Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGl’NBLÁÐIÐ Miðvik'udagur 25. Jan. 1961 RKÍ safnaði 340 t>ús. kr. til Kongó RITARI Rauða kross íslands dr. Gunnlaugur Þórðarson, skýrði Mbl. frá því í gær, að láta myndi nærri að Kongó- 50 þús. kr. til slysavarnormúla HRAUNPRÝÐI, Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Hafn arfirði hélt aðalíund 11. þ.m. Að loknum fundi afhenti deildin S.V.F.Í. peninga að upphæð kr. 50,715,66 sem er stórmyndarlegt framlag til styrktar starfsemi Slysavarnafélagsins, sem bæði færir sönnur á dugnað kvenn- ana í deildinni og góðan hug og stuðning Hafnfirðinga við Slysa varnastarfsemina. Núverandi stjórn Hraunprýði skipa eftir- taldar konur. Form. Sólveig Eyjólfsdóttir, varform. Elín Jós- efsdóttir, gjaldkeri Sigríður Magnúsdóttir, ritari Jóhanna BrynjólfscLóttir og aðrar í stjórn eru þær Elín Friðjónsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Soffía Sigurðardóttir, Marta Eiríksdótt ir og Hulda Sigurjónsdóttir. Fráfarandi formaður frú Rann veig Vigfúsdóttir, sem verið hef ur formaður deildarinnar hart nær aldarfjórðung baðst eindreg ið undan endunkjöri. Frú Rann- veig hefur á þessum tírna sýnt sérstakan dugnað í starfi og und ir forsjá hennar hefur kvenna- deildin Hraunprýði orðið lands- þekkt fyTÍr rausn og stórhug, og fluttu deildarkonur henni þaíkk- iaeti fyrir störf hennar. Varðandi deildina skal þess getið, að Sigurður Björnsson hélt fyrir nokkru söngskemmt- un og lét allan ágóðann renna til Hraunprýðis. Var söngskemmt unin vel sótt og Sigurði ákaft fagnað og honum færð blóm. Þakka slysavamakonur honum af aihug og óska honum gæfu og gengis. söfnun RKÍ, sem nú má heita lokið, væri um 340,000 krón- ur. Nægði þetta fé til kaupa á 17 tonnum af skreið. Ekki er þessi fjárfúlga öll komin í hendur RKÍ, eru fram- lög víðsvegar að á leiðinni. T. d. munu Dalvíkingar senda 18— 20,000 krónur. Stærsta gjöfin til þessa er frá Reykjavíkurbæ. Á fundi sínum á föstudaginn sam- þykkti bæjarráð að leggja fram 25,000 krónur til Kongósöínun- arinnar. Hæsta peningagjöf frá einstaklingi eru 5,000 kr. frá manni að nafni Jón Kristjáns- son. Mikill fjöldi einstaklinga hefur látið fé af hendi rakna. Hafa starfsmannahópar víða skotið saman í verulegar fjár- hæðir. Þannig söfnuðust meðal starfsmanna Sambands íslenzkra samvinnufélaga 11,000 krónur, meðal starfsfólks Landsbanka fs lands 6,750 kr., ónefndur félags- skapur gaf 10,000 kr., vistfólk að Reykjalundi 5,200 kr. og frá barna. og unglingaskólanum í Sandgerði bárust 3,500 krónur. Það fer ekki milli mála, sagði dr. Gunnlaugur, að almenningur hefur stutt þessa skyndisöfnun RKÍ frábærlega vel. Um næstu helgi mun RKÍ senda héðan til Kongó 10 lestir af skreið. Þær þrjú hundruð og fjörutíu krónur sem safnazt hafa nægja til kaupa á um 17 lestum af skreið. RKÍ hefur fengið bréf frá skrifstofu Alþjóða Rauða kross- ins. Þar er gerð grein fyrir ýms- um þeim nauðþurftum er senda þarf hinu sveltandi fólki. — Er þess getið þar að þörfin fyrir skreið, næstu 6 mánuði, sé um 3300 lestir. Tala þeirra er mat- argjafa þurfa við eru um 300,- 000 manns. Að lokum bað ritari RKÍ Mbl. að flytja hinum mörgu er stutt hefðu Kongósöfnunina alúðar þakkir. Vás£ndtísjóðsstyrk£r iaus£r tii umsóicnar VÍSINDASJÓÐUR hefur auglýst styrki ársins 1961 lausa til um- sóknar. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild og Hugvísindadeild. — Formaður stjórnar Raunvísindadeildar er dr. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur, en formaður stjórnar Hugvísindadeildar dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri. Formaður yfirstjómar sjóðsins er dr. Snorri Hallgrímsson, prófessor. Raunvísindadeild annast styrk veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líf- fræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, dýrafræði, grasafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og taekni. fræði. Hugvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags fræði, lögfræði, hagfræði, heim. speki, guðfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann: BIFREIDAEIGENDUR ATHUGIÐ! Á B Y R G Ð H. F. auglýsi* Wf- reíðatryggingar fyrir bindindismenn 1. Hagkvæmari kjör en áður hafa þekkst hér á landi. 2. Segið upp skuldatryggingunni á bílnum yðar fyrir 1. febrúar, ella er það ekki hægt á þessu ári. 3. Eflið ÁBYRGÐ H.F. Fjölþættar almennar tryggingar hefjast síðar ABYRGÐf TRYGGINGARFÉLAG BINDINDISMANNA — Umboðsfélag Ansvar international Skrifstofa verður opnuð bráðlega á Laugavegi 133 1) einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekinna rann. sóknarverkefna, 2) kandídata til vísindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að koma til greina við styrkveitingu, 3) rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknarfrestur er til 25. marzn næstkomandi. Umsóknareyðublöð ásamt upp lýsingum fást hjá deildariturum, á skrifstofu Háskóla íslands og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildaritarar eru Guðmundur Arnlaugsson, menntaskólakenn- ari, fyrir Raunvísindadeild, og Bjarni Vilhjálmsson, skjalavörð. ur, fyrir Hugvísindadeild. (Fréttatilkynning frá Vísindasjóði) TVÆR þotur þustu út af Keflavíkurflugvelli, í þann mund sem sjúkraf lugvél Björns Pálssonar flaug þar hjá í fyrradag. Sýndist blaða- manni Morgunblaðsins, sem var innanborðs, þær nálgast iíikyggilega hratt og nærri. En þær þustu hjá fyrir neðan og aftan flugvélina. Sólskinið glampaði á silfurgljáandi skrokkum þeirra og fagur- rauðu tönkunum, er þær bar í bláan hafflötinn fyrir neð- an. Þá smellti ljósmyndari blaðsins Ól. K. M. af — en því miður vantar litadýrðina á myndina. Bíll ók yfir Lág- heiði gær ÓLAFSFIRÐI, 23. jan. — Hér er mikil veðurblíða og allir vegir færir í Ólafsfirði, rétt eins og á sumardegi. í gær fór bíll, rúss. nesk jeppabifreið, yfir Lágheiði til Fljóta. Var ekið á harðfenni og sýnir þetta vel hve lítill snjór er hérna. Er það alveg einsdæmi að hægt sé að komast á bíl yfir heiðina á þessum tíma árs. — Jakob. Greiðslujöfnuðurinn og vöruskiptajöfnuðurinn Nokkrar skýringar og afhugasemdir MBL. hefur orðið þess vart, að oft gætir misskilnings í sambandi við umræður um vöruskipta- og greiðslujöfn- uðinn. Mun því hér á eftir rætt lítillega um það, hvað í þessum hugtökum felst. Hagstofa íslands birtir mánað- arlega tölur um verðmæti inn- fluttra og útfluttra vara og má af þeim sjá vöruskiptajöfnuðinn við útlönd, en það er mismunur þessara verðmæta á annan hvorn veginn. Vöruskiptajöfnuð- urinn er kallaður hagstæður, ef verðmæti útfluttra vara er meiri en hinna innfluttu, en óhagstæð- ur, ef innflutningur fer fram úr útflutningi að verðmæti. Segja má, að hið síðarnefnda sé regl- an hér á landi, og reyndar í mörg um öðrum löndum. Hinar mánaðarlegu tölur um vöruskiptajöfnuðinn eru jafnan gefnar upp þannig, að miðað er við f.o.b.-verð útflutningsins (þ.e. verðmæti. útflutningsvaranna komnar í skip í íslenzkri höfn) og c.i.f.-verð innflutningsins (þ.e. verðmæti innfluttu varanna komnar í íslenzka höfn). Tölurn- ar um vöruskiptajöfnuðinn gefa þó ekki fullkomna mynd af við- skiptum þjóðarbúsins í heild. Fullkomin mynd af öllum við- skiptunum við útlönd fæst með útreikningum á greiðslujöfnuðin- um, sem gerðir eru árlega af hag fræðideild Seðlabankans. Að vísu er inn- og útflutningur vara lang veigamesti þátturinn í þeim, en jafnframt koma til greina greiðsl ur fyrir ýmjss konar. þjónustu á báða bóga, sem nefndar eru duldar greiðslur. Þessar greiðsl- ur eru m.a. vegna ferðalaga, flutninga á vörum og farþegum, trygginga og ýmislegs annars. Þegar upplýsingar eru fengnar um þessar greiðslur auk inn- og útflutnings vara, má sjá greiðslu- jöfnuð landsins við útlönd, en það er mismunur allra greiðslna, bæði fyrir vörur og hvers kyns þjónustu á báða vegu. Til þessa mismunar hlýtur að svara jafn- mikil lækkun eða hækkun skulda við útlönd (eða hækkun eða lækkun erlendra innstæðna) að viðbættum gjöfum til eða frá út- löndum eftir því, hvort greiðslu- jöfnuðurinn er hagstæður eða ó- hagstæður, — greiðslurnar frá út löndum hærri eða lægri heldur en greiðslurnar til útlanda. Eins og áður er sagt, stendur líkt á fyrir mörgum löndum og íslandi, að vöruskiptajöfnuður- inn er alltaf, eða nær alltaf, óhag stæður. Má taka Bretland og Noreg sem dæmi í þessu sam- bandi. Hallann greiða þessi lönd fyrst og fremst með þeim miklu tekjum, sem þau hafa af sigling- um og móttöku ferðamanna. Tekj ur af erlendum ferðamönnum eru í mörgúm löndum langstærsti lið ur hinna duldu gæiðslna. Að undanförnu hafa Banda- ríkin haft óhagstæðan greiðslu- jöfnuð, þ. e. gullforði þeirra hef- ur minnkað, sem myndi sam- svara lækkun á erlendum inn- stæðum ýmissa annarra þjóða. Frh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.