Morgunblaðið - 28.01.1961, Page 2

Morgunblaðið - 28.01.1961, Page 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 28. Jan. 1961 Ólöglegar aðfarir stjórnar Dagsbrúnar EINS og kunnugt er báru um- boðsmenn B-listans í Dagsbrún- arkosningunum fram þá kröfu við stjórn félagsins, að þeim yrði afhent kjörskrá, skuldalisti og aukafélagsskrá tveimur sólar- hringum fyrir upphaf kosninga. Krafa þessi virðist svo sjálfsögð, að flestum utanfélagsmönnum mun koma hún kynlega fyrir sjónir, því að án þess að um- boðsmenn beggja listanna hafi þessi gögn 1 höndxun, getur að- staða þeirra í kosningabaráttunni með engu móti orðið jöfn. Engu að síður hefur það tíðkazt í Dags brún, að stjórnín hefur ein setið að þessum gögnum fram að kjör- degi, en þá er kosningar hefjast, hefur hún afhent kjörskrána eina, án fylgdargagnanna tveggja svo að skráin ein er vitaskuld næsta ófullkomið plagg. Hljóta allir að sjá, hve ólýðræðislegar og gerræðislegar slíkar tiltektir eru, en einkennandi mega þær þó heita í félögum, sem kommún istar halda, og vilja fyrir engan mun missa. i Virðing Dagsbrúnarstjórnarinn ar fyrir andstæðingum hennar meðal félagsmanna var ekki meiri en svo, að þeir létu kröfu B-listans algerlega ósvarað. Áttu þeir þá ekki annars úrkosti en að kæra stjórnina fyrir miðstjóm ASÍ. Um afgreiðslu þeirrar til- lögu þar sagði Guðmundur J. Guðmundsson á Dagsbrúnarfund inum í fyrrakvöld, að henni hefði verið vísað frá ,^em tómri vit- leysu“. Daginn eftir (í gær) barst svo svar (dags. þann dag) upp á tvær síður undirritað af Hanni- bal Valdimarssyni, þar sem neit- að er að taka kæruna til greina. Vegna þessa hafa umboðsmenn B-listans ritað stjórn Dagsbrúnar bréf, þar sem segir m.a.: „Þrátt fyrir þessi úrslit í mið- stjóm A.S.Í., þá teljum við að- farir yðar í þessu efni algerlega ólöglegar og höldum fast við kröfu okkar. Við munuum taka þátt í kosn- ingunum með þeim fyrirvara, sem greinir í bréfi þessu“. Pár Lagerkvist, höfundur skáld- sögunnar „Barrabas" — en kvik mynd eftir henni verður bráð- lega sýnd á vegum Filmíu. Sýningar Filmíu hefjast aftur SÍÐARI HLUTI starfsárs kvik- myndaklúbbsins Filmíu hefst um þessa helgi með sýningum á brezku gamanmyndinni „Maður inn í hvítu fötunum", þar sem hinn frægi leikari Alec Guinness fer með aðalhilutverkið. — Um miðjan febrúar verður sýnd önn ur brezk mynd, „The Maggie“, — og síðan kemur ítalska stór- myndin „Að lifa í friði“ eftir Líuigi Zampa. Alls verða níu myndir sýndar á vegum Filmíu til vors. Af þeim má nefna „Barrabas“ eftir Alf Sjöberg, en myndin er gerð eft ir hinni frægu, samnefndu skáld sögu Pár Lagerkvists, og „Hinir foirdiæmdu“ eftir franska leik- stjórann Rene Clement. — Þá verða einnig sýndar þrjár merk- ar fræðslumyndir: mexikönsk mynd, sem nefnist „Redes“, „Land án brauðs“, sem er spænsk, og lokst japanska fræðslumyndin „Hiroshima". Styðja bjór- frumvarpið BLAÐINU BARST svoihljóðandi fundairsamþykkt í gær: „Fundur haldinn í Tollvarða- félagi íslands þ. 24. janúar 1961, lýsir yfir stuðningi sínum við frv. hr. Péturs Sigurðssonar á Alþingi, um fraleiðslu á áfengu öli til neyzlu i landinu. Fundurinn telur frv. þetta spor í rétta átt til lagfæringar á hinni óviðunandi áfengislöggjöf-, sem íslendingar nú búa við“. Síld á Akureyrar- polli AKUREYRI, 27. jan. — Enn veið ist síld í Akureyrarpolli. Storm ur hefur hamilað veiðum undan- farið, en í dag fengu þó þrír bát ar þessa veiði: Garðar 250 mál, Björgvin 211 og Ester 200 mál. Síldin fer all í bræðelu í Krossa nesverksmiðjuna. — St. E. Sig Hafnarf jörður STEFNIR, fél. ’ ungra Sjálf- stæðismanna, heldur málfund í Sjálfstæðishúsinu mánudag inn 30. jan. kl. 8,30. Umræðu efni: Bjórfrumvarpið. Frum- mælendur verða Þór Gunnars son og Reynir Sigurðsson. Stefnis-félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Lægðin við Vesturlandið Faxaflói, Breiðafjörður og grynntist mjög í gær, en mjög miðin: SV-kaldi og él í nótt, djúp lægð myndaðist yfir Skotlandi. Er tíðarfar nú ákaf lega rysjótt, þrumur og hagl fylgja allvíða óveðrunum. Veðurspáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land og SV-mið: SV- stinningskaldi og slydduél í nótt, gengur í austan átt með morgninum, hivass og rigning á morgun. austan stinningskaldi og skýj að á mongun. Vestfirðir til Austfjai-ða og miðin: Sunnan gola og víða léttskýjað í nótt, austan eða NA stinningsfcaldi og slydda eða rigning á morgun. SA-land og SA-rnið: Vestan kaldi og léttskýjað í nótt, alil hvass austan og rignimg á morgun. Kommúnistar orðnir hrœddir Greinlegt er að kommúnistar óttast það mjög, að þeir haldi ekki því fylgi, sem þeir hafa haft í Dagsbrún og byggt hefur mest á ein ræðLslegum starfsháttum þeirra í félaginu. Þeir hafa nú gripið til þess ráðs að senda sumum Dagsbrúnar- félögum sérstakt bréf, þar sem þeir hverfa að mestu frá fyrri stefnu um kauphækkanir en taka aftur á móti upp kröfu B-listans um lækkað vöruverð og aukinn kaupmátt launa. Er að vísu ekki nema gott um þetta að segja, ef einhver mein- ing væri á bak við þessi loforð. En allir Dagsbrúnarmenn vita, að þetta er aðeins sagt fyrir kosn ingar, til þess eins að reyna á þann hátt að fá Dagsbrúnarmenn til fylgis við kommúnista. Stefna Dagsbrúnarstjórnar er sú_ sama og hún hefur verið: ó- raunhæf kaupgjaldsbarátta og kauphækkun, sem tekin hefur verið jafnóðum aftur af verka- mönnum í hækkuðu vöruverði og þjónustu. Samanber það, er Dagsbrúnarstjórnin samdi um sjáif í verkfallinu 1958. Botnandi veðnr nm lond allt HVASSVIBRIÐ, sem gekk yfir landið í fyrradag og fyrrinótt, gekk að mestu niður í gær. Þó var hvass SV-átt í gærmorgun á SV-landi, leiðindahryðjur og þrumuveður sums staðar, t.d. á Kirkjubæjarklaustri. Á Vestfjörðum var mikið NA- veður í fyrrinótt og úrhellis- rikning, t.d. mældust 38 mm. í Æðey. Um hádegi í gær gekk þar í S-Iæga átt með skúrum. Á NA- landi var blíðasta veður i gær- dag. Frostlaust er um land allt, hiti víðast 2—5 stig. Innanlands flug, sem lá að mestu niðri i fyrradag, komst aftur í eðlilegt horf í gær. Ekki er vitað til að neinar skemmdir hafi orðið á mannvirkjum, svo teljandi sé, í hvassviðrinu. Góð f iskveiði AKRANESI, 27. jan. — f gæi- fékk einn trillubátanna af þrem ur, sem rerp, 500 kg. á þrjú bjóð. Hann rauk upp með ofsa á landsunnan, svo tæta varð inn línuna í hvelli, og má búazt við að annað eins hafi slitnað af línimni og það sem náðist af fisfci. í síðasta róðri fiskaði Sporður (16 tonn að stærð) 2300 kg. á 10 bjóð, og í róðrinum næst á und an fékk hann tæp 1900 kg. Fimm trillubátaeigendur hérna hafa ákveðið að stunda róðra stöðugt í allan vetur. Erfiðlega hefur gengið að losna við fisfc- inn, þótt 4 hraðfrystihús séu á staðnum t.d. lágu 3 tonn nýlega á bátaihryggjunni í sólarihring, þar til Haraldur Böðvarsson 8c Co. keypti fiskinn og setti 1 herzlu. — Oddur. Rær heimanað SEYÐISFIRÐI 27. jan. — Einn bátur héðan rær út í kvöld. Það er Daiaröst, sem ætlaði að róa með línu frá Vestmannaeyjum, en vegna verkfal'lsins þar rær hún sennilega eitthvað héðan að heiman. —Svavar. Varðarkaffi í Valböll ií dag kl. 3-5 síðd er stjórnað með lögleysum og ofbeldi Á undanförnum mánuðum hefur margsinnis verið skýrt frá lögbrotum kommúnista í verkalýðshreyfingunni og þá ekki sízt í stærsta verkalýðsfélagi landsins, Dagsbrún. Nú siðustu dagana hafa gerzt alvarlegir hlutir í Dagsbrún, sem taka af öll tvímæli um, að í því félagi ríkja ekki lög og réttur. Nægir að minna á eftirfarandi atriði: 1. Lög A.S.f. eru brotin til að hindra, að frambjóðendur B-listans fái að sjá kjörskrá, fyrr en kosning hefst. Á sama tíma og B-Iistamenn fá kjörskrá fyrst í hendur mæta frambjóðendur kommúnista á kjörstað með full- komna spjaldskrá yfir alla Dagsbrúnarmenn, og fylgjast með kosningunni með því að senda út spjöld þeirra, sem kjósa. 2. Frambjóðandi kommúnista í ritarasæti er ólöglegur með- limur Dagsbrúnar. 3. Á Dagsbrúnarfundum gilda engin venjuleg lög og and- stæðingar kommúnista njóta ekki sjálfsögðustu funda- réttinda. Er skemmst að minnast fundarins í fyrrakvöld, er laigðar voru hendur á formannsefni B-listans í ræðustól og drukknir menn óðu uppi og slitu m.a. hljóðnemann úr sambandi, meðan einn ræðumanna B-Iistans talaði. 4. Mörg hundruð verkamönnum er með brögðum meinað að neyta kosningaréttar í Dagsbrún, enda þótt tekin séu af þeim full gjöld. Þannig kaus Dagsbrún fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing fyrir 3400 félaga, en á sama tíma voru aðeins 2300 á kjörskrá. Auk þess að vera réttindalausir í Dagsbrún eru þessir 1100 menn útilokaðir frá atvinnu- Ieysistr y ggingasjóðnum. | Kosningaskrifsfofa B-listans STJÓRNARKJÖR í Dagsbrún fer fram laugardag kl. 2— 10 e. h. og sunnudag kl. 10 f. hád. til kl. 11 e. h. — Kosið er í skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Kosningaskrifstofa B-listans er í Breiðfirðingabúð uppi, símar 2-29-80 og 2-30-60. — Sjálfboðaliðar! — Gefið ykkur fram til starfa í Breið- firðingabúð! — Gleðitárin glitruðu við heimkomu RB-47 flugmannanna WASHINGTON, 27. jan. — Bandarísku flugmennirnir tveir, sem komust lífs af, þegar Rússar skutu niður RB-47 fliuvélina und an Kola-skagia hinn 1. júLí s.l. sumar, þeir Freeman Olmstead og Jofhn McKone, komu flugleið is til Washington í dag, en sem kunnugt er létu Riússar þá lausa s.'l. miðvikudag, eftir að hafa haldið þeim í fangelsi nær 7 mánuði. Þegar flugimennimir tveir stigu út úr flugvélinni, sem skilaði þeim heim til Bandaríkj anna, hlupu eiginkonur þeirra á móti þeim með útbreiddan faðm inn og gleðitár í augum. Var þama að vonum mikill fagnaðar fundur. — ★ — John Kennedy forseti, sem hafði komið til flugvaliarins í þyrlu sinni frá Hvíta húsinu, gekk að því búnu til flugmann anna og heilsaði þeim og bauð þá hjartanlega velkomna heim. Góð veiði ÞÓRSHÖFN, 27. jan. — Engin stöðvun hefur orðið hér vegna deilunnar um kaup og kjör sjó- manna. Hins vegar var frysti- húsinu hér lokað um árarnót. Kaupfélag Langnesinga rekur frystihúsið og ber það taprekst ur fyrir lofcuninni. Veiði hefur verið góð, en bátarnir hafa orðið að landa aflanum í næstu höfn i nn — Einar. Fleiri hátt settir menn úr stjórn inni voru viðstaddir hina lát- lausu en áhrifamikiu móttöku- athöfn. — ★ — Flugmennimir munu fara 1 sjúkrahús til heilbrigðirannsókn- ar, og mun fréttamönnum vart gefast kostur á því að sinni að ræða við þá. Verkfall og hálsbólga ESKIFIRÐI, 27. jan. — Urn miðja vikuna komu fimm bátar að úr veiðiför og voru þeir með alls um 200 tonn af fiski. Voru þetta allt útilegubátar, sem farið höfðu í róður um miðjan mán- uðinn. Var aflahæsta skip Guð- rún Þorkelsdóttir með 56 tonn. Hafðj báturinn verið á miðnum við Langanes, en hinir höfðu sótt alla leið suður í Meðallandsbug. Bátarnir hafa efcki farið út aftur og liggja nú bundnir hér í höfninni vegna verkfalls sjó- mannanna. Þeir felldu samninga tilboðið er samninganefníl sjó- manna hadtði faillizt á, suður í Reykjavik á dögunum. Eitt helzta umræðuefni manna hér, að verkfallinu slepptu eir hinn mjög slæmi hálsbólgufar- aldur- sem hér hefur herjað og fullorðnir jafnt sem ungir tekið veikina. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.