Morgunblaðið - 25.01.1961, Side 23

Morgunblaðið - 25.01.1961, Side 23
Miðvik'udagur 25. jan. 1961 MORGVTSBLAÐIÐ 23 — VerstöBvarnar Frh. af bls. 24 hefir a<5 undanförnu verið á línu- veiðum í útilegu. Hefir skipið aflað vel og landaði áður aflan- um Sunnanlands. Nokkrar trillur hafa róið héð- an og aflað vel. Tíð hefir verið hér afburða góð og áætlunarferð ir verið hér reglulega í hverri viku. Flugferðir, sem voru hing- að einu sinni í viku hafa verið lagðar niður og ríkir yfir því óánægja. SKAGASTRÖND I kvöld fara allir á sjó, 8 bátar, sem héðan eru gerðir út. Aflinn var ágætur, að meðaltali 7 tonn, þá daga, sem róið var frá áramótum fram til verk- fallsins. Veður hefm: verið með bezta móti og því gott að sækja sjóinn. Hér eru menn almennt mjög ánægðir með að verkfall- inu er lokið. Bæði sjómenn og aðrir voru orðnir mjög óþreyju fullir, því engin atvinna er hér begar róðrar legggjast niður. SIGLUFIRÐI. Á trúnaðarmannafundi í Verka mannafélaginu Þrótti, sem (hald inn var hér í kvöld var sam- þykkt að afiétta verkfalli iþví, er staðið hefir hér frá 15. jan. á bátaflotanum. Er þannig fengin óbein samþykkt á því saimkomu- lagi sem gert var á fundi með sáttasemjara, en hins vagar þarf almennan félagsfund til þess að ganga frá því. ÓLAFSFJÖRÐUR Hér var í kvöld haldinn fimd- ur í verkalýðs- og sjómanna- félaginu á staðnum og sam- þykkt að aflýsa verkfalli á bát- unum, en það hefir staðið frá því 15. janúar. Héðan eru gerð- ir út 4 bátar af stærðinni frá 6—150 tonn og 6 bátar 10—40 tonn, eða 10 bátar alls og hafa þeir verið bundnir við bryggju. i>eir mimu nú allir róa í kvöld. Félagið á hins vegar eftir að fjalla um samkomulag það sem gert var hjá sáttasemjara. DALVfK Héðan hafa róið að undan- förnu tveir þilfarsbátar og ekki sinnt verkfalli. Munu þeir halda áfram róðrum eins og ekkert hafi í skorizt. HÚSAVfK Tveir bátar reru héðan a mánudagskvöldið eftir fimm daga verkfallsstöðvun. Verka- mannafélagið hér áikvað fyrr um daginn að hætta verkfallinu á sömu forsendum og Vestfirðing- ar. í kvöld róa allir bátar, 6 talsins, og 2—3 trillur, sem líka verða gerðar út í vetur. Aflinn var fremur rýr eftir áramótin, en vonandi glæðist hann núna. VOPNAFJÖRÐUR Engir stórir bátar verða gerð- ir út hér í vetur. Trillur hafa róið að undanfrönu, en lítið aflað. Sjómenn búast því óðum til hákarlaveiða. Undanfarna vetur hafa þeir veitt vel af há- karli á línu hér í fjarðarmynn- inu og verðið, sem fyrir hann fæst, er dágott. Sjómennirnir verka hann sjálfir og að imd- anförnu hefur kílóið af fullverk uðum hákarli verið selt á kr. 60,00. — NESKAUPSTAÐUR Flestir bátarnir bíða hér í höfn. En fundur um samkomulagið um kaup og kjör sjómanna verður hér í verkalýðsfélaginu annað kvöld. i; . i, i k i Fjórir stórir bátar verða gerð- ir út héðan í vetur, þar af 3 1 útilegu, 3 ætla til Vestmanna- eyja, 1 verður gerður út frá Rifi, 1 frá Reykjavík, 1 frá Grinda- vík, 1 frá Flateyri og ekki er ákveðið um 1 bát. Eitthvað mun verða ráðið af Færeyingum á bát ana, sem héðan róa. HORNAFJÖRÐUR Bátarnir héðan ætluðu að róa í dag ef gefið hefði á sjó, en nú er haugabrim svo að ekki er um það að ræða. Héðan róa í vetur 6 heimabátar og 3 aðkomúbátar. Heita má að undanförnu hafi ekk ert sjóveður verið. VESTMANNAEYJAR Útvegsmenn samþykktu ein- róma í dag á fundi í Útvegs- bændafélaginu að genga að samn ingatiil'boði því, er samkxxmuilag varð um fyrir miHligöngu sátta- semjara. Sjómenn munu halda f’Und um málið á morgun. Verkakvennafélagið og verka- mannafélagið hér í Eyjum hefir boðað til verkfalls frá miðnætti í nótt að telja. Fellur því öiU vinna niður hér þar til sam- komuilag hefir náðst. í morgun komst Seifoss til hafnar, en hann hafði legið hér í vari við Eyjarnar og ekki kom izt inn í höfnina vegna veðurs. Skipið tekur hér siid og skreið og á að reyna að ljúka fermingu þess fyrir miðnætti er verkfallið skeilur á. SANDGERÐI. Sjómenn samþykktu samnings tillögur þær, er gerðar voru á fundi með sáttasemjara rikisins s.l. nótt, á fundi hér í krvöld. Mirnu því allir Sandgerðisbátar róa í nótt. r HAFNARFJÖRÐUR Ekki hafði fundur verið boðað- ur í gærkvöldi í sjómannadeil- unni og engir bátar eru byrj aðir róðra héðan. Fundur hjá I Sjómannafélaginu mun að öllum I líkindum verða í kvöld. i Sementsryk AKRAiNEiSI, 24. jan.: — I morg- un voru smáklessur hér á glugg- tim móti suðri karma milli. Þetta kvað vera sement. Rykhreinsun- artæki verksmiðjunnar hafa ekki verið í fullkomnu lagi síðan frá áramótum og sementsrykið því leitað út yfir bæinn. Svo mikið Ealt er í semmentsrykinu að ele- mentin í hreinsunartækjunum tenna í sundur. Þetta er vandamál, sem leysa þarf. Er nú unnið að því að fá hreinsunartæki úr öðrum efnum, sem standast áhrif saltsins. - /jbróttir Framh. af bls. 22 af þegar. Annað getur haft mjög elæmar afleiðingar. Og geri þjálf- arinn ekki þessa skyldu sína íetti dómarinn að vísa mannin- nm af velli. Það töldu þeir for- evarsmenn námskeiðsins, dómara fyllilega heimilt að gera. Þeir bræður luku miklu lofs- orði á allar móttökur og á allt íyrirkomulag námskeiðsins sem eem þeir sögðu hafa verið ekemmtilegt og fróðlegt, þó það væri dálítið erfitt — A. St. — Sjóræníngjaskip Framh. af bls. 1 gegn harðstjórn Salazars og við munuan gera tilraun til að ráðast á hann. Hreyfing okkar er alger lega lýðræðisleg, andstæð ölium einræðisstefnum. Við beiðumst stuðnings allra fráálsra ríkisstjóma og þjóða hins frjálsa heims. Og við beið- umst þess, að yfirráð Delgado- stjórnarinnar verði viðurkennd á þessu skipi sem við höfum her numið. Við höfum engrar að- stoðar notið við skipulagningu á rásarinnar frá neinni erlendri stjórn. Árásin var aðeins mögiu- leg vegna fóma og föðurlands- ástar þeirra sem tóku þátt í henni. Enginn okkar miun fást til að gefast upp. Við munum skila far þegum örugglega í land eins fljótt og hægt er í hverri þeirri höfn, sem vill taka við þeim og tryggir okkur að skipið verði ekki kyrrsett þar. Við sendum jxxrtugölsku þjóð- inni krveðju okkar, og öllum í- búum Pyrenaskaga og bjóðum þeim að hefja lýðræðislega upp reisn. Við sendum einnig brasil- ísku þjóðinni og brasilískum bdöðum kveðjur oikkar og þakk læti fyrir mar,gháttaðan stuðn- ing. Ilenriceu Galvao. — Santa Maria Framh. af bls. 1 Komst undan herskipi. í gær kom skipið til hafnar í Santa Lucia í Áveðurseyjum (Windwards Islan.ds) austast í Vestur Indíum. Vonu settir í land á skipsbátnum sex særðir menn af skipshöfninni og þé fyrst þeir komu í land varð upp víst, hvað hafði gerzt. Brezka freigátan Rothesay var þegar þetta gerðist í höfninni í Santa Lucia, en hafskipið beið ekki boðanna, heldur sigldi það með fullum hraða suður á bóg- inn. Nokkur tími leið áður en skipstjóra freigáitunnar varð kiunnugt um atburðina og fyrst í stað virðist hann ekki hafa get að tekið neina ákvörðim um það upp á eigin epýtur. hvað gera mætti í máilinu. Þegar hann fékk loks fyrirmæli um að leita að Santa Maria, var það á bak og buxt. ir Farþegar gíslar. Það óhugnanlegasta í allri þess ari aitburðarás er tilkynning, Galvao herforingi gaf út gegn- um útvarpsstöð hafskipsins Hann sagði, að farþegum um borð í skipinu yrði ekki gert rnein, — en ef herskip nálgaðist Santa Maria, munum við opna botnventlana og sökkva skipinu. Sjórán eða uppreisn LONDON, 24. jan. ('Reuter) — Brezka freigátan Rothesay varð að hætta eltingaleiknum við Santa Maria í gærkvöldí. Það hafði ekki athugazt, að sáralitl- ar olíubirgðir voru í herskipinu, svo það varð brátt að snúa við til Santa Lucia aftur og taka olíu. í stað þess berast nú fréttir af því að tveir bandarískir tundur spillar Willson og Damato hafi þeyst út frá San Juan á Porto- riko til að leita að hafskipinu. I Ieitinni taka þátt flugvélar. Heyrzt hefur einnig að hollenzkt herskip sé að leggja af stað út frá Curacao. Annars veldur mönnum það nú nokkrum heilaibrotum, hvort hér er um að ræða sjórán eða pólitíska uppreisn. Stóðu deilur um þetta m.a. í brezka þinginu. FJotamálaráðherra Breta Ian Orr-Ewing sagði að brezkum her skipum hefði verið fyrirskipað að fara í huimátt á eftir og taka Santa Maria, ef hægt yrði að gera það á friðsamlegan hátt, en hailda sig ella í nokkuxri fjar- lægð. Hann var þeirrar skoðunar að hér væri um sjórán að ræða. Hér skipti ekki máli, hvaða til- hnelgingar hefðu verið að baki árásinni, verknaðurinn bæri þessu tilfelli á sér öll ytri ein kenni 'sjóráns, menn kæmu um borð í farþegaskip og leyndu vopnum. Tækju svo völdin, þeg ar skipið væri í rúmsjó. Áður fyrx hefðu menn verið hengdir í siglutré, sem sjóræn ingjar fyrir slíkan verknað. N<ú yrði e.t.v. tekið nofckru vægar á þvL HSirtíi 3V333 AvALLT TlL LEICÍU: Vólskóf lut* 'Kranabí lar Í)rdttarbílar Flatnmgavogiiar ÞUNGAVINNUVÉIABI SÍhi 3‘/•33 3 Innilegar þakkir íæri ég öUum þeim, sem glöddu mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum á sjötugasta af- mælisdegi mínu 16. þ.m. — Guð blessi ykkur ÖU. Katrwi Eyjólfsdóttir, Spítalastig S Afgreiðslumaður óskast í herrafatabúð. — Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Framtíðaratvinna — 1363“. Konan mín GUÐBJÖRG L. ANDRÉSDÓTTIR andaðist að morgni 23. janúar Pétur Kristinssou Móðir mín NIKULlNA J. ÞORSTEINSDÓTTIR andaðist 23. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríður Þorsteinsdóttir Mágkona mín, MARGRÉT HELGADÓTTIR frá Seyðisfirði andaðist á heimili systur sinnar í Reykjavík þann 2L janúar 1961. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 28. janúar 1961, kl. 10,30 fyrir hádegL Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Jóhanncs Arngrímsson Maðurinn minn og faðir okkar, TRAUSTI ÓLAFSSON efnafræðingur lézt mánudaginn 23. janúar María Ólafsson og börn Jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR ARASONAR hreppstjóra, Hlugastöðum á Vatnsnesi, er lézt 15. þ.m. fer fram föstudaginn 27. jan. nk. og hefst með húskveðju að heimili okkar kl. 11 f.h. Jarðað verður að Tjörn sama dag. Jónina Gnnnlangsdóttir. Útför GUÐMUNDAR INGEBERGS GUÐMUNDSSONAR sem andaðist 16. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 27. þ.m. kl. 1,30 e.h. , Aðstandendur Jarðarför konu minnar, móður og tengdamóður okkar KRISTRÚNAR SAKARfASDÓTTUR frá Stykkishólmi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. þ.m. kL 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm eru vin- samlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Björgunarskútusjóð Breiðafjarðar. Minningar- spjöld fást hjá Guðmundi Andréssyni, Laugavegi 50 og Ólafi Jóhannessyni, Grundarstíg 2. Hjörtur Guðmundsson, Sakarías Hjartarson, Ester Guðmundsdóttir, Hjartfríður Hjartardóttir, Jón Steinn Hjartarson, Gunnar Hjartarson, Guðrún Guðmundsdóttir. Innilega þakka ég öllum, sem sýndu samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför systur minnar GUÐFINNU GUÐMUNDSDÓTTUR Friðrik Guðmundsson Innilegustu þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður og tengdamóður okkar ÞJÓÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR Hrauni við Kringlumýrarveg. Guðmundur Sigurþórsson, Jón Sigurþórsson, Margrét Magnúsdóttir, Marta Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.