Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 25. Jan. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 13 Cook sér Okkar skSpulag á ferðamálum þekkist hvergi nema i einræðis- ríkjum, segir Geir H. Zoega í'EBÐAMÁLIN hafa verið mjög á dagskrá að undanförnu. Mikill áhugi hefur vaknað hér fyrir því að laða hingað erlenda ferða- menn, því að móttaka erlendra ferðamanna er orðinn álitlegur atvinnuvegur meðal nágranna- þjóða okkar — og ýmsir eru þeirrar skoðunar, að okkar land búi yfir mörgu, sem útlendinga mundi fýsa að sjá og kynnast. < Ferðamálin eru í rauninni ekki gamall atvinnuvegur, ef svo imætti segja, því aðeins eru liðin i<52 ár síðan „faðir túrismans“ fæddist. Þessi maður var Eng- lendingurinn Thomas Cook. — Hann er upphafsmaður að skipu lagningu skemmtiferða, fyrsti Jnaðurinn, sem gerði þetta að at- vinnu sinni. Með bættum og full íkomnari samgöngutækjum hefur ferðamálunum fleygt fram, en fyrirtæki Cooks ber enn þann dag höfuð og herðar yfir aðra á þes.su sviði. Cooks ferðaskrifstof- urnar eru nú orðnar 400 í 60 iöndum — og hér á landi er ein- jmitt umboðsskrifstofa Cooks, e. t.v. sú minnsta, en hins vegar elzta ferðaskrifstofan hérlendis. Geir H. Zoega henni forstöðu. / — Cook hefur sent erlenda ferðamenn hingað allt frá 1870, segir Geir, og auðvitað var þá ferðazt á hestum um landið en ekki í bílum og flugvélum. Ferða menn komu hingað öðru hvoru á vegum Cook allt fram til síðari Thomas Cook a etri arum lieimsstyrjaldarinnar, en eftir liana hefur skorbur á hótelrými <n.a. valdið því, að bæði Cook- gkrifstofurnar og aðrar ferða- *krifstofur hafa sýnt íslandi tninni áhuga en «lla. Hin ranga gengisskráning olli því líka, að fcér var dýrt fyrir útlendinga að dvelj ast. Og Geir heldur áfram: — Menn verða að gera sér grein fyr ir. því, að úti í hinum stóra heimi annast ferðaskrifstofur tugir milljóna ferðamanna á hverju ári. Áh-ugi útlendinga á íslandi er mjög takmarkaður og þegar þar við bætist, að hér er ekki hægt að fá inni í hóteli nema með höppum og glöppum — og gengið var falskt og þar af leið- andi mjög dýrt að koma hingað, þá hafa ferðaskrifstofUrnar skilj anlega engan áhuga á að auglýsa ísland. Ferðaskrifstofa í Bret- Aðalbækistöðvar Cook-fer ðaskrifstofanna í London alhliða ferðaskrifstofu, sem ann- aðist þá miklu víðtækari starf- semi en ferðaskrifstofur hafa hingað til gert hér. Hún yrði í nánu sambandi við Cook-skrif- stofurnar og aðrar, sem ég hef Fyrsti farmiðinn, sem Cook gaf út. landi fengi e.t.v. 100 Breta til að umboð fyrir. ferðast til Danmerkur fyrir sama auglýsingakostnað og einn feng- ist til íslandsferðar. Dæmið var einfaldlega þannig. — En við leiðréttinguna á gengisskráningunni breyttist þetta verulega og nú hefur skiln ingur manna á hótelþörfinni ver- ið vakinn. Þetta er m.a. ástæðan til þess, að Cook ferðaskrifstof- urnar hafa nú skipulagt og aug- lýst 12 daga ferðalag til íslands í sumar — til reynslu. — Þessi ferð hefur verið undir búin í samráði við Ferðaskrif- stofu ríkisins hér heima og Jó- hann Sigurðsson, framkvstj. í Londón. Flogið verður til og frá íslandi, farið til Akureyrar og Mývatns auk þess sem litazt verð ur um hér sunnan lands. ísland er sem sagt aftur komið á blað. Og nú er málum svo komið, að ég beiti mér fyrir athugun á því, hvort hægt yrði að setja hér upp Geir H. Zoéga, — En ekki verður neitt úr þessu nema nýskipan komist á ferðamálin hjá okkur, því enn er varla grundvöllur fyrir slíka starfsemi hér. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur einkarétt á mót- töku erlendra ferðamanna. Slík einokun þekkist hvergi nema í einræðisríkjunum austan járn- tjalds ,enda sízt fallin til þess að ýta undir ferðamannastraum. Þetta fyrirkomulag er beinlínis til skammar. —■ Ég er ekki að álasa stjórn- endum ferðaskrifstofunnar hér, síður en svo, og Ferðaskrifstofa ríkisins á e.t.v. tilverurétt, en ekki í þeirri mynd sem hún er nú. Hún gæti verið til eftirlits og aðhalds fyrir þá, sem önnuð- ust ferðamálin. Og hún gæti sam ræmt aðgerðirnar. — Stjórnendur Ferðaskrifstofu ríkisins hafa sýnt dugnað, en það er hins vegar ekki á fárra manna færi að gera ísland að ferða- mannalandi. Þar verður að koma til samkepni hæfra manna, sam- keppni ferðaskrifstofa — og full komið frelsi á sama hátt og ferða málunum hefur verið búið í ná- grannalöndum okkar. Geir H. Zoéga hefur um margra ára skeið greitt fyrir erlendum skemmtiferðaskipum, sem hing- að koma að sumarlagi og stanza yfirleitt í einn dag eða svo í Reykjavík. Hann segir, að þegar sé ákveðið, að í sumar komi hing að Caronia, Gripsholm, Bergens- fjord, Brail og Andes — og e.t.v. fleiri. Nú verður lögð áherzla á að gefa fólkinu nægan tíma til að skoða sig um í Reykjavík og verzla, ef það hefur hug á. Ferð- irnar út úr bænum verða styttar, því reynsla undanfarinna ára hef ur sýnt, að lítið hefur mátt út af bregða svo að ekki hafi verið komið fullseint aftur í bæinn. ★ — Eg er viss um það, að mik- ill hluti þeirra Islendinga, sem farið hafa út fyrir landsteinana, hafa einu sinni eða oftar notið fyrirgreiðslu Cooks, enda þótt þeir hafi sjálfir ekki vitað um það. Og það var einmitt hug- mynd Cooks að greiða fyrir öll- um ferðamönnum, sem þess ósk- uðu í smáu og stóru. — Hann fæddist í Melbourne, Derbyshire í Englandd árið 1808. Hann var fátækur og 10 ára að aldri fór hann að vinna, fyrst garðyrkjustörf. Síðar réðist hann til prentsmiðjueiganda og bóka- útgefanda. Cook var mikill bind indismaður. Hann var mjög virk ur í samtökum bindindismanna og eitt sinn datt hoflum í hug að full þörf væri á að greiða fyrir bindindismönnum, sem ætluðu að sækja bindindismót eitt, sem haldið var í fjarlægum bæ. Þann ig atvikaðist það, að fyrstu ferða mennimir, sem fóru á vegum Cooks, keyptu sér shillings far- miða frá Leicester til Loughbor- ough og aftur til baka. Og það, sem merkara var: Með sérstök- um samningum við járnbrautar- félagið gat Cook veitt afslátt vegna þess, að farmiðinn var tvö faldur, gilti fram og til baka. Síð an hefur afsláttur af tvöföldum farmiða verið viðtekin regla á öllum samgönguleiðum. ★ — Það voru 570 manns, sem fóru á bindindismótið í Lough- borough þann 5. júlí 1841, og þetta var upphafsdagur Cook- ferðaskrifstofunnar. — Næstu tvö ár var Cook önnum kafinn að skipuleggja hópferðir fyrir bind indissamtök og barnaverndarfé- lög. Árið 1845 skipulagði hann svo fyrstu skemmtiferðina til Liverpool, Norður Wales, eyjar- innar Mön og Dublin. Þetta þóttu slík tíðindi að farmiðarnir gengu kaupum og sölum manna á meðal á tvöföldu verði. — Starfsemi Cooks óx hröðum skrefum og hann varð heims- frægur, er honum var falið að greiða fyrir 165 þús. ferðamönn- um af öllum Bretlandseyjum, er sóttu Lundúnasýninguna miklu árið 1851. Hann færði stöðugt út kvíarnar og hann var upphafs- maður „Alþjóða ferðamanna-mið anna“. Árið 1872 skipulagði hann fyrstu hnattferðina, sem tókst vel — og frægð hans jókst hröð- um skrefum. Fjöldi manna um allan heim fetaði brátt í fótspor Cooks. Hann hafði skapað nýjan og vaxandi atvinnuveg. ★ — En Cook hefur fengið mörg önnur verkefni en að greiða fyr- ir ferðamönnum. Stofnun hans var í slíku áliti hjá brezku stjórn inna, að honum var falið að skipuleggja leiðangurinn upp með Níl, Gordon hershöfingja til hjálpar, árið 1884. í þessum leið- angri voru 18.000 hermenn, 130. 000 tonn af vistum og 65.000 tonn af kolum. Og það var mál manna að enginn hefði getað leyst þetta betur af hendi en einmitt Cook. — Annað merkilegt afrek mætti nefna: Óskapleg ringulreið var jafnan í Mekka vegna píla- grímsferða Múhameðstrúar- manna þangað. Horfði þetta til slíkra stórvandræða, að engin leið virtist til að koma einhverju skipulagi á pílagrímsferðirnar. Cook var falið að athuga málið og kom hann því í það horf, að menn undu vel við. ★ 1 — Cook skrifstofurnar hjálp- uðu hundruðum þúsunda manna heim við upphaf beggja heims- styrjaldanná. Ekki aðeins Bret- um, sem voru erlendis, heldur og annarra þjóða fólki, sem statt var fjarri heimalandinu. Um alla Evrópu leituðu menn til Cooks. Ef hann fann ekki smugu, þá var hún engin til, sögðu menn. — Cook var fengið það mikil- væga hlutverk í siðari heims- styrjöldinni, segir Geir, að ann- ast allan bréfapóst til fólks í þeim löndum, sem nazistar höfðu lagt undir sig. Sem umboðsmað- ur ferðaskrifstofunnar var ég beðinn að annast þetta hér á landi og gerði ég það öll stríðs- árin, tók við bréfum, sem héð- an voru send til fólks hinum meg in víglínunnar — og svo tók Cook að sér að koma þeim áleið- is. Aðalvinnan í þessu sambandi var að lesa öll bréf yfir, því á styrjaldartímum eru jafnan regl- ur um það hvað má skrifa og hvað ekki til ættingja í landi ó- vinanna. Unga fólkið, sem nú er að vaxa upp man ekki eftir stríðs tímimum. Það er líka ágætt. ★ —Thomas Cook lézt 1892, 84 ára að aldri. En hann lifði að sjá draum sinn rætast, sjá fólkið fara allra sinna ferða, án þess að hafa áhyggjur af því hvort það kæm- ist með þessari lest eða hinni, hvort það næði skipinu, eða hvort það fengi inni á hóteli, þegar komið yrði á áfangastað. Cook sá fyrir öllu — og gerir það enn í dag. Gefur 25 þús. kr, í sjúkraflugvélina ÍSAFIRÐI, 21. jan. — Kvenna- deild Slysavarnafélagsins á ísa- firði hélt aðalfund hinn 12. þ. m. Var fundurinn v*l sóttur. — Úr stjóm áttu að ganga frú Sigríð- ur Jónsdóttir, formaður, Guðrún J ónsdóttir, varaforinaður, og Þuríður Vigfúsdóttir, ritari, en voru allar endurkosnar. Með- stjómendur eru frúrnar Lára Edvarðsdóttir og Anna Sigfús- dóttir. Á fundinum var ákveðið að gefa 25. þús. krónur til björgun- arflugvélar Björns Pálssonar. í félaginu eru um 300 meðlimir og hefur það á undanförnum árum unnið mikið og fórnfúst starf í þágu björgunar- og líknarmála. Félagið var stofnað fyrir 27 ár- um. — G. K. rir öllu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.