Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. jan. 1961 MORGVN BLAÐIÐ 3 í stærsta húsi landsins VIÐ skulum bregða okkur vestur á Mela, þar sem eitthvert mesta stórhýsi þessa lands er að rísa a£ grurrni og nefnt er Búnað- arbyggingin. Verið er nú að gera húsið fokhelt og koma fyrir í því hitunar- kerfi. Einnig er byrjað að setja skilrúm á hótelhæð- ir. —■ Við hittum fyrir þrjá aðal- fyrirsvarsmenn byggingarinn- ar þá Sæmund Friðriksson framkvæmdastjóra, Halldór H. Jónsson arkitekt, sem teikn að hefir húsið og Þorvald Guð mundsson forstjóra, sem ann- ast mun rekstur hótelsins í byggingunni. Þeir ganga með okkur um húsið og útskýra fyrir okkur hvað fyrirhugað sé að verði á hverri hinna 8 hæða þess. Að sjálfsögðu verður ímynd- unaraflið að koma til, þegar gera skal sér í hugarlund gert annað er þeim bezt líkar. A sömu hæð verður eldhús, sem gert er fyrir allstóran kjörbar, þar sem tilreiddir verða ýmsir réttir og máltíðir Við lágu verði þar sem af- greiðsla er fljót og menn ann- ast hana að nokkru sjálfir. I suðurhluta jarðhæðarinnar er gert ráð fyrir verzlunarhús- næði, sem leigt verður út. I suðurendanum er svo inngang ur og lyftur fyrir skrifstofu- hæðir búnaðarsamtakanna, sem verða 3. og 4. hæð. I norðurendanum er einnig sér- inngangur og stigar fyrir veizlusali, sem verða á 2. hæð. 1 kringlunni á 2. hæð verður aðalveitingasalur og inn af honum stórt og fullkomið eid- hús. Þar suður af verða svo minni fundarsalir, sem hægt er að stækka og minnka að vild með færanlegum skilrúm um. * * * Með byggingu hótels þessa er ekki einasta gert ráð fyrir Frá vinstri: Halldór H. Jónsson, arkitekt, Þorvaldur Guð- mundsson, forstjóri og Sæmundur Friðriksson, forstjóri. A sjöundu hæðinni verður skipulagið með nokkru öðrum hætti, en sú hæð er inndregin og verða því svalir fyrir fram- an herbergin. Er þar mikið og fagurt útsýni sem og raunar er úr öllum gistiherbergjum. * * * Er við komum í Búnaðar- bygginguna var verið að reisa 8. hæðina, en hún verður að- eins á hluta af húsinu. Megin- hluti hennar verður glersalur. Er stálgrind í hæðinni. Þar verður veitingasalur og gerð- ur með ti'lliti til hins mjög svo fagra útsýnis sem þarna er í Séð af Búnaðarbyggingunni vestur yfir Seltjarnarnes. - (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). allar áttir. Segja má að ekk- ert skyggi á og mun það ein- stakt í einni höfuðborg að úr einu og sama húsi sé svo víð- sýnt sem hér. Hefir löngum verið kvartað um það að hvergi í Reykjavík væri hægt að njóta hins rómaða útsýnis innan veggja. * * * Er við spurðum um hver væru áformin um að ljúka þessari byggingu og hvenær líkur væru til að taka mætti hana í notkun, eða nokkurn Muta hennar, voru svör þeirra félaga öllu óskýrari. Aformað er þó að koma að minnsta kosti tveimur hótelhæðunum í notkun á næsta sumri auk nauðsynlegra sala og þjónustu herbergja í sambandi við þær. Þeir Þorvaldur og Sæmund- ur létu vel yfir gangi bygg- ingarinnar nema hvað fjár- hagsvandræðin væru komin á alvarlegt stig. Nú væri það fyrst og fremst undir ríkis- stjórninni komið hvort tak- ast mætti að standast áætlanir, en til hennar hefði verið leit- að með að stuðla að því að lán það, sem taka þarf er- lendis og leitað hefir verið eft ir í samráði við Framkvæmda bank*nn, fáist. Þyldi þetta nú ekki lengri bið. Við lukum þessari heim- sókn okkar í Búnaðarbygg- inguna með því að ganga upp á efstu hæð hússins og líta hið fagra útsýni og mun óhætt að segja að óvíða sé víðsýnna í höfuðborg okkar en þar uppi. Er það von allra að þarna megi sem fyrst verða opnað það hótel, sem þar á að starf- rækja. hvernig þessi risabygging að hægt sé að veita gestum verður endanlega úr garði alla venjulega þjónustu, held- gerð, þar sem segja má að á ur er hótelinu ætlað að geta þessu stigi málsins séu aðeins hýst stærri og smærri ráð- útlínur myndarinnar komnar. stefnur þar sem fundarmenn, * * * sem koma langt að þurfa gist- Er inn í andyrið kemur er- ingar, geta dvalizt og ennfrem um við staddir í bogamynd- ur haldið fundi sína. Hótel aðri viðbyggingu, einskonar sem þessi gegna því marg- kringlu. Þessi viðbygging er þættu hlutverki og eru mjög stór og rúmmikil. Þar er auk til eflingar'öllu félags og við- fordyrisins ætlað rúm fyr- skiptalífi þar sem þau eru ir blómabúð, minjagripaverzl4 staðsett. Ekkert síkt hús hefir un, bókabúð, snyrtivöruverzl- verið til þeirra nota hér á un, banka, ferðaskrifstofu og landi fram til þessa. „kiosk“ þar sem seld verða A 5. og 6. hæð verða hótel- blöð, tímarit, tóbak og annað herbergi og verða hæðirnar það er vanalega fæst á slíkum eins innréttaðar. Þar má segja stöðum. Kringlan er á tveimur að herbergi séu af öllum stærð hæðum og auk þess er undir um og verður því hægt að fá henni kjallari. Þar niðri verð- leigð hvort sem menn vilja ur rakarastofa og hárgreiðslu- dýr eða ódýr herbergi. Öll stofa og finnskt bað. Einnig hafa þessi herbergi það þó verður þar stór fatageymsla sameiginlegt að i þeim verða ásamt snyrtiherbergjum. handlaugar, böð, ýmist ker- * * * laugar eða steypiböð nema A jarðhæð hússins verða hvorttveggja sé, og klósett, þægilegir setusalir með bar, fataskápar, sími, útvarp og svo sem gerist á nýtízkuhótel- sjónvarp (þ. e. a. s. lögnin er um. Geta menn þar mælt sér fyrir hendi). Hin stærri her- mót við gesti hótelsins, einn- bergd verða svo tvísktfpt í ig geta gestirnir setið þar ó- svefnrúm og seturúm. Allir truflaðlr og skrifað bréf eða veggir verða hljóðeinangraðir. Fjárreiður SH rœddar á Alþingi ÞINGSALYKTUNARTILLAGA Einars Olgeirsson um rannsókn á fjárreiðum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var tekin til umræðu á fundi neðri deildar A1 þingis í gær. Talaði flutnings- maður fyrir tillögunni, flutti langa ræðu og kom víða við. Asakaði hann framkvæmdastjóra Sölumiðstöðvarinnar fyrir að hafa ekki nema einu sinni á ævinni komið til Rússlands, en sagði að hann hefði margsinnis komið til Bandaríkjanna. Lagði ræðumaður til í lok máls síns, að sú rannsókn, sem um getur í nefndri tillögu, og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, yrði látin fram íara og til þess kjörin sérstök nefnd eins og lika segir fyrir um í tillögunni. Einar Sigurðsson tók næstur til máls. Rakti hann í ítarlegu máli, sögu SH frá stofnun 1942 og til þessa dags. Nefndi hann í töium þann kostnað, sem sam- tökin hafa lagt í, bæði við stofn- un Jökla h.f., og Trygginga miðstöðvarinnar, er komið hefur verið á fót og starfsemi SH er lendis. Verður ræðu Einars Sig- urðssonar nánar getið í blaðinu síðar. Að ræðu Einars Sigurðssonar lokinni urðu allsnörp orðaskipti milli Gísia Jónssonar og Einars Olgeirssonar. Snerust ræður þeirra um heimsmál og stórpóli- tík. Kl. 4 var fundi frestað og verður umræðunum fram haldið á mánudag. Enn innbrot I ENN VAR innbrot framið í Seil- ásbúðina, í Selásbyggð, í fyrri- nótt. Var mjög miklu af tóbaks vörum stolið, sígarettum og netf- tóbaiki fyrir hundruð króna. Tvö innbrot önnur voru' fram in í fyrrinótt en þair var ekki stolið miklum verðmætum. STAKSTIINAR Mikil ræktunarskorpa Fyrir nokkrum dögum kont merkur bóndi af Norðurlandi aS tali við Mbl. og féllust þá m.a. orð á þessa leið: Allt frá því að nýsköpunar- stjórnin tók forystuna í lok síð- ustu styrjaldar um stórfeldan stuðning við ræktiun landsins, má segja að staöið hafi yfir ein sam- feld ræktunarskorpa. Á þessu tímabili hafa verið gerð svo stór átök í ræktunarmálunum, >t iss er naumast að vænta að hægt sé að halda framkvæmdum áfram þrotlaust með sama hraða. Vitanlega verður að halda áfram að brjóta nýtt Iand. En nú er sv« komið að margir bændur ráða ekki við stærra ræktarland en þeir þegar hafa tekið fyrir, með þeim litla mannafla, sem þeir geta fengið. Það sem nú skiptir mestu máli fyrir bændur og framtíð Iandbúnaðarins, er að ungir bændur og aðrir þeir, sem hefja vilja búskap, eigi kost i lánsfé til þess að kaupa jarðir, bústofn og vélar. Allir þeir, sem vilja Iandbúnaðinum vel, ættn að sameinast um þetta. Auðvitað þarf að byggja upp á þeim jörð- um, sem ekki hefur þegar verið byggt á. En sem betur fer hefur miklu átaki einnig verið lyft á sviði byggingarmálanna. Skrif Framsóknarmanna um það, að bæði ræktun og bygging- ar í sveitum landsins séu stöðv- aðar, eru gersamlega út í hött. Enginn tekiur mark á slíkum þvættingi, a.m.k. ekki í minni sveit. Forysta Péturs Magnússonar 1 þessum ummælum hins norð lenzka bónda er margt rétt og skynsamlegt. Það er satt sem hann segir, að landbúnaðarráð- herra nýsköpunarstórnarinnar, Pétur heitinn Magnússon, hóf merki mestu ræktunarskorpu, sem um getur í sögu íslenzks landbúnaðar. Fyrir frumkvæði hans voru mikilvægustu þættir landbúnaðarlöggjafarinnar endur skoðaðir, lánastofnanir bænda efldar að miklum mun og djörf, en þó raunhæf framfarastefna mörkuð í hagsmunamálum land- búnaðarins. Jafnhliða þessum umbótum i sviði landbúnaðarlöggjafarinnar, var bændum tryggt sanngjarnt verð fyrir afurðir sínar. Það er á gnundvelli þessara umbóta, sem íslenzkir bændur og sveitafólk hafa stóraukið fram leiðslu sína á nauðsynlegustu og hollustu matvælum þjóðarinnar. Fólkinu fjölgar fslenzku þjóðinni fjölgar örfc, Um næstu aldamót er gert ráð fyrir að í landinu búi á 4. hundrað þúsund manns. Nauðsynlegustn matvæli landsmanna munu halda áfram að koma úr svetum lands- ins. Þess vegna er sú þróun land búnaðarins og framleiðsluhátta hans, sem getið hefur verið hér að framan mjög þýðinarmikil. Og það verðUr að halda áfram að treysta framtíð þessa undirstöðu- atvinnuvegar af viti og framsýni. Landbúnaðurinn þarf ekki fyrst og fremst á pólitískum fleðru- hætti að halda. Hann þarfnast þvert á móti fyrst og fremst for- ystu raunsærra framfaramanna, sem vilja honum vel og hafa þroska og víðsýni til þess að skilja þarfir Iandsmanna allra. Pétur Magnússon hafði glöggan skilning á því, að bændastéttin mátti ekki einangra sig. Hún varð að hafa samvnnu við aðrar stéttir um alhliða uppbyggingu atvinnuvegar síns. Sá skilningur verður framvegis að vera hyrn- ingarsteinn nauðsynlegrar upp- byggingar og framfara í sveitum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.