Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 10
10 Ppiðjudagur 24. Jan. 1961 MORGVTSBtAÐ 1Ð - - ^ -------- mtifrlðfrito Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði 4nnanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AÐ LIFA Á LAUNUM SÍNUM ¥ VETTVANGI Morgun-- blaðsins var fyrir skömmu að því vikið, að það væri hið mesta alvörumál, er æðstu embættismenn ríkisins öfl- uðu sér verulegs hluta tekna sinna, stundum kannski meirihluta þeirra, með auka- störfum í nefndum, bitling- um o. s. frv. Tíminn víkur að þessu efni í ritstjórnargrein sl. laugardag og virðist sam- mála skoðununum, sem fram voru settar í Yettvanginum. Aftur á mótl ber blaðið fram þá spumingu, hvort við á Morgunblaðinu teljum þægilegt fyrir menn að lifa a£ 50 þús. kr. árslaunum? Því er fljótsvarað, að við teljum það eina hryggilegustu staðreyndina, sem við blasir, eftir langvarandi óstjórnar- tímabil „vinstri stefnunnar“, að kjör manna á íslandi ákuli nú vera orðin bágborn- ari en í nágrannalöndunum, þótt þau væru miklu betri fyrir hálfum öðrum áratug. Það er einmitt með tilliti til þeirrar staðreyndar, sem við styðjum róttækar breytingar í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Hugleiðingar -.m, að hæstaréttardómarar og ráð- herrar fái nægileg fastalaun til að þurfa ekki að afla sér tekna með nefndastörfum og bitlingum, miða síður en svo að því að skerða kjör annarra þjóðfélagsþegna. í fyrsta lagi er alls ekki víst, að ríkið greiddi, þegar allt kæmi til ails, meira til þessara manna á þann hátt og hitt er vafa- laust, að þeir hefðu þá betri aðstöðu til að gegna störfum sínum á þann hátt, sem þjóðarheildinni er fyrir beztu. VILJA FRAM- SÖKNARMENN KJARABÆTUR? rN úr því við erum farnir að ræða kjaramál við þá Tímamenn, má gjarnan undirstrika, að við teljum grundvöll kjarabóta í fram- tíðinni, vera traustan og heilbrigðan -efnahag. Ætlum við, að Framsóknarmenn séu okkur í hjarta sínu sammála um þetta, þótt þeir af öðrum ástæðum, telji sér henta — eða jafnvel nauðsynlegt — að berjast gegn viðreisninni. íki það er fleira, sem gera má til að bæta kjörin og hef- ur Morgunblaðið bent á leið- ir í því efni. Ánægjulegt væri, ef Fram- sóknarmenn vildu kynna sér tillögur okkar og taka af- stöðu til þess, hvort þeir væru ekki fáanlegir til að styðja að framgangi þeirra. Við höfum bent á, að brýna nauðsyn bæri til þess að vinda að því bráðan bug að stofna samstarfsnefndir vinnuveitenda og launþega, sem ynnu að því að bæta vinnutilhögun í fyrirtækjun- um, auka þannig afrakstur þeirra og gera þeim á þann hátt kleift að greiða hærri laun. Yið höfum bent á, að vikukaupsgreiðslur mætti taka upp víðar, ef réttilega væri að þeim málum unnið og síðast en ekki sízt lagt ríka áherzlu á, að ákvæðis- vinnufyrirkomulag yrði tek- ið upp, hvarvetna þar, sem því væri hægt við að koma. Allt þetta mundi án alls efa stórbæta kjör launþega. Kommúnistar mega ekki heyra á það minnzt, að kjör launþega séu bætt án verk- falla. Þeirra stefna er verk- föll án kjarabóta, en okkar kjörorð, kjarabætur án verk- falla. Við leyfum okkur nú að spyrja Tímann, hvora stefnuna hann styðji. Vill hann styðja að bættum kjör- um án verkfallaátaka eða vill hann styðja kommúnista í því að koma á verkföllum, sem alls ekki gætu endað með kjarabótum. Ef Tíminn vill styðja stefnu Morgunblaðsins, mundu blöðin vafalaust sam- eiginlega geta haft þau áhrif, að samtök launþega og vinnuveitenda yndu bráðan bug að þessum umbótum. MENNTUNíÞÁGU LANDBÚNAÐAR TLi'ENN gera sér nú fyllri 1 grein fyrir nauðsyn þess að auka hverskyns tækni- menntun og rannsóknarstörf í þágu atvinnuveganna. — Þannig eru t.d. tilraunastöðv ar landbúnaðarins reknar af vanefnum og er ekki vafa- mál, að nauðsyn ber til að styrkja hag þeirra. En hitt er ef til vill alvarlegra, að bændaskólarnir eru hvergi nærri fullsetnir. Athyglisvert er þó, að á síðustu árum hafa æsku- menn úr kaupstöðum meir sótt bændaskólana en áður. Virðist sú þróun nú vera að byrja, að menn sæki úr fjöl- býlinu til starfa í dreifbýli og er vonandi að hún gæti Fljúg- andi tundurduflaslœðari MYNDIN sýnir þyrlu af gerð- inni Sikorsky S-60, öðru nafni „Skycrane", sem er að æfing- um við að slæða tundurdufl undan Floridaskaga, en Banda ríkjafloti hefir látið útbúa nokkrar þyrlur af þessari gerð með tækjum til slíkra starfa. Vitnað gegn Eichmann PÓLSK nefnd, sem rann- sakar stríðsglæpi nasista, hefir birt langan lista um skjöl og framburði fjölda vitna gegn nasistaforingj- anum Adolf Eichmann, sem nú bíður dóms í ísrael. — Meðal skjala þeirra, sem haldið áfram, því að alltof lítið er, að aðeins 70—80 æskumenn leiti þeirrar menntunar, sem bændaskól- ar eiga að veita. HREINSANIR í K ÍNA ? |Lf ARGT bendir til þess, að í Kína séu að hefjast nýj ar hreinsanir. Allt virðist hafa gengið á afturfótunum í landbúnaðarframleiðslunni þar í landi og halda komm- únistaforingjarnir því fram, að það sé annars vegar að kenna „verstu náttúruham- förum í 100 ár“, en viður- kenna jafnframt að mistök hafi orðið af stjórenenda hálfu í kommúnunum. Virð- ist því eitthvað hafa verið málum blandað það, sem kínverskir sendimenn sögðu Á viðtali við Morgunblaðið, er þeir voru á ferð hér í byrj- un mánaðarins: „Okkar stjórn gerir allt rétt“. Stjórnendur í Kína hafa þegar tilkynnt, að þeir muni draga úr þungaiðnaðinum og auka matvælaframleiðslu í þess stað og allt bendir til þess, að útlitið sé svo slæmt, að leiða muni til víðtækra hreinsana, bæði vegna þess að „sökudólgana“ þurfi að láta fá makleg málagjöld og eins til að beina athyglinni frá þeim, sem raunverulega hafa ráðið stefnunni. Ætti þetta að skýrast áður en langt um líður. nefndin hefir nú birt, er skipun frá Eichmann til Gestapo um brottflutning þýzkra, austurrískra og tékóslavneskra Gyðinga. Pá er birt bréf frá Eich- mann, þar sem hann stað- festir, að fullnægja beri dauðadómi yfir fjórum Gyðingum í pólsku þorpi, svo og kafli úr skýrslu frá Gastapo, sem sannar, að Eichmann tók þátt í fundi, þar sem tekin var ákvörð- un um brottflutning hálfr- ar milljónar Gyðinga frá Ungverjalandi. Og loks eru birt mörg skjöl, þar sem er að finna upplýsingar um, hve margir Gyðingar voru myrtir á stríðsárun- um í fangabúðum í Pól- landi. —O— Rikisstjórn Israels hefir rætt, hvers konar dauð- daga Adolf Eichmann skuli hljóta, ef hann verður dæmdur til dauða við rétt- arhöldin í vor. — Einu afbrotin, sem dauðarefs- ing liggur við í ísrael, eru landráð og striðsglæpir — og eina viðurkennda af- tökuaðferðin er sú að beita skotvopnum. — Hins veg- ar er talið líklegast, að Eichmann verði annað hvort hálshöggvinn eða hengdur, ef hann verður dæmdur til dauða. Talsmfenn flotans hafa lát- ið svo ummælt, að þessi nýja tækni sé mikil framför frá því að láta sérstök skip stunda tundurduflaslæðingar, einkttm með tilliti til þess, að duflin geti ekki grandað þyrlunum, þótt þau springi. — í „útbygg- ingunni" neðan á þyrlunni er slæðingartækjunum komið fyrir, öflugum vinduútbúnaði o. fl. — Ef myndin prentast vel, má greina tvær taugar, sem liggja niður í sjóinn úr þyrlunni —en þegar „veiði“ fæst, er hún dregin upp með vindunum. t — ★ — Bandariski flotinn mun hafa í hyggju að leggja hina venjulegu tundurduflaslæðara niður að mestu og láta um- ræddar þyrlur taka við hlut- verki þeirra. Bondaríkin hætt að treysta guði? HIÐ kunna og virðulega blað „Gardian“ í Manchester fékk frumlegt bréf frá einum hinna yngri lesenda sinna á dögun- um. Þrettán ára gamall dreng ur, Peter Mark að nafni „skrif- aði blaðinu og bað um svar við einni spurningu, sem sér lægi á hjarta. „Á jólunum fékk ég senda að gjöf frá. Bandaríkjunum tvo 1 dals seðla,“ segir í bréf- inu. „Á öðrum þeirra stendur: „Vér setjum traust vort á guð“ — en á hinum seðlinum er þessi orð hvergi að finna. Nú langar mig til að fá upp- lýsingar um, hvor þessara seðla hafi verið prentaður fyrr. — Eru Bandaríkjamenn nýbyrjaðir að treysta guði — eða hafa þeir nýlega misst allt traust á honum?“ Leiðrétting Prentvilla slæddist inn í frá- sögn af ræðu Gylfa Þ. Gíslason ar viðskiptamálaráðherra á þing fundi g.l. föstudag. Stóð þar á einum stað: „Skýringin á því t. d., að gjaldeyrisihalli landsins er ekki nema 145 millj. kr. minni l«96ð en 1959 er einfaldlega sú . , . “ en átti að standa: „Skýr- ingin á þvi t.d., að gjaldeyris- halli landsins er ekki nema 15 miilj. kr. minni 1960 en 1959 . .“ o. s. frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.