Morgunblaðið - 24.01.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 24.01.1961, Síða 13
Þriðjudagur 24. jan. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 MARGAR sögur hafa far- ið af hinni fögru og fjar- rænu Gretu Garbo og ef- laust á hún enn eftir að verða mönnum umialsefni, því að út er komin ævi- saga hennar, „Garbo“, eft- ir Fritiof Billquist. Þegar Greta Garbo sagð ist vilja vera ein, meinti hún það, og hún hafði hæfileika til þess að vera ein, enda þótt hún væri innan um fjölda fólks. I hinni nýju bók um leik- konuna, er sagt frá því, er Sir Laurence Olivier kom til Hollywood árið 1933 til þess að leika á móti Garbo — hlutverk, sem hún vildi að John Gilbert léki — en þá frysti hún Olivier gersamlega með fjarrænu sinni. f bókinni segir m. a.: Þegar Olivier kom hitti hann fyrir Garbo með dökk gleraugu. Hún var sifellt fjarræn í fram- komu. I ástriðuþrungnum Löggjafarvaldið og eignarétturinn 1 TILEFNI greinar um stór- eignaskattinn í Morgunblaðinu 14. þes&a mánaðar, langar mig til þess að nefna hér nokkur dæmi um framkvæmd þessara illræmdu laga. og fjarræn atriðum gat hún veikt leik Oliviers mjög, ef hún beitti þessum eiginleikum sínum. 1 hléi reyndi Olivier að tala við hana. Hann fór að tala um Svíþjóð, en Garbo starði aðeins fram fyrir sig. Þá breytti hann um aðferð og byrjaði að leika, en ekkert dugði. Og hann gafst upp. Þá leit Garbo upp og sagði: Lífið er dapurlegt. Framleiðendur urðu að gefast upp. Olivier fékk hlutverk í annarri mynd. Hann fór frá Hollywood djúpt særður. 1 tíu ár hélt hann heit sitt um að koma þangað aldrei aftur. - Bjór Framh. af bls. 6. værí líkt því og ef Bindindisfélag ökumanna bannaði bílstjórum að aka á hraðanum frá 30 km. í 60 km. Þá kvaðst ræðumaður vilja varpa fram þeirri fyrirspurn til fulltrúa bindindishreyfingarinnar hvar í heiminum þeir vissu um bindindishreyfingu sem berðist harðar á móti bjór en vínum. Helgi Tryggvason sagði að hver maður byggi við áfengisböl og viðleitni til að minnka áfeng- isneyzlu í landinu væri gerð vegna aðstandenda þeirra, sem féllu fyrir áfenginu. Sigurjón Bjarnason sagði að jþað hefði virzt áhugamál Frið- finns Ólafssonar að níða niður þá menn, sem bezt hefðu unnið að menningarmálum en það væri góðtemplarar. — Kvaðst ræðu- ínaður sjálfur hafa kannað flest Btig ofdrykkjunnar og sagði, að allir fyrrverandi ofdrykkjumenn væru í stórkostlegri hættu, ef bjór yrði leyfður í landinu. / Ómar Ragnarsson sagði vilja láta rödd æskumannsins heyrast í þessum umræðum. Það gilti um 611 rök í svona máli að þau væri ©kki hægt að flokka undir ákveð- in lögmál. Við gætum ekki vitað, hvort bjórinn yrði til góðs eða ills og einmitt þess vegna ættum Við ekki að taka á okkur áhætt- una af því að leyfa hann. Benedikt Blöndal sagði frá ó- menningarlegum drykkjuskap Færeyinga á Gullfossi. Hann Bagði, að Færeyingar byggju við Bömu aðstæður í áfengismálum og Vestmannaeyingar, þ. e. þeir gætu ekki fengið áfengi inn í landið nema gegnum pósthúsið á staðnum. Yrðu þeir þó að hafa borgað skatta sína áður en þeir gætu fengið áfengispöntunina senda. Freymóður Jóhannesson sagði að sig hefði lengi langað til að mála mynd af Bakkusi en fund- armenn hefðu fengið að sjá hann á þessum fundi. Þá sagði hann, að ef aðeins einum af félögum ©kkar væri hætt vegna bjórsins eetti ekki að leyfa sölu hans í landinu. Stefán Þór Guðmundsson mælti eindregið gegn sölu á éfengum bjór og lagði mikla á- herzlu á að góðtemplarareglan hefði unnið hið þarfasta verk á fslandi. Hafði hann á hraðbergi tilvitnanir í skáld og fræðimenn máli sínu til stuðnings og höfðu fundarmenn gaman af. ★ >. Rúnar Bjamason drap á frá- sögn útvarpsins á sl. surnri af Þórsmerkurhátíð og taldi að á- stand 1 áfengismálum mundi ekki versna þótt bjórsala yrði leyfð. Þá kvað hann það ekki miundu vera verra fyrir unglinga að byrja að drekka bjór en sterk- ari vín. Lagði ræðumaður til að stofnuð yrðu samtök þeirra manna, sem vildu leyfa bjór í landinu. Ófeigur Ófeigsson, læknir, sagði sögu af sjúklingi sínum, sem hefði þjáðst af delerium tremens vegna bjórdrykkju. Kom það fram, að maður þessi hafði drukkið Egil sterka 10—12 flösk- ur á dag og tók læknirinn það fram, að sjúklingur sinn hefði haft leyfi til að drekka þennan bjór. ' ★ Rögnvalður Pálsson sagði að bjórfrumvarpið yrði að komast í gégn, þó ekki’væri vegna ann- ars en þess hagnaðar, sem ríkið gæti haft af bjórframileiðslu. Lagði hann til að íslendingar seldu togara sína og byggðu bruggstöð. Að lokum fluttu frummælend- ur stuttar ræður, þar sem þeir gerðu einstakar athugasemdir við mál annarra ræðumanna, en að því loknu þakkaði formaður Stúd entafélags Reykjavíkur ræðu- mönnum hóflegan málflutning, fundarmönnum gott hljóð og sleit fundi. , , Etnsöncjur Sigurðar Björnssonar I. Hlutur eiganda íbúðarhús- næðis. Ekkja nokkur keypti húseign árið 1938 og voru í húsi þessu 4 íbúðir á hæðum og tvær kjall- araíbúðir, samt. 460 fermetrar. Gerði hún jafníramt samning við leigjendur alla, að þeir skyldu greiða ákveðna leigu, en ef 'löggjafinn setti hámarks- ákvæði um leigugjald, þá skyldu þeir hlýta því. — Skv. núgildandi húsaleigulagaákvæðum er árs- leiga ekkjunnar af húseigninni því kr. 38.640.00 (7.00 kr. pr. M2 x 460 M2 x 12 mán.) Þegar lög 44/1957 voru sam- þykkt, hét það í greinargerðinni, er fylgdi frumvarpinu, að taka ætti skatt þennan af þeim er grætt hefðu á verð'bólgunni. Var ekkjunni gert að greiða í stóreignaskatt af húseigninni kr. 210.000.00, þar sem fasteigna- mat hennar var kr. 145.000.00 og það margfaldað með 15= kr. 2.175.000,00. Nú getur það vafizt fyrir mörg um að skilja, hvernig ekkjan fór að græða á verðbólgunni, er hún átti nákvæmlega sömu eign og fyrir stríð, er verðbólga var lítt þekkt hugtak. Þar sem misvitrir stjórnmálamenn hafa með efna- hagsráðstöfunum sínum gert aðr ar eignir verðlitlar, svo sem sparisjóðsinnstæður, þá er eigi stórmannlegt að reyna að fela þá staðreynd bak við ímyndaðan verðbólgugróða húseigenda. — Slíkt er fyrir neðan virðingu Alþingis. Annars er verðmæti eigna fund ið með því að kapitalisera rent- una, er þær gefa af sér þannig að verðmæti húseignarinnar er skv. því kr. 644.000.00 miðað við vaxtahæð í árslok 1956, er skatt- urinn var lagður á. (6% af 644.000 = 38.640.00 eða húsaleigu tekjurnar yfir árið.) Vegna húsaleigulaganna var þetta sú eina aðferð, sem sann- gjarnt hefði verið að meta hús- eignir á til stóreignaskattsins, þótt vitað sé að gangverð húsa hafi þá verið hærra. III. Hlutur útgerðarmannsins. Margir af mestu athafnamönn- um þjóðarinnar hafa lagt allt sitt fé í útgerð, og ekki hlaupizt á brott yfir í áhættuminni at- vinnurekstur þótt margar ver- tíðir hafi brugðizt í röð, eins og t. d. síldveiðarnar fyrir Norður- landi. Töldu þeir réttara að reyna til hins ýtrasta að afla þjóðar- búinu gjaldeyristekna, heldur en tryggja efnahag sinn með því að leggja aldrei út í neina tvísýnu. Þessum mönnum var heldur ekki gleymt, er stóreignaskatt- urinn var lagður á, og á þá lagðar einna mestar álögur. — Nú er svo komið hag þessara manna, að nýlega hafa verið gefin út bráða birgðalög þar sem í sumum til- fellum er lagt blátt bann við þvi að ganga að þeim af lánar. drottna hálfu. Minnir þetta all- mjög á manninn, er féll útbyrðis, og átti að bjarga, en svo tókst til, að hann var fyrst rotaður með árinni, en síðan kastað til h-ans björgunarhringnum. SIGURÐUR Björnsson tenór- söngvari söng fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins í Aust- urbæjarbíói þriðjud. 10. og fimmtud. 12. þ.m. A söngskránni var lagaflokkurinn Dichterliebe (Astir skáldsins) eftir Schumann, fjögur íslenzk lög og loks fjögur lög eftir Sohuibert. Jón Norðdal annaðist undirleikinn. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tón leikar Sigurðar hér, og verður ekki annað sagt en vel hafi verið af sfcað farið enda undirbúningur- inn góður. Sigurður hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskólann hér ungur að árum en sneri sér síðan að söngnámi og lauk burt- fararprófi í söng frá skólanum. Nokkur undanfarin ár hefir hann dvalizt í Þýzkalandi og verið nemandi Gerhards Húsch, sem um árabil var einn frægasti og ágætasti ljóðasöngvari Þjóð- verja. Hefir Sigurður sýnilega stundað námið af frábærri alúð, enda hefir það orðið honum heilladrjúgt að flestu leyti. Hon- um er orðinn eiginlegur hinn þýzki ljóðasöngstíll í sinni feg- urstu mynd og framsetning hans og meðferð er svo fáguð, að sár- fáir íslenzkir söngvarar — ef nokkrir — hafa náð jafnlangt í því efni. Þetta er í senn síyrkur Sigurðar og sú mesta hætta, sem yfir honum vofir: offágun smá- atriða getur orðið á kostnað heild arinnar, og er hér vandratað meðalhóf. Fjölin er ekki unnin úr trjábolnum til þess fyrst og fremst að hefla hana, heldur til þess að hún gegni sínu hlutverki í byggingunni, og er það aðal- atriðið. Hitt er kostur en þó aukaatriði, að hún sé vel hefluð, og á því getur verið mikill stig- munur. En ef svo mikið heflast af fjölinni, að hún fylli ekki lengur það bil, sem henní var ætlað, — þá er illt í efni. Þetta líkingamál er ekki tíma- bært í sambandi við söng Sig- urðar Björnssonar nema sem við vörun, og hefði ekki komið í hug ann, nema — af því að söngvar inn er svo mör.gum góðum kost- um búinn og ágætlega skólaður. Það hefir væntanlega stafað af eðlilegum taugaóstyrk á fyrstu tónleikum, að sumar „fjalimar" í ,,Dichterliebe“ voru helzt til mik ið „heflaðar". Fyrir bragðið varð flokkurinn í heild áhrifaminni og rislægri en annars hefði orðið. Islenzku lögin féllu ekki alls staðar vel inn í söngskrána, og spilltu heildarsvip hennar og var þó vel með þau farið. En söngv- arinn þarf enn að bæta frambtfcð sinn á móðurmálinu, til þess að hann jafnist á við framburð hans á þýzkunni. Lögin eftir Schubert voru það, sem hæst bar á þessum tónleik- um. Þar losnaði um hömlur á söngvaranum, svo að hann naut sín stórum betur en áður, — virt ist bæði raddstyrkari og skap- meiri. Meðferð hans á þessum lögum gaf fyrirheit um það, að Þegar svo er komið fyrir aðal- atvinnuvegi þjóðarinnar, er orðið hæpið að gera fleiri tilraunir til innheimtu stóreignaskattsins, — greiðslugetan er engin, húseig- endur margpíndir af úreltum húsaleigulögum útvegurinn á heljarþröm vegna aflabrests, verzlunin rekin með stórtapi vegna óraunhæfra álagningar- ákvæða og svipað er með aðra atvinnuvegi. Forfeður okkar höfðu á sínum tíma skap til þess að flytja frá Noregi undan skattaáþján Har- aldar og nema þetta fagra land, er við byggjum. Löggjafarvaldið hefur nú geng- ið svo lángt í skattpíningu sinni, að nú þarf að spyrna við fótum og það svo kröftuglega, að inn- heinjtu stóreignaskattsins verði hætt, og lögin afnumin, því eigi er útilokað að enn leynist með þjóðinni það skap, er varð megin orsök til landnáms á Islandi og menn standf nú einu sinni svo Arl. afib. og vextir ekkjunnar af stóreignask. Fasteignaskattar og viðhald (varlega áætlað Húsaleigutekjur yfir árið kr. 38.640.00 Hreint tap af húseigninni — 14.960.00 kr. 53.600.00 33.600.00 20.000.00 53.600.00 Má sjá glögglega af þessu, hve vel löggjafinn verndar eignarrétt inn. II. — Hlutur hlutafjáreigand- ans. Hlutabréf í Eimskipafélagi Is- lands voru upphaflega metin til stóreignaskatts á rösklega 100- földu verði — Ríkisskattanefnd lækkaði matið niður í 40-falt verð. Nú veit allur landslýður, að bréf þessi eru seld á 10-földu verði og ársarður af þeim 8%, þannig að skv. reglunni um kapi- taliseringu rentunnar og 6% vexti í árslok 1956, er 100.00 kr. bréf í E.I. að verðmæti kr. 133.34. Ríkisskattanefnd mat til stór- eignaskatts hlutabréf í samkomu húsi einu úti á landi á 15-földu verði þótt bréfin hefðu verið aug lýst til sölu í útbreiddasta blaði landsins, og enginn viljað kaupa þau fyrir neitt. Þannig mætti lengi telja hin ótrúlegustu vinnubrögð skattyfir valda í sambandi við hlutabréfa matið. síðar meir — og þess verður varla langt að bíða — lofi hann okkur að heyra „Dichterliebe“ aftur , og þá komi allt til skila, sem í verkinu býr — ástarhitinn, og vonargleðin, þráin brennandi og hinn þungi harmur. J. Þ. þétt saman, að löggjafinn sjái, að í þetta sinn hafi hann gengið feti of langt. Alþingi hefur notið mikillar virðingar sem elzta löggjafar- samkunda heims. Til þess að sú virðing megi haldast, þarf það þegar að afmá þann blett, er dekkstur hefui orðið á spjöldum Alþingissögunn ar — Eignaránslögin frá 1957 — Leifur Sveinsson. „Ballherrar46 í handjárnum AKRANESI, 16. jan. — Glatt var á hjaila á dansleik í félags- heimiiinu Fannahlíð í Skil- mannahreppi á laugardaginn. Þar voru þrír héraðslögreglu- menn til þess að halda uppi lög. um og reglu og veitti víst ekkert af, því ölvun varð mikil þegar á ikvöldið leið og vijrtist um tíma sem allmikill hluti dans. gesta hefði komið þangað til að jafna deilur sínar — og það ekki með neinum vettlingatökum. — Munu lögregluþjónarnir hafa fengið mörg olnbogskot svo ekki sé meira sagt. Áður en yfir lauk höfðu nokkrir ballherranna handjám um úlnliði og munu þeir ekki haía svifið í dansi með ungmeyjunum lengur það kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.