Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ MiðviKudagur 25. jan. 1961 Helgi litgvarsson yfirlæknir # jór og áf engi Á SEINUSTU mánuðum hefur Sviss verið meira rætt og ritað um j taldir eru drykkjusjúklingar 2% af ölllum íbúum alkohól en um langt árabil að í landsins (U.Press, cit Alþbl. í undanfömu. I des. 1960). Glöggt kemur fram að menn) Á 5 fyrstu starfsárum hjúkr. greinir á um ágæti alkohólsins. unarheimilis AA-samtakanna Það er mjög áríðandi að hver einasti maður, ungur og gamall, geri sér grein fyrir göllum þess og kostum, ef einhverjir eru, því ég hygg að framundan séu úrslitaátök um alkohólið, ekki aðeins hér á landi heldur um alla veröld og skal ég nú gera grein fyrir þessari skoðun minni. Við vitum að bindindisvikan, stór slys, árásir og stórþjófnað. ir af völdum alkohóls og nú síðast ölfrumvarpið, hafa ýtt undir umræður um alkohól- vandamálið hér á landi. Með öl- frumvarpinu, ef samþykkt verð- ur, rætast draumar allra vild- ustu vina alkohólsins, að fá það í minni og ódýrari umbúðum en áður. f Svíþjóð, Frakklandi og mörgum öðrum menningar löndum fer nú fram ýtarleg rannsókn á útbreiðslu dfykkju- skapar og áhrifa hans á heilsu- far, siðferði og glæpahneigð. Mest er haft á orði að rannsókn- ir þessar og gagnráðstafanir sem boðaðar eru, séu gerðar vegna þess, að sívaxandi drykkju- skapur kvenna og unglinga sé uggvekjandi. En ástæðan fyrir því róti sem alkohólið velkist nú í, á sér líka aðrar og dýpri orsa'kir. Frá öndverðu hefur mannkyn. ið verið tröllriða af hallærum og drepsóttum. Ekki höfum við íslendingar farið varhluta af þessum vágesti. Tæknivísindi og læknavísindi hafa gert mönn- um kleift að sigrast á, eða drepa í dróma hallæri og flestar drepsóttir. Ég nefni til dæmis íslands fomu féndur: svarta dauða, kúabólu, bamaveiki og holdsveiki. Alkohól og krabba- mein leika enn lausum hala. Um krabbamein er þó það að segja, að svo kappsamlega er unnið að rannsóknum og lækn. ingum á því um allan heim að varla getur hjá því farið að ein- hýer úrlausn fáist á því vanda- máli í náinni framtíð. Alkohólið sjÉendur því ekki lengur í skjóli bak við mestu plágur mann. kynsins. Það er komið í fremstu Viglínu. Þar verður það að sigra eða falla. Ég er ekki í miklum vafa um hver endalokin verða. Að vísu segja virktavinir alko- hóisins að það sé jafngamalt mannkyninu, yndi af því jafn- gamalt yndi af hljómlist, og að það sé menningararfur sem þurfi að leggja aukna rækt við (Sbr. Morgunblaðið 9. des. 1960). Öil vitum við að alkohól er nautnameðal, sem veldur stór. mennskubrjálæði og jafnvel fullkominni vitfirringu ófárra neytendanna. S.B. segir svo (Morgunbl. 9. des. 1960): „Það er þarft og nauðsynlegt verkefni fyrir Góð- templara að uppræta drykkjú- sjúkleika með þjóðinni og hjálpa þeim til manns, sem harðast hafa orðið úti og alls ekki þola að neyta neins áfengis — en láta hina óáreitta sem drekka af list og í hófi sér til ánægju og ef til vill nokkurs góðs“. Ég hef xeynt að gera mér þess nokkra grein við hverju verði þjóðin kaupir þessa um. ræddu ánægju og að eigin dómi, vafasömu gæði hófdrykkju- mönnunum til handa. Heilbrigðisskýrslur landlæknis bera með sér að fyrir nokkrum árum var gerð allítarleg grein fyrir drykkjusjúklingum í ein- um af kaupstöðum landsins og reyndust þeir 1,3% íbúanna. Til samanburðar má geta þess að i hefur þar verið tekið á móti 200 nýjum sjúklingum á ári hverju. Það er meiri aðsókn en að berklahælunum, þegar verst lét. Þeir einir sjúklingar sækja hæli þetta, sem vita um og skilja sjúkdóm sinn. Öll vitum við að flestir drykkjumenn eru ekki alveg á því, að þeir séu neinir vandræðamenn. Umhverfið skil- ur þá ekki. Þeir bara „smakka það. Árangur hjúkrunarheimilis ins er talinn skiptast í 3 nokkuð jafnstóra flokka: heilbrigða betri og eins. Líklegt er að bati fari nokkuð eftir aldri og stigum veikinnar og því sennilegt að mestur hluti þeirra sem fengu ófullnægjandi bata séu enn drykkjusjúklingar. — Áfengis- varnadeild HV tók á árunum 1952—1958 á móti 1189 sjúkling- um. Skýrslur deildarinnar bera með sér að hún hefur sent til tölulega fáa sjúklinga í heimili AA.samtakanna. Líklegt er þó, að ófáir sjúklingar séu þeir sömu á báðum þessum stöðum. Af ofanrituðum gögnum og fleiri staðreyndum þykir mér líklegt að í Reykjavík séu 800— 1000 drykkjusjúklingar. Allt þetta fólk á sammerkt í því, að það er óhæft til að veita heim- ili forstöðu vegna drykkjuskap- ar. Samkvæmt hérlendri reynslu má telja líklegt, að allt að % huti þessa fólks sé óhafandi á heimilum og eigi hvergi heima nema í hælum. Ég geri ráð fyr. ir því að fullur þriðjungur þess- ara sjúklinga sé vistaður á Kleppi, í Arnarholti og víðar. Engar innlendar skýrslur eru til um ofdrykkjumenn. Það er að segja fólk, sem hefur lítið taumhald á drykkjuskap sínum, en getur þó haldið saman heim- ilum sínum og stundar atvinnu sína, þó oft í skjóli sér fremii vina og vandamanna. f erlend. um skýrslum hef ég séð of- drykkjumenn talda þrefalt fleiri en drykkjusjúklingana. Á árinu 1955—1958 tekur áfengisvarnadeild á móti 498 sjúklingum. Á framfæri þeirra eru 536 börn. Það er því augljós staðreynd að þau börn, sem al. ast upp á heimilum drykkju- sjúklinga og ofdrykkjumanna skipta þúsundum. Hraust og táp- mikil böm sleþpa sjálfsagt oft. ast heil á sálu og sinni frá því uppeldi. En hvernig fer fyrir börnunum, sem eru pasturslítil og veikgeðja? Spyr sá sem ekki veit. í Morgunblaðinu í síðastliðn- um mánuði segir svo: Við verð- um að horfast í augu við þá staðreynd, að allur fjöldi manna neytir víns. Svipuð ummæli sjást víðar. Ef maður gerir ráð fyrir að slíkar fullyrðingar séu réttar, þá hafa % þessa fólks fullkomið vald yfir alkohól. neyzlu sinni. Það mundi því kosta flesta af því, litla sjálfsaf- neitun eða enga að hætta slí'kri neyzlu með öllu. Þessu fólki vil ég benda á: 1. Nálega allir ofdrykkjusjúkl- ingar hafa um eitt skeið verið hófdrykkjumenn. 2. Fjárhagur margra, ef ekki flestra heimila leyfir ekki að alkohól sé notað til neyzlu og risnu, þó í hófi sé. 3. Þó að hófdrykkjumaður sé öruggur um sjálfan sig, veit hann ekki hvort börn hans, bamabörn, vinir eða vanda. menn, sem lært hafa af hon- um listina, verða eins sterkir á svellinu. 4. Alkohól sljófgar dómgreind og dregur úr viðbragðsflýti, þó lítils sé neitt og getur því gert hófdrykkjumanninn ábyrgan að stórslysum. — Skammt er að minnast flug- slyssins mikla í Finnlandi. Flugstjórarnir báðir voru taldir undir áhrifum alkohóls og nöfn þessara ógæfumanna básúnuð um heim allan. — (Sbr. Tíminn 10. 1. 1961). Fyrstu 10 mánuði ársins 1960 voru rúmlega 200 manns kærðir fyrir ölvun við akstur. Vitan. Igea telur flest af þessu fólki sig neyta alkohóls í hófi. Ofdrykkju mennirnir eiga fæstir ráð á bíl um. Lögregluþjónn í Reykjavík skrifar (Vísir 1. 12. 1960): „Þið hafið sennilega ekki komið á slysstað, þar sem drukkinn mað ur hefur valdið slysi, farartæki sundurtætt og saklaust fólk slasað. Þið hafið sennilega ekki heyrt neyðaróp hinna slösuðu". Versti og andstyggilegasti fylgifiskur alkohólsins er þó glæpahneigðin. Vegna vitfirring ar og óminnis, sem iðulega fylg- ir alkohólneyzlunni geta ágæt. ustu drengir misst stjóm á sjálfum sér og unnið hin versta óhæfuverk án vilja síns og vit- undar. f bæ einum í Svíþjóð leiddi ítarleg rannsókn í ljós að 65% af öllum glæpum þar áttu rót sína að rekja til alkohól- neyzlu. Nálega allar líkamsárás. ir hér á landi, þar meðtalin morð og nauðgunartilraunir, hafa verið framdar í ölæði. Sama máli gegnir um flesta þjófnaði og fleiri glæpi. Árið 1956 voru yfir 4000 næt- urgestir í kjallara lögreglunnar í Reykjavík vegna ölvunar. Stígur Sæland segir (Alþbl. 30. 11. 1960: „Flest þau afbrot og leiðindamál, sem lenda hjá lögreglunni stafa beint eða ó beint af drykkjuskap". Hann segir einnig :„Oft hafa konur og börn orðið að flýja undan drukknum mönnum og við verið beðnir um aðstoð“. arðu ekki að fá þér einn lítinn? Varla drepur þig að smakka það. Ertu hræddur við mömmu þína o .s. frv. Svo bætist við: Varla verður þú fyllibytta, þó þú drekkir einn saklausan bjór. Frakkland er eitt mesta vín- yrkjuland í heimi, létt vín eru þar ekki dýrari en kaffi hér. Sama máli gegnri um bjórinn. Og hver er reynslan þar? New York Times (Cit. Vísir 30. 11 1960) segir svo: Franska stjórn- in hefur hafið róttæka baráttu gegn al'kohólismanum, sem er eitt mesta vandamálið bæði félags- og heilbrigðismálum Frakklands. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ í 30—40 ár, segir (Alþbl. 11 11. 1960): „Áfengisbölið er mesti bölvaldur þjóðarinnar í dag“. Ólafur Þ. Kristjánsson, skóla. stjóri í unglingaskóla, segir (A1 þýðublaðið 18. 12. 1960): „Áfeng isneyzla unglinga er eitt alvar- legasta málið sem íslenzka þjóð- in þarf að leysa“. Ýmsir hófdrykkjumenn hafa að undanförnu skrifað í blöðin um ágæti bjórsins, en hnjóða í sterku drykkina. Helgi Sæmundsson segir (Vik an 12. 1. 1961): „Menn skaða sig naumast á bjór, en gera auðveld. lega út af við sig á eitri“. í Morgunblaðinu í síðastliðn- um mánuði segir svo: „Lítil skynsemi virðist í því að leyfa sölu hinna sterkustu drykkja, sem verst fara með menn, en banna að selja tiltölulega sak. lausan bjór og verðleggja létt vín þannig, að menn hallist að drykkju hinna sterku vína“. Og enn segir þar, að s'kapa þurfi almenningsálit gegn óhófs- drykkju áfengis og að bindindis- hreyfingin hafi í því efni miklu hlutverki að gegna. Ef skilja á þessa menn svo, að þeir vilji hefja sölu á bjór en banna sterka drykki, þá er það út af fyrir sig athyglisverð til- laga. Sjálfur álít ég, að sumir gæti, sem kallað er hófs í drykkju, aðrir ekki, hvort sem alkohólið er meira eða minna útþynnt. Öll getum við verið sammála um að ekki mundi bjórinn draga úr illvígum áróðri drykkjumannsins. Flest könn- umst við við orðatiltækin: Ætl. Hver vill svo trúa því að ódýr vín og bjór mundu draga drykkjuskap okkar? Hófdrykkjumennimir, sem ég hef áður vitnað til, vilja láta bindindismenn kenna fólki að drekka í hófi og lækna þá sem sjúkir verða af drykkjuskap. Sjálfir vilja þeir sitja óáreittir að sínu. Dálítið einkennilegur hugsunarháttur. Síðan ég var unglingur hef ég heyrt, að það þyrfti að kenna íslendingum að drekka. Ekki hef ég séð bóla á neinni breyt- ingu í því efni seinustu 50 árin, og svo mun enn fara. Allt þrugl um erlenda drykkjumenningu eru staðlausir stafir. Sjálfsagt er að einangra og lækna sjúklingana eftir getu. Til þess þurfum við að stækka hjúkrunarheimili AA og reisa nýtt drykkjumannahæli að öll. um búnaði og starfsliði eins og geðveikrahæli. Gallinn á þessu er bara sá, eins og Guðm. Jó- hannsson, forstjóri hjúkrunar. heimilis AA, segir, að þótt marg ir séu læknaðir þá bætast æ fleiri í hópinn, sem lækningar þurfa við. Trúlega er hlutfallið miili þeirra sem alkohól neyta og of- drykkjumanna alltaf svipað. Um stundarsakir getur það breytzt af ýmsum þjóðfélagslegum ástæðum, en ófrávíkjanlegt er, að því fleiri neytendur, því meiri ofneyzla. Eins og ég hef áður sagt, hygg ég, að % þeirra sem alkohóls neyta, geri það án allrar drykkjufýsnar. Þetta fólk heldur að skaðlaust sé að neyta áfengis við einstaka tækifæri. Ég held að þetta sé rangt, ég held að þetta íólk gefi börnum sínum og öðrum fordæmi um að neyta áfengis við einstaka tæki. færi. En þau tækifæri vilja verða æði mörg hjá sumum læri sveinum þeirra. Og því fer sem fer. Þetta fólk langar mig til að biðja um, að kynna sér hörm- Hljótt við höfnina Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins í fyrradag í Reykja- víkurhöfn. Síldarleitarskipið Fanney lá þar milli tveggja sildarbáta og biðu skipin öli eftir að veðrinu lægði, svo hægt yrði að halda aftur út á veiðar. ungar drykkjumannsins, hlusta á kveinstafi barna hans og fjöl. skyldu. Hollt er líka hverjum einum að ganga um götur borg- arinnar að kvöldlagi um helgar. Oft má þar sjá glæsileg og fal. leg ungmenni álpast um göb. urnar eins og meinakindur, sum á leið til foreldranna, önnur i leit að meira „geimi“. Blöðin segja oft frá glæpum og mis- ferli. Venjulega sér maður hilla undir alkohólið á bak við verkn- aðinn. Nú síðast segja þau frá kolbrjáluðum ógæfumanni, sem fyrir kynni sín af alkohólinu var af kunnugum talinn geðheill og góður drengur. Ég er viss um að þeir, sem kynna sér þessar hliðar alko. hólsins í ró og næði, munu flest- ir snúa baki við því. Ef svo færi væri auðvelt að hjálpa þeim hóf. drykkjumönnum, sem kunna að „detta í það“ og þá er opnuð leiðin að heilbrigðri lausn al'ko- hólsvandamálsins. Á síðastliðnu ári fór alkohól- neyzla hér á landi minnkandi. Það er ömurlegt, ef Alþingi hef- ur ekki annað til alkohólsvanda málsins að leggja en að hieypa nýju lífi í neyzluna með ölinu. Ég legg til að ölfrumvarpinu sá frestað, en í þess stað geri ríkisstjórn og AlþxTigi gagngerð. ar ráðstafanir til að rannsökuð sé þegar í stað útbreiðsla drykkjuskapar hér á landi og samband alkohóls við óknytti og glæpi, örbirgð og ýmsa sjúk- dóma einkum geðveiki. Almenn. ingur á heimtingu á að fá að vita það sanna í öllu sem lýtur að alkohólinu. Ég veit að það muni1 opna augu margra. Að lokinni slíkri rannsókn legg ég til að ábyrgar tillögur milliþinga. nefndar eða annarra tilkvaddra aðila til úrbóta verði lagðar fram svo fljótt sem unnt er. Að endingu þakka ég ríkis- stjóminni fyrir að fella niður „kokkteil“-boð á nýársdag. Ég vona að það verði forboði giftu. samlegrar lausnar þess vanda- máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Helgi Ingvarsson. Símanúmer vort verður framvegis 2 44 25 Brunabótafélag íslands Laugavegi 105

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.