Morgunblaðið - 28.01.1961, Page 6

Morgunblaðið - 28.01.1961, Page 6
6 MORGUNBLAÐIb Laugardagur 28. Jan. 1961 Finnbogi Guðmundsson, úfgerðarmaður Hugleiðingar um sjávar- útvegs- og efnahagsmál Á ALÞINGI og manna á milli hafa verið miklar umrseður um hina miklu fjárhagsörðugleika sjávarútvegsins á undanförnum árum. í því sambandi hafa sumir deilt harðlega á sjávar- útvegs- og fiskimenn fyrir með- ferð þeirra á fjármunum og at- vinnutækjum þessarar þýðing- armiklu atvinnugreinar. Hafa jafnvel komið fram raddir um, að sjávarútvegurinn sé ekki lengur fær um að gegna því hlutverki að vera forustuat- vinnuvegur í hinu íslenzka efnahagskerfi. Meðal annars af þeim ástæðum, að þeir tala hæst um minnkandi þýðingu sjávarútvegsins, sem lítið eða minnst til hans þekkja, en minna hefur komið fram fyrir sjónir almennings, álit og skoð- anir þeirra manna, sem hafa reynslu og þekkingu á sjávar- útvegsmálum, finnst mér ástæða til að láta í ljós nokkrar hug- leiðingar um ástand og horfur í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Áður vil ég þó víkja nokkuð að atriðum í hinum nýju efna- hagsaðgerðum, sem ég tel, að hefðu þurft að vera öðru vísi, til að forða óþarfa erfiðleikum. Ég vil taka það fram, að ég er ekki sammála þeim mönn- um, sem hafa deilt fast á styrkjakerfið, sem notazt hefur verið við mörg undanfarin ár. Hins vegar tel ég það alveg rétt fyrirkomulag, sem nú hef- ur verið tekið upp, að leitast við að ná jafnvægi í þjóðar- búskapnum með leiðréttingu á gengisskráningu og vaxtabreyt- ingum. Svo sem kunnugt er, hefur styrkjakerfið verið gjört með samkomulagi á milli fulltrúa sjávarútvegsins sem eru útflutningsaðiiar þjóð- arinnar, annarsvegar og ríkis- valdsins hinsvegar. Þegar þetta fyrirkomulag er svo afnumið með nýju kerfi, hefði að sjálf- sögðu átt að hafa samráð við fulltrúa þeirra aðila, sem voru raunverulegir samningsaðilar að því sem var burtu tekið, enda höfðu þeir mesta reynslu og þekkingu á því sem hér var um að ræða og hefðu því getað gefið ráð og leiðbeiningar, sem hefðu forðað frá mestu ágöll- unum. Höfundum efnahagstillagn- anna varð á sú meginskyssa, að þeir gerðu sér ekki ijósa grein fyrir hinni miklu fjármagns- þörf sjávarútvegsins sem gjald- eyrisskapandi undirstöðuatvinnu vegar. Eðli hans og rekstrar- form krefst mikils fjármagns, sem íslenzka þjóðin hefur illu heilli ekki skilið nægilega vel. Sjávarútvegurinn hefur á und- anförnum árum ekki haft tæki- færi til að mynda eigið fjár- magn svo nokkru nemi og því orðið að treysta á lánsfé. Af þessum ástæðum varð vaxta- hækkunin í byrjun sl. árs of snögg og of mikil, en hinar nýju aðgerðir ríkisstjórnarinnar • í lána- og vaxtamálum eru mjög til bóta. Með tilliti til eðlilegra aðlögunarmöguleika út flutningsframleiðslunnar, var vörukaupum beint of snöggt til frjálsu gjaldeyrislandanna. — Spillti það fyrir hagstæðum söl- um til vöruskipta- og clearing- landanna, sem voru fslendingum nauðsynlegar, ef þeir ætluðu að rétta við efnahagsmál sín til frambúðar á grundvelli aukins útflutnings. Sérstaklega finnst mér þetta ekki koma til greina á meðan Vestur-Evrópuþjóðirn- ar torvelda sölu afurða okkar hjá sér með höftum, verndar- tollum og styrkjum við sinn sjávarútveg. Þá er það skoðun mín, að vitanlega hefði átt að stórlækka eða afnema algjörlega óeðlilega verndartolla, sem hlaðizt hafa upp á undanförnum árum. Þá tel ég það varhugaverða stefnu af hálfu stjómmála- og embætt- ismanna þjóðarinnar, að hafa ekki eðlilegt samband við for- ustumenn atvinnuveganna í mik ilsverðum málum. Athafnamenn hafa ekki tíma til að dvelja við stjórnmálaflækjur, en þeir þekkja nauðsyn og þarfir at- vinnulífsins af eigin reynd. Það er rangt, sem víða er haldið fram, að styrkjakerfið hafi sett efnahagskerfið úr skorðum. Styrkjakerfið var af- leiðing en ekki orsök, en éfna- hagslífið fór úr skorðum þrátt fyrir það. Orsakir öngþveitisins í efna- hagsmálunum, áður en styrkja- kerfið var tekið upp, voru m.a., eins og öllum er vel kunnugt um: Grunnkaupshækkanir og víxlhækkanir milli kaupgjalds og verðlags. Sambandið milli kaupgjalds- og verðlagsvísitöl- unnar skrúfaði upp framleiðslu- kostnaðinn án tillits til gjald- þols sjávarútvegsins. Bátagjald- eyririnn, styrkjakerfið og nú ný gengisskráning voru aðeins leið- ir til leiðréttingar til þess að burðarás atvinnulífsins, sjávar- útvegurinn, gæti haldið óhindr- að áfram rekstri vegna þjóðar- búsins. Svikamylla víxlhækkan- anna og verðlagsgrundvöllur • Breyting til batnaðar Velvakandi hefur oft minnzt á hégðun barna í strætisvögn- um og venjulega í því skyni að setja út á hana eins og lesendur dálkanna munu m.rnast. En nú er svo að sjá sem margendurteknar að- finnslur hafi haft tilætluð á- hrif, eða sú er að minnsta landbúnaðarvara hafði í för með sér rýmandi verðgildi krónunn- ar og ýtti undir óeðlilega fjár- festingu. Stöðugt kaupgjald og verðlag innanlands miðað við eðlilegar markaðsaðstæður er ein af leiðunum til að skapa stöðúgt gengi. Það er ekki á valdi útvegsmannsins eða fisk- framleiðandans að ákveða geng- ið, heldur launþegans. Kröfur á hendur sjávarútveginum um- fram það gjaldþol, sem gengis- skráning og framleiðslukostnað- ur segir til um, fela í sér ó- beina gengislækkun. Þetta eru staðreyndir, sem þjóðin getur ekki umflúið. Veiðiútbúnaður og aflabrögð Mjög hefur verið deilt á út- vegs- og fiskimenn fyrir svo- nefnt bruðl í sambandi við kaup á fullkomnum síldarnótum, leit- artækjum og öðrum útbúnaði, sem gerir veiðiskapinn auðveld- ari. Þessar ádeiluraddir voru háværar sl. hapst eftir laka heildarútkomu sumarsíldveið- anna. Ádeilur þessar voru rang- ar og ómaklegar. Skip þeirra fáu, en djörfu manna, sem lögðu í þennan kostnað, öfluðu meira en annarra. Ef við thefðum t.d. haft svipað an útbúnað á skipunum sl. sumar og var árið 1944, síldarsumarið mikla, þá hefðum við lítið eða ekkert aflað. Hinn nýi útbún- aður og dýru tæki tryggðu ör- uggan afla. Hitt er svo annað mál, að á þessu eina sumri afl- aðist ekki nóg til að borga þennan kostnað niður, enda eðlilegra að hann sé afskrifað- ur, greiddur niður, á nokkrum árum eins og annar útbúnaður og tæki. Sama gildir um Suð-Vestur- landssíldina, eins og bezt sést þessa dagana. Útvegsmenn eins og t. d. Haraldur Böðvarsson á Akranesi, Guðmundur á Rafn- kelsstöðum og Baldur Guð- mundsson o. fl. sem brutust í að fá sér fullkomnar nætur til að veiða Suð-Vesturlandssíldina hafa sýnt, að með þessum út- búnaði er unnt að ná síldar- kosti raunin á þeim strætis- vagnaleiðum, sem Velvakandi ekur daglega. Er mjög ánægju legt að sjó hve börn eru orðin fljót að rísa á fætur og eftir- láta fullorðnum sæti sitt þeg- ar þeir koma inn í vegninn. Það hefur einnig sitt að segja, að allur almenningur, sem ferðast með vögnunum, ætl- ast til þess, að börnin inni þessa sjálfsögðu kurteisi af hendi og stuðlar þannig að því Finnbogi Guðmundsson afla, sem engin leið var að fá með hinum gömlu aðferðum. Nægir í því sambandi að geta þeirra báta, sem hugðust veiða eins og áður með reknetum. Þeir fengu svo til engan afla og urðu að fá styrk úr Hluta- tryggingarsjóði til að greiða sínu fólki kaup. Þessar stað- reyndir virðast hafa farið fram hjá mörgum. Ef athafnasvið þessara og annarra manna hefði verið heft áður en þeir fengu að sýna framsýni sína, nyti almenningur ekki þess gulls, sem nú berst að landi. Það má undir engum kringum stæðum vera á valdi örfárra manna, hvort sem það eru stjómmálamenn, fjármálamenn, embættismenn eða hagfræðing- ar, að setja fótinn fyrir þá menn í atvinnulífinu (á ég hér sérstaklega við sjávarútveginn), sem vilja fara inn á nýjar brautir. Áralöng reynsla og þekkingaröflun ræður athöfn- um útvegsmanna. Þeir eru sér meðvitandi, að starfsemi þeirra er háðari duttlungum náttúr- unnar öðrum atvinnugreinum fremur. Ekkert mannlegt, hvorki kenningar né bókvit, get- ur breytt náttúrulögmálunum. íslenzka þjóðin hefur í ára- tugi treyst útvegs- og fiski- mönnum til að taka ákvarðanir og áhættu í sjávarútvegsmálum. Árangur þess trausts blasir alls staðar við í formi glæsilegra skipa, verksmiðja, hraðfrysti- húsa og lífsþæginda, sem byggj- ast á mikilli gjaldeyrisöflim. Fyrir þjóðina er farsælast að athafnamenn í sjávarútvegi séu ekki bundnir af höftum, höml- um eða lánsfjárskorti, sem heftir framtak þeirra. Skiln- að hún gleymist ekki. Er það von Velvakanda að þessarar breytingar til batnaðar gseti á fleiri strætisvagnaleiðum og hér sé ekki um stundarfyrxr- brigði að ræða, heldur verði þessi bætta hegðun vaianleg. •JSitjsijítaili En ekki virðist allt komið í lag í strætisvögnunum þó börnin séu farin að rísa á ingur verður að vera á rekst-* ursaðstöðu þessara manna svo að reynsla þeirra og þekking megi nýtast sem bezt. Fjárfesting í fiskiðnaði Eitt af því, sem hefur verið deilt á í sambandi við sjávar- útveginn, er hin svonefnda um- framfjárfesting í vinnslustöðv- um, sérstaklega hraðfrystihús- um. Slík ádeila er annað hvort byggð á þekkingarleysi á fisk- vinnslu eða barnaskap. Fisk- vinnslustöðvar verða að vera þannig byggðar, að þær geti unnið sem skjótast úr aflf tum á „topp-tímabilum“. Þær verða að geta skilað góðri vöru og verðmætri og ekki má gleyma því, að annað aðalhlutverk sér- hvers frýstihúss, hvort sem það vinnur úr fiski eða kjöti, er að geyma matvæli. Mögulegt veiðimagn á aðalver tíðum ræður miklu um stærð hraðfrystihúsa. Gjömýting þeirra er útilokuð allt árið um kring, því náttúran ræður uppskeru sjávarins, en ekki mennirnir. Vinnslusalir verða í hlutfalli við frystiafköst að vera stórir, m. a- vegna þess að vinna verður afl- ann í mismunandi framleiðslu- vöru eftir kröfum hinna ýmsu markaða. Fjöldi starfsmanna við vinnslu sama aflamagns get- ur því verið mismunandi eftir því um hvers konar pakkningar er að ræða. Getur það munað allt að helming. í sumum tilfellum er aflinn sáralítið unninn, t. d. heilfryst- ing síldar, sem aukizt hefur I seinni tíð. 1 slíkum tilfellum þurfa frystiafköstin að vera sem mest. Stórt vandamál er, að oft berast að samtímis síld og fisk- ur. Ekki má vinna þessar fisk- tegundir í sama vinnusal. Er því orðið aðkallandi að hafa tvo vinnusali, annar fyrir fisk og hinn fyrir síld. Er þegar svo háttað í sumum frystihúsum. Eg er sammála stefnu efna- hagssérfræðings þjóðarinnar að draga beri úr fjárfostingu og nýta þurfi betur þau atvinnu- tæki, sem þegar eru til í land- inu. Það er frumforsenda þess, að þjóðin komist út úr yfir- standandi fjárhagsörðugleikum. Hins vegar er óumflýjanlegt, að einhver viðbótarfjárfesting eigi sér stað í sambandi við hrað- frystihúsareksturinn. Vil ég rök- styðja þessa skoðun á eftirfar- andi hátt: 1. Stórauknar kröfur um meiri Framh. á bls. 13. fætur. Um daginn kom kona að málí við Velvakanda og kvartaði undan því hve stræt- isvagnabílstjórar væru skraf- hreifir undir stýrinu. — Sagð- ist konan hafa orðið fyrir ó- þægindum af þessu masi strætisvagnabílstjóra í tvö skipti nú með skömmu milli- bili. I annað skiptið var bíl- stjórinn í áköfum samræðum við einn farþega meðan á ferð inni stóð, og var hann svo upp tekinn af umræðuefninu, að hann gleymdi að stanza á einni biðstöðinni og tók ekki eftir því fyrr en um seinan að maður hafði gefið merki um að hann ætlaði þar af. I hitt skiptið var það einn kunn ingi bílstjórans, sem tók sér stöðu við hlið ekilssætisins og stóð þar og ræddi við öku- manninn. I hvert- sinn sem fólk kom inn í vagninn vék þessi málgefni vínur bílstjór- ans sér aðeins til hliðar svo fólkið gat troðizt fram hjá honum, en fór á sinn fyrra stað í hvert skipti sem vagn- inn hélt áfram. Urðu talsverð óþægindi af þessu fyrir Þá sem voru að komast inn í vagninn og auk þess eru far- þegarnir ekki eins öruggir um sig í vagninum ef þeir vita að hugur bílstjórans er við annað en keyrsluna, sagði konan að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.