Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. jan. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Ibúðir fyrir 20 þús. manns á 6 árum Frá umræðum í bæjarstjórn um húsnæðismáBin HÚSNÆÐISMÁL voru rædd nokkuð á fundi bæjarstjórn- ar Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag og komu fram 1 þeim ýmsar athyglisverðar úpplýsingar. f ★ ~ Mál þessi voru tekin á dag- skrá að beiðni Alfreðs Gísla- sonar, sem í upphafi flutti all- langa ræðu. Talaði hann um nauðsyn þess að íbúðabyggingar yrðu auknar. Verulegur vöxtur hefði ekki verið í þeim hin síð- ari ár, nema í tíð nýsköpunar- stjórnarinnar, sem ekki hefði setið nema í 2% ár, og svo Vinstri stjórnarinnar. Gerði AG sér einkum tíðrætt um skýrslu er dr. Björn Björnsson, hag- fræðingur bæjarins, samdi árið 1948, þar sem áætlað var, að byggja þyrfti um 650 íbúðir ár- lega næstu árin. Sagðtst AG gizka á, að með hliðsjón af þessu væri þörfin nú mun meiri. Núverandi ríkisstjórn hefði hins vegar torveldað byggingarfram- kvæmdir svo að nærri lægi að um algjöra stöðvun væri nú að ræða í þeim í þeim efnum. Þar sem svo væri komið, sagðist AG vilja leggja tii, að nýtt átak yrði nú gert og tekið upp náið samstarf við ríki og byggingar- félög með það fyrir augum að auka byggingar og lækka bygg- ingarkostnað. Gísli Halldórsson tók næstur til máls og kvaðst hann vera sammála Alfreð Gíslasyni um að of dýrt væri byggt, og væri að sjálfsögðu nauðsynlegt að fylgjast með þessum málum á hverjum tíma, en í þeim hefði upp á síðkastið miðað mjög í rétta átt. Fráleitt væri þó að tala um stöðvun í byggingar- framkvæmdum á síðasta ári eða að slíkt væri framundan. Það sæist bezt á því, að á síðasta fundi byggingamefndar, sem jafnframt hefði verið sá fyrsti á þessu ári, hefðu legið fyrir margar teikningar af íbúðarhús- um. Fundargerð þessa fundar byggingamefndarinnar hefði ver ið staðfest af bæjarstjórn fyrr á fundinum, og hefðu bæjarfull- trúar vafalaust tekið eftir því, að þar hefðu verið samþykkt byggingarleyfi fyrir um 50 íbúð- um. Þetta sýndi, að verulegur áhugi væri nú á því, að komast strax af stað með nýbyggingar á hinu úthlutaða svæði við Háa- leitisbraut og Safamýri. Þá vék ræðumaður* að til- vitnunum AG í byggingaráætl- un dr. Bjöms Björnssonar frá 1948, þar sem gert var ráð fyrir að byggja þyrfté 650 íbúðir á ári. í þeirri töiu hefði ásamt verulegri byggingarstarfsemi, til þess að útrýma heiluspillandi húsnæði, verið reiknað með 450 íbúðum á ári vegna fólksfjölg- unar. Bn ástæða væri til að athuga. iitillega, hvernig ástand- ið hefði verið í þeim málum þá. Árleg fólksfjölgun hefði á ár- unum 1945—48 verið að meðal- ta-li 2470 manns. — Þetta hefði hins vegar breytzt, því að síðustu 5 árin hefði meðalfjölg- un á ári ekki verið nema 1845 manns. Aðstreymi fólks utan af tendi hefði minnkað verulega frá því sem var í loks stríðsins, þegar það var óeðlilega mikið. í stað þess, að fjölgunin hefði þá komizt allt yfir 6%, væri hún nú sem næst 2,6%—3%, og teldu hagfræðingar það eðlilega þróun. Þetta þýddi, að í dag þyrfti ekki að byggja nema 400 íbúðir, til þess að fullnægja íbúðaþörfinni vegna fólksfjölgun ar. Við pað bættist svo, að það hefði verið stefna bæjarstjórnar meirihlutans að byggja árlega allmikið húsnæði til útrýmingar því, sem heilsuspillandi væri. Ef gert væri ráð fyrir tun 150 íbúðum á ári í því skyni, sem teljast mætti allmyndarlegur skerfur, hefði þurft að byggja hér árlega um 550 íbúðir og kæmi það mjög heim við áætl- unina frá 1948. Til samanburðar við þetta rakti Gísli Halldórsson síðan hversu mikið hefði verið byggt hér á undanförnum árum, en síðustu 6 árin hefðu það verið 4451 íbúð, eða fyrir um 20.000 manns. Á sama tíma hefði fólks fjölgunin orðið hér um bil 11,100 manns, eða aðeins um 1846 manns á ári, sem væri nú talin eðiileg fólksfjölgun. Miðað við áætlun dr. Björns hefði þannig verið byggt fyrir um 8,900 manns fleira en í reyndinni hefðu flutzt til bæjarins á þessu tímabili, og hefði það komið til góða því fólki, sem verið hefði í húsnæðishraki eða búið í heilsuspillandi húsnæði. Þessar miklu byggingar, sagði ræðu- maður að hlyti að vera ein höf- uðástæða þess, ef byggingar- starfsemi minnkaði nokkuð um stundarsakir. Síðan vék Gísli Halldórsson nokkuð að lánakerfi húsnæðis- málastjórnarinnar, sem komið var á fót í stjórnartíð Ólafs Thors árið 1955, og taldi lán- veitingarnar á þess vegum vera undirstöðu þess, að um stöðug- ar byggingarframkvæmdir gæti verið að ræða. Gagnstætt stað- Fœr að hverfa heim Búdapest, 7. jan. (Reuter) TILKYNNT var í dag, að komm- únistaforinginn fyrrverandi, Ernö Gerö, hefði nú fengið leyfi til þess að hverfa aftur heim frá RÖsslandi. Þar hefur Gerö dval- izt síðan hann fór frá Ungverja- landi undir vernd rússneskra her manna í október 1956. Gerö, sem varð flokksforingi kommúnista eftir hinum ill- ræmda Matyas Rakosi mun ekki fá leyfí miðstjórnar kommúnista flokksins til að takast á hendur nokkur opinber störf, hversu lít- ilvæg, sem þau kunna að vera. Orðrómur hefur um hríð ver- ið á kreiki um að Gerö væri í raun og veru kominn til Ung- verjalands fyrir nokkru síðan en því hefur hvorki fengizt játað né neitað. Hann mun nú orðinn uijög sjóndapur. Rakosi, sem enn dvelzt í Rússlandi mun ekki fá leyfi til að hverfa heim í nán- ustu framtíð. hæfingum AG, hefði í tíð vinstri stjórnarinnar dregið verulega úr þessum lánveitingum og það einnig komið verulega fram á byggingarstarfseminni. Um það bæru vott tölur yfir lánveiting- ar á þessu tímabili. Árið 1956, fyrsta heila árið, sem Húsnæð- ismálastjórn starfaði, en það var ekki fyrr en seint það ár, sem vinstri stjórnin kom til valda, hefðu verið lánaðar út 63,7 milljónir króna. Á fyrsta ári vinstri stjórnarinnar 1957 hefðu lánin lækkað niður í 48,8 millj. kr. og síðan orðið enn minni árið 1958 eða aðeins 34,5 millj. kr. Nú á sl. ári hefði orðið gjör- breyting á þessu. Húsnæðismála stjómin hefði árið 1960 veitt 3316 lán að upphæð 71,8 millj. kr., sem væri rösklega helmingi hærri upphæð en lánað var síð- ustu ár vinstri stjórnarinnar. Nokkrar fleiri staðhæfingar AG um aðgerðir vinstri stjóm- arinnar í þessum málum hrakti ræðumaður og sýndi glögglega fram á, að þær hefðu síður en svo verið til fyrirmyndar. — — Lagði hann loks til að til- lögu AG yrði vísað til bæjar- ráðs. —• Nokkrar umræður urðu áfram og tóku þá til máls Alfreð Gísla son, Þorvaldur Garðar Kristjáns son og Guðmundur Vigfússon. Athöfnin fyrir framan verzlunarhús Kaupfélags Ámesinga. Ljósm.: Páll Jónsson. VirðuEetf útíör Egiis Thorarensen S'ELFOSSI, 23. jan. — Ú^för Egils Gr. Thorarensen, kaupfé. lagsstjóra, var gerð sl. laugar- dag. Á annað þúsund manns var við jarðarförina, sumir komnir langt að. Blöktu fánar í hálfa stöng um allan Selfoss- kaupstað. Um morguninn kl. 10 fór fram kveðjuathöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Sr. Sigurjón Guð- jónsson í Saurbæ annaðist hana. Var síðan ekið austur og jarðað frá Selfosskirkju. Sr. Árelíus Nielsson jarðsöng. Kirkjukór Selfoss söng og Guðmundur Gíslason annaðist orgelleik. — Kirkjan var yfirfull og stóð fjöldi manns úti. Var ágætis veð ur, sólskin og blíða. Þegar komið var úr kirkju var staðnæmzt fyrir utan Kaupfélag Ámesinga og kistan borin á tröppurnar. Þar fluttu kveðju- orð, Bjöm Björnsson, sýslumað. ur Rangæinga, fyrir hönd Rang- æinga, Valdemar Pálsson, gjald- keri kaupfélagsins, fyrir hönd starfsfólks þess, og Páll Hall- grímsson, sýslumaður Árnes- inga, fyrir hönd stjómar kaupfé- lagsins og Árnesinga allra. Er líkfylgdin fór fram hjá Mjólkurbúi Flóamanna stóð starfsfólk þar heiðursvörð og stóðu mjólkurbílstjórar hver við sinn bíl. Jarðað var í Laugardælum. — Sr. Lárus Helgason kastaði rek- unum. Fór athöfnin ákaflega vel og virðulega fram. — G. G. Prófessor Finnbogi Rútur Þor- va/dsson, sjotugur EKKI þarf mikinn mannþekkj- ara til að sjá það á Finnboga Rút Þorvaldssyni prófessor, að þar fer maður þéttur á velli og þéttur í lund. Þannig kom hann mér fyrir augu, þegar ég kom í skóla fyrir rúmum fimmtíu árum og var að virða þá fyrir mér, sem rcsknari voru að ráðum og þekk- ingu. Margir voru þar ólíkir að útliti og innri gerð, og báru sum ir utan á sér flysjungshátt en aðrir virðuleika. Finnbogi var í síðarnefnda flokknum, enda mun það vera honum meðfætt, þótt glaður sé og reiður í góðra vina hópi. Ef lýsa ætti prófessor Finnboga með einu orði, þá mun lýsingar- orðið traustur ná þeim tilgangi bezt og sama má segja um þau miklu og mörgu verk, sem hafa verið gerð eftir hans forsögn og undir hans stjórn. Það sannaðist greinilega á hafnargerðinni í Vestmannaeyjum, sem frá byrj- un, eða í heilan áratug, hafði verið saga samfelldra glappa- skota og hrakfalla. Upphaflegi hafnargarðurinn hrundi til grunna í fyrsta stórbriminu, sem kom eftir að hann hafði verið af- hentur bæjarstjórn. Danskt verk- fræðifirma, sem gert hafði hafn- ir og önnur stór mannvirki víðs vegar um heim, tók að sér teikn ingu og gerð nýs garðs, en hann brotnaði hvað eftir annað. Allt breyttist þetta, þegar Finnbogi, þá nýlega kominn frá verkfræði- prófi tók að sér viðgerð garðsins, teiknaði nýjan garðhaus og sá um framkvæmd verksins. I meira en þrjá áratugi hafa Ægisdætur ham azt á þessu mannvirki, en það hefur hvergi bilazt. Utreikningar Finnboga standast öll áhlaup höf uðskepnanna. Hann heldur sér jafnan við jörðina og jörðin verð ur að rifna og björgin að klofna til þess að verk hans hrynji. 1 þau 17 ár, sem Finnbogi vann hjá ríkinu að hafnarmálum, gerði hann áætlanir, uppdrætti og hafði með höndum framkvæmd hafnarmannvirkja á 20—30 stöð- um á landinu, auk ýmissa annara verka, svo sem vatnsveitna og skólpveitna. Þau verk lofa meist arann. Mestar þakkir mun hann þó eiga skilið fyrir afskipti sín af hafnarmálum Vestmannaeyja. Hann sá fram á nauðsyn þess að Eyjarnar eignuðust sitt eigið dýpkunarskip og vann að því að fá aðra kaupstaði ásamt ríkinu til að leggja í slíkt fyrirtæki, en það strandaði á Alþingi. Vest- mannaeyingar réðust þá sjálfir í þetta fyrirtæki, þótt á kreppu- tímum væri, og var skipið gert að fyrirsögn Finnboga. Það hef- ur síðan, í heilan aldarfjórðung, verið sá möndull, sem allar hafn arframkvæmdir í Vestmannaeyj- um hafa snúizt um. Próf. Finnbogi vann hjá frænda sínum Jóni Þorlákssyni bæði á námsárum sínum og síðar, en eftir að hann lét af störfum þar og hjá vitamálaskrifstof- unni rannsakaði hann m. a. virkj unarmöguleika Dynjandi og Mjólkár í Arnarfirði og gerði frumáætlanir um virkjunina þar. Mörg önnur verkfræðistörf vann hann og bæði fyrir það opinbera og einstaklinga. Þá var hann kennari við Iðnskólann í ald- arfjórðung og síðustu 20 árin hefur hann verið kennari við verkfræðideild Háskólans, oft for seti hennar, átt sæti í Háskóla- ráði og stundum verið vara- rektor. Eins og gefur að skilja, hefur próf. Finnbogi notið mikils trausts hjá stéttarbræðrum sín- um, verið oft í stjórn félags þeirra ag fulltrúi þeirra á mörg- um norrænum verkfræðingaþing um. Auk þess liggja eftir hann allmikil ritstörf á sérsvæði hans, í Tímariti Verkfræðingafélags Iss- lands og annars staðar. Próf. Finnbogi er sonur merkis prestsins síra Þorvalds Jakobs- sonar í Sauðlauksdal og því kom inn af Bólstaðarhlíðarætt og ætt Teits vefara, en kvæntur er hann frú Sigríði Eiríks sem hefur ver ið höfuðskörungur í málum hjúkr unarkvenna um langt skeið. Fæddur er hann á höfuðbóli Gests hins spaka, Haga á Barða strönd, 22. jan. 1891, og í tilefni sjötugsafmælisins vil ég óska honum og frú hans allra heilla, um leið og þakka honum margs konar samskipti frá Vestmanna- eyjum og góða vináttu æ síðan. P.V.G.K. Góð tið á Héraði TÍÐARFAR HEFIR verið ágsett það sem af er jaaiúar. Jörð er mikið til auð á láglendi, frost- leysur og stillur oftast. Vegir allir eru færir, svo þorraiblótin eru veil sótt. HeilsuÆar manna og búfjár er sæmilegt, svo héðan er allt gott að frétta. — G.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.