Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1961, Blaðsíða 20
B J Ó R sjá Me. 6. 18. tbl. — Þriðjudagur 24. janúar 1961 íþróttir eru á bls. 18. Vilhjaírriur Einarsson vaf kjör inn „íþróttamaður ársins 1960“ af íþróttafréttamönnum. Af- rek hans 16,70 er bezta afrek isl. íþróttamanns. Enginn Norðurlandabúa kemst jafnframarlega á heims afrekaskrá og Vilhjálmur. Þar er hann í öðru sæti í sinni grrein. Hér er Vilhjálmur með styttu íþróttafréttamanna. ,Engin efni til' að ómerkja úr- skurðinn i hótunarbréfamálinu Verjandi IdgregBumannsins víftur í Hæstarétti 1 GÆRDAG gekk í Hæsta- rétti dómur í svonefndu hót- unarbréfamáli, máli því, er ákæruvaldið hefur höfðað gegn Magnúsi Guðmunds- syni. Hefur þetta mál mjög verið á dagskrá í blöðunum að undanförnu. Kröfur verj- anda Magnúsar voru þær, að hann vildi láta rannsóknar- dómara framkvæma í héraði mjög víðtæka framhalds- rannsókn um sakarefni. — Hann hafði krafizt að 50 nafngreindir menn yrðu leiddir fyrir dóm. Þeirri kröfu hafði undirréttur hafn- að með úrskurði. 1 dómi Hæstaréttar segir: „Verjandi ákærða hefur kraf izt þess, að hinn kærði úr- skurður verði ómerktur, en engin efni eru til, að þeirri kröfu verði sinnt.“ Sækjandi hafði í Hæsta- rétti lagt fram tvö ný vott- orð um ferðir ákærða nótt þá, sem talið er að hann hafi skrifað hótunarbréf á ritvél f stjórnarráðinu. Taldi Hæsti réttur, að rétt væri að rann- saka nánar feril ákærða með því að kveðja fyrir rétt þá lögreglumenn, sem skv. þeim vottorðum voru með honum á vakt umrædda nótt. Bent er á, að engar rök- studdar líkur séu til þess að sá geðbilaði maður, sem verjandinn hefur reynt að draga inn í þetta mál, sé við það riðinn. Lóks er verjandi Magnúsar, Guðlaugur Einars son hdl., víttur fyrir „ýmsar löglausar og fjarstæðukennd- ar kröfur varðandi rannsókn sakaratriða og meðferð máls- ins.“ Með þessum úrslitum í Hæstarétti má því gera ráð fyrir að lokið sé þeim skrípa leik, sem einstæður er í rétt- arfarssögu hérlendis og sum Reykjavíkurblaðanna hafa tekið þátt í. Framh. á bls. 19. Engin síldveiði um helgina UM helgina hefur verið suð- austan stormur út af Garð- skaga og síldarbátarnir legið í höfn. 1 gærkvöldi var spáð að mundi lygna og gerðu menn sér vonir um að hægt yrði að fara út í nótt. Höfnungur II., sem fór úit að- faranótt sunnudagsins Oig kcwnst alla leið á miðin víurð að snúa við vegna storms. Ægir koim inn í g'aer og sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur í samtali við blaðið, að erfitt sé að segja uim síldina, leitarskil- yrði hafi verið erfið áður en Ægir hélt í land, en síldin virzt Gat brotið á hafn- argarðinn í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 23. janúar. — Bæjarstjórinn hér, Guðlaugur Gíslason, sagði í samtali í dag, að belgiski tog arinn væri nú búinn að valda stórtjóni á hafnargarðinum hér og að kosta myndi millj- ónir króna að lagfæra skemmdirnar. í kvöld er hér austan stormur og mikið brim. Eftir brimið I nótt er leið, hef- ur skipið brotið talsvert gat á garðinn og æðir sjór þar í gegn- um. Eins og er, má segja að garð urinn hangi saman á steinsteypu lagi sem er ofaná honum. Þykir hellur ósennilegt að það muni lengi þola hin þungu högg skips- flaksins því hér er eins og fyrr segir enn mikið brim, og veður hæðin 11—12 vindstig af austan. En eftir nóttina í nótt hefur skips flakið mjög liðast, og er talið að það eigi ekki langt eftir. I samtalinu sagði bæjarstjór- inn, að hann hefði ekki fengið það staðfest, svo öruggt sé, að togskipið hafi verið tryggt sér- staklega fyrir skemmdum sem það kynni að valda á bryggjum og öðrum mannvirkjum. Hefur lögfræðingur bæjarins þegar fengið mál þetta í hendur. En hin alvarlega hlið á þessu máli snýr að öryggi bátaflota Vestmannaeyja. Hið alvarlegasta ástand gæti skapazt í höfninni ef svo færi að annar aðalvarnar- garður hafnarinnar brotnaði, í vertíðarbyrjun. — Bj Guðm, (A bls. 3 er samtal við Jón Sig- urðsson lóðs í Eyjum, um hafnar- garðinn og togskipið). vera í smærri torfum og dreifð. Þetta kæmi í Ijós þegar lygndi. Kvaðst hann vonast til að Ægir gseti farið aftur út um miðnætt- ið, eða a.m.k. undir morguninn. ÍSAFIRÐI, 23. janúar. — Togarinn Sléttbakur frá Ak- ureyri kom hingað í dag. — Hafði hann misst út mann í nótt og náðist hann ekki aft- ur. Þetta var ungur Færey- ingur, 29 ára gamalL Atvik voru þau að verið var að kasta trollinu og taka troil- vírana upp í trollblökkina. Komu þá þrír sjóar á skipið og færðu stjómborðsganginn alveg í kaf. Á eftir kom í ljós, að einn skip- Dauðaslys á Sléttbak; Fœreyingur féll fyrir borð Björn Pálsson á Alþingi; Ábyrgðorlous gognrýni stjórnarundstöðunnnr f UMRÆÐUM, sem urðu ásérstaklega vaxtalækkunina fundi neðri deildar Alþingis um sl- áramót. Um hinar heift í gær um stofnlánadeiid sjáv- úðugu árásir stjórnarandstöð- nnnar á ríkisstjómina fyrir arútvegsins veitti Björn Páls- frumvarpi3 til staðfestingar á son alþingismaður flokks- bráðabirgðalögunum um stofn bræðrum sínum og kommun- istum þunga ádrepu fyrir hina ábyrgðarlausu stjórnarand- stöðu þeirra. Sagði hann m.a., að stjómarandstæðin gar hefðu gert allt of mikið af því að ásaka ríkisstjórnina án nægi- legs rökstuðnings og án þess að geta bent á önnur og betri úrræði. Fannst Birni fráleitt að kenna ríkisstjórninni um aflaleysi og verðfall á er- lendium mörkuðum, en oft hefur ekki verið hægt að skilja annað af málflutningi stjórnarandstöðunnar, en að við ríkisstjórnina væri að sakast um þau mál. Taldi Björn sjálfsagt, að láta ríkisstjórnina njóta sannmæl- lánadeild sjávarútvegsins sagði Björn, að hann sæi enga ástæðu til að deila á ríkis- stjórnina fyrir það frumvarp. Kvað hann frumvarpið vel gert og viturlegt, það horfði til mikilla bóta, og lýsti hann því yfir, að hann mundi greiða því atkvæði sitt. Verður ekki annað sagrt, en að skörin sé farin að færast upp í bekkinn, þegar jafnvel þingmönnum úr liði stjóraar- andstöðiunnar er farið að of- bjóða málflutningur hennar. Er nú bara eftir að sjá, hvort forystumenn hennar á þingi láta sér nokkuð segjast við þessar ákúrur liðsmanns síns eða halda áfram árásum sín- verjinn, Tom Petersen, hafði fall ið útbyrðis. Sást hann á floti skanunt frá skipinu. Landi hans einn kastaði sér útbyrðis og hugð ist bjarga félaga sínum, en tókst ekki. Var þessi skipverji mjóg þjakaður er hann náðist upp i skipið aftur. Sjópróf í málinu fóru fram á skrifstofu bæjarfógetans á Isa- friði í dag. — Guðjón. Tíðir sáttafundir SATTANEFNDIR í kaup- og kjaradeilu sjómanna hafa setið á tíðum fundum með sáttasemj- ara að undanförnu. Á laugar- dag hófst fundur kl. 6 síðdegis og lauk kl. 5 á sunnudagsmorg- un. Kl. 3 hófst aftur fundur og stóð til kl. 6,30 á mánudags- morgun og í gær kvaddi sátta- semjari enn til fundar, sem stóð þegar blaðið fór í prentun um miðnætti og hafði samkomulag þá ekki náðst. Bátarnir bíða tilbúnir GRUNDARFIRÐI, 23. jan. _ Hér er deyfð yfir öiilu. Átta bát ar verða gierðir út héðan í vet- ur. Em þeir allir tilbúnir til aS hefja óðra, og voru þrír reynd- ar byrjaðir þegar vinnustöðvui* hófst 15. jan. Hefir verið ein- muna góð veðrátta og hefði þesa vegna verið hægt að róa hvera dag. í, Hér hefur verið flokkur manns frá Landssímanuim við að leggja síimastreng í jörð. Er verkinu nú um það bil að ljúka og hyggjuu* við gott til þess og vonumst til að samlbandið lagist frá því sem var. Hefur súnnotendusn í þorp inu nú fjöilgað nokkuð. Beztu myndirnar eftir Jón Stefánsson is fyrir þaff, sem bún gerffi um á ríkisstjórnina af sömu vel, og nefndi í þvi sambandi heift og aff undanförnu. I KAUPMANNAHÖFN, 21. jan. (Frá Páli Jónssyni). — Blöffin skrifa um listsýningu, sem opn uff hefur veriff á „Den Frie“. En meffal þeirra, sem sýna þar, er íslenzkj málarinn Jón Stefáns son. Blaðið Politiiken segir að það sé mönnum fróun að sökkrva sér niður í myndir hans. Þær séu senniilega beztu myndirnar á sýninigunni. Hann málar, það sem hann hc\ ir fyrir augum, hina stórbrotnu náttúru íslands, blótn á borði og konu sem stendur í dyrum. Þó hefur Jón Stefáns- son ekki orðið stenkastur vegna eftinmyndunar. Þvert á móti lit ur hann á máíLverkið sem bygg- ingu. Listin er ekki að ef.tir« mynda hlutinn eins og þræ® myndi gera, heldur að skapa jafnvægi milli ótail atriða. Þegar maður horfir á myndir Jóns Stefánssonar, segir áfraua í Politiken, þá kemur manni f hug orðið „Koncentratkm". Hann vill ekkert hik eða fálm. Það sem hann vifll segja, segir hanat í fáum og skýrum dráttum, o® ræðuar yfir sterfcum tilfinning- um. Uppbygging myndarinna* felur í sér einhivern mikiiledk* og litameðferðin er mjög sér- kennileg. Þetta pc stenk og karl- mánnleg list.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.