Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUN3LAÐ1Ð Laugardagur 28. Jan. 1961 Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaiotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. X lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKUGGI PASTERNAKS HVILIR A OFBELDISMÖNNUNUM f>asternak. Það nafn þekkir'*’ öll heimsbyggðin. Hann nú hefur tekizt að draga úr vígtennurnar, en hafði á sín- Heilbrigðisvandamálin í Kongó rædd. — Sem stendur er ekki tii í landinu einn einasti útlærð- ur læknir úr hópi innfæddra manna. E. t. v. ljúka tveir námi á þessu ári — og árið 1965 standa vonir til, að um 20 innfæddir hafi lokið læknanámi. — Árið 1958 voru starfandi í landinu upp undir 1.000 læknar, flest Belgir. Af þessu má sjá, hve alvarlegt ástandið er á þessu sviði. Uppbyggingarstarf Sþ í Kongó er nú látinn, en skuggi hans hvílir á ofbeldismönnunum, sem undiroka þjóð hans. Og svo segir okkur hugur um, að líf hans og verk muni, er fram líða stundir, verða þyngra á metunum en menn almennt gera sér grein fyrir í dag. Ef til vill á hann þrátt fyrir allt eftir að frelsa þjóð sína undan okinu. Valdamönnum í Kreml skilst, að andi hans verður að deyja, ef þeir eiga að geta haldið völdum áfram. Þeir óttast skuggann, sem yfir þeim hvílir. Þess vegna hafa þeir nú fangelsað vin Past- ernaks, Olgu Ivinskayu, og dóttur hennar, og hyggjast með því reyna að afmá minningu stórskáldsins. Pasternak óttaðist, að hefndin mundi einmitt verða látin bitna á vinum hans og ættingjum, því að valdhaf- arnir þorðu ekki að leggja til atlögu við hann. Ótti hans reyndist réttur, Kremlverjar telja sig hafa í fullu tré við Ivinskayu og þeir kunna að hundelta, fangelsa og myrða fleiri af 'vinum og ættingjum Pasternaks. En hversu langt sem þeir ganga í hryðju- verkunum, þá mun skugginn hvíla yfir þeim. Andi Paster- naks verður ekki deyddur með því að aflífa nokkra tugi manna. Hinar ánauðugu þjóðir þekkja hann og til- biðja. Og fleiri munu feta í fótspor hans, þó þeir eigi hefndina yfir höfði sér. Of- beldinu hefur aldrei tekizt — og mun aldrei takast —1 að deyða andann. Á íslandi eru til rithöf- undar, sem eru á mála hjá erindrekum heimskommún- ismans. Ætla þeir að verja aðfarir Kremlverja gagnvart Pasternak, gagnvart Ivin- skayu, gagnvart sjálfri menn ingunni? Við vildum fá að sjá framan í þann íslenzka rithöfund, sem treystir sér til að gera það beint. En hitt er svo saga út af fyrir sig, að geð þeirra er ekki meira en svo, að þeir halda áfram að þjóna ofþeldisöflunum, þótt þeir sjái fyrir sér af- leiðingarnar. KU KLUX KLAN Á ÍSLANDI Menn kannast við nafnið Ku—Klux-Klan, þ. e. heiti þekktrar glæpahreyf- ingar í Bandaríkjunum, sem um tíma mikil áhrif, einkum í Suðurríkjunum. Ofbeldisað- ferðir í ætt við trúarjátningu Ku-Klux-Klan-manna þekkj- ast hinsvegar enn víða um heim. Einn af elztu stuðnings- mönnum kommúnista hér á landi, sem frá upphafi hefur fylgzt með störfum flokksins, hefur í blaðagrein nefnt klíku þá, sem þar ræður ríkjum Ku-Klux-Klan- menn. Hann þekkir heimilis- hættina í kommúnistaflokkn- um og velur þessa nafngift ekki út í bláinn. Alltaf af og til gægist líka fram ofbeldisnáttúra þessara manna. Þannig mega varla fara fram nokkrar kosningar í verkalýðsfélagi, sem þeir ráða, án þess að þeir verði uppvísir að kjörskrárfölsun- um, hótunum, lögbrotum og hvers kyns ósvinnu. Mest ber þó á þessu í stærsta verkamannafélaginu, Dags- brún, þar sem þeir hafa í kringum sig ákveðið lið, sem stendur fyrir óhæfuverkun- um. Hafa þessar aðfarir komið óorði á verkalýðshreyfing- una og stórskaðað álit henn- ar, enda hefur klíkan aldrei gert neitt til að reyna að bæta hag verkamanna, held- ur þvert á móti að halda þéim niðri, svo að þægilegra væri að espa til pólitískra átaka í þjóðfélaginu. NÝ TÆKIFÆRI islendingum hefur nú á ný skapazt tækifæri til að afla lánsfjár úr alþjóðasjóð- um, sem veita hagkvæmustu lán sem kostur er á. Þetta hefur tekizt vegna viðreisn- ar efnahagslífsins. Meðan hér ríkti . óstjórn vinstri stefnunnar, treysti engin alþjóðastofnun sér til að lána íslendingum til arð- vænlegra framkvæmda. Á okkur var litið sem mestu slóða og óreiðumenn. Öll lán vinstri stjórnarinnar voru fengin af annarlegum ástæð- um úr sjóðum, sem ekki settu skilyrði fyrir því að vel væri með fjármunina farið. Við hinar nýju aðstæður opnast okkur tækifæri til stórafreka á athafnasviðinu. Þess vegna má gera ráð fyr- ir, að sjöundi áratugurinn verði mesta framfaraskeið á íslandi frá upphafi. í HINUM stuttu, daglegu fréttum blaða og útvarps af FELLUR SALAZAR? /ÁNEITANLEGA er taka ” Galvaos á portúgalska skipinu Santa Maria eitt- hvert slungnasta áróðUrs- bragð, sem lengi hefur verið beitt. Með þessu djarfa til- tæki hafa andstæðingar Salazars, sem nú hefur ver- ið við völd í Portúgal yfir þrjá áratugi, rækilega vakið athygli á þeim ófrjálsu stjórn arháttum, sem þar í landi hafa lengi ríkt, þó að e. t. v. megi segja, að ekki hafi ver- ið þar ógnarstjórn. Delgato, sem bauð sig fram á móti Salazar við síðustu forsetakosningar, stendur í sambandi við Galvao og eru þeir félagar staðráðnir í að reyna að kollvarpa Salazar. Vitað er að heima í Portúgal magnast andstaðan gegn stjórnarvöldunum og er lík- legt að brátt hrikti í stoðum. Fjarri fer því að allir and- stæðingar Salazars vilji beita ofbeldi eða vopnavaldi til að hrekja hann frá völdum. Þeir munu fleiri, sem telja hent- ast að magna svo andstöð- una, að hann sjái sig til- neyddan að afsala sér völd- um og innleiða lýðræðislega stjórnarhætti. En tiltæki Galvaos hlýtur þó einnig að styrkja aðstöðú þeirra. Þess vegna er ekki ólíklegt, að það verði til þess að stjórn Salazars missi völdin áður en langt um líður. Er aðeins vonandi, að ekki þurfi að koma til blóðugra átaka og lýðræði fylgi í kjölfarið, en ekki fari jafn hörmulega og til dæmis á Kúbu. atburðum og ástandi í Kongó, hinu hrjáða og sundr aða nýja ríki í Afríku, gæt- ir mest frásagna af deilum og sundurþykkju hinna inn- fæddu stjórnmálaforingja og blóðugum átökum milli and- stæðra fylkinga úr her lands ins, sem styðja hina ýmsu leiðtoga, er tekið hafa völd- Hér er skóladrengur af yngstu kynslóðinni í Kongó. Ef til vill á hann eftir að ganga menntaveginn og stuðla að uppbyggingu lands síns, inn á við og út á við — en mikið átak þarf að gera í mennta- málunum, ef Kongó á að geta þróazt og eflzt og staðið á eigín fótum í framtíðinni. — in í sínar hendur í einstök- um héruðum. Og svo berast fréttir af mikilli hungurs- neyð — að hundruð manna -látist daglega af næringar- skorti, og þúsundir svelff heilu liungri. — Auk þess sem samtök Sameinuðu þjóð- anna reyna að halda uppi lögum og reglu í landinu eftir föngum og koma í veg fyrir, að allt fari í hál og út brjótist blóðug borgara- styrjöld um gervalt landið, vinna samtökin geysimikið hjálpar- og fræðslustarf í Kongó. — Upplýsingar um þessa þætti starfs SÞ í land- inu verða yfirleitt að víkja fyrir frásögnum af átökun- um og upplausninni, í hinum daglegu fréttum — og því er ekki úr vegi að birta hér kafla úr fréttabréfi frá upp- lýsingaskrifstofu SÞ í Kaup- mannahöfn, þar sem segir örlítið af uppbyggingarstarfi samtakanna í Kongó: * NOKKRAR FRAMFARIR Útlit er fyrir, að fræðslu- starfsemi Sameinuðu þjóðanna á ýmsum sviðum í Kongó muni bera góðan árangur. Að vísu er þetta starf á byrjunarstigi, en í skýrslu frá aðalbækistöðv- um SÞ í Leopoldville er lýst bjartsýni. Er þar skýrt frá starfseminni í 12 héruðum Kongó í nóvembermánuði sl. og náði hún til eftirtaldra greina: Landbúnaðar, kennslumála, sam gangna, fjármála, utanríkis- verzlunar, heilbrigðismála, rétt. arfars, atvinnumála, náttúru- auðlinda, stjórnar opinberra mála, m. a. lýðhjálpar o. fl. Er fullyrt, að á ýmsúm svið- um hafi sézt nokkrar framfarir, sérstaklega hvað viðkemur fjár- málastjórn. Á mörgum sviðum sé hins vegar ekki hægt að bú- ast við neinum framförum fyrr en kyrrð hafi skapazt í stjórn- málaheiminum og stjórnarvöld landsins geti innt starf sitt af hendi með eðlilegum hætti. ★ STYRKIR TIL MENNTA SÞ hafa látið til sín taka á ýmsan hátt til þjálfunar og menntunar Kongóbúa, og ýmist stutt innfædda til náms í út- löndum eða komið á fót fræðslu miðstöðvum í landinu sjálfu. Af 75 fyrstu Kongómönnun- um, sem fóru til náms erlendis á vegum SÞ, munu 68 leggja Framh á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.