Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORCIJ'SBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. jan. 1961 Siglfirðingar voru á móti verkfallinu SIGLUFIRÐI, 23. janúar. — Óhætt er að fullyrða að með al bátasjómanna hér, svo og alls almennings, mæltist verkfallið, sem fyrirskipað var á hátaflotanum, illa fyr- ir. Ekki hefur verið það líf- legt yfir atvinnulífinu í bænum. Hraðfrystihús Þráins Sig- urðssonar er eiginlega eina at- vinnufyrirtækið í bænum, utan Tunnuverksmiðjunnar og SR- verksmiðjanna. Gæftir hafa ver ið góðar og prýðis afli. Kom verkfallið hér hart niður, og þótti mönnum hér ástæðulaust að stöðva bátana, því að það gat engin áhrif haft á samninga umleitanir suður í Reykjavík. if Aðrir ráða málunum en sjómenn Eins og málin standa í dag, eftir að kunnugt var um niðurstöður af samninga- umleitunum í Reykjavík, telja menn fullvíst, að sjó- menn hér myndu samþykkja samningstilboðið. En málið kemur að litlu leyti til þeirra kasta, því það er trúnaðar- mannaráð Verkamannafél. Þróttar, sem taka á afstöðu til tilboðsins. Sjómennirnir Nær 400 þús. kr, brunatjón SIGLUFIRÐI, 23. jan.: - Eins og skýrt var frá í frétt- um um daginn, kom upp eldur í vélskipinu Ingvar Guöjónsson hér í Siglufjarð arhöfn á þriðjudaginn var. Vitað var að skemmdir urðu miklar á yfirbyggingu skipsins. Nú hafa þessar skemmdir verið kannaðar og brunatjónið allt metið tU fjár. Urðu matsmenn sam- mála um að brunatjónið væri metið á 357 þúsund krónur. í ljós kom að öll hin dýru siglinga- og örygg- istæki skipsins ýmist eyði- lögðust eða stórskemmdust, en sem fyrr segir var eldur- inn í yfirbyggingu; stjómpalli, kortaklefa og íbúð skip- stjóra. — Guðjón. hafa þar takmarkaða mögu- leika tU að túlka skoðanir sínar í ráði þessu. ★ 1 vetur munu ganga héðan 4—5 bátar sem leggja upþ í frystihús Þráins Sigurðsson- ar. Til mála hefur komið að SR fái tvö togskip til þess að stunda veiðar fyrir hrað- frystihúsið. Hið nýja stálskip Siglfirðinga, Anna, eign hraðfrystihúss Þrá- ins Sigurðssonar, kom úr veiði- för í morgun með góðan afla. Var skipið með alls um 40 tonn af prýðisgóðum línufiski. Ekki var aflinn settur á land hér, heldur hélt skipið strax áleiðis til Vestur-Þýzkalands til að selja aflann. Bæjartogarinn Hafliði landaði hér í dag mjög fallegum afla, 152 tonnum af þorski og ýsu af heimamiðum. Fór allur fiskur- inn til vinnslu í hraðfrystihús- inu. — Stefán. Stjórnmóln- nómskeið Týs Stjómmálanámskeiö. Námskieiðið í krvöld kl. 20,30 í Melgerði 1, Kópavogi. Mattihías Á. Mathiesen allþm. iflytur erindi um stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Að því loknu mun Helgi Tryggvason kennari veita tilsögn og leiðbeiningar í Bæðumennsku. Fyrinhugað er að stjórnmála- námskeiðið verði starfrækt hvert miðvikudaigskvöld uim tveggja mánaða skeið. Verður vandað til fyrirlestrahalds og m. a. flutt erindi um eftirtalin efni. Stjórnmálasögu, blaðaúitgáfu og áhrif hennar, sögu Kói»avogs- kaupstaðar, atvinnulífið og unga fólkið og utanríkismál. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórn Týs, F. U. S. Dagskrá Alþingis FUNDUR er í sameinuðu þingi í dag kl. 1,30. Á dagskrá eru 1. Fyrirspurnir: a) Framlag frá Bandaríkjunum. b) Lán til fram kvæmda. c) Lán frá Bandaríkj- unum. — Auk þess eru á dag- skránni 17 önnur mál. Svar kom ekki EINS og sagt var frá hér í blað- inu í gær fóru umboðsmenn B.-listans í Dagsbrún fram á það við stjórn Dagsbrún, að þeim yrði afhent eintak af kjörskrá félagsins ekki síðar en tveim dögum fyrir kjördag eins og tíð- kast í öllum verkalýðsfélögum og skylt er samkvæmt lögum og regl um Alþýðusambands Islands. Jafnframt óskuðu umboðsmenn B.-listans eftir því að sér yrði af- hentur listi yfir skulduga með- limi- félagsins, en það er einnig gert í öðrum verkalýðsfélögum, en innheimta félagsgjalda í Dagshrún er með þeim hætti að hundruð ef ekki þúsundir verka- manna eru taldir aukameðlimir vegna skulda, en kommúnistar hafa aldrei látið andstæðinga sína fá aðgang að þessari skulda skrá. Umboðsmenn B.-listans óskuðu eftir svari stjórnar Dagsbrúnar um þessi atriði fyrir kl. 4 í gær, en ekkert svar barst. Því verð- ur þó ekki enn trúað, að komm- únistar ætli að hundsa þessa kröfu lýðræðissinna, sem byggð er á augljósum félagslegum rétti og lögum heildarsamtak- anna. Brezkir togarar í hrösum í landhelgi Rútubíll valt stjórnlaus LANGFERÐABÍL hvolfdi i gær- kvöldi á veginum á Arnarnes- bálsi milli Reykjavíkur og Hafn arfjarðar. G.erðist þetta um kl. 7,30 í gærkvöldi. I bílnum voru aðeins þrír menn og mun þá ekki hafa sakað. Astæðan fyrir þessu var sú, að þarna hafði myndazt í veginn um meters breið hola og all djúp. Lenti þessi stóri bíll með annað framhjólið ofan í holunni. Það skipti þá engum togum, að stýrisútbúnaður bílsins kubbað- ist í sundur og rann bifreiðin áfram, algerlega stjórnlaus í höndum bílstjórans. Slagaði hún ofan í skurð við vegarbrún og valt þar um koll. Var mörgum starsýnt á bílinn, sem leið áttu suður í Fjörð í gærkveldi, en framhjól hinnar oltnu bifreiðar vissu sitt í hvora áttina. í gær var SA-átt hér á landi, rigning á SA-landi, en úrkomulaust norðan lands. Fremur kalt var á Norður löndum og meginlandi Evrópu og á Labrador var hörkuíroet, upp í 34 stig. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-mið: Austan stormur, rigning. SV-land, Faxaflói og Faxa- flóamið: Austan stinnings- kaldi, rigning öðru hvoru. Breiðafjörður til NA-lands og miðin: SA-kaldi, skýjað með köflum. Austfirðir, SA-land og mið in: Austan stinningskaldi, rigning öðru hvoru. TVEIR brezkir togarar hafa að undanförnu verið teknir að ólög- legum landhelgisveiðum, annar í Færeyjum og hinn við Noregs- strendur. Togaranum sem grip- inn var við Færeyjar var sleppt eftir að brezkt verndarskip, Malcolm kom á vettvang. Hinum sem tekinn var við Noreg var einnig sleppt að sinni, en ekki fyrr en skipstjórinn hafði sett 6250 sterlingspunda tryggingu fyrir því að hann myndi mæta fyrir norskum rétti, er fjalla skyldi um mál hans. Danska freigátan Niels Ebbe- sen kom að Aberdeen togaranum Aberdeen Merchant, þar sem hann virtist vera að veiðum inn- an sex mílna fiskveiðilandhelgi Færeyja. Danirnir skipuðu tog- aranum að nem* staðar, en hann hlýddi því ekki og var hann þá fyrst neyddur til að nema staðar, þegar hann var kominn út fyrir landhelgina. Þá kom brezka her- skipið að. Ræddu skipstjórinn á danska og enska herskipinu um málið og urðu þeir ásáttir ura að sleppa togaranum, þar sera ekki væru fyrir hendi öruggax sannanir um ólöglega veiði. Eggjasölusam- lagið starfar áfram FRÁSÖGN Mbl. af því að Fram leiðsluráð landbúnaðarins hafi efcki lengur afskipti af verðlagn ingu eggja, hefir vaildið misskiln ingi. Hafa sumir talið að Eggja samlagið hafi þá um leið hætt störfum sínum. Slíkt er alger misskilningur. Það, sem gserðist var einungis að framleiðendum sjálfum var veitt Xeyfi til að verð leggja framieiðslu sína. — Eggja sölusamlagið starfar eftir sem áður og aðstoðar félagsmenn við að koma eggjum sínum á markað inn. Ungum menntaskólanema úr Reykjavík, Sverri Hólmars- syni hefir verið boðið til 3ja mánaða dvalar í Bandaríkjun- um á vegum stórblaðsins New York Herald Tribune. Hér sést hann við komuna tii New York. Sverrir er nemandi í V. bekk og dvelur vestra með 22 öðrum ungliugum frá ýmsum löndum, sem einnig eru í boði blaðsins. Mikið tjón VERULEGT tjón varð í bruna hér í bænum í fyrradag í trésmíðaverkstæði við Boga- hlið 11. Brann þar og eyðilagðist all- mikið af efni, ýmist unnu eða sem verið var að vinna. Þar fór t. d. fullsmíðuð eldhúsinnrétting, Verkstæðið sem er eign Inga Ingvasonar Skipasundi 80, var vá tryggt fyrir 80,00 kr. alls, vélar allt efni hvort heldur það var unnið eða óunnið. Er tjónið miklu meira en þessari trygg- ingarupphæð nemur. I SNAIShnútor 1 / SV 50 hnútor ¥ Snjókoma 9 06i \7 Skúrír K Þrumur ws II H Hal L^Lagi — Samningarnir Kröfur þær sem sjómenn á Vestfjörðum gera, er þeir skor- ast undan að fallast á heildar- samkomulagið, eru þær að á- fram verði miðað við gamla skiptaverðið, kr. 1.66 á kg., en hækkunin, sem verður á fisk- verði til útgerðarmanna komi þeim einnig til góða og munu þeir telja hana nema 47 aurum af bezta línufiski. Þannig vilja þeir halda sig við skiptaverðið 2,13 á kg. og gamla skiptahlut- fallið. Á fundinum í fyrrakvöld upp lýstist að umboð Sigurðar Kristj ánssonar, form. Sjómannafélags Isafjarðar, sem var fulltrúi fyr- ir sjómenn á Vestfjörðum, hefði verið afturkallað og undirskrif- aði hann því ekki samkomulag- ið. Hins vegar skrifaði Harald- ur Guðmundsson, fulltrúi út- gerðarmanna á Vestfjörðum, undir samkomulagið. Síðan munu útgerðarmenn á Vestfjörð um hafa tjáð verkalýðsfélögun- um þar að þeir teldu deiluna enn vera í höndum sáttasemj- ara og heildarsamninganefnd- anna, en sjómenn hafa óskað eftir beinum samningaviðræðum milli félaganna á Vestfjörðum. I samningum þessum er ekki fjallað um kaup og kjör yfir- manna á bátaflotanum, og eru samningaviðræður í gangi milli fulltrúa Farmanna- og fiski mannasambands íslands og út- vegsmanna um kjör þeirra. Leiðrétting Það var á misskilningi byggtt ! frétt hér í blaðinu frá Akranesi dagjs. 20. þm. að Bjarni Pálmars- son hafi breytt rafkerfi pípu- ongelsins í kirkjunni þar á staðn um, enda var gengið frá orgelinu á s.l. suimri af sérfræðingi frá verksmiðjunni sem smíðaði það. Föndur- námskeið EINS OG á s.l. vetri gengst Heimdallur, F. U. S., fyrir fönd- urnámskeiði fyrir stúlkux inn- an féttagsins. Hefst það þann 30. janúar nJk. kl. 20,30 í Valihöil við Suðurgötu. Þær, sem hiuig hafa á að taka þátt í þessu starfi félagsins i vetur tiikynni þátttöku sína á skrifistofu félagsiins í VaJhöll, frá kL 4—7, sem fyrst. — Sími 17102. Nehrn situr áfrnm í embætti NÝJU DELHI, 24. jan. CReut er). Nehru forsætisráðhexra Indlands lýsti þvi yfir á blaða mannafundi í dag, að hann hefði ebki í hyggju að láta af embætti, hvorki nú né í fyrirsjáanlegri framtíð. Yfirlýsingu þessa gaf hann, vegna þess að menn þóttust skilja það af samtali sem Nehru átti nýlega við brezkan blaðamann og birtist í Lund únablaði, að hann ætlaði að draga sig í hié. Nehru sagði að blaðamað- urinn hefði mi.sskilið orð sin. Kvaðst hann hafa sagt, að hann hefði oft verið að velta fyrir sér þeirri hugmynd, hvort hann ætti að taka sér hvíld frá störfum. Meira hefði hann ekki sagt. En sem stendur, kvaðst Nehru ekkj hafa neitt slikt í hyggju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.