Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 24
Cook sér fyrir öllu S já blaðsíðu 13. íþróttir Sjá bls. 22. 19. tbl. — Miðvikudagur 25. janúar 1961 Skipið brotið ÞAÐ fór eins og óttast hafði ver- ið með belgíska togskipið Marie Jose Rosette að það sökk við hafnargarðinn í Vestmannaeyj- um þar sem það strandaði. Brotn aði skipið, en stefni þess situr fast í garðinum, sem er nú mjög brotinn orðinn. Viðgerð á garð- inum mun kosta milljónir króna. Sala Þormóðs goða TOGARINN Þormóður goði seldi í Bremerhaven í dag 242 lestir af síld fyrir 119,500 mörk, sem telja má sæmilega sölu. Fjölsóttir sin- fóníutónleikar Synfóníujhljómsveit ísilands efndi til hljómleika í Þjótleikihús inu í gænkvöldi udnri stjórn Bolhdan Wodiczko. Viðfangsefn- in voru eftir Beetihofven, Kanlo- wics og Roman Palester. Hljómsveitinni og stjórnanda var ágætlega fagnað og voru tónleikarnir mjöig fjölsóttir. Sildarnótin alltaf um borð t I SAMTALI, er Morgun blaðið átti við Sturlaug Böðvarsson á Akranesi í gærkvöldi, skýrði hann svo frá, að ákveðið væri að Höfrungur II myndi í vetur verða látinn hafa síldarnótina um borð, hvort sem hann stundaði línuveiðar eða jafnvel netaveiðar. Stærri bátarn- ir, sem hafa nótina á báta- dekki, geta sér að skað- Iausu látið hana vera um borð og verði þeir síldar varir kasta þeir á hana og stunda þá síldveiðarn- ar. Að undanförnu hefir veður verið þannig að allt- af hefði verið hægt að vera að línuveiðum, þótt síkiin ekki næðist. Ekki er ólíklegt að fleiri bátar kunni að hafa sama hátt á þar sem bátarnir eru nægiiega stórir og rúm leyfir. Mikil síld ■ Miðnes- sjó í fyrrinótt Veður hamlaði veiðum — Bátar sprengdu nætur sínar í FYRRINÓTT fengu nokkr- ir síldveiðibátar afla, en bæði hamlaði veður veiðum og einnig sprengdu bátar nætur sínar vegna þess hve köstin voru stór. Blaðið átti í gærkvöldi tal við Jakob Jakobsson fiskifræðing um borð í Ægi þar sem þeir voru staddir 10 mílur út af Hafnar- bergi og biðu eftir að geta haldið áfram síldarleit, en veður var þá orðið svo óhagstætt að síldar- leitartækin voru óvirk. Allir síld- veiðibátarnir voru þá komnir að landi sakir óveðurs. Jc Síldin sunnar Síldin, sem veiddist í fyrri- nótt fékkst 10—15 sjómílum VNV af Eldey og er því komin mun sunnar og dýpra en þá er hún veiddist í sl. viku. Segir Jakob þetta eðlilegt og það sem alltaf hafi verið búizt við. Jafnvel má vænta að síldin standi eitthvað við þar sem hún er nú komin. Ennfremur eiga þeir von á göngu, sem var undan Snæfells- jökli um áramótin. Reiknað er með að sú síld gangi suður á bóg inn og taki þá við af þeirri, sem er í Miðnessjónum nú. ic Mjög góð síld Síldin, sem veiddist í fyrri- nótt er bæði stór og feit og sú bezta, sem fengist hefir til þessa. Segir Jakob að það sé eins og smærri síldin skilji sig frá þegar komið er þarna suður og veiðist þá eingöngu stóra síldin. Að síðustu sagði Jakob að þeir- væru vongóðir um frekari veiði þegar veður gæfi, þótt að sjálf- sögðu sé ekkert hægt að fullyrða um hegðun síldarinnar. ic Tveir bátar með allgóðan afla Fréttaritari blaðsins í Kefla- vík símaði í gærkvöldi að Ólaf- ur Magnússon hefði komið inn í gær með 600 tunnur síldar og hefði ekki getað tekið meira og orðið að sleppa allmiklu af kast- inu. Þá kom Árni Geir einnig með 600 tunnur og Eldey og Kóp ur með um 50 tunnur hvor, en báðir sprengdu þeir nætur sínar því köstin voru svo stór. Alls höfðu 11 bátar farið á síldveið- ar frá Keflavík í fyrrinótt og í gær. Síldin er sem fyrr segir mjög góð og fer í salt og til frystingar. Jc Sneru við vegna veðurs Akranesi, 24. jan. — Síld- veiðibátarnir fóru allflestir út í morgun. Allir snéru þeir aftur vegna SA storms á miðunum. í morgun dokuðu tveir bát- anna við kippkorn dýpra af róðr arbaujunni og annar þeirra var að því kominn að kasta nótinni þegar sjómennirnir uppgötvuðu að þarna var síli á ferð en ekki síld. Fjórir trillubátar réru héðan í morgun. Aflinn var ágætur. Hæst ur var Hafþór með 2 tonn. — O. Verkfallinu vífta aflétt Fundir í sjómannaféldgunum í gærkvöldi Fréttir frá ýmsum verstöðvum M B L. átti í gærkvöldi tal við marga af fréttariturum sínum í ýmsum verstöðvum landsins og spurðist fyrir um hvort fundir hefðu verið haldnir í sjómannafélögum og með útvegsmönnum um samkomulagið, sem náðist á fundi sáttasemjara ríkisins í fyrrinótt. Á nokkrum stöð- um stóðu fundir enn í gær- kvöldi er símstöðvum var lokað og var því ekki hægt að fá fregnir þaðan. Svo var t. d. með verstöðvarnar á Snæfellsnesi, Sand, Ólafsvík og Stykkishólm. Annars staðar var búið að sam- þykkja að létta af verkfall- inu eða fundum hafði verið frestað um málið þar til í dag. — Um ástandið á Vest- fjörðum er fjallað á öðrum stað í blaðinu. AKRANES Útvegsmenn hér á Akranesi samþykktu tillögu þá er gengiS var frá hjá sáttasemjara um samninga við sjómenn. Bátar voru hér flestir á sjó í dag og komu margir seint að í kvöld og var fundi sjómanna því frest- að. HÓLMAVÍK Héðan fór vélbáturinn Brynj- ar á sjó í dag, en hann er 38 tonn að stærð og er þar með litið svo á að vinnustöðvun á báta- flotanum sé lokið. Nýr 12 tonna bátur, sem smíðaður var á Akra- nesi er að búast á veiðar. Steingrímur trölli er að landa hér afla sínum í dag, en hann Frh. á bls. 23 Enn virðist vera næg síld í Miðnessjó, ef veður leyfir að hægt sé að stunda veiðarnar. Þá er von nýrrar síldargöngu suður Faxaflóann og er Jakob Jakobsson fiskifræðingur bjartsýnn á áframhald sild- veiðanna. Sjá nánar síldar- frétt. Þessi mynd er tekið um borð í Guðmundi Þórðarsyni frá Reykjavtk þar sem skipið var að veiðum í síðustu viku. i L — Ljósm. vig. Sólarkaffi HINN árlegi Sólarkaffi-fagnaðttf Isfirðinga í Reykjavík er í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld. Isfirðingar hér í bæ hafa um árabil haldið við þessum gamla og góða sið og jafnan hefur verið mjög glatt á hjalla hjá þeim, enda alltaf góðir skemmtikraftar. 6 milljdn lítro mjólkur- uukning t MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í / gær til Sveins Tryggvasonar, I framkvæmdastj. Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og spurð ist fyrir um framleiðslu mjólk ur á síðastliðnu ári. Honum sagðist svo frá að fyrstu 11 mánuði ársins 1960 hefði inn- vegið mjólkurmagn í mjólkur- bú aukizt um 5,6 milljónir lítra. Skýrslur eru enn ókomn ar frá nokkrum mjólkurbúum um mjólkurmagnið í desem- ber sl. Reyndist aukningin í þeim mánuði svipuð og hina mánuðina verður heildar- mjólkurmagnið á árinu 1960 74—5 milljón lítrar. Er hér miðað við innvegið mjólkur- magn í mjólkurbú, en að sjálf- sögðu er mjólkurframleiðslan allmiklu meiri, þegar reiknað er með eigin notkun bænda á mjólk. !Árið 1959 var innvegið mjólkurmagn 69 millj. lítrar. Er því mjólkuraukningin á ár inu 1960 um 6 milljón litrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.