Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVN3LAÐ1Ð Miðvikudagur 25. jan. 1961 Miklar rœktunarfram- kvœmdir í Dalasýslu Lækkun tekjuskaftts og hækkun aEmaiMiatryggiiiga bændum til mikLla hagsbóta Samfal við Friðjón Þórðarson sýslumann FRIÐJÓN Þórðarson, sýslu- maður í Dalasýslu, var á ferð hér í höfuðborginni í síðustu viku í ýmsum erindagerðum fyrir hérað sitt. Jafnframt sat hann fundi í bankaráði Búnaðarbankans, þar sem hann á sæti. Mbl. hitti Friðjón Þórðar- son snöggvast að máli og spurði hann tíðinda úr Dala- sýslu, m. a. um framkvæmd- ir og afkomu í héraðinu á sl. Loftieiðir f'uftu 40,000 FARÞEGAFLUTNINGAR Loft- leiða jukiust um 14,8% á síðasta ári miðað við árið áður. Samtals Voru fluttir 40,773 farþegar, 5,275 fleiri en 1959. Plutt voru 363 tonn af vörum og var aukn 'ingin 15,2% — og 40 tonn af pósti. Ferðafjöldin var svipaður og árið 1959, en vegna hins aukna farþegarýmis Cloudmaster flug- vélanna tveggja, sem teknar voru í notkun á árinu lækkaði heildartala sætanýtingar lítið eitt, eða frá 70,4% í 65,3%. Fjöldi floginna kílómetra var svipaður og árið 1959. Núverandi vetraráaetlun lýkur 31. marz n,k., en á tímabilinu frá 1. apríl til 31. okt 1961 er gert ráð fyrir að haldið verði uppi 8 vikulegum ferðum fram og aftur milli Ameríku og Evrópu. Flognar verða 3 ferðir í viku fram og aftur milli Ham- borgar, Kaupmannaihafnar, Osló ar og Reykjavíkur, tvær ferðir milli Gautaborgar, Glasgow og Reykjavíkur, ein ferð milli Reykjavíkur, Stafangurs, Aimster dam, London, Luxemborgar og Helsingfors og 8 ferðir milli Reykjavíkur og New York. Gert er ráð fyrir að 3 Oloud- masterflugvélar verði notaðar til áætlunarferða þessara, og ef svo fer, sem að líkum lætur, að eftir 1. apríl verði eingöngu not aðar Cloudmastervélar til áætl- unarferða Loftleiða þá er þar með lokið löngum og farsælum starfsferli Skymasterfliugvél- anna í þj ónustu Loftleiða, sem hófst með fyrsta áætlunarflugi Heklu til Kaupmannahafnar 17. júní 1947. Miklar framkvæmdir Miklar framkvæmdir voru unnar í Dalasýslu á árinu 1960, segir sýslumaður. í rafmagnsmál Gjöf til stofnimar elliheimilis FORSTJÓRI Elli- og hjúkrunar heimilisins Grundar, Gísli Sig. urbjörnsson, hefur afhent bisk- upi íslands sparisjóðslbók með fimm þúsund króna innstæðu. Fylgir með sú beiðni, að þessi sparisjóðsbók verði síðar afhent þeim söfnuði í landinu, sem fyrstur hefst handa um stofnun elliheimilis. Víða erlendis hafa söfnuðir stofnað elliheimili og reka þau á sínum vegum. Eru t. d. Danir mjög framarlega í þessum efn- um og er einn helzti forgöngu- maður þeirra nú í líknarmála- starfi á vegum kirkjunnar, hinn nýskipaði Kaupmannahafnar- biskup, Westergaard-Madsen. — Vonir standa til þess, að hann muni koma til íslands í sumar og kynna hér þessa starfsemi. — Tilgangur gefandans með því framlagi, sem hann hefur afhent biskupi, er sá að vekja athygli safnaða landsins á þessu verk- efni og örva þá til þess að setja á fót heimili fyrir aldurhnigið fólk. (Frá skrifstofu biskups) um héraðsins gerðist það til dæmis, að Rafmagnsveitur ríkis. ins tóku að sér að sjá Búðardal og nágrenni fyrir rafmagni. Reistu rafmagnsveiturnar þar diesel-rafstöð og er áformað að dreifa raforku út frá þeirri stöð, fyrst um sinn til Suðurdala og víðar. í sumar var lögð lína á 13 býli í Laxárdal og Haukadal. Er línan nú komin að Hauka- dalsá. Áformað er að halda lagn. ingu hennar áfram á þessu ári um Miðdali að Kolsstöðum. Straumnum var hleypt á þessa nýju sveitalínu 21. desember sl- Var þeim atburði almennt fagn. að í héraðinu. — Var töluvert unnið að bygg ingarframkvæmdum í sveitum Dalasýslu á sl. ári? — Já, byggingarframkvæmdir voru á 38 stöðum í sýslunni á árinu, þar af voru 15 íbúðarhús. Var bygging 5 þeirra hafin á árinu. í Búðardal var byggt eitt nýtt íbúðarhús og nokkur eldri voru endurbætt mikið. Þá var samkomuhúsi staðar- ins breytt í rafstöð. En áformað er að byrja á byggingu félags. heimilis í Búðardal á næsta vori. Veitingahúsið „Bjarg“ í Búðar- dal var einnig stækkað og end. urbætt. Þá var hafizt handa um bygg- ingu dýralæknisbústaðar á staðn um og er hann nú kominn nokk. uð á veg. ^ 300 þús. teningsmetrar Ræktunarframkvæmdir voru allmiklar í sýslunni. Unnu þrjár skurðgröfur í héraðinu, ein þeirra á vegum landnáms ríkis- ins. Teknir voru út 183 hektarar af fullræktuðu landi. Eru það 12 hekturum meira en árið 1959. Grafnir voru samtals um 300 þús. teningsmetrar af skurðum. Munu þeir vera um 55 km að lengd samtals. Þá er áformað að reisa mjólk. urbú í Búðardal, vonandi á Friðjón Þórðarson þessu ári. Mun væntanlega Mjólkursamsalan í Reykjavík hafa forgöngu um þá fram- fcvæmd. Er hér um að ræða stærsta hagsmunamál bænda í Dalasýslu um þessar mundir. Undanfarin ár hefur mjólk verið seld úr Dölum suður í Borgarnes að sumarlagi, en að vetrum hafa þau viðskipti legið mðri að meira eða minna leyti. Með stofn un mjólkurbús í Búðardal mun mjólkurframleiðsla í héraðinu stóraukast og aðstaða bænda batna. Stórfelld skattalækkun — hærri almannatryggingar — Hvernig er afkoma bænda um þessar mundir ? — Ég held, að óhætt sé að segja að hún sé sæmileg. Hækk. að verðlag og ýmsar ráðstafanir hins opinbera í efnahagsmálum hafa að vísu valdið erfiðleikum, sérstaklega þeim, sem eru að hefja búskap eða standa í mikl- um framkvæmdum. En hagstætt tíðarfar hefur verið til mikils hagræðis. Þess má einnig geta að tekjuskattur hefur lækkað al. mennt og verulega á gjaldþegn- um héraðsins fyrir atbeina nú. verandi ríkisstjórnar. Til dæmis má nefna að árið 1959 nam greiddur tekjuskattur í allri Dalasýslu á 5. hundrað þúsund krónum. • Glæný síld í soðið í fyrri viku kom mikil síldarganga svo að segja rétt við bæjardymar hjá íbúum höfuðstaðarins og annarra kaupstaða hér við Faxaflóa. Bátarnir streymdu inn með glænýja síld, hún var komin á land nokkrum klukkutím- um eftir að hún kom sprikl- andi upp í skipið. En hvað skyldu margar húsmæður hafa notað sér þetta einstaka tækifæri til að bera slíkt góð gæti á borð hjá sér? Ekki margar, segir fiskkaupmaður- inn minn. Þó var síldin hrein asta hunang, hæfilega feit til að fara beint á pönnuna, rétt eins og hún kom upp úr sjón- um, og steikjast í eigin fitu. Það er í rauninni furðu- legt hvað við íslendingar, sem þó lifum mikið til á fiski, kunnum lítið að borða síld. Sömu konurnar, sem daglega kvarta undan því í fiskbúðinni að þær fái aldrei nógu nýjan fisk í soðið, grípa ekki svona tækifæri. Má vera að allir fiskkaup- menn hafi ekki boðið við- skiptavinum sínum upp á nýju síldina. í tvo sólar- hringa a. m. k. komu þó síld- arbátar inn með þennan glæ- nýja fisk að næturlagi, svo auðvelt hefði verið að hafa hana á boðstólum kl. 7 um morguninn, þegar verzlunin opnaði. En ætli þeir hafi þá orðið varir við óánægju við- skiptavina sinna? Þær húsmæður, sem ekki gerðu tilraun til að hafa síld á borðum þegar tæki- færið bauðst í fyrri viku, hafa þar farið á mis við afbragðs fæðu, og ættu að vera nú á verði næst. • Kaup til „laghentra manna“ „Dalakarl" kvartar yfir þeim afarkostum, sem sveita menn þurfa oft að ganga að, til að fá menn til að vinna fyrir sig. Hann segir: Það er aumt hvernig við úti á landsbyggðinni erum fákunnandi, ráðalausir og varnarlausir í samskiptum við íbúa kauptúnanna, sem — ■' ■ «1* Árið 1960 var greiddur tekjuskattur í sýslunni hins vegar um 58 þús. kr. Einnig má á það benda, að greiddar bætur almanna trygginga námu árið 1959 um einni millj. kr. í Dalasýslu. Á árinu 1960 námu bætur tryggingannra í sýslunni hins vegar um 2,2 millj. kr. Sæmilegt f®lagslíf — Hvað er tíðinda af félags- málum Dalamanna? — Félagslíf í sýslunni er sæmi legt eftir aðstæðum. Ungmenna. félög og kvenfélög eru í flestum hreppum héraðsins. Eru sum þeirra athafnasöm, eins og til dæmis á Fellsströnd og í Saur- bæ, þar sem unnið er að bygg. ingu myndarlegs félagsheimiiis, og í Laxárdal, þar sem kvenfé- lagið starfar af miklum brótti. Húsmæðraskólinn á Staðar. felli starfar í vetur með svipuðu sniði og undanfarin ái og er frú Kristín Guðmundsdótcir for- stöðukona hans. Er mikill fengur að rekstri skólans fyrir héraðið. Heimavistabarnaskólar starfa að Laugum í Hvammssveit og Kjarlaiksvöllum í Saurbæjar. hreppi. Heimagöngubarnaskóli er í Búðardal. Brýna nauðsvn ber til að koma upp unglingaskóla í sýsl- unni. Nauðsyn bættra samgangna Annars eru bættar samgöng. ur eitt mesta hagsmunamál Dala manna, segir Friðjón Þórðarson. Á sl- sumri voru byggðar tvær brýr í Hvammssveit, á Hvamms- á og á Hafnará. Unnið var að vegagerð fram á vetur. Hinum nýja Svínadalsvegi er nú lokið og byrjað á lagningu nýs vegar inn með Gilsfirði. Veit ég að Vestfirðingar hafa mikinn áhuga á þeim vegi, eigi síður en við Dalamenn. Við höfum einnig mikinn áhuga á nýja veginum um Heydal og vegi um Laxár. dalsheiði í Hrútafjörð áleiðis til Norðurlands. Teljum við, að þar muni opnast örugg og fjölfarin samgönguleið milli héraða, jafnt sumai; sem vetur, þegar stundir líða, segir sýslumaður að lokum. — SBj. einhver spa'ugsamur hefur kallað þorpara af því þeir búa í þorpi. En hvað um það. Við í dreifbýlinu þurfum oft að fá laghenta menn til að laga ýmislegt, gera við fjárhús eða glugga, stundum til að slá upp mótum fyrir húsum og hlöðum og jafnvel starfa við íbúðarbyggingar. Það er seg- in saga, að þó þeir menn sem fást, hafi ekki fagmanna réttindi, þá setja þeir upp kaup eftir geðþótta, kaup, sem jafnast á við kaup það sem verðlagsyfirvöldin heim- ila faglærðum og það jafn- vel fyrir útselda vinnu á verkstæðum, sem þó þurfa að standa undir dýrum bygg. ingum, vélum og sköttum. Þetta kaup fá þessir menn, þó þeir þurfi ekki að leggja sér til önnur tæki en fáein handverkfæri í pokahorni. Og þar að auki krefjast þeir kaups á ferðum, kannski klukkutímagreiðslu, og bíl- flutning heim og heiman dag lega, oft alllanga leið. Ofan á þetta kemur svo frítt fæði og fullt kaup fyrir kaffitíma — og þykir lítið til koma þó tínt sé til það bezta í kot. inu. Allt þetta verður mörg- um bónda þungt í fangi, sem af veikum mætti en mikilli nauðsyn er að bæta híbýli fólks síns og fénaðar. Vill „Dalakarl" láta setja kaupákvæði fyrir þessa menn sem þeir verði að fylgja, al- veg eins og sett er ákveðið verð á selda vinnu verka- manna, rafvirkja, vélsmiða, skipasmiða o. s. frv. og eins og hömlur eru settar á vöru- verð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.