi síðasta doktorsvörn í háskólanum fram? — Hátíðasalurinn var þétt- skipaður fólki á gólfi og svölum, og fjöldi manna stóð allan tímann, þótt athöfnin tæki fimmtu klukkustund. Þetta var fólk af öllum stéttum, en áreiðanlega . minnst af blaða. mönnum (og ritstjónum!). Menn virust hlusta af miklum áhuga og jafnvel skemmta sér viel annað veifið. — Hvað höfðuð þið andmæl- endur helzt við doktorsritgerð Finnboga Guðmundissonar að at huga? — Mér fannst aum fonmsatriði og sitthvað £ efnisskipan standa til nokkurra bóta. Einnig fannst mér sjáift viðfangsefnið ekki nægilega greinilega afmarkað í upphafi bókarinnar. Þá leiðrétti ég einst-ök atriði, eins og gengur og gerist, en það var ekki ýkja- margt, enda er bókin í vandáðra lagi. Loks saknaði ég annars, svo sem bragfræði í sambandi við ljóðaþýðingarnar og heim- ildaskrár. En alltaf er betra að skiilja þannig við bók, að lesandi þrái að vita meira, heldiur en hami sé orðinn leiður og of- mettux. Siðari andmælandi frá hendi Háskólans var dr, Jón Gíslason skólastjóri, en hann er grisbu- og Hómersfræðingiur, og stóðta þeir Kristinn Ármannsson rektor að hinni miklu og vönduðu út- gáfu Menningarsjóðs á Kviðum Bómers 1948 og 1949. Sú útgáfa og doktorsritgerðin eru undir stöðuverk um Hómersþýðingar Sveinbjamar Egilssonar. í andmælaræðu sinni saknaði dr. Jón Gíslason nokkluð fyllri greinarigerðar um Hómersskýring ar og Hómersfræði fyrir og um daga Sveinbjamar Egilssonar. Þá benti hann einnig vel og glögg- lega á, hve ídendingar hafa mikla sérstöðu til að þýða Hém er, þar sem við töium enn fiornt mál og eigum á því ríkule,gar bókmenntlr, sem gagnsýrðar eru svipuðum hetjuanda og Kviður Hórners. Sumar breytingar Svein bjarnar á þýðingum sínum skýrði hann efcki aðeins sem stíiþróun, eins og doktorseifini, heldiur með nýjium skilningi Sveinbjarnar efninu, Auðvitað kom þarna margt fram, þar sem hvor okkar talaði í fimm stundarfjórðunga en báðir lukum við miklu lofis orði á verkið. En döktorsefni svaraði okkur víða af fjöri og fyndni. Það gefur auga leið, að engum manni er fært að semja slíkt rit, án þess að eitthvað megi að því finna með rökum, en sumt í aðfinnslum okkar var smávægilegt, annað umdeilan legt. — Hvað er þá að segja um gildi og kosti doktorsritgerðar iimar? — Mér þyklr vænt um þessa spurningu, því að andmælend um er það embættisskylda að telja einkum fram það, sem mið ur er. Ritið fjailar aðallegu um sköp unarsögu og feril þýðinganna og uppsprettur og einkenni máls og stíls, þótt víðar sé komið við Um þessj efni hefur höfundiur dregið fram miklar og ofit mark verðar nýjar heimildir, m.a. úr bréfasöfnum og öðrum handrit um. Hann hefur yfirleitt unnið vel úr efoiiviði sínum, af bunin- áttu á fræðileg vinnbrögð og af góðum skilnirugi, og ýmist varp að nýju eða bjartara ijósi á >essi efni. Hann helgar verkið minningu foreLdra sinna og segist í formáLa hafa ieitazt við að vinna það í fróðleiksanda föður sins og af bjartsíni móður sinnar. Þetta er vafalaust rétt. Mér finnst ég meira að segja finna þarna fleira frá þessum mætu og merku for- eidrum, svo sem nokfcuð af fjör-i föður hans og festu móður hans. En um fram allt er Finnibogi barna sjálfur með elju sína og vöndugleik, glöggskyggni og skerpu. Hann hefur ást á og ber virðingu fyrir verkefni síniu, án þess að það haggi við undirstöð um gagnrýni og dómgreindar. Rit ið er ekki aðeins iæsiiegt, heldur víða skemmtilegt og menntandi aflestrar. Ég vona, að fleiri siík rit berist okkur á næstunni. i. e. s. ustu og ágætustu tónsmíða hans. Sinfónían nr. 7 eftir Beethoven sem stundum hefir verið nefnd „dans-sinfónían“, er ölkun kunn. Beethoven sjálfur taldi hana eitt af beztu verkum sínum, og sagt er, að þegar hún var flutt f fyrsta skipti, hafi hún snúið mörgum, semi verið höfðu and* stæðingar Beethovens, til aðdá- unar á honum. Annan þáttinn varð að endurtaka þegar í stað, og eru slíks fá dæmi. Þessi kafli þykir enn í dag einn fegursti sinfóníuþáttur Beethovens, og er þá mikið sagt. Annars einkepnist verkið af lífsfjöri og þrótti, sem þegar í stað hrifur áheyrandann. SinióníutónÍBÍkar á þriðiudttginn TÓNLEIKA heldur Sinfóníu- hljómsveit fslands í Þjóðleikhús- inu n.k. þriðjudag, 24. þ.m„ og hefjast þeir kl. 8.30 síðdegis. Pólski hljómsveitarstjórinn Bohdan Wodiczko, sem hér hefir starfað í vetur og stjórnar þess- um tónleikum, kom hiagað fyrst fyrravetur til þess að ^tjórna hátíðatónleikum til minningar uml pólska tónskáldið Frederic Chopin, og var þar eingöngu flutt pólsk tónlist. Síðan hefir hann engin tónverk flutt eftir ,landa sína, og mun þó mörgum leika hugur á að kynnast nán- ar pólskri tónlist, sem hér er næsta lítt þekkt, ef verk Chop- ins eru undan skilin. Á tónleikunum á þriðjudaginn er brotið við blað í þessu efni, því að þaT verða flutt, auk sin- fóníunnair nr. 7 í A-dúr eftir Beethoven ,tvö pólsk verk: „Söng ur eilífðarinnar", sinfónískt verk í þrem þáttum eftir Mieozyslaw Karlowicz, og pólskir dansar úr ballettinum „Söngur jarðarinn- ar“ eftir Roman Palester. « Karlowicz er einn af meiri- háttar sinfóníuhöfundum Pól- lands og hinn elzti þeirrar tóm- skáldakynslóðar, sem hóf sin- fóníska tónlist til vegs og virð- ingar þar í landi efitir aldamótin síðustu. Hann lézt árið 1909, að- eins 33 ára að aldri. Verkið, sem hér verður flutt, er meðal kunn- — Æskutýös- guösþjónusta Framh. a£ bls. 3 komu til Jesú í upphafi starfs hans og vildu fá að kynnast honum, kenningum hans og heimili. „En hann bauð þeim og sagði: Komið, og þá sjáið þið“. Er þessum orðum nú beint til æskunnar á Suðurnesjum í sambandi við samkomurnar þar og hún hvött til að komj, kynn- ast og fræðast. — Vörpurnar Framh. af bls. 1 skyndi að gefa út tilskipun til að bjarga iðnaðinum úr þessu hættulega fjárhags- ástandi, sem hefur farið sí- versnandi undanfarna mán- uði. — Bæjarútgerð Reykjavíkur seg ir ástæðuna fyrir lélegum afla vera þá að mörg beztu fiskimið in séu innan tólf mílna markanna og lokuð togunum. Afli á f jarlæg um miðum hsfur verið rír. Krafa íslenzku ríkisstjómar- innar um aukna landhelgi hefiur ekkert gert til að bæta aðstöðu iðnaðarins. Fiskveiðar eru grund völlur fjárhags landsins. Þar sem afli togaranna er lít iil, hefur mörgum skipium verið lagt vegna peningaskor-ts til að koma þeim á veiðar. Allir tog- arar ataðsettir á Akureyri og norðurströndinni, eru aðgerðar- lausir. Hafa bæði togarar og fisk vinnslustöð verið auglýst til sölu. Vaxtalækkun Tsankanna í des emiber um 2% hj álpaði nokbuð til. Og nú hafa verið birt bráða birgðalög, sem breyta tíma- bundnum lánium og vanskilalán um í lán til langs tíma. Þegar Ásigeirsson fiorseti skýrði frá bráðabirgðalögunum, sag hann að þegar vertíðin vœri að hef jost, væri nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að breyta mikl- um hluta skulda fiskiðnaðarins í lán til langs tima. ^ '— Hjartanlega þakka ég guði og góðum mönnum fyrir ólgeymanlegan 70 ára afmælisdag 17. þ.m. Jónína Jónsdóttir, Grettisgötu 46. Ég þakk'a innilega börnum, tengdabörnum frændfólki og vinum, fyrir heimsóknir, gjafir og hlýjar kveðjur á sextugsafmæli mínu 6. þ.m. Margrét D. Hálfdánsdóttir. Hjartkær móðir okkar SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR andaðist að heimili sínu föstudaginn 20. jan. Börnin. GUDBtJN GÍSLADÓTTIR frá Brúsholti, andaðist að Elli og hjúkrunarheimiiinu Grund 18. jan, Jarðsett verður að Reykholti miðvikudaginn 25. þ.m, kL 2 e.h. Aðstandendur. Útför GUÐRÚNAR L. BLÖNDAL fyrrv. kennslukonu, sem andaðist 14. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni, þrlðju- daginn 24. janúar kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað, • Aðstandendur Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og útfðr systur minnar ÖNNTJ GESTSDÖTTUR Fyrir hönd vandamanna. Herborg Gestsdóttir Innilegustu þakkir til hinna fjölmörgu vina og vanda- manna, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, sonar, bróður og mágs PÁLS ÞORLEIFSSONAR bókara. Anna Guðmundsdóttir, Ragnlieiður Bjarnadóttix, Salóme Þ. Nagel, Þorbjörg og Jón Leifs. Hjartans þakkir til allra fjær og nær; sem auðsýnt hafa okkur vinsemd og samúð við andlát og útför, BJÖBGVINS GUBMUNDSSONAR, tónskálds Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Bæjarspítala Reykjavíkur, Landspítalans í Reykjavík og Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og ennfremur Bæjar- stjórn Akureyrar fyrir höfðinglega hjálp við útför hans. Hóknfríður Guðmundsson, Margrét Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.