Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBL iÐlfí Miðvikudagur 25. jan. 1961 Útursnúningur and- stöðunnar hrakinn FYRSTI ræðumaður á fundi neðri deildar Alþingis í gær var Einar Olgeirsson, en hann hafði ekki lokið máli sínu, þegar umræðunni var frestað í fyrradag. — Taldi haiín þá erfiðleika, sem íslendingar hefðu át við að stríða í efnahagsmálum sínum undanfar in ár, einkum stafa af því að við hefðum ekki haft nægilega stjórn á utanríkisverzluninni og beint viðskiptum okkar um of í vestur- veg. Til þess að tryggja, að rétt hlutfall þjóðarteknanna færi til gjaldeyrisskapandi og nytsamra fyrirtækja, þyrfti að koma hér á víðtækum áætlunarbúskap. Fjár- festing einstaklinga og þjóðar- heildarinnar stjórnaðist af ólík- um forsendum, einstaklingarnir hugsuðu eingöngu um eigin hag, en ríkisvaldinu bæri fyrst og fremst að hugsa um hag þjóðar- heildarinnar, og því gæti hið kapitalíska hagkerfi ekki full- nægt þörfum þjóðfélagsþegn- anna, svo sem vera bæri. Tvö verkefni væru brýnust í þjóðar- búskap okkar, sagði Einar: 1) Að koma á áætlunarbúskap, sérstak- lega að því er snsrti utanríkis- verzlunina, 2) að tryggja þjóð- inni hagstæð vaxtakjör af þeim lánum, sem tekin væru. — I>á mótmælti hann því, sem oft hefði verið haldið fram, að þjóðin hefði lifað um efni fram á undanförn- um árum og að of miklum hluta þjóðarteknanna hefði verið var- ið til fjárfestingar. Meinið væri, að fjárfestingarpólitík landsins hefði verið röng og að alla skipu lagningu hefði skort í þeim efn- um. Þá væri það ekki rétt, að engin „eðlileg“ lán hefðu verið fáanleg 1958. Þá hefðu verið fá- anleg lán í Sovétríkjunum til langs tíma og með mjög hagstæð- um vaxtakjörum, og það væri meira að segja þau lán ein, sem með réttu mætti kalla „eðlileg“. Hitt kynni hins vegar að vera rétt, að ekki hefðu verið fáan- leg lán, sem viðskiptamálaráð- herra kallaði eðlileg og venjuleg, þ. e. lán, sem fengin væru hjá auðvaldsbönkum með afarkost- um. Eysteinn Jónsson bað um að fá að gera stutta athugasemd, en hann hafði þegar talað tvisvar við umræðuna. Lagði hann á- herzlu á, að þjóðin væri færari um það nú en 1951 að standa undir greiðslubyrðinni, þó að hún væri nú hlutfallslega hærri, þar sem þeim lánum, sem tekin hafa verið, hefði ýmist verið var- ið til fyrirtækja, sem sköpuðu okkur gjaldeyristekjur eða spör- uðu gjaldeyrisútlát. Gylfi Þ. Gislason viðskipta- málaráðherra kvaddi sér hljóðs og svaraði rangtúlkunum og út- úrsnúningum Eysteins Jónssonar og Einars Olgeirssonar á ummæl um hans um greiðsiubyrði landsins. Hann hefði aldrei sagt, að engu máli skipti, hversu greiðslubyrðin væri mikil. Hann hefði hins vegar sagt, að greiðslu byrðin í sjálfu sér þyrfti ekki að þýða, að þjóðin hefði lifað um efni fram. Mergturinn málsins væri sá, og það hefði hann bent á áður við þessar umræður, að greiðslubyrðin mætti ekki fara yfir visst hlutfall af gjaldeyris- tekjunum, ef ekki ættu að skap- ast vandræði í efnahagslífinu. Og þessi ummæli væri hann reiðu- búinn til þess að endurtaka hve- nær sem væri. Þá sagði ráðherrann, að Einar Olgeirsson hefði ekki haft það rétt eftir sér, að vextirnir hefðu enga þýðingu fyrir atvinniulífið. Ef ríkisstjórnin hefði verið þeirr ar skoðunar hefði hún að sjálf- sögðu ekki hækkað vextina á sl. ári eða lækkað þá um sl. ára- mót. Sannleikurinn væri sá, að ríkisstjórnin gerði sér ljósa grein fyrir þýðingu vaxtanna sem tæk- is, t.d. í baráttunni við verðbólg- una. Sín orð um vextina og þýð- ingu þeirra hefðu svo verið þau, að vaxtahækkunin á sl. ári hefði ekki haft neina úrslitaþýðingu fyrir sjávarútveginn. Þórarinn Þórarinsson taldi, að bezta leiðin til þess að mæta auk inni greiðslubyrði væri sú að auka framleiðsluna, sem henni svarar eða meira. Sagði hann, að þessi leið væri í samræmi við ríkjandi skoðanir frjálslyndra hagfræðinga. Og það væru að- eins íhaldssamir hagfræðingar eins og Gylfi Þ. Gíslason, sem héldu því fram, að aukinni greiðslubyrði yrði að mæta með því að draga úr fjárfestingu og neyzlu. Þá beindi Þórarinn þeirri spurningu til viðskiptamálaráð- herra, hvaða erlendir fjármála- menn og fjármálastofnanir það hefðu verið, sem gáfu yfirlýs- ingar um það 1958, að fjárhag íslands væri svo komið, að ekki þótti verjandi að veita landinu lán. Gylfi Þ. Gíslason sagðist ekki vilja skorast undan að svara þeim fyrirspurnum, sem til hans væri beint eða benda fyrirspyrj- endum á, hvar þeir gætu fengið svör við spurningum sínum. Og sér væri sérstaklega ljúft að benda Þórarni Þórarinssyni á mann, sem gæti gefið honum um- beðnar upplýsingar, en það væri einmitt formaður hans eigin þing flokks, Eysteinn Jónsson, sem verið hefði fjármálaráðherra á þeim tíma, sem hér um ræðir. Eysteinn Jónsson fékk að gera örstutta athugasemd vegna sið- ustu ummæla viðskiptamálaráð- herra. Sagði hann, að ekki hefði verið erfiðara að fá lán 1958 en oft áður. Árið 1958 væri ekkert einsdæmi um það, að tafsamt reyndist að útvega lán. — En ekki svaraði Eysteinn fyrir- spurn Þórarins Þórarinssonar neinu. Þá héldu þeir Einar Olgeirsson og Þórarinn Þórarinsson stuttar ræður, en að þeim loknum var frumvarpinu loks vísað til 2. um ræðu og nefndar. Spilakvöld HAFNAFIRÐI — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. — Verðlaun eru veitt og síðar heildarverðlaun. ,Þ*6nar drottins4 Frumsýning í Þjóðleikhúsinu annað kvöld N.K. FIMMTUDAG frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið „Þjónar drottins" eftir norska skáldið Axel Kielland. Leikurinn var frumsýndur 1955 í þjóðlieikhús- inu norska í Osló og var sýndur 68 sinnum á sama leikárinu og hafði þá ekkert leikrit gengið jafn vel í því leikhúsi uim 1-ang- an tíma. Síðan hefur leikurinn verið sýnd-ur í fl-estum leikhús- um Noregs við ágætar viðtökur og á seinni ár-um hefur hann einnig verið sýndur í öllum helztu leikhúsum hinna Norður landanna. Iæikurinn er byggður á sann- sögulegum aífeurði, er gerðist í Svíiþjóð fyrir nokkrum árum, eða nánar tiltekið máli Heland- er biskups. Þetta mál var mjög mikið rætt á sínum tíma og mik ið um það skrifað I blöð og tknarit. Það má segja, að þetta hafi orðið eitt me-sta deilumál, sem risið hefur innan kirkj- unnar á Norðurlöndum hin síð- ari ár. Eins og kunnugt er var Hel- ander biskup sakaður um að hafa skrifað níðbréf um keppi- naut sinn í biskupsembætti. Út af þessu spannst miki-11 mála- rekstur og margir álíta, að aldrei hafi sannazt hver hinn seki var í raun og veru. Var Helander biskup dæmdur sakla-us?, eða var hann sekur? Þetta er uppistaðan í leikriti Kiellands „Þjónar drottins" og finnur höfundur sína skáldllegu lausn við þvi svari. Kielland fléttar ýmsu öðru inn í leikinn, einkum kirkjulegum málum frá sínu eigin landi. Hann fer skáldlegum höndum um efn- ið og honum tekst að skapa spennu, sem helzt frá byrjun til leiks-loka. —o—■ Axel Zetlitz Kielland, höfund ur leikritsins, er fædd-ur 1907 og er einn aí þekktus-tu rithöfund- um Noregs á síðari árum. Hann &*•> -wjé *.. vwj Axel Kielland Drottning á tígrisveiðum Jaipur í Indlandi 23. jan. — (ReuterJ —- ELÍSABET drottning fór á tígrisdýraveiðar í dag með manni sínum Edinborgarher- toga. Var sótt til fanga í frumskógasvæði sem er eign Jaipur fursta. Elísabet og fylgdarlið henn ar fór upp í háa veiðiturna í skógunum. Fóru síðan hóp- ar manna um skóginn og leit uðu að tígrisdýrum. Sagt var að þeim hefði tekizt að finna eitt dýr og ráku þeir það með hávaða og sköllum í átt til veiðiturnanna. Þegar tígrisdýrið er í svo sem hundrað metra fjarlægð frá veiðiturnunum hefst veiðin. — Ekki var búizt við að drottn- ingin sjálf myndi skjóta af veiði byssu. Maður hennar, Edinborg- arhertogi, er hins vegar talinn i slík veiðiför skuli vera einn lið- góð skytta. ur í Indlandsför drottningar. — Það skal tekið fram að lok-1 Indverksir fakírar hafa og hót- um, að samtök dýravina í Eng-1 að því að svelta sig til bana landi hefur komið fram harð- | vegna þess að drottning hyggist orðum mótmælum yfir því að1 gera dýrum mein í ferð sinni. Herloginn fengsœll JAIPUR í {ndilandi, 24. jan. — ("Reuter). — Ei'ginmaður Breta- drottningar vann það þrekvirki í morgun að skjóta tígrisdýr með eigin hendi. Hann skaut dýr ið í Jaipur-frumskóginum og lagði það að velli. Daginn áður höfðu tvær tilraunir til að reka tígrisdýrið fram fyrir riffilhlaup hertogans mistekizt. En drottn- ingin og fylgdarlið hennar var reiðubúið að bíða í allan dag, til þess að hertoginn gæti unnið fyrsta tígrisdýrið sitt. Bretadrottning og hertoginn og nokkrir aðrir úr föruneyti þeirra fóru upp í s-kotturna, sem furstinn af Jaipur hefur látið reisa í frumskóginum. Síðan gekk hópur þjóna með sköllum og látum um skógana og höfðu það hlutverk að reka tígrisdýr fram fyrir byssuhlaup h-efðar- fólksins. Voru tígrisdýrin erfið í rekstri að þessu sinni. Að lokum tókst 200 smölum þó að reka stórt og fallegt tígris- dýr fram fyrir skotturn hertog ans og þá skeikaði hon-um e-kki. Kúlan hitti í mark beint í haus hins gri-mma villidýrs. Þetta var með -stærri tígrisdýr-um sem fen-g izt hafa í Jaipur-skógi. Það var 8 fet og 9 þurnl. að lengd. Ceislavirk dýr í Reggane í Sahara, þar sem Frakkar sprengdu síð- ustu kjarnorkusprengju sína, hafði verið komið fyrir um 1000 dýrum, sem urðu fyrir geislavirkni. Visindamenn eru nú að rannsaka þær breyt ingar er orðið hafa í lífí dýr anna við hina hættulegu geisla. —- Hér er vísindamað ur að undirbúa rottur til rann sóknar. er af hinni þekktu Kiellla-nds ætt í Noregi, en eins og kunnugt er hafa mar-gir frægir tónlistar- menn, málarar og rithöfundar borið það nafn í Noregi. Þekkt- astur hér á landi mun vera hljóm sveitarstjórinn O-lav Kielland, sem margsinnis hefur dvalið hér og stjórnað Sinfóníuhljómsveit- inni. Axel Kielland er sonur skálds ins fræga Alexanders Kiellanas, er var eitt þekktasta sk-áld á Norðurlöndum á sínum tíma. Axel Kieliland gerðist ungur að árum blaðamaður við norska Dagbladet. Flúði til Sviþjóðar þegar Þjóð-verjar gerðu innrás- ina í Noreg 1940 og tók virkan þátt í baráttunni gegn Þjóðverj- um á stríðsárunum. Hann skrifaði tvö leikrit um hersetu Þjóðverja í Noregi og voru þau bæði sýnd við góðan orðstí. Auk þess skrifaði hann bók, sem er svipmyndir úr bar- áttu Norðmanna gegn innrásar mönnunum. Ei-tt síðasta verk Kiellands er leikritið „Þjónar drottins“, sem Þjóðleikhúsið sýnir á næstunni, en það leikrit byggir höfundur á sannsögulegum atburði eða nánar ti-ltekið máli Helilanders biskups í Uppsölum. Myndin er a-f Axel Kiellan-d. — O — Leikstjóri er Gunnar Eyjólfs- son og er þetta þriðja leikritið, sem hann setpr á svið hjá Þjóð- leikhúsinu. Hin voru „Á yztu nöf“ og „Tengdasonur óskast“, sem sýnt var við miklar vin- sældir á s.l. vetri. Þýðingin er gerð af séra Sveint Víkingi, en leiktjöld máluð aí Gunnari Bjarnasyni. Hlutverkin í leiknum eru 13 að tölu, Va-lur Gíslason leikur biskupinn, Anna Guð-mundsdótt- ir er biskupsfrúin, Rúrik Har- aldsson leikur dr. Forn-kvist, keppina-ut um bisk-upsembættið. Auk þeirra fara með stór hlut verk Ævar Kvaran, Róbert Arn- finnsson, Lárus Pálsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Haraldur Björns son o. fL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.