Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIL Þriðjudagur 24. jan. 1961 Eðlilegar framkvœmdir í sveitum STEINGRÍMUR Steinþórsson, búnaðarmálastjóri, flutti ný- Iega erindi í útvarpið um land búnaðinn á árinu 1960. Leyndi sér ekki, að búnaðarmála- stjóri lét pólitíska afstöðu hafa áhrif á málflutning sinn. Höfum við þó látið kyrrt liggja. En á sunnudaginn tek- ur Tíminn til við að vitna í orð búnaðarmálastjóra og þyk ir því rétt að birta nokkrar athugasemdir. Tíminn hefur það eftir bún- aðarmálastjóra, að skurðgröft ur á árinu 1960 hafi verið 15% minni en árið á undan. Við þær upplýsingar er þess að geta, að í mörgwm hreppum hefur nú þegar verið grafið altt land, sem hægt er að grafa. Út af fyrir sig er þvi ekkert óeðlilegt, þó sumsstað- ar dragi úr skurðgreftri. Þá segir Tíminn, að túna- rækt hafi orðið minni í fyrra en árið áður. í því efni liggja ekki enn fyrir ákveðnar tölur, en jafnvel þótt ræktunin hafi verið eitthvað minni 1960 en hún er 1959, þá er líklegt að hún heftur verið svipuð og árið 1957 og 1958, en árið 1959 sker sig eitt úr sem langmesta rækt unarárið. Blað Framsóknarmanna seg ir: „RækOunarsamböndin fluttu aðeins inn tvær jarðýtur á ár- inu 1960“. Þetta á að vera meg insönnunin fyrir því, að sam- dráttur og stöðvun sé í sveit- unum. í þessu sambandi má geta þess til gamans, að árið 1958, þegar vinstrf stefnan náði hámarki sínu, var aðeins flutt inn ein jarðýta og minn- ast menn þess ekki, að Tim- inn hafi skýrt frá þvL En raunar var hún aðeins 40 hest- öfl, en hinar tvær sem flutt- ar voru inn í fyrra, 60. En þegar meta skal það, hvernig búið sé að fram- kvæmdum í sveitum, þá hlýt- ur fyrst og fremst að verða miðað við lánveitingar úr sjóð um landbúnaðarins, ræktunar sjóði og byggingarsjóði. Heild arlán úr þessum sjóðum urðu á árinu 1960 63 millj. kr., en ekki nema 46 millj. árið 1959. Þetta mikla fé var hægt að lána úr sjóðunum á sl. ári, þrátt fyrir þann viðskilnað vinstri stjórnarinnar, sem all- ir þekkja, að sjóðirnir voru orðnir gjaldþrota. Fjármagn það, sem á síðasta ári var út- vegað sjóðum landbúnaðarins var innlent, og þurftu þeir því ekki að taka á sig neina geng- isáhættu. Núverandi ríkis- stjórn hefur þannig útvegað sjóðunum innlent fé til útlána á sl. ári og mun enn glíma við það erfiða verkefni að bjarga sjóðunum á varanlegan hátt. Ársdvöl unglinga Bandaríkjunum TJM ÞESSAR mundir dvelur hér á landi mr. William Perkins, framkvæmdarstjóri Intemation- al Christian Youth Exehange, en það er kristilegur félagsskapur, sem vinnur að nánari persónu- Iegum kynnum þjóða I milli. Einn þáttur félagsskaparins er að greiða fyrir að unglingar geti dvalizt í öðrum löndum og kynnzt þar heimilislífi, mönn- um og málefnum. Erindi mr. Perkins er að bjóða islenzku kirkjunni þátttöku í þessu sam- starfL íslenzkum unglingum á aidrinum 16—18 ára er gefinn kostur á að dveljast í Banda- ríkjunum um eins árs skeið, og þær fjölskyldur, sem óska eftir að taka á móti bandarískum ungl ingum, eru beðnar um að gefa sig fram. Friðrik varð fjórði BEVERWIJK, 23. jan. — Biðskák þeirra Uhknanns og Ivíkx>vs úx 7. umferð lyktaði með sigri hins Síðamefnda. í 8. uimferð fóru leiikar, sem hér segir: Larsen vann Barend regt, Uihlmann og van der Berg gerðu jafntefli, biðskák hjá Friðr ik og GruenfeJd, Ivkov vann Donner, Gereben vann van Sdheltinga. Biðskákina úr 8. umferð vann Eíriðrik. 9. og síðasta uanferðin fór þannig: Lansen vann Gereben, Ivkov vann van SchedUnga, van der Berg og Donner gerðu jafn tefli, Uhlmann vann Griienfeld, Friðrik vann Barendregt. Lokaniðurstaðan varð þannig. Lansen og Ivkov 7% vinning hvor, UWknann 5%, Friðrik 5, van der Berg 4%, Gereben 4, van Scheltinga 3%, Griienfeld 3, Dcxnner 2% og Barendregt 2 v. •Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson, sagði við blaða menn s.I. laugardag, að afflmörg amerísk kirkjufélög stæðu að félagsskap þessum. — Þjóðir hafa alltaf tilhneigingu til að einangrast, sagði biskup, stór- þjóðirnar engu síður en þær smáu. Samtökdn sem ihér um ræðir eru til að vinna á móti tortryggni þjóða í milli. Hér er um hreyfingu að ræða, sem hófst fyrir nokkrum árum og er al- gjörlega borin uppi af kristnum söínuði. I ★ Mr. Perkins sagði, að hann væri hingað komin til að bjóða íslenzku kirkjunni þátttökfaj í samtökunum og undirtektir hjá forys tumönnum kirkjunnar hér væru mjög góðar. Þá upplýsti 'hann, að á sd. ári hefðu dval- izt 130 unglingar á vegum Inter- national Ghristian Youth Ex- tíhange, 120 frá Evrépu og 10 frá öðrum heimsíhlutum. Á sarna tíma hefðu þeir sent 88 banda- ríska unglinga til annarra landa. ★ Bisfeup tók fram, að hann hefði rætt um þessi mál við for- ystumenn skólamála og teldu þeir að unglingar á aldrinum 16 til 18 ára misstu ekki teljandi úr skólagöngiu sinni með því að dveljast eitt ár erlendis. Allar nánari upplýsingar þessu við- vikjandd, t.d. kostnaður o.fl., væru veittar á skrifstofu bisk- Frh. á bis. 19 Hverjir verðn reknir? MOSKVU, 23. jan. ('Reuter) — Miðstjórn Verkalýðssambands Rússlands er komin saman til fundar i Moskvu til að ræða þann aivarlega vanda, sem steðj ar að í landbúnaðinum. En Krú- sjeff forsætisráðherra flutti fyrir nokkru mikla skammarræðu í Æðstaráðia(u vegna ástandsins í landbúnaðarmálunum og hótaði því að reka þá sem hefðu reynzt óhæfir í starfL Hefur þessi „hreimskilna" ræða Krúsjeffs ýtt við mörgum, einkum í kommúnistaflokknium og verkalýðssambandinu. En Krúsjeff kvartaði mjög yfir vinnusvikum í landibúnaðinum og virtist því beint til verka- lýðssambandsins, að koma yrði á aiúknum aga og vinnuhörkju til þess að lagfæra þetta ástand. Það var tilkynnt í dag, að Krúsjeff legði eftir einn eða tvo daga af stað í langa ferð um öll helztu kornrætotarlhóruðin ^ AM IS hnúiaX ik SnjóÁcmo S* SV50hnútor\ 9 ÚS/VSKf Vi ikurir K Þrumur Vtraii KuUoaki) Hilaakil HAHak LWLagi 1 Lítil hnáta hljóp á strætisvagn UM ÞRJÚLEYTIÐ í gær Mjóp 3ja—4ra ára gömul telpa á stræt isvagn á Reykj anesbraut, á móts við Shellstöðina, á sama stað þar sem önnur lítil telpa hljóp á bíl í haust og slasaðist. Strætisvagnimn var rétt að stanza á biðstöðinni, þegar litla telpan toom hlaupandi út á göt- una og lenti á bílnum. Meiddist hiún lítið, storámaðist svolítið í andiliti og sprakk fyrir á vör. bóndadaginn er nú komin í námunda við Hvarf á Græn- landi og veldur þar austan- átt og hlýindum. í gær var hnúkaþeyr á vesturströndinni, 8 stiga hiti í Brattahlíð klutok- an átta um morguninn, og 6 stiga hiti um hádegið norður í Góðvon. Hér á landi var líka hJýtt, 2—8 stiga hiti á láglendi. í Möðrudal var þó 1—2 stiga frost og snjókoma. rok og rigning í nótt, held- ur hægari, SA og skúrir á morgun. Faxaflói til Vestfjarða og miðin: Hvass austan í nótt, stinningskaldi á morgun, úr- komulítið. Norðurland, NA-land og miðin: Austan og SA stinnings kaldi, þíðviðri. Austfirðir, SA-land og mið- . in: SA stinnigskaldi, rigning öðru hverju. Umboðsmeim B-listans í Dags- brún óska eftir kjörskrá UMBOÐSMENN B-Iistans í Dags brún hafa farið þess á leit við stjórn Dagsbrúnar, að þeim verði afhent kjörskrá félagsins og listi yfir skulduga félaga eigi síð ar en tveim dögum fyrir kjör- dag en sá háttur tíðkast nú í öll- um verkalýðsfélögum nema Dags brún, að hver framboðslisti fái kjörskrá eigi síðar en tveim dög- um fyrir kosningar, enda er það í samræmi við lög og reglur Al- þýðusambands íslands. Þess er vænzt að stjórn félags ins verði við þessari sjálfsögðu Stjórnmálanám- skeið Týs TÝR, FELAG ungra Sjálfstæðis manna í Kópavogi hyggst efna til stjórnmála- og málfundarnám skeiðs á næsbunni undir stjórn Helga Tryggivasonar kennara. — Námskeiðið mun standa yfix í um tvo mániuði og mun verða mjög vandað til fyráriestraíhalds og mælskuœfinga. Námskeiðið hefst n.k. miðvitoudagskvöld kl. 8,30 ejh. að Melgerði 1, Kópavogi. Á fyrsta fundinum fara fram mál fundur og talæfingar. Þá talar Matthías Á. Mathiesen a'lþm. um stefnu Sjálfstæðisflökksins. — öllu Sjálfstæðisfól k i er heimil þáttaka. — Stjómin. Dagskrá Alþingis FUNDIR eru í báðum deildum kl. 1:30 i dag: Efri deild: — 1. Sementsverksmiðja, frv. — 3. umr. Neðri deild: — 1. Stofnlánadeild sjáv arútvegsins. — Frh. 1. umr .— 2. Sigl- ingalög, frv. — 1. umr. — 3. Sjómanna lög, frv. — 1. umr. — 4. Fræðslumynda safn ríkisins, frv. — Frh. 2. umr. — 5. Ríkisreikningurinn 1959. frv. — Frh. 2. umr. 33 daga verkföll 4 mannslíf og Brussel, 23. jan. — (Reuter) í DAG lauk verkföllunum í Belgíu með því að verka- mennirnir í Liege, La Louvri ere og Charleroi hlýddu skip un verkalýðsfélaganna um að snúa aftur til vinnu. Stjórn- endur verkalýðsfélaganna segja þó að verkföll og mót- mælaaðgerðir gegn sparnað- arfrumvarpi stjórnarinnar muni halda áfram í nýrri mynd. Engin frekari skýring hefur verið gefin á því. Fjórða dauðsfallið. Verkföfflin stóðu í 33 daga. Fjórir menn hafa látið lífið í iþeim. Sá f jórði andaðist á sjúkra hiúsi í Liege, síðast liðna nótt. Hann var 25 ára og hét Alfred Boutet. Fyrir um 10 dögum fékk hann byssukúlu í hálsinn í róst- um í Liege og hefur síðan legið milli hekns og helju. Feikilegur kostnaður. Talið er að verkfölllin hafi toost að belglísku þ-jóðina um 8000 millj. ísl kr. Þau hófust 20. des. s.l. með verkföllum starfsmanna bæjarfélaga. Þegar þau stóðu sem hæst er talið að 600 þúsund kostuðu offjár manns hafi tekið þátt í þeim. Hið almenna verkalýðssamband Jafnaóarmanna stóð að verkföli unum, en kristiilega verkaiýðs- sambandið neitaði að taka þátt í þeim, þar sem hér væri um póiitísk verkföll að ræða. Nýjar kosningar. Víst þykir að sparnaðarfrum- varp ríkisstjómarinnar hljóti endanlega afgreiðslu sem lög frá þjóðþinginu. En vegna verkfall anna að undanförnu, hefur Ka- þólski flokkurinin ákveðið að rjúfa þing og iáta nýjar kosning ar fara fram hið bráðasta eftir að lögin hafa tekið gildi. kröfu B-listans og uppfylli þar með félagslegar og lagalegar skyldur. Bréf umboðsmanna B-listana fer hér á eftir. Reykjavík 23. jan. 1961. Til stjórnar Verkamannafél. DagSbrún, Reykjavík. Við undirritaðir umboðsmena B-listans við stjórnarkjör í Verka mannafélaginu Dagsbrún óskum þess hér með að okkur verði af- hent eintak af kjörskrá félags- ins minnst tveim sólarhringum áður en kosning hefst eins ag reglugerð A.S.I. kveður á um. Ennfremur óskum við þess að skrá yfir skulduga meðlimi fé- lagsins, sem er óaðskiljanlegur hluti af kjörskránni verði látinh fylgja kjörskránni. Þá' óskum við þess að einnig verði okkur látin í té skrá yfir aukameðlimi Verka mannafélagsins Dagsbrúnar. Okkur er ljóst að í lögum fé- lagsins eru ekki ákveðin fyrir- mæli varðandi þessi atriði. Hins vegar hefur sá háttur verið á hafður að afhenda umboðsmönn- um listanna ekki kjörskrá, fyrr en um leið og kosning hefst, en skrá yfir skulduga meðlimi hefur alls ekki verið afhent eða lögð fram. Þetta teljum við ólöglegt. Þar sem ákveðin fyrirmæli varð andi þessi atriði eru ekki í lög- um félags okkar þá teljum við rétt að í þessu efni sé farið eftir reglugerð Alþýðusambands Is- lands um framkvæmd ailsherj- aratkvæðagreiðslu, en bún kveð ur s vo á að kjörskrá skuli af hent umboðsmönnum lista minnst tveim sótarhringum áður en kosning hefst og skrá yfir skuld uga meðlimi skuli fylgja kjör- skránni. Varðandi aukameðlimina vilj- um við taka fram eftirfamndL Skrá yfir þessa menn hefur aldrei verið lögð fram, hvorki í sam- bandi við kosningar eða í annan tíma. Vdð teljum með öllu óvið- unandi, að fullgildir meðlimir í Dagsbrún skuli aldrei hafa feng ið tækifæri til að kynna sér hver| ir þeir vertoamenn eru, sera haldið er á aukameðlimaskrá fé- lagsims. Við teljum rétt að skylt að umiboðsmönnum lista við stjórnarkosningar skuli einnig af hent s-krá yfir aukameðiimi. Við viljum fá svar við þessarf málaleitun okkar ekki siðar en kl. 4 e.h. þriðjudaginn 24. janúar 1961. - Virðingarfyllst, t Jón Hjálmarsson (sign), Magnús Hákonarson (sign).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.