Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. jan. 1961 skalf öll frá hvirfli til ilja. — Snáfaðu út! Farrel snarstanzaði. Hann leit á Martin, skjálfandi en þó til í allt, síðan á mig, spenntur eins og stálfjöður. — Róleg nú, Di- ana, sagði hann og einhver! skuggi af brosi færðist yfir var- irnar. Hann ýtti aftur hárlokk, sem hafði fallið niður á ennið á honum. — Klukkan átta! Ég bíð þarna. Ég hljóp inn í íbúðina og skellti á eftir mér hurðinni. Morguninn eftir sagði ég Bob, að hann Farrel, vinur hans, hefði litið inn. . •—■ Var eitthvað gaman hjá ykkur? svaraði Bob seinlega og sneri við mér baki. Ég svaraði — Mér þætti vænt um, ef þú værir ekki að hitta svona ósiðað fólk á knæpunum. Reiðin sauð niðri í mér — við Bob fyrir þetta kæruleysi hans, og við Farrel fyrir þessa frá- munalegu ósvífni hans. Bob gerði lítið annað en drekka þann daginn. Þegar kilukkan var orð- in sjö, var hann liðinn út af á rúminu sínu. Nei, ég fer ekki að hitta Farrel, sagði ég við sjálfa mig. Hann er skepna. Hann er John Howard, önnur út- gáfa. En klukkan þrjú kortér ? sjö, hafandi ekkert við að vera, engan að tala við, og í vand- ræðum með sjálfa mig fór ég á mó'tið með Farrel. Staðurinn, sem við hittumst á, var steinsteyptur bakkl við Aust urána, en þangað varð að fara yfir bogabrú, sem lá yfir mestu U'mferðagötuna, Farrei beið þar eftir mér á bekk, reykjandi. Hann var í leðurfrakka. — Hæ-ú! sagði hann, alveg eins og í barnum forðum. •— Þú sýnist nokkuð öruggur með sjálfan þig, hvæsti ég. — Hér hefðirðu eins vel getað orð- ið að bíða í alla nóttí án þess að ég sýndi mig. — Nei, svaraði hann. — Það var engin hætta á því, að þú sýndir þig ekki. Eg hló. Hrokinn í horaum var svo yfirgengilegur, að það .var hálf-gaman að honum. — Ég ætti yfirleitt ekki að tala við þig, eftir framkomu þína í gær- kvölidi. Hún var algjörlega óaf- sakanleg. Hann kveikti í vindlingi handa mér, en svaraði engu. — Sjáðu til, ég var full, ann- ars hefði þetta aldrei skeð, 1 sagði ég. — Ég þekki þig ekki fyrir tvo aura. Hver ertu eigin- lega? Hvað gerirðu? Hann hló, og það var í fyrsta sinn, sem ég heyrði hann hlæja. — O, ég er enginn, stúlka min. Þú ert Barrymore, en ég er bara núll. Hvað ég geri? Hreint ekki nokkurn skapaðan hlut, en ein- hvernveginn kemst ég nú af samt. — Það var gaman að heyra. En ég veit nú samt eitt, sem þú gerir. Þú lemur kvenfólk. Hann dró djúpt að sér andann. — Já, kann að vera. Ég er dá- lítið uppstökkur. Ekki sízt ef ég hef drukkið eitthvað. En þetta var ekki sagt í neinum afsökun- artón. Við sátum þarna og hæg golan barst utan af ánni. Farrel tautaði fyrir munni sér kvæðis- stúf eftir Walt Whitman, og ég hugsaði með mér: Þetta er John Howard með framkomu Bram Fletohers. En upphátt sagði ég: — Það er dálítið ótrú- legt, að þú skulir lesa ljóð fyrir mig. En það gerði einmitt fyrri maðurinn minn. — Ja, so? Segðu mér eitthvað af því. Áður en ég vissi af, var ég farin að segja honum frá Bram og síðan Howard og loks Bob, og því óraunverulega lífi, sem við lifðum, og þessu tilbreyting- arleysi, sem stafaði af því að ég gat ekki hjálpað Bob, né heldur hann mér. — Það má vera erfitt, sagði hann og drap í vindlingnum sín- um um leið og hann stóð upp. — Diana, horfðu á þessa báta á ánni, en tunglsljósið litar vatnið, svo að það verður eins og fíla- bein bláhvítt og milljón ára gam alt .... — Hvað er þetta, Tommy? Ertu orðinn skáld? Fyrst ferðu með Whitman og svo geriztu skáldlegur sjálfur. Hver ertu? Hann hló.’ — Jæja, mér er svo sem sama þó ég segi þér það. Ég er flækingur að atvinnu. Ég flækist um, allan daginn, en þegar nóttin dettur á, gef ég dúfunum í Central Park í lukta- ljósinu. Það kemur mér í sam- ræmi við heiminn. Ég var hrifin. — Nú skil ég alltsaman. Þú ert farandskáld. Brjálaða farandskáldið mitt. Hann tók eitthvað upp úr vas- anum og hélt á lofti. Það var talnaband. — Áttu svona? — Nei, það á ég ekki, Tommy, sagði ég. — En þú ert nú samt alin upp í kaþólskri trú? sagði hann. Ég kinkaði kolli. Hann kyssti talnabandið og þrýsti því í hönd mér. — Þetta áttu að eiga frá mér, sagði hann, lágit. Ó, Diana, sagði ég við. sjálfa mig. Mikið gæti Bramwell lært af þessum unglingi. Svo sátum við og horfðum á vatnið og bátaraa, sem dröttuð- ust fram hjá. Hér hef ég verið áður, hugsaði ég. Já, auðvitað. Tony Duke og ég vorum vön að haldast svona í hendur og horfa á þessi mynzitur á dökfcu vatn- inu, hér endur fyrir löngu. En var það ég þá? Nei, það var önnur stúlka, í öðru lífi og á ánnarri reikistjörnu. Það gerð- ist í raun og veru aldrei .... Farrel fór að tala við sjálfan sig, rétt eins og í draumi, oig ég k'omst smámsaman aftur í nú- tíðina, og inn í buigsanagang hans. — Líttu á vatnið, Diana, sagði hann. Hefurðu nO'kkurntíma. hugsað þér, að til væri einhver aliheimssál — guð sjálfur — og hvernig við erum hluti af henni? Hugsaðu þér, að þú fylltir flösku af vatni og létir hana fljóta nið- ur eftir ánni. Ég held sálirnar okikar séu eitthvað svipað. Við erum öll sérstakar sálir — eins og vatnið í flöskunni — en jafn- framt hlutar af alheimssá'linni, ánni, guði. Þegar flaskan brotnar verðum við hluti af alheimssál- inni ... .sameinumst henni.... Hann þagnaði. — Kannske er þetta ekki nein kaþólsk trúar- setning, heldur eitthvað, sem mér dettur í hug, þegar ég sé vatnið og tunglsljósið. Það ork- ar einhvernveginn á mig — svo að, mér finnst ég vera hluti af öllu: trjánum, laufinu,. grasinu — ég er lifandi, meira lifandi en nokfcur annar lifandi hlutur.... Hann sneri sér að mér og það var ákafi í röddinni. — Heyrðu, mig langar svo í þig. Strax. Við getum ekki farið í íbúðina þína en ég þekki stað í 68. götu. . . . Hann hafði sjálfur komið mér tiil að ranka við mér. — Æ, guð minn, sagði ég. — Er það ekki einhverskonar óiþverrahús? Hann hristi höfuðið. — Vertu róleg. Það er bara hótel, þar sem enginn spyr um neitt, ef maður hefur aurana. — Æ, óg veit ekki, Tom. Ég held ég gæti hugsað betur ef ég fengi emn lítinn. Ég leit á hana. — Þú og þessi sál þín! Þegar ég læddist inn í íbúðina mína, var klukkan næstum sjö að morgni. Bob lá alklæddur á rúminu sínu, eins og þegar ég fór. Seinna heyrði ég, að skömmu eítir að ég fór út, kvöld inu áður, hafði Bob vaknað og spurt dyravörðinn. Martin sagði honum, að hann hefði séð mig hitta Farrel niðri á bakkanum. Bob snerist bara á hæli og fór inn aftur. Ég afklæddi mig og fór í rúm- ið. Ég svaf mestallan daginn. Næsta kvöld hitti ég Farrel aftur. Hann stóð uppi á miðjum boganum á brúnni yfir götuna, hátt uppi yfir allri umferðinni, og skugigamyndina hans bar við næturhimininn. Þetta var rétt eins og leikhúsatriði, þegar ég hiljóp þarna í fangið á honum og hann faðmaði mig að sér. Ég minnist þess, að pabbi og mamma voru vön að eiga sín stefnumót við Andvarpabrúna í Feneyjum, forðum daga. Já, það er s'krítið, hvernig sagan endur- tekur sig. Farrel bauð mér út að borða, þetta kvöld og svo fór ég með honum aftur. En þegar ég kom heim í það skiptið, beið Bob eft- ir mér. Hann var ekki drukkinn, en heldur ekki ódrukkinn. — Jæja, sagðj hann, — Martin seg- ir mér, að þú hafir enn verið með Farrel. — Hann segir það satt, sagði ég. — Ég ætla nú ekki að fara að gera neitt uppistand, Diana, sagði Rob, rólega. — Við lifum vist á tuttugustu öldinni. En vildirðu ekki segja mér, hvera vagna_ þú gerir mér þetta? — Ég veit ekki, Bob. Og svo hugsaði ég upphátt: — Kannske vegna þess, að þessi maður hef» ur lí'kamlegt aðdráttarafl. Hann sagði: — Hvað vi'ltu, að ég geri? — Það veit ég ekki. Ætli þú verðir ekki bara að ger-a það, sem þig langar til. — Hverju stingur þú upp á? spurði hann háðslega. Ég svaraði nákvæmlega þvi, sem ég var að hugsa: — Ef þú værir einhver svolítill maður, færirðu frá mér. . Bob þagði andartak. — Þú ert hóra, sagði hann. Þetta var eins og að fá hnefa* högg í andlitið. Bob hafði aldrei notað þetta orð við mig áður, hversu grknmilega sem við höfð um rifiat. — Kann að vera, sagði ég. — Ég ætla mér nú ekki að fara að rífast um það. En þú skilur ekki, Bob, að mér þykir afskap lega vænt um þig. Og þetta með Farrel hefur enga þýðingu fyrir mig, til eða frá. Ég er alveg eins og karlmaður, hvað það snertir. Það er algjörlega þýðing arlaust atriði. ajlltvarpiö Miðvikudagur 25. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar.* — 12.00 Hádegisutvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Átta börn og amma þeirra í skógin- um“ eftir Önnu Cath.-Westly; VI. lestur. Stefán Sigurðsson kenn- ari. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Myndir frá Afríku; I. hluti (Benedikt Gröndal alþingismað- ur tekur saman dagskrána). 20.45 Vettvangur raunvísindanna: Er- lingur Guðmundsson verkfræð- ingur flytur erindi, ,;Rannsóknir á lækkun húsnseðiskostnaðar og bættum byggingarháttum“. 21.05 íslenzk tónlist: Lög eftir Eyþór Stefánsson. — Dr. Páll ísólfsson flytur formálsorð af tilefni sex- tugsafmælis Eyþórs 23. þ.m. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein. XXXIII lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Konan úr dalnum", smásaga eftir Oddnýju Guð- mundsdóttur (Svala Hannesdótt- ir). 22.25 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 26. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — , 12.00 Hádegisútvarp. Sf (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Á frívaktinni": Sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarina dóttur. 14.40 „Við sem heima sitjum". Svava Jakobsdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 „Fjölskylda hljóðfæranna". Þjóð- lagaþættir frá UNESCO, menn- ingar- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna; VI: Slagverlc og trumbur. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; X. (André* Björnsson). y b) Einsöngur: Sigurður Skagfield syngur íslenzk lög. c) Þura í Garði sjötug: Arnheið ur Sigurðardóttir talar ura skáldkonuna og les úr vísna- safni hennar. d) Ferðaþáttur: Fótgangandi um fjall og dal; síðari hluti (Rós- berg G. Snædal rithöfundur). 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinu Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Úr ýmsum áttum. Ævar R. Kvar an leikari 22.30 Kammertónleikar: Strengjakvartett eftir Helga Pálsson (Kvartett Björns Ólafs* sonar leikur). ' 23.00 Dagskrárlok. SkáSdið ocj nraiiima litla 1) Ósköp hefurðu verið lengi, stúlka! Þetta er varla tveggja mín- útna gangur — til bakarans! 2) Og hvað ertu með í eftirdragi? 3) Má ég ekki eiga hana, mamma? Hafa hana hjá mér? Hún hefur gengið með mér alla leiðina heim. a r L ú á ( ____.............................. _________________ ____ ________________ __ Þér ættuð að losa yður við ég kem við til að líta á barnið! I þegar farinn að hata Hardisty. — Hafðu ekki áhyggjur þennan hund McClune . . . Hann I — Ágætt! | lækni af því hann meiddi King' an . . . Eg skal hafa auga er líkari úlfi en hundi! Eg á leið j — Þú skilur hvað ég á við litla með sprautunnil j Úlfi. hér í nágrennið á morgun, svo. Hunt varðandi Úlf . . . Hann er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.