Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. jan. 196 MORCUNBLAÐIÐ 9 en var skilab heim án jbess oð má//ð vær/ tekib fyrir SÍÐASTL. miðvikudags- kvöld skýrði Kennedy frá því á fyrsta blaða- mannafundi sínum eftir að hann tók við forseta- embættinu í Bandaríkjun- um, að Rússar hefðu sleppt úr haldi tveim höfuðs- mönnum úr bandaríska flughernum, sem setið höfðu í fangelsi í Sovét- ríkjunum frá því í júlí- byrjun sl. Menn þessir eru nú komnir heim til Banda- ríkjanna, og geta væntan- lega leyst úr spurning- unni: Hvað kom fyrir hinn 1. júlí sl. þegar banda- rísk könnunarflugvél af gerðinni RB-47 hvarf yfir Barentshafi? Höfuðsmenn- irnir, John R. McKone og Freeman B. Olmstead, voru tveir af sex manna áhöfn RB-47 vélarinnar, hinir fjórir létust er Rúss- ar skutu vélina niður. Rússar aðstoða við leitina. Það var hinn. 3. júlí að frétt ir bárust út um það að banda- rísk þota búin tækjum til seg ulmælinga, veðurathugana og loftmyndatöku hefði horfið yf ir Barentshafi með sex manna áhöfn. Sögðu fréttirnar að síðast hafi heyrzt tii vélarinn ar er hún var stödd um 800 km. norður af Kola-skaga. Var þegar hafin leit að vél- inni eða áhöfn hennar úr lofti og á sjó. Tilkynntu Rússar að þeir hefðu sent skip á vett- vang til að aðstoða við leitina. Undarlegt þótti það samt að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, tókst aldrei að ná loftskeyta- sambandi við rússnesiku leitar skipin. Höfðu skotið vélina niður. Fjórum dögum eftir hvarf- ið var sagt í Noregi að heyrzt hafi neyðarkall, sem talið var að kæmj frá björgunarfleka á Barentshafi. Enn var hert á. leitinni, en hún bar engan ár- angur. Eftir viku var leitinni hætt. En hinn 11. júlí, tíu dögum eftir að flugvélin hvarf, til- kynnti útvarpið í Moskvu að rússnesk strandvirki hafi skot ið RB-47 vélina niður, og hafi hún þá verið yfir Barents- hafi 14 km. frá Svelunov- höfða, og innan rússneskrar landihelgi. Kváðust Rússar ætla að kæra þetta njósnaflug fyrir öryggisráði SÞ. Mótmæli. Nú var skjótt brugðið við í Bandaríkjunum og harðorð mótmæli send til Moskvu. Sögðu Bandaríkjamenn að flugvélin hafi aldrei komið í lan dihelgi Sovétríkjanna og aldrei nær en í 50 km. fjar- lægð. Flugvélin hafi verið ó- vopnuð, í lögmætum erinda- gjörðum og á alþjóða flugleið. Lincoln White, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Wasíh ington, sagði að Bandaríkja- stjórn gæti lagt fram sann- anir í öryggisráðinu fyrir því að vélin hafi verið á alþjóða- flugleið. Sögðu Bandaríkja- menn að það hafi verið rúss- neskar orruistuflugvélar, sem skutu RB-47 vélina niður, eft ir að hafa árangurislaust reynt að fá hana til að fljúga inn yfir Sovétríkin. Ósanngjörn árás. Á fundi brezka þingsins 19. júlí skýrðí Maomillan for- sætisráðherra frá því að hann hafi sent Krúsjeff mótmæla- orðsendingu vegna þessa at- burðar, og hafi þar sagt árás ina „ósanngjarna", og að vél in hafi verið á alþjóðaflug- svæði er hún var skotin niður. Freeman B. Olmstead „Hvílir þung ábyrgð á herð- um rússneska flugmannsins, sem skaut vélina niður“, segir í orðsendingunni. Hinn 25. júlí afhentu Rúss- ar bandaríska sendiráðinu í Moskvu lík flugstjórans á vél inni, og var það sent fiugleið- is til Bandaríkjanna. Sleppt án málsóknar. Síðan hefur lítið gerzt í máli flugmannanna tveggja, sem eftir lifðu, þar til nú. Skipzt hefur verið á orðsend ingu og Bandaríkjamenn hvað eftir annað krafizt þess að mennirnir yrðu látnir lausir, en allt án árangurs. Svo var það að Kennedy tók við forsetaembætti. í á- vairpi sínu við embættistök- una hvatti hann til bættrar sambúðar í heiminum og til samningaviðræðna Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Dag- inn eftir kallaði Krúsjeff sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu á sinn fund og ræddi við hann í tvær og hálfa kliukkustund. í þeim viðræð- um sagðist Krúsjeff mundi láta fhiigmennina lausa, og lögðu þeir af stað heim dag inn sem Kennedy hélt fyrsta blaðamannafund sinn. John R. McKone vettvangur Að taka l|óð af lífi Ljóð óvinur einrœðis — Skuggi Paste rnaks eltur — Andlegir og veraldlegir herskarar — Undur upprisunnar — Að afklœðast manndómi sínum — Um endalok einrœðis — Um þetta m.a. fjallar Veffvangursnn í dag „1 einrceöis'þjóSfélagi eru Wiennirnir til fyrir ríkiö. t lýörœöisþjóöfélagi er ríkiö til fyrir mennina. Þess vegna þarf lýðrœðið á skáld- skap Sö halda, en einrœöi hefur ekkert við hann að gera. Þaö viðurkennir ekki einstaklinginn nema sem dautt hjól í sálarlausri vél ríkisins, og þaö á allt undir því aö þegnarnir hugsi sem minnst og veröi sem líkastir hver öörum. En skáldskapur andœfir slíkri þróun. Hann miöar aö eflingu og dýrkun persónuleikans, skuldbindur einstaklinginn til að bjarga sál sinni. Verksvið hans er persónuleg sál, en ekki rík- ið, sem er sálarlaust. Þess vegna er Ijóö óvinur ein- rœðis“. „Svo kvað Tómas*1. ★ Það er ekki hægt að taka skugga af lífi. Rússneskir komm- únistar eiga eftir að sannprófa þá hættulegu staðreynd. Þeir gátu hundelt Pasternak í lifanda lífi, þeir gátu svívirt verk hans, kallað hann svín og föðurlands- svikai’a. AJót þetta mikiu meira gátu þeir gert í skjóli 5 milljón manna hers, sem virðist gegna því hlutverki einu að hindra fólk í að segja skoðun sína, verja hana af eindrægni og bera höfuðið hátt. Gegn slíku ofurefli heldur enginn einstakl- ingur velli, jafnvel þó hann eigi penna Pasternaks, hugrekki hans og óbilandi trú á ósigur harð- stjórnar. En tíminn líður og valdahlut- föllin breytast. Það hefur komið mörgum einræðisstjórnum í koll að trúa blint á herskara sína og gera ekki ráð fyrir öðru en ei- lífri þögn andstæðingsins að honum dauðum. „Engu mótlæti tók hann með karlmennsku — nema dauðan- um“, segir Livius um Cicero. Þessi gamli stjórnmálamaður og heimspekingur hefur liklega haft hugboð um, að þá fyrst gæti hann orðið höfuðandstæðingi sínum, Antoniusi, eins skeinuhættur og efni stóðu til! Sagan hefur aldrei þreytzt á að sýna okkur að í dauðanum erum við oft sterkust. Þar getum við verið hættulegust, eins og Cicero. Þá byrjar stríðið við skuggann, sem aldrei er hægt að festa hönd á og koma öðru sinni fyrir kattarnef, hvorki með her manns né öflugustu vetnis- sprengjum. Ætli það hafi ekki verið vitundin um þetta, sem réði bjartsýni Píusar páfa á sín- um tíma, þegar hann átti í höggi við Stalín, en neitaði að viður- kenna s.tyrk Rauða hersins og skírskotaði af fullkominni fyrir- litningu til sinna himnesku her- sveita. Skuggi Pasternaks verður ekki handsamaður. Honum verður ekki varpað hlekkjuðum í Lub- janka-fangelsið, hann verður ekkí sendur austur til Síberíu, það er ekki einu sinni hægt að taka hann af lifi. Hann vinnur starf sitt í kyrrþey og fer um allt Rússland, liklega miklu víð- ar en nokkurn sporhund stjórn- arinnar grunar, hann sezt að á heimilum fólks, hann talar við það af einlægni, hann huggar þá sem eiga í erfiðleikum, opnar augu annarra, hann er mesta póesía, sem þessi öld þekkir: „En um miðnættið slær þögn á fólk og fénað þegar orðrómur vorsins berst þeim: jafnskjótt og veður skipast í lofti má leggja dauðann að velli með undri upprisunnar". Skuggi Pasternaks, skuggi allra þeirra sem hafa lagt líf sitt í sölurnar fyrir hugsjón frels- isins, allra þeirra sem hafa ekki fengið það af sér að afklæðast manndómi sínum með því að gera samning við einræðið, skuggi þeirra allra er „undur upprisunnar". Fá skáld hafa minnzt jafnoft á upprisuna og Pasternak. Hann trúði á hana og hann var hvergi smeykur. Hann vissi að vísu að einræðið getur staðið lengur en góðu hófi gegn- ir, en þegar það hefur verið lagt að velli á það ekki fremur upp- risu von en drekar í gömlum ævintýrum. Góð skáld hafa oft grun eða hugboð um það sem verða vill. Sagt er að Garcia Lorca hafi ort um dauða sinn áður en falangist- arnir tóku hann af lífi. Þeg- ar við lesum ljóð Pasternaks, kynnumst við oft þessum grun, þessum feigðargrun. En samt læt ur skáldið hann aldrei ná yfir- höndinni. Hann er staðráðinn í að sigrast á honum. Og með ljóð- um sínum hefur hann ekki aðeins sigrað þennan grun í brjósti sínu, heldur einnig veitt þjóð sinni bitrara vopn en hún _ sjálf hefur enn átt- að sig á. Aftur á móti virðast forystumenn kommúnista hafa eitthvert hugboð um, hver spjöll þetta vopn getur unnið á tízku- bundnum, rígskorðuðum og ó- mannúðlegum kreddum og kenni setningum marxismans. Þeir hafa því af ráðnum hug tekið til bragðs að ganga af minningu skáldsins dauðri og nú síðast grip ið til annarra örþrifaráða, þegar þeir hafa séð að einræðinu er einn hlutur um megn: að taka Ijóð af lífi. En Ráðstjórnin veit að annað hvort er að duga eða drepast. Hún er staðráðin í að ganga milli bols og höfuðs á því fólki, sem enn hefur ekki gefizt upp fyrir valdi hennar, hún er stað- ráðin í að láta aðvörunarorð sín hljóma eins og gjallandi her- klukkuir í eyrum þess, svo not- uð séu orð skáldsins. Nú reynir hún að berjast við skugga Paster naks, en með því hefur hún að- eins sannfært okkur um ósigur sinn. Einræðið getur aldrei unnið bug á ótta sínum, í baráttunni við hann er það dæm.t til að farast. En það reynir samt að halda í horfinu, reynir að þefa uppi hvern andstæðing og enginn er óhultur meðan ógnaröld ofsókn- arinnar stendur sem hæst. Við þekkjum þetta frá rómverska keisaratímabilinu. Þá hafði ein- veldinu tekizt að grafa svo um sig jafnvel í brjóstum hinna hrekklausustu þjóðfélagsþegna, að þeir hrópuðu hástöfum með Neró, Trajanusi, Markusi Árel- Framh. á bis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.