Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 25. jan. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 17 Daníel Matthíasson Minning F. 14. júní 1889 D. 14. janúar 1961 ÞAÐ er mikill sannleikur, að þegar lífið hefir kennt okkur að tapa, þá er fyrst þess virði að lifa því. En þær kennslustundir eru oft þungar í skauti — og i skilningur okkar á þeim næsta (takmarkaður. Ég get vart trúað því, að þú, frændi minn, sért horfinn okkur fyrir fullt og allt og að ég sé af veikum mætti að votta þér virð- ingu mína og þökk í síðasta sinn í örfáum og fátæklegum kveðju. orðum. Ég á erfitt með að sætta mig við það, að við systkinin tfrá Fjarðarhorni eigum aldirei r þið bíðið mín þar, og þú frændi minn takir mig upp í hnakkinn til þín og við höldum inn á hin- ar eilífu lendur. Daníel Matthíasson fæddist í Litlu.Tungu á Fellsströnd. Hann var sonur hjónanna Matthíasar Ólafssonar og Pálínu Dagsdó'tt- ur. Hann bjó lengst af að Hrauns firði í Helgafellssveit. Kona hans var Ingveldur Ólafsdéttir. Hún lézt árið 1955. Sonur þeirra, Páll, er búsettur í Keflavík. — H.J. Ólafur Þór Sigur- gesrsson — Minning eftír að fá tækifæri til að launa ykkur Ingu allar ykkar vel. gjörðir við okkur sem börn, því að allt til síðustu stundar voruð þið okkar aðrir foreldrar. Það er margs að minnast frá löngu liðnum dögum, þegar við áttum heima á Fjarðarhorni og þið á næsta bæ — Hraunsfirði. Við vorum öll sem ein fjölskylda aldrei neitt ósamlyndi milli heimilanna, og betri nágranna en ykkur get ég ekki hugsað mér að hægt sé að finna. Ég man eftir fallegri sögu, sem presturinn okkar í Stykkishólmi sagði okkur eitt sinn, Hún minn- ir mig á ykkar hugarþel í minn garð. Sagan er um tvær systur. Það var fermingardagurinn þeirra, og foreldrar þeirra, sem voru vel efnaðir, höfðu gefið þeim fallega skinnhanzka. En slíkir hlutir voru fáséðir dýr- gripir í þá daga. En til að gera þeim daginn en’'há minnisstæðari, þá afhenti móðir þeirra þeim þriðju gjöf- ina og sagði við þær: „Þessa gjöf eigið þið að fara með til þeirrar manneskju, sem þið teljið að eigi við bágust kjör að búa. Systurn- ar völdu gamla konu, sem legið hafði holdsveik árum saman, al- ein í litlu þakherbergi. Það var skuggsýnt þar inni, en þó nógu hjart til þess, að stúlkurnar sáu hrukkótt andlit gömlu konun- ar kaunum hlaðið. Þær afhentu henni gjöfina, og hún þakkaði þeim með mörgum fögrum orð. um. Önnur stúlkan gekk alveg að rúminu, beygði sig yfir gömlu konuna og klappaði henni á kinnina. Hanzkarnir urðu ónýt ir, — það vissi hún vel. Það runnu stór tár niður vanga gömlu konunnar, og hún sagði: „Mér þótti af öllu hjarta vænt um gjöfina, sem þið færðuð mér, en yfir þetta á ég engih orð. Slíka vináttu hefur enginn sýnt mér í fjöldamörg löng ár. Ég var tíður gestur á heimili ykkar og lærði þar margt, sem hefir komið mér að góðum not- um. Einu sinni sagði Inga við tnig: „Hvenær sem þú á lífs- leiðinni hittir fyrir einhvern þann, sem illa hefir farið fyrir í lífsbaráttunni, vertu þá ávallt reiðubúin til hjálpar.“ Þannig voru þau bæði þessi dásamlegu hjón. Ég kveð ykkur með sárum trega og innilegasta þakklæti. Það er von mín, að þegar ég sjálf kem að landamærunum, að^ HANN var fæddur í Reykjavík 17. jan. 1946 og skorti aðeins 2 daga í 15 ár, en hann lézt í Lands spítalanum 15. jan. sl. Ólafur Þór var sonur Sigurgeirs Guðjóns- sonar trésmiðs og konu hans Sig urbjargar Ólafsdóttur, Grænu- hlíð 5 hér í bæ. Hann var yngst- ur 5 barna þeirra hjóna. Kynni okkar Óla hófust í Austurbæjarskólanum haustið 1953, er ég tók á móti glaðvær- um og duglegum hóp 7 ára barna Við fyrstu kynni var hann dul- ur og var um sig og lét lítið á sér bera. Hann valdi sér sæti aftarlega í stofunni okkar og hélt fast við þann stað þá sex vetur sem við unnum saman. Er tímar liðu tókust með okkur góð kynni, sem lauk með vináttu. Frá samstarfinu við Óla litla á ég margar minningar, sem ekki verða rifjaðar upp hér, en þær voru allar á einn og sama veg. Það er skemmst frá að segja að hann lauk barnaprófi vorið 1959 með góðum vitnisburði. Um haustið innritaðist hann í ungl- ingaskólann við Lindargötu og hóf þar nám. Hann sótti það af því kappi og þeirri festu, sem honurn var svo eðlileg og var í hópi beztu nemenda þess skóla, er hann féll frá mitt í önn dags- ins. Eins og að líkum lætur voru bjartar vonir tengdar við svo efnilegan dreng. Þær hafa nú fölnað fyrr en skyldi og skal ekki frekar um það rætt hér, þar hæfir þögnin bezt. Á sl. hausti kenndi hann fyrst sjúkdóms þess er varð banamein hans. Hann gat þó stundað skól- ann sinn fram eftir nóvember- mánuði, en þá var svo komið að sjúkrahúsvist varð ekki um flú- in. Fór hann fyrst til rannsókn- ar, en svo fór að hann átti ekki afturkvæmt. Hann var samt bjartsýnn til hinztu stundar og þegar af honum bráði, hafði hann þær áhyggjur helztar að geta ekki stundað námið. Þó ungur væri hafði hann sett sér takmark að keppa að. Hann hafði ákveðið að hefja nám við Verzl- unarskólann, strax að skyldu- námi loknu. En enginn má sköp un renna. Að leiðarlokum sendir hann kveðjur ástvinum sínum öllum, starfsfólki Heilsuverndar- stöðvarinnar, skólastjóra, kenn- urum og bekkjarsystkinum í Lindargötuskóla og þakkar allt of stutta en mjög ánægjulega samfylgd. Ég sendi þeim, sem um sárast eiga að binda, innilega kveðju, um leið og ég læt í ljósi þá von, að er dekkstu sorgarský- in taka að dreifast, blasi við hug- skotssjónum bjartar endurminn- ingar um efnilegan son. Sveinbjörn Markússon. IJTSALA S E L J U M m. a. Barnaúlpur úr ullarefnum Áður Nú St. 2—6. <10.— 225.— Vattfóðraða drengjajakka 454,— 245.— Drengjafrakka 530,— 290.— Drengjaskyrtur 125.— 60,— Kvenblússur 274,— 130.— Flauelsbuxur telpna 135,— 80.— Herranærbolir, stutterma 67,15 41.— Telpnabuxur, stærðir 4-6-8 30,— 17.— Sportbolir drengja 38,— 20.— Einnig smávegis af herra crepesokkum dreng jasokkum og kvenleistum í búntum með 50% afslætti. Athu§ið alsSáftiiin! fóruhLísid^ Snorrabraut 38 — Aíhugasemd Framh. af bls. 16. ingu“ 20/19/18/16%. Fitumæling á efnarannsóknarstofu Síldar- verksm. ríkisins reyndist þó að- eins 16%. Þennan dag telja trún- aðarmenn Síldarmatsins og fag- menn söltunarstöðva á Siglufirði síldina alls ekki söltunanhæfa. A fundi nefndarinnar 22. júní, var svohljóðandi samþykkt gerð með atkvæðúm allra nefndar- manna: „Nefndin telur ekki fært, að svo stöddu, að leyfa síldarsöltun, en mun að sjálfsögðu fylgjast með gæðum síldarinnar og leyfa söltun, er hún telur síldina full- nægja þeim skilyrðum, sem sölu samningar kveða á um. Mun nefndin hafa samband við Síld- armatið og trúnaðarmenn sína. Er söltun verður leyfð, mun nefndin leyfa söltun sykursíldar fyrir Finnlandsmarkað 10% af söltunarmagni hverrar söltunar- stöðvar á hverjum tíma, en áskil- ur sér þó rétt til þess að breyta þessu hvenær sem er, ef þörf krefur“. Nefndin hafði áður símað kaup endum sínum í Svíþjóð, sem við- urkenna fersksíldina, um fitu- magn síldarinnar, og óskað mjög eindregið eftir því að þeir sendu tafarlaust umboðsmenn sína til að skoða síldina og byrjuðu sölt- un eins fljótt og unnt væri. Hinn 24. júní töldu nokkrir fagmenn söltunarstöðva að með aðgæzlu mætti verka „konserv- síld“ þ. e. sykursíld og kryddsíld, en bæði þeir og trúnaðarmenn síldarmatsins töldu þá, að síldin væri ekki hæf til söltunar sem cutsíld. Einn umboðsmaður Svía var kominn til Siglufjarðar og vildi hann ekki viðurkenna fersksíld- ina sem hæfa til verkunar á „konservsíld“. Þann dag gerði nefndin þegar ráðstafanir til þess að tilkynna söltunarleyfi síldar, er trúnaðar- menn teldu hana til þess hæfa. Hinn 27. júní var svo söltun leyfð. Nokkrir saltendur (þó ekki Haraldur Böðvarsson og ekki ein stöð eins og hann segir) hófu söltun áður en leyft var. Um þessa síld segir Haraldur Böðvarsson svo: „Síðan kom í ljós að kaup- endur kepptust um að fá þessa síld“. Hér er ekki að öllu rétt frá skýrt og mun það nú rætt nánar. Sild þessi fór eingöngu á Norð- urlandamarkað, en þá aðallega til Svíþjóðar. Nú vita allir, sem til þekkja, að sænski markaður- inn er mjög viðkvæmur. Þegar mikil söltun er, vilja kaupend- ur aðeins hið bezta. Aftur á móti hafa þeir lag á að notfæra sér iélega síld ef sildarvöntun er. Nú er það alkunna að síldarsöltun brást ekki einungis hjá oss, heid- ur bæði hjá Norðmönnum og Færeyingum. Þessvegna er það staðreynd, að sænskir síldarxaup menn hafa í ár tekið miklu lé- legri síld, en þá er þeir neituðu 1958 og 1959, og meira að segja keypt frá 1959 — ársgamla —, sem þeir vildu ekki kaupa þá. En þá er rétt að geta um álit annarra kaupenda, sem meta vör una aðallega 8f*ir gæðum en ekki eingöngu eftir framboði og eftir- spurn. Einn reyndasti saltandi norð- anlands saltaði 129 tnr. af salt- síld, fyrir 27. júní eða áður en söltun var leyfð, sem hann taidi vel hæfa til þessarar verkunar. Þessa síld skoðaði síldarmats- stjóri hinn 17. ágúst og segir svo í umsögn hans: ,,Sílain hefur verið geymd t húsi frá því hún var söltuð. Hús- ið er gisið timburhús, og því loft- gott og frekar svalt þótt lágt sé þar undir loft. A síldinni er ekki mikið lýsi. Síldin má teljast nokkuð jöfn að stærð og fitu, en húr er gömul í salt, og blæljót, ktiðskemmd, kviðveik, missölt. Síldina er ekki hægt að sortera fyrir Rússlandsmarkað, vegna þess hvað hún er gömul í salt, skil óglögg, en eins og síldm er, kemur hún ekki til greina fynr þann markað. Siglufirði, 17. ágúst 1960. Síldarmatsstjóri Leó Jónssoa (sign.)“ Til kaupenda í Sovétríkjunum var framvísað til skoðunar sam- tals 30,013 tn., af því samþykktu kaupendur aðeins 19,972 tunnur, en neituðu 10.041 tn., sem þeir ekki fengust til að kaupa, ekki einu sinni fyrir lægra verð en samningar áskildu, en undanfar- in ár hafa tekizt samningar um sölu síldar til Sovétríkjanna, þó hún ekki fullnægði gæðaskilyrð- um fyrstu samninga. Þeim var vísað á og létu skoð- unarmann sinn athuga megin hluta þeirrar síldar (sykur- og kryddsíldar), sem söltuð var áð- ur en leyfi var til þess gefið, en léðu alls ekki máls á því að kaupa neitt af þeirri síld. Nefndinni er það ljóst, að eins og málum lauk hefði verið unnt að selja nokkuð meira magn af lélegri og vafasamri síld, en í byrjun vertiðar getur enginn séð fyrir um heildarsöltun, og þess- vegna mikil óvarfærni, svo ekki sé meira sagt, að framleiða veru- legt magn af vafasamri vöru, sem lítið geymsluþol hefur, nema því aðeins að fersksíldin sé samþykkt af yfirtökumanni kaupanda áð- ur en söltun fer fram. Það lá ekki fyrir á Norðurlandi í sumar, þvert á móti vildu umboðsmenn sænskra kaupenda ekki á þeim tíma, sem um ræðir, viðurkenna fersksíldina sem hæfa í þá samn- inga sem fyrir lágu. Annað lá því ekki fyrir ef sölt- un hefði verið leyfð, en að öll sú síld yrði að greiðast á finnska markaðinn eða aðra, sem nefnd- in ber ábyrgð á. En nefndin taldi þá og telur enn ábyrgðarleysi að láta salta eingöngu snemmveidda síld á þennan ágæta markað, og það síld, sem aðrir kaupendur á sama tíma vilja ekki. Það sem tilfinnanlegast vant- aði var saltsíld, en hana var ekki unnt að salta fremur en gert var, vegna þess að síldin veiddist fjarri landi og brást síðan við Norðaustur- og Austurland. Var tvímælalaust stundum teflt á tæpasta vað með söltun salt- síldar, svo sem neitun sovézkra kaupenda á allverulegu magni cutsíldar ber glöggst vitni um. Reykjavík, 20. janúar 1961 F.h. Síldarútvegsnefndar Erlendur Þorsteinsson, formaður Féll ofan af heystafla ÍSAFIRÐI, 23. jan. — í gæx- kvöldi varð það slys á bænum Seljalandi í Skutulsfirði, að bónd inn þar, Agnar Jónsson, fóll of- an af heystabba og missti með- vitund. Var hann fluttur í sjúkra hús ísafjarðar í morgun. Meiðsli hans hafa ekki verið fullrann- sökuð, en líðan han,s er nú góð eftir atvikum. —■ G.K. Dömubindi Hin margeftirspurðu Celtex dömubindi með lykkju nýkopiin Heildverzíun Stefáns Thorarensens Sími 2-40-51

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.