Morgunblaðið - 24.01.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 24.01.1961, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. jan. 1961 >........ ................... ■ ■ Helgi Hjorvar Bæjartdftir I. Rósmálað frímerki og trumheilog joro Cersemar á gfullastokhnum ÞAÐ er ein allra skemmtileg- asta minning mín frá fyrri ár- lun mínum í Reykjavík, að ég heyrði sra. Eirík Briem segja nokkrar endurminningar sínar um Matthías Jochumsson í lat- ínuskólanum. Það orð fylgdi Matthíasi í skólann, að hann kynni að yrkja, og upp á það var ráðist í að láta hann yrkja kvæði fyrir skólahátíð. En meður því að ekki voru fyrir hendi klár bevís þar uppá, að assistent Matthías Jochumsson væri nógu gott skáld til slíkra stórræða, þá voru hinum breið- firzka hákallaformanni fengnir tveir tilsjónarmenn, greindir menn og gegnir, en kimnu ekki að yrkja. Þeir áttu að ábyrgjast að MaVthías fremdi sínar yrkingar sómasamlega og prettaði engum leirburði upp á skólann. Sra. Eiríkur Briem hafði ekki á sér neitt gerfi grínleikara. En það dillaði í manni hjartað við sögu hans, þurlega, knappa frásögn, heita af mannviti og ólgandi skopi. Stórum merkasta skýrslan um íslenzkan efnahag nú um áramótin birtist í Mbl. rétt fyrir jólin (18/12); viðtal blaðsins við þjóðminjavörð ásamt út- lendum listamanni, sem gert hefur forlátavel við gamla og trosnaða altarisbrík. En viðtalið var háð í sjálfu þjóðminjasafn- inu. Þar var kunngert af hinni mestu hofmennsku, við vitni sjálfs þjóðminjavarðar og að viðstaddri bríkinni, að hér væri fundinn í okkar eigu einn furðulegur dýrgripur og auður með ódæmum að peningatali. Og urðu enn um þetta nokkur skrif (Tíminn 24/12, 28/12, 3/1, Mbl. 31/12). Við þetta brá fyrir huga mér gamalli og blessaðri minning um sögu sra Eiríks Briem. Því að hér stigu fram tveir nýir tilsjónarmenn með skáldskap Matthíasar, sjálfsettir eftir 100 ár. Matthías sagði við sjálfan Dettifoss: finnst mér meir ef falla fáein ungbarnstár. — Nú vill doktor Kristján Eldjám meina, að slíkur útúrdúr skálds- ms megi samlíkjast við glens- fullan tón eins uppboðshaldara af suðrænu blóði. Hinn tilsjón- armaðurinn, Sigurður Ólason logfræðingur, sem sjálfur hefur ekki iðkað skáldskap á við Kristján Eldjárn, hann segir sem svo: þetta hófleysi gat Matthías Jochumsson leyft sér, af því að hann var skáld og stórskáld. Hér þykir mér Hnappdælingurinn raunar hafa gert Svarfdælingnum allmikla skrokkskjóðu í fagurfræðinni. Annað mál er hitt, að hvorugur er alveg á línunni. Því að Matt- hías kvað aldrei: mér finnst, að þessi tár krakkans mætti selja á f leiri f immkalla en stóran foss. Hefði hann ætlað að yrkja þetta, þurfti rimið ekki að vefj- ast fyrir honum. En þetta meinti Matthías ekki. Það var þó nokkurt skáld í þeim manni. Hann orti ekki í fimmeyringum og hann safnaði ekki frímerkj- um. En umtalsefnið sjálft í jóla- blöðunum, það sem nýstárlegt er, það er ekki annað en eitt uppskafið og útflúrað frímerki, gamalt og fallegt og fæst ekki í Landsímahúsinu, rarítet og allrar athygli vert, svona á sín- um stað. Aliir berum vér í okkur svartan engil peningagirndar- innar. Ég varð sem aðrir dol- fallinn að sjá það á prenti, að hér væri fundinn í gömlu dóti sá ógnar-auður að kaupa mætti upp alla höfuðborgina og mik- inn hlut þessa lands. Ég hugs- aði aðeins eitt: Getur ekki hann Gunnar fjármálaráðherra selt sem snarast þetta himin- fallna frímerki, þessa upp- sköfnu fjalabrík, og borgað ríkisskuldimar með öllum þeim dollaramilljónum? Og hvur skyldi sosum gráta þjóðartárum yfir einni lemstraðri trébrík, sem Björn Guðnason keypti af fordild hjá Flæmingjum, fyrir misfengið ríkidæmi. Ekki ef við gætum nú útleyst meginið af voru fátæku fósturlandi fyrir eitt flæmskt frímerki. Með því að við náum ekki að skipta við Bjöm bónda sjálfan á hans út- lendu brík og þeim skinhhand- ritum af Eddu og íslendinga- bók, sem slíkur mektarmaður mundi átt hafa á samri tíð. Það er úrhættis. En Gunnar Thor. gæti kannski gert annað úr þessum hvalreka: gæti hann ekki selt rósafjölina (þó í stór- skaða væri og fyrir einn af hundraði) þeim Silla og Valda, en fengið aftur í skiptum hjá þeim sem svaraði fáeinum kálfsskinnum í flatarmál af þeirri frumhelgustu jörð sem til er á íslandi: það eru bæjar- tóttir Ingólfs við Aðalstræti, að kalla má enn í dag óhreyfðar moldir frá upphafi Islands- byggðar. íslendingar eru eitthvað að vefja það fyrir sér, helzt í ein- rúmi, að þessar íslenzku frum- minjar á íslandi sjálfu, í hjarta höfuðborgarinnar og sjálfar hennar hjartarót — hún heitir eftir ellefu aldir hinu sama nafni sem Ingólfur gaf staðnum í árdaga — að þessar minjar séu kannski einhvers virði fyrir sögu okkar, sæmd okkar og þjóðerni, jafnvel fyrir framtíð íslenzkra barna, á við eitt út- lent frímerki, þó að búið sé að lakkéra það upp. En hér er ekki hægt um vik fyrir aumingja þjóðina. Það er fullyrt af hinum vitrustu mönn- um og allra helzt af þeim sem þar að auki hafa valdið, að Reykjavíkurbær hafi engin efni á að eiga sjálfur þessar æva- gömlu tóttir, ekki svo mikið sem að mega fá þær á leigu í tíu eða tuttugu ár. Og allt ís- lenzka ríkið geti ekki heldur risið undir þessu. Hversvegna? Hversvegna! Það er ákaflega einfalt og ákaflega eðlilegt; það ætti að vera auðskilið hverju barni. En að vísu skilja þeir valdasömu og ríku þetta betur en börn gera; börnin líta stundum an- kannalega og eitthvað einfald- lega á hlutina. Allir þessir erfiðleikar eru af því, að Reykjavík lét Gvend í Skuld fá þessar lóðir fyrir aldeilis ekkert. Gvendur í Skuld er dauður úr örbirgð og grafinn í Melana. En erfingjar Gvendar í Skuld hafa í ein- hverri ást og eindrægni við frá- bæra stjórn Reykjavíkur af- numið Ingólf hægt og hljóðlega, landnám hans og bólfestu, plokkað tilveru hans burt úr plöggum þessa bæjarfélags, til þess að burðast ekki með æva- gamlar andlegar skuldir, sem hvergi fundust þinglesnar í Ingdlfs bókum gjaldkerans. Fleipur ó- viðkomandi manna um þessar elztu skuldir var orðið til tra- fala í menningarborg. Hér hef- ur verið skipt um bókhald og algerlega um gjaldmiðil. Fimm- eyringurinn kemur á móti ís- lendingabók og Landnámu. Og því er, að hvorki Reykjavík né heldur öll íslandsþjóð megnar með neinu móti að rísa undir þessum djöfuldóm fimmeyring- anna. Um það kvað nú engin vonarskíma vera lengur, að erfingjarnir að skuldasúpu Gvendar í Skuld muni nokkum tíma framar gefa svokallaðri þjóð sinni nokkum kost á traðargörðum Ingólfs né elda- húsi Hallveigar til einna eða neinna afskipta eður endur- minningar. Það er bágborið fyrir hina göfugustu forráðamenn okkar, að elska af hjarta land sitt og þjóð, en söguna og sögufrægð- ina sér í lagi; þurfa þar að auki sjálfir á þessu að halda við og við á mannfundum. Og standa nú frammi fyrir þessu, að einhver natinn og skikkan- legur ráðdeildarmaður hafi keypt upp frumrætumar að sögu þessa lands og eigi þær aleinn inni í sínu porti, eins og gulrætur í matarskrínu. Það kvað ekkert vera hægt um þetta að fást. Allt löglegt. Allt heiðarlegt. Hver eyrir borgaður innbyrðis, lögleiddum erfingjum öreigans Gvendar í Skuld. Þeir ráða einir í sinn hóp hvað ævagamlir gjafaseðlar Reykjavíkur skuli kosta í nýj- ustu bankaseðlum. Það er köll- uð stjómarskrá. En fyr má nú vera að litlu bæjarfélagi hafi verið hraklega stjórnað. Og ef hér skulu enn engar réttarbætur fást, þá má fyr vfera en að valdsmenn hafi bundizt svo hatrömmum mein- særum um það, að þeir skuli vægðarlaust og iðrunarlaust halda áfram að stjórna djöful- lega. Ekki mun það verða af okk- ur íslendingum haft, að list og höfðingslund sé okkur samgró- in. Kær vinur vor, Kristján Eldjárn, er öllum fremur til þess settur að verja foma helgi- dóma og dýrar menjar þjóðar vorrar, að þær verði ekki klauf- troðnar og niðumíddar, ekki svívirtar. Hann mun nú vel vita hvað yfir vofir elztu minjum þessa lands. Hirðstjóri íslenzkr- ar sögumenningar bregður þá á létt og listrænt hjal í blöðum, um eitt útlent frímerki, sem hann hefur látið verka upp. Þetta minnir ljóslifandi á sögu Snorra að lokum Heimskringlu, um Nikulás Skjaldvararson, hinn ættgöfgasta höfðingja. Hann hjalaði við skjöld sinn, þó að tortímingin væri komin inn í húsagarð hans. Hann hafði rauðan skjöld og gylltir naglar í, og stimdur, segir Snorri. Skjöldurinn varð rósafjöl hins norska eðalmanns. En þá var úti um allt. Við hinir erum ekki allir eins tómlega stórlátir. Við erum sí og æ að ámæla hinum fyrri kynslóðum fyrir fádæma van- hyggju, svik við sögu sína og föðurland. En sjálfir erum við í sama orðinu að láta tortíma svo fyrir augum vorum því sem aldrei verður aftur fengið. Hinn langþjakaði kotungur er lengi að rétta sig í herðum í kynslóð sinni. Jafnvel þeir okkar sem vera skulu oddvitar í andlegri menningu bera viðbjóðslega respekt fyrir fimmeyringnum. Það er sorglegt að skynja svo víða þennan öreigabeyg andans M Ö R G börn fá nú á dögum feiknin öll af leikföngum og fjölda bóka. Gjafir og verð- mæti þeirra í peningum ræður samt litlu um það hversu inni- lega og varanlega gleði þau hljóta af ríkidæmi leikfanganna. Stöku sinnum leynast ger- semar í gullastokki bamanna. Lítill hlutur, eða bók, sem get- ur orðið uppbyggilegur fyrir þroska þeirra og gleðigjafi á lífs leiðinni. Kennslubækur og skemmti- lestur barna eru yfirleitt ekki langlífar bókmenntir. Af ís- lenzkum barnabókum eru sér- staklega tvær, sem ég man eftir á bemskuárum þeirra, sem nú eru orðin afar og ömmur, sömu bækur eignuðust líka böm Stýrimanna- námskeið ÍSAFIRÐI, 18. jan. 1961. — Rétt fyrir jólin lauk námskeiði fyrir hið m-inna fiskimannapróf, en það hófst 1. sept. í haust. Á námskeiðinu voru 15 nem- endiur. 13 þeirra stóðust prófið. Hæstu einkunnir hlu-tu Jakoib E. Hermannsson frá Tálknafirði, 91% stig og Jónas Björnsson, ísafirði, 90% stig. Guðmundur Arason, skipstjóri frá Siglufirði, veitti námskeið- inu forstöðu og kenndi aða-lnáms greinarnar. Aðrir kennarar vor-u Jón H. Guðmundsson, skólastjóri og Ragnar Ásgeirsson, héraðslækn ir. — G. K. fyrir rétti og valdi hins skitna pennings. Forráðamenn okkar munu geta, í hálfvelgju og sinnuleysi, fargað og fótumtroða látið bæ Ingólfs og Hallveigar við Aust- urvöll. Þeir geta látið grafa þar kjallara fyrir söluskran, reisa þar lystihús fyrir litaðar og hvítflekkóttar nakinskjátur, sem okkar lægri menning þarfnast nú svo ákaflega til innflutnings. En vilji þeir menn umflýja óblessan og forbænir niðja sinna, þá eiga þeir ekki nema eitt úrræði, aðeins eitt: þeir verða að gera böm sín að út- lendingum í sínu eigin landi áður en þeir deyja. Þeir verða að ganga að slíku með skör- ungssskap og ráðnum hug. Ella munu þeir ekki að eilífu fá frið gleymskunnar í gröf sinni. þeirra og nú barnabörn. Það eru þulumar hennar frú Theo- dóru og sagan af Dimmalimm kóngsdóttur, eftir Guðmund Thorsteinsson. Þessar bækur eru ekki aðeins til skemmtunar. Öllum þeim sem kveða kunna, kenna þulurnar rím og hrynj. andi, auk þess að sýna lesand- anum inn í ævintýraheim nátt- úrunnar og þjóðsagna, eins eru það farsæl fyrstu kynni af myndlist að horfa á hana Dimmalimm, sem fædd er -af snilligáfu „Muggs“. Tónlistin hefur lengi verið Öskubuska í íslenzku þjóðlífi, þangað til nú loksins, að á nokkrum áratugum hefur hún f áföngum verið að rísa úr ösku- stónni. Fáum dögum fyrir jól sá ég í hljóðfæraverzlun Fimm- tíu fyrstu söngva, leiðsögn f söng við bama hæfi. Þetta er gersemi, vönduð og falleg bók. Nótur, texti og fróðleikur allur einfaldur, skýr og skilmerki- legur og myndir frú Barböru Ámason lífga með yndisþokka lögin á pappírnum, en svo fylg- ir grammófónplata, þar sem nokkur lög úr bókinni eru sungin af undursamlega hrein- um og tæmm barnaröddum. Meðferð þeirra á móðurmálinu er til fyrirmyndar og undirleik- ur á blokkflautur og fiðlur hinn prýðilegasti. Hér eru að verki böm úr Melaskólanum, en þeim stjómar Ingólfur Guð- brandsson, námstjóri, sem hefur haft allan veg og vanda af þess- ari bók, sem er í senn afbragðs handbók til stuðnings söng- kennurum og hin ákjósanlegasta leiðsögn barna fyrstu sporin á vegum tónlistarinnar. Megi bók þessi njóta þeirrar vinsældar og viðurkenningar, sem hún á skilið. Guðrún Sveinsdóttir. Hörpu-klukkan afhent í gær HUSAVIK, 19. janúar: — Sigurð- ur bóndi Pálsson i Skógagerði i Reykj-ahverfi fékk heimsókn f dag. Stjórn Bændafélags Þingey- inga fór heim til hans, til þes9 -að færa honum að gjöf, sem við. urkenningu vandaða stofu- klukku. Var það málningarverk. smiðjan Harpa sem veitti Sigurðf klukkuna í viðurkenningarskyni fyri-r framúrskarandi umgengni þar heima í Skógahlíð, fyrir það hve allt er þar með miklum snyrtibrag. Löngu áður eri Hörpu-klukkan kom á dagskrá höfðu menn veitt athygli hversu sérlega vel Skógahlíðarbóndinn gekk um fjáifliús sín og önnur útihús staðarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.