Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbók 48. árgangur 22. tbl. — Laugardagur 28. janúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina _ •> Æflaði að annast varðgæzEu a Islandi: Er eftirlýstur af Vestur- þýzku lögreglunni LÖGREGLAN handtók í gær, að því er blaðið hefur öruggar heimildir fyrir, Þjóð verja þann, Frank Franken, sem í haust skýrði blaðinu frá því, að hann væri í þann veginn að stofna fyrirtæki til að gæta eigna manna í Reykjavík. Ástæðan fyrir handtökunni mun vera sú, að hann er eftirlýstur af vestur- þýzku lögreglunni fyrir inn- hrot. Fregnaði Mbl. enn- fremur að í gær hafi borizt beiðni frá vestur-þýzku lög- reglunni um að maður þessi verði framseldur henni. — Þjóðverjinn verður leiddur fyrir rétt í dag. Blaðinu tókst ekki í gærkvöldi að afla frekari fregna af málinu í einstökum atriðum. Ætlaffi að annast varðgæzlu Maður þessi mun hafa komið til landsins sumarið 1959, ráðinn til starfa í sælgætisgerð og kall- aði sig efnafræðing. Hann kom i ritstjómarskrif- stofu blaðsins snemma í haust. Var hann mjög kurteis og kom vel fyrir. Sagði hann þá frá því, að hann væri í þann veginn að stofna nýstárlegt fyrirtæki í Reykjavík, sem sniðið væri eft- ir erlendum fyrirmyndum. Bað hann blaðið um að geta þess, en þó ekki fyrr en fyrirtækið væri komið meira á rekspöl. — Seinni hluta nóvembermánaðar skýrði hann svo nánar frá starf- semi fyrirtækisins, sem átti að heita Varðgæzlan s.f. Hafði hann þá þegar sent til margra hugsanlegra viðskiptavina skjal, þar sem hann bauðst til að gæta eigna fyrirtækja að næturlagi. Nafngreindi hann íslenzkan mann, sem hann kvað vera fram kvæmdastjóra fyrirtækisins. Ætlaði fyrirtækið að láta varðmenn líta eftir eigum við- skiptavinanna með stuttu milli- bili alla nóttina. Sagði Franken að ráða ætti áreiðanlega menn til þess starfa. Ættu þeir að líta eftir því að ekki væri brot- izt inn, ekki yrði tjón af vatns- skaða eða eldi og mundu jafn- vel slökkva á ljósum og vélum, ef þess yrði óskað. Þá kvaðst Frank Franken enn fremur hafa sótt um að fá að flytja inn varðhunda, sem nota mætti til að hafa upp á þjófum strax eftir innbrot. Kvaðst hann mundu vinna með lögreglunni eftir því sem henta þætti, í þess þó að vera undir hennar stjórn. Framh. á bls. 15 Salazar smeyk- ur við Calvao? Uppreisnarforinginn kveðsf nú vilja þiggja bandaríska flotavernd gegn portúgölskum herskipum 'San Juan, Puerto Rico, Lissa- bon og Washington, 27. jan. — (Reuter) —■ t KVÖLD barst skeyti frá Galvao, foringja porúgölsku uppreisnarmannanna um borð í skipinu „Santa Maria“, til bandarísku flotastöðvar- innar í San Juan, þar sem hann kveðst gjarna vilja hljóta bandaríska flotavernd gegn hugsanlegum afskipt- um portúgalskra herskipa — með vissum skilyrðum þó. — Galvao kvaðst vilja setja hina 560 farþega á land, í Buður-amerískri eða vestur- afrískri höfn — og þó frem- ur í Vestur-Afríku. — Skil- yrðip, sem hann setti fyrir handarískri aðstoð voru fyrst og fremst: að litið verði á hann og menn hans sem „pólitíska uppreisnarmenn“, og að engin tilraun verði gerð til að taka af þeim skip- ið eða hafa afskipti af þeim á annan hátt. — • — o i í frétt frá Washington segir hins vegar, að fyrrverandi fram- bjóðandi til forsetaembættisins í Portúgal, Humberto Delgado hers Frh. á bls. 15. Reimleikar í Kreml Mótmælt þungum refsingardómi yfir vinkonu Pasternaks E I N S og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, var einn nánasti vinur og sam starfsmaður rússneska skáldsins Boris Paster- naks, rithöfundurinn Olga Ivinskaya nýlega handtek- in og dæmd í átta ára fangelsi, en 23 ára gömul dóttir hennar hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Afsökun sovétstjórnarinnar fyrir hinni þungu refsingu er meint gjaldeyrissvik. Mál þetta hefir vakið mjög mikla athygli og andúð víða um heim — og hefir m. a. fjöldi lista- manna og menntamanna á vcsturlöndum og ýmis sam tök þeirra sent sovétstjórn inni harðorð mótmæli vegna meðferðarinnar á þeim mæðgum, og krafizt þess, að þær verði látnar Iausar. Mbl. hefir borizt ein slík ályktun nokkurra frægra rithöfunda, og birtist hún hér í þýðingu: „Vér höfum tekið oss mjög nærri fregnirnar um handtöku frú Olgu Ivin- skayu og dóttur hennar, Irinu, og hin leynilegu réttarhöld yfir þeim. — Einkum blöskrar oss ó- samræmið milli hinnar ströngu refsingar, sem þær skulu liljóta, og af- brotsins, sem þær eru tald ar sekar um. Það er von vor, að því verði lýst yf- ir að hér hafi verið um réttarfarsleg mistök að ræða og að dómurinn verði ógiltur án tafar. I minningu Boris Past- ernaks, höfundar, sem rit- að hefir verk, er ávallt munu skipa virðingarsess í rússncskum bókmennt- um, — og í nafni þeirrar sáttastefnu í sambúð mis- munandi menningarfosma, sem sovétstjórnin hefir gerzt talsmaður fyrir — en þessar óskiljanlegu réttaraðgerðir hljóta að tefla í voða — beinum við þessu alvarlega ákalli, um að mildi verði sýnd í máli þessu, til Nikita Krúsjeffs forsætisráðherra og til æðstu yfirvalda Sovétríkj- anna.“ Undir þetta skjal skrifa eftirtaldir erlendir rithöf- undar nöfn sín: — Ignazio Silone, Stephen Spender, Rcinhold Niebuhr, Denis de Rougemount, Lionello Venture, Pierre Emmanu- el (eitt af þekktustu Ijóð- skáldum Frakka af yngri kynslóðinni. Kemur hing- að í febrúarlok), Nicole Chiaromonte og Jean Bloch Michel. — Auk þess er Mbl. kunnugt um, að a.m.k. eitt íslenzkt skáld, Gunnar Gunnarsson, hefir skrifað undir fyrrgreint skjal. í „Vettvangi“ blaðsins, sem birtist á bls. 9 í dag, er fjallað um þetta nýja „Pasternak-mál“. Rœðast Krúsjeff og Kennedy við í marz? Adlai Stevenson segir, að Kennedy mundi fagna slikum fundi New York, 27. janúar. — ADLAI STEVENSON, hinn nýi aðalfulltrúi Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðun- um hélt fyrsta blaðamanna- fund sinn í dag, eftir að hann tók við því embætti. Lét hann að því liggja, að allar líkur væru til þess, að þeir Kennedy og Krúsjeff myndu ræðast við innan vébanda SÞ, þegar Allsherjarþingið kemur aftur saman í byrjun marz n. k. — og að Kennedy mundi fagna slíku tækifæri. Hér yrði ekki um að ræða neinn eiginlegan „toppfund“, en slíkar óformlegar viðræð- ur gætu verið heppilegt upp- haf að kynningu þessara valdamiklu manna, og gætu Framh. á bls. 15. Dagsbrúnarmenn! Athugid! AUKAMEÐLIMIR, sem vilja gerast fullgildir féiagar og neyta kosningaréttar síns nú, geta það fram til hádegis á laugardag, með því að fara í skrifstofu Dagsbrúnar í AI- þýðuhúsinu og greiða inntöku- og skírteinisgjald. Skuldugir félagar geta greitt gjöld sín og hlotið kosn ingarétt allan timann, meðan kosning stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.