Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 25. jan. 1961 MORGVISBLAÐIÐ 15 * _ Bergsteinn A. Bergsfeinsson yfi. fiskmafsm. Flokkun á frystri síld til útflutnings UNDANFAHIÐ hafa orðið nokk- ur blaðaskrif um útflutning á frystri síld, og þar sem einnig Ihefir þar verið vikið að flokkun eða mati á síldinni, þykir mér rétt að skýra málefnalega frá því á hverju gæðaflokkun síldarinn- ar er byggð og hvernig hún er frar. kvæmd. Er hér aðallega átt við skrif hr. útgerðarmanns Haraldar Böðvarssonar í Morgunblaðinu undanfarið. Á hverju gæðaflokkun byggist I Við allan útflutning og sölu á sjávarafurðum eru venjulega þrjú höfuðatriði, sem skipta máli: 1. Vörugæði. 2. Verð. 3. Umbúðir Hér skiptir ekki svo miklu máli hvort vörurnar eru seldar með fyrirfram gerðum sámningum eða fluttar til markaðslands ó- seldar, nema að því leyti að ef um fyrirfram-samninga er að ræða, eru gæðaflokkunarákvæði venjulega eitt af skilyrðum sölu- samninga, én sé um útflutning á óseldri vöru að ræða, þá er gæðaflokkun hennar miðuð við þær gæðakröfur, sem útflytj- endur og matsstofnanir sölulands telja að uppfylla þurfi í því sam bandi. Gæðaflokkun er því óhjá- kvæmileg, en um hana verður einkum rætt hér. Gæðaflokkar geta verið einn eða fleiri, byggist það einkum á eftirfarandi: Fyrsta flokks gæði er sú vara talin hafa í hverri fisktegund og framleiðslu-aðferð, sem telja má ógallaða, t. d. þannig að við áframhaldandi framleiðslu eða matreiðslu í markaðslandi gefi fulla nýtingu, verði talin æskileg og eftirsótt, á borð við annað, sem í boði er. Fyrsta flokks gæði verða því grundvöllur flokkunar þeirrar, sem óhjákvæmilega verður að eiga sér stað. Fleiri og lægri gæðaflokkar skapast svo af tvennum ástæð- um: 1. Þegar ekki hefir tekizt að framleiða vörutegundina alla í fyrsta gæðaflokki. 2. Varan, sem eleki næði fyrsfa flokks gæðum er að gæð- um e. t. v. allt frá því að vera ennþá það, sem hægt er að kalla góða matvöru og niður í það að vera hæf til manneldis að ein- hverjum hluta. Það, sem þannig ekki næði hinum æskilegu fyrsta flokks gæðum, getur verið svo misjafnt að flokka þurfi ennþá í sundur, vegna þeirra ástæðna, er hér get- ur í upphafi, þ. e. vegna viðskipta xnilli kaupenda og seljanda. f Flokkun á frystri síld Sala á frystri síld til útflutn- ings á sér ekki langa sögu hér á landi, t. d. miðað við aðrar sjávarafurðir. Hins vegar hefir þessi verzlun staðið nægilega lengi til þess að móta nauðsyn- Jega gæðaflokkun síldarinnar, á eama hátt og lýst hefir verið hér að framan með sjávarafurðir yf irleitt. A þessum tíma hefir flokkun síldarinnar mótazt í það, sem er í dag, en nokkur atriði í því sam- bandi verða rakin hér á eftir. 1 fyrstu var síldin einkum met- fn eftir ferskleika og ytra útl-iti, enda var meðferðinni í byrjun urijög ábótavant. Þe.ð kom þó mjög fljótt i ljós að þetta mat var ekki nægilegt, þar sem síldin gat haft innri skemmdir, í eða út frá kviðar- holi, sem er tegund af sjálfs- meltingu o. fl. Þetta kom í Ijós er kaupendur fóru að þíða síldina upp í stór- um stíl til flökunar í verksmiðj- um, því auk þess að þessar skemmdir skaða kaupandann eins og þær eru, þegar síldin er þídd upp, aukast skemmdirnar eftir að síldin er þídd og þar til hún kemst í varanlegt verk- un*rástand hjá verksmiðjunni. Ytri skemmdir og ferskleika síldarinnar hefir verið unnt að iaga með bættri meðferð. Hir.s vegar geta innri skemmdir verið til staðar, þótt síldin líti vel út hið ytra. Það er ekki sérlega vandasamt að flokka síldina eftir ytra út- liti hvað viðkemur ferskleika og ytri skemmdum, en við innri sk.emmdir verður að beita sérstök um aðferðum. Aðferð við mat á innri skemradum Framleiðslu-ástand frystrar síldar til útflutnings er þannig, að hún er fyrst heil og óskorin, þ. e. sem kallað er í daglegu tali óslægð með haus. Það er því úti- lokað að gæðaflokka síldina stykki fyrir stykki viðkomandi innri skemmdum svo sem flesta aðra framleiðslu. Kaupendur, sölusamtök frysti. húsanna og Fiskmat ríkisins hafa því komið sér saman um þá að ferð að flokka síldina samkvæmt sýnishornatöku, þó líka sé lagt til grundvallar, hvað vitað er um gæði síldarinnar um leið og hún er framleidd. Síldin er yfirleitt fryst í 9 kg öskjum (samfryst), og er hver askja dagsett framleiðsludegi, þannig að unnt verður að flokka hverja dagsframleiðslu fyrir sig. Við sýnishornatöku er venju- lega miðað við eitt promille, þó stundum sé tekið meira, ef á- stæða virðist til. Skapazt hefur sú venja að yfirfiskmatsmaður framkvæmir sýnishornatöku og flokkun, að viðstöddum fulltrú- um sölusamtakanna og kaupanda. Stundum hefir kaupandi ekki fulltrúa viðstaddan. Þessi flokkun síldarinnar fer venjulega fram 1—3 dögum áð- ur en hún er lestuð til útflutn- ings. Gæðaflokkar Samkvæmt reynslu undanfar- inna ára hafa skapazt 3 gæða- flokkar. A: Síld, sem telja má óskemmda að ytri og innri skemmdum. B: Síld, sem hefir lítisháttar ytri skemmdir, t. d. sköddun á haus og ekki teljandi annað, og innri skemmdir rétt merkjanleg. ar. C: Síld, sem getur verið sködduð á roði og allt að helm- ingur sýnishorna með merkjan. legum innri skemmdum. 1 öllum þessum flokkum verð- ur þó síldin að vera fersk. Nánari skilgreinmg þessara flokka er þannig: A: Reiknað með að megi nota síldina án nokkurs úrgangs í hvers konar áframhaldandi fram. leiðslu eða matreiðslu. B: Reiknað með að nota megi síldina til hvers konar áfram- haldandi framleiðslu eða mat- reiðslu, án teljandi úrgangs, þó getur slíkur gæðaflokkur verið gallaður til t. d. heitreykingar, ef hausinn er gallaður eða ef ein hvers staðar er sprunga á roði. C: Við áframhaldandi fram- leiðslu eða matreiðslu má gera1 ráð fyrir úrgangi, t.d. að skera verði allan kviðinn af allt að helmingi síldarinnar og að slík- ur gæðaflokkur sé óhæfur til heitreykingar. Fryst síld hefir fram að þessu venjulega verið seld með fyrir- fi'am gerðum samningum. Venjulegast eru þeir samningar nú gerðir um A-flokk eða byggð- ir á gæðum hans. Sé um vöntun á þessari vöru að ræða, gera kaupendur stundum viðbótar- samninga um næsta flokk eða B- flokk, og í vetur hefir það skeð, sennilega vegna mikillar vönt- unar að kaupandi hefir samið um nokkurt magn af C-flokki. tJrgangur Hér hefir verið lýst flokkun síldarinnar. Er e. t. v. rétt að geta þess, að lægsti gæðaflokk- urinn er orðinn til samkvæmt reynslu um lágmarksgæði þess, sem kann að seljast, ef sérstök vöntun er á þessari vörutegund. Sú síld, sem er að gæðum lak- ari en C-flokkur verður því tal in úrgangssíld eða ekki flutt út sem matvara í því formi eða fram leiðsluástandi, sem síldin er flokkuð í. Hins vegar blandast engum hugur um að svo sem fram- kvæma verður flokkun síldarinn- ar til útflutnings eins og hér er lýst, verður ekki unnt að flokka síldina á þann hátt, að ekki verði eftir í úrganginum eitthvert magn af síld sem ennþá væri nothæft til manneldis, þegar síld in væri þídd upp og flokkuð, en þá er unnt að flokka flökin og hirða hið nýtilega. Það er því enginn mælikvarði á hæfilega gæðaflokkun síldar- innar, þótt kaupandi eða verk. smiðjueigandi erlendis vilji í ein stöku tilfellum kaupa úrganginn og flokka hann síðan sjálfur, þeg ar hann á ekki kost á betri vöru, frekar en það sé mælikvarði á flokkun síldarinnar, að kaupandi kæri sig ekki um ótakmarkað magn af fyrsta flokks síld, þegar mikið framboð er á þeirri vöru yfirleitt; né heldur mælikvarði í þessu sambandi þótt léleg gæða vara þessarar tegundar geti náð sama eða betra verði, þegar mikil vöntun er staðreynd, held- ur en unnt er að ná með fyrir- framsamningum, sem gerðir eru áður en nokkur veit um hvað síðar kann að verða á þeim vett- vangi. Reglur um útflutning Hér á landi svo sem víða ann« ars staðar er talið nauðsynlegt, eru settar reglur um útflutning sjávarafurða, þannig að viðkom- andi útflytjandi þarf leyfi stjórn skipaðrar stofnunar til þess að flytja út og selja þessar afurðir. Hlutverk þessara stofnana mun oft vera margþætt, en mér skilst þó, að þar sé um tvö megin- . atriði að ræða: 1 fyrsta lagi halda uppi því hæsta verði sem unnt er að fá á hverjum tíma. 1 öðru lagi að meta, hvort út- flutningur vöru geti á nokkurn hátt skaðað markaðsmöguleika. Fyrra atriðið er e. t. v. aðeins eins konar reikningsdæmi, en seinna atriðið á einkum við, eí möguleikar eru á að koma í verð- mæti framleiðslu, sem er úrgang ur frá flokkun viðkomandi vöru- tegundar. Svo sem vitað er getur skapazt það ástand að unnt sé að selja úrgangsvörur á hagstæðu verði, miðað við gæði. Við leyfisveitingu fyrir slíkri sölu, hlýtur þá að vera aðalatrið- ið, hvort slík sala geti skaðað hagsmuni vora á viðkomandi markaði. Þannig hlýtur að vera nauðsyn legt, að ekki sé selt eða flutt út án vitundar eða athugana þeirr- ar stofnunar, er slík leyfi veitir. Að endingu þetta: Þau um- mæli, sem fallið hafa um Fiskmat ríkisins í áðurnefndum blaðaskrif um verða ekki gerð að frekari umræðuefni en hér er gert, þ. e. skýra rétt frá því, hvernig flokk- un sí'darinnar er framkvæmd. Ennfremur er rétt að geta um eftirfarandi: Fiskmat ríkisins er stofnun, sem gegnir þeim störfum að sjá um fiokkun á sjávarafurðum til útflutnmgs, en hefir ekki meS höndum úthlutun útflutnings- leyfa fyrir þeim vörum. uggatjöld H VERFIGLU GGARNIR svo- nefndu eru allra glugga dá- samlegastir, þegar hreinsun á þeim er höfð í huga. En þegar velja á fyrir þá glugga tjöld, kemur annað hljóð í strokkinn. Þegar glugginn er opnaður, opnast efri brún hans inn og verða því gardín urnar að vera fyrir utan gluggakarmana. Hér koma fjórar uppástung ur, hvernig gera má glugga- vegginn skemmtilegan á ein- faldan hátt. Tökum við sem dæmi lítinn glugga, sem stað settur er hátt á veggnum. 1) Einfaldast er ein löng gardína, sem felld er yfir stöngina, þannig að mjúk ur og boginn kappi myndast. Einnig má klippa hliðargard- ínurnar frá og draga þær upp á stöng, svo hægt sé að draga þær fyrir þegar dimma tekur, en fyrirkomulag kapp- ans er látið vera óbreytt. 2) Næsta mynd sýnir enga nýjimg, venjuleg gólfsíð gluggatjöld og rykktan kappa. Þessi gluggatjöld fara vel við gamaldags húsgögn. Á myndinni skipa gamla saumaborðið hennar ömmu, stóll og lampi, heiðursssætið í stofunni og fara vel við þessa gerð gluggatjalda. 3) Og þá erum við komin að stofunni með nýtízkulegu húsgögnunum. Stórt og íburð armikið tjald er hengt fyrir gluggann, og er tjaldið haft svo stórt að það hylur allan vegginn, þegar dregið er fyrir. Þetta fyrirkomulag fer bezt í tiltölulega lítilli stofu með aðeins einum glugga. 4) í svefnherbergi — eða í herbergi heimasætunnar — fara bezt einlit, létt hlið- argluggatjöld og sléttur, rós- óttur kappi. Rúllugardínurn- ar eru hafðar úr sama efni og lcappinn, einnig áklæði litla stólsins. —O— Ef hugmyndaflugið er í lagi má gera jafnvel hina leiðinlegustu glugga skemmti lega. En viðkomandi verður að vita upd á hár, hvernig hann hefur hugsað sér að hafa gluggatjöldin, áður en hann fer að kaupa efnið í þau. SAMKVÆMISSKRÚÐI Síðir samkvæmiskjólar erO nú aftur í tízku, sér í Iagi þröngir með aukapilsum. — Stúlkan á myndinni fór á nýársfagnað í þessum glæsi- lega skrúða, ljósgullnum drakon-brokade-kjói, sem er eins og skapaður fyrir nor- rænar stúlkur. Kjóllinn er frá IKA í Helsinki. Það er mjög áríðandi fyrir hverja stúlku að hugsa vel um skó sína, einkum þá tá- mjóu. Til að forðast hrukk- ur og brot við tána er ágætt að hnoða saman silkipappír og troða honum vel fram í tána. Einnig er ágætt að setja sveigjanlega bambus- stöng í skóna, þegar ekki er verið að nota þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.