Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ LaugardagUr 28. Jan. I9W Þið getið fengið sjónvarp eftir 3—4 mán. fyrir 4 millj. króna — segir bandariskur sjónvarpsmaðuf og býðst til að lána féð HÉR er staddur bandarískur sjónvarpsmaður, Harry Eng- él, og hefur hann átt við- ræður við forráðamenn Rík- isutvarpsins og fleiri um hugsanlega stofnsetningu sjónvarps hér á landi. Mr. Engel á sjálfur sjónvarps- stöð á Guam-eyju í Kyrrahafi, en annars rekur hann fyrir- tæki í New York, sem annast bæði tæknilega aðstoð við upp- setningu sjónvarpsstöðva og út- vegar þeim síðan margs konar efni, skemmti- og fræðsluefni jafnt sem auglýsingar. I>annig hefur Mr. Engel veitt aðstoð við uppsetningu stöðva um allan heim — og sér fyrirtæki hans 35—60 stöðvum að jafnaði fyr- ir margs konar efni til flutn- ings. í viðtali við fréttamenn sagði Mr. Engel í gær, að hann hefði á undanfömum árum haft við- 'skipti við ríkisstjómir jafnt sem einkafyrirtæki um þessi mál og segir hann, að hér megi auðveldlega koma upp sjón- varpsstöð, nægilega öflugri fyr- ir Reykjavík og nágrannabyggð- ina — fyrir minna en 100 þús. dollara, eða um 4 milljónir kr. Slík stöð þyrfti ekki að verða ýkjadýr í rekstri, þyrfti aðeins 15 manna starfslið — og færri, ef hún yrði rekin í sambandi við útvarpið. ♦ ★♦ Húsakynni þyrftu ekki að vera mjög stór, því slík stöð yrði miðuð eingöngu við flutn- ing fræðslu- og skemmtikvik- mynda, frétta og auglýsinga, ef það þætti heppilegt. Enga stóra sjónvarpssali þyrfti til starfsem- innar, aðeins eitt til tvö her- bergi, þar sem hægt væri að halda umræðufundi, hafa spurn- ingaþætti eða annað slíkt. — Fræðslu-, frétta- og skemmti- myndir er auðvelt að fá frá út- löndum og setja í þær íslenzkt tal — því mér skilst, að íslenzk kvikmyndaframleiðsla sé enn á frumstigi, sagði hann. — Slíka stöð er hægt að fullbúa á 3—4 mánuðum, sagði Mr. Engel, og mitt fyrirtæki hefur annazt upp setningu hliðstæðra stöðva við sams konar skilyrði og hér víða um héim — í Ástralíu, Aust- urlöndum, Suður-Ameríku, Af- ríku, eyjum Kyrrahafsins og Karabiska hafsins. — Vettvangur Frh. af bls. 9 íusi og hvað þeir hétu allir þess- ir veraldlegu guðir og Krúsjeffs fyrirrennarar, — já, þeir hróp- uðu í einum kór, ef fréttist um hungursneyð, flóð eða drepsótt: „í ijónsginið með þá kristnu!“ Þetta hefur verið askur einræð- isins alla tíð: í Ijónsginið með saiklausan andstæðinginn. Paster nak hefur lýst þessu ástandi með svofelldum orðum: Og föl eins og vofur flykkjast trén út á veginn eins og þau veifi og kveðji bjarta nóttina sem sá svo margt. Og nú er röðin komin að skáld- konunni Olgu Ivinskayu og dótt- ur hennar, þær sáu svo margt. Skuggi skáldsins er ekki einasta í verkum hans sjálfs, heldur einnig vinum hans, þeir verða að hverfa. Þannig er barizt á öllum vígstöðvum. En við getum ekki sagt þetta sé hlægileg barátta. Við getum ekki sagt, að rúss- neska kommúnistastjórnin berj- ist við vindmyllur, þó okkur langi til, þvi það er ekki satt. Pasternak, líf hans og starf, er eitthvert skæðasta vopn, sem nokkur einvaldsstjórn hefur þurft við að etja. Auk þess hafa rússneskir kommúnistar fallið í þá freistni óttans að magna draug Pasternaks öðrum rithöf- undum til aðvörunar. Það getur orðið dýrt spaug. f ljóðum hans er ofmikið af skáldskap til að einræðið geti afborið hann. Hann getur smitað út frá sér, haft slæm áhrif á uppeldi þegnanna. Þess vegna var skáldið hirt. Slík mistök máttu ekki endurtaka sig, og nú skal komið í veg fyrir það. Orð eins og „heimsvaldasinnar" og „fjandsamlegur ríkinu" heyr- ast nú aftur á vettvangi rúss- neskra bókmennta. Og svo gapa menn af aðdáun þegar Rússar skila tveimur flugmönnum eða svo og halda að rússneska heims- veldið hafi breytt um hjartalag! Olga Ivinskaya var ágætt skáld ög frábær ljóðaþýðari að flestra dómi. Hún hafði verið náinn samstarfsmaður Pasternaks um allangt skeið og hann metið hana öðrum fremur: „Uppspretta inn- blásturs míns, líftaug trúar minn ar á manninn", hafði hann sagt um hana. f bréfum til erlendra vina sinna hafði skáldið oft látið í ljós ótta um, að vinir hans heima yrðu fyrir barðinu á harðstjórn kommúnismans, þeg- ar hann sjálfur væri farinn. Hann vissi að frægð hans og almenningsálitið í heiminum nægðu t»l að forða honum sjálfum frá fangelsi. En gat Olga Ivinskaya gert ráð fyrir að skuggi skálds nyti jafnmikillar frægðar og skáldið sjálft? Gat hún vænzt þess að ótryggt al- menningsálit gengi að erfðum til sín? Gat hún treyst á húmanisma lýðræðisríkjanna? Rússnesk stjómarvöld eru augsýnilega ekki á þeirri skoðun. En Past- ernak hafði beðið vin sinn einn fyrir svofelld skilaboð til almenn ingsálitsins í heiminum: i „Ef að því skyldi koma að þeir handtaka Olgu, sem ég vona þó að guð forði okkur frá, mun ég senda þér símskeyti um að ein- hver sem ég tiltek liggi í skarlats sótt. Ef þér berst slíkt skeyti, vil ég að klingt sé öllum bjöllum henni til bjargar, alveg eins og ég veit að gert yrði, ef um sjálf- an mig væri að ræða, því að til- ræði við hana jafngildir árás á mig“. Það er skylda okkar að klingja þessum bjöllum nú, þegar skarl- atssótt hefur verið nefnd. Að vísu var það ekki Pasternak, sem nefndi orðið, heldur ráðstjórnin sjálf. Því réð ótti hennar við minningu skálds, ótti við ljóð sem ekki er hægt að taka af lífi. Allt þetta sýnir okkur einfald- lega að mestu erfiðleikar komm- únismans í dag eru þeir, að fólk hefur meiri áhuga á því en góðu hófi gegnir að lifa eins og mann- eskjur. Af ótta við þessa stað- reynd er gripið til örþrifaráða. Með örþrifaráðum var jafnvel rómverska keisararíkinu stefnt í glötun. Það lenti sjálft í gini ljónsins. Þessar stöðvar gegna eink- um tvíþættu hlutverki, eins og áður var drepið á: Annast frétta flutning og fræðslustarfsemi í sambandi við atvinnumál — og þar sem skortur er á kennurum, hafa þessar stöðvar verið not- aðar í vaxandi mæli við kennslu fyrri hluta dagsins. í öðru lagi er þar flutt ýmist skemmti- efni, svo og þættir úr heimi lista og visinda. ♦ ★♦ Eftir að hafa kynnt sér stað- hætti hér sagði Mr. Engel, að óskynsamlegt væri að reisa end- urvarpsstöðvar um allt land til þess að sjónvarpið næði til allra landsmanna samtímis. Slíkar stöðvar væru mjög dýrar í upp- setningu. Mun hagkvæmara væri Harry Engel að byggja 2—3 sjálfstæðar litlar stöðvar fyrir þéttbýlustu héruðin — og senda sjónvarps- efnið þangað á filmum til flutn- ings eftir að það hefði verið not- að í Reykjavík. Ein slík stöð kostaði ekki nema um 15 þús. dollara, eða 600 þús. krónur. Hana væri hægt að setja upp á einum mánuði og til starf- rækslu stöðvarinnar þyrfti að- eins tvo menn. Stefán Bjamason, yfirverk- fræðingur útvarpsins, sem við- staddur var fundinn, sagði, að yrði þess konar stöð t. d. sett upp á Vaðlaheiði, næði hún til alls Eyjafjarðar og Mývatns- sveitarinriar, : til Húsavíkur. Önnur stöð af sömu gerð, reist í Vestmannaeyjum, næði til Suð urlandsundirlendisins, milli Hell isheiðar og Víkur í Mýrdal. — Stóra stöðin, sem Mr. Engel ræðir um, að vel hæfði Reykja- vík og nágrenni, næði til heim- ila á Suðumesjum, austur að Hellisheiði og norður með strönd Faxaflóa. ♦ ★♦ 1 viðræðum við Benedikt Gröndal, form. útvarpsráðs, og Villhjálm Þ. Gíslason, kvaðst Mr. Engel hafa boðizt til að reisa eina slíka stöð hér. Hann sagðist reiðubúinn að lána það fé, sem til þyrfti, veita tækni- lega aðstoð til þjálfunar starfs- fólks — og síðan geta útvegað margs konar sjónvarpsefni, ef á- hugi væri fyrir hendi. Hins veg- ar sagðist hann ekki hafa minnsta áhuga á að eignast neinn hlut í þessari stöð — og íslendingar þyrftu ekkert að skipta við sig eftir að stöðin væri komin upp frekar en þeir sjálfir vildu. ♦ ★♦ Hann sagðist hafa mikinn á- huga á að setja upp sjónvarps- stöð hér, því ísland væri eitt af fáum, ef ekki eina landið á norðurhveli jarðar, sem enn hefði ekki fengið sjónvarpið — og þar eð konan hans væri ís- lenzk, Kristín Hallvarðsdóttir, Árnasonar, Langholtsvegi 184 í Reykjavík — þá hefði hann af skiljanlegum ástæðum meiri á- Bæjarbíó hefir nú síðan á annan dag jóla sýnt myndina Vínardrengjakórinn (Wiener-Sángerknaben) við góða aðsókn. Verður hún sýnd í bíóinu núna um helgina og eru það síð- ustu sýningar. — huga á Islandi en flestum öðr- um löndum utan heimalandsins. Sjónvarpið kæmi hér fyrr eða síðar, hvort sem hann ætti sjálfur hlut að máli eða ekki. Að lokum saigði Mr. Engel, að þeir Benedikt Gröndal og Vilhjálmur Þ. Gíslason hefðu sýnt mikinn áhuga á málinu og það væri nú til athugunar hjá þeim. Matvœli til Kongó WieSbaden, Vestur Þýzkalandi, 26. jan, (Reuter). FLUGVÉLAR úr bandaríska flughernum hófu í dag að flytja matvæli til Kasaihéraðs í Kongó, þar sem hungursneyð ríkir. Sjö flugvél-ar féru frá Frakk- landi til Flesland í Noregi til að sækja þangað 100 lestir af skreið, sem fara á til Luluaborg í Kongó. Aðrar flugvélar flytja síðar í vikunni vistir frá ýmsum Afríku- löndum á vegum matvælastofn- unar SÞ. Þarna'er um 100 lestir af matvælum að ræða og verða tuttugu flugvélar notaðar til flutninganna. Hermitage, flutningaskip úr bandaríska flotanum er nú í höfninni í Lome í Togo að lesta 20,000 poka af hveiti og 2.000 kassa af mjólkurdufti, sem skip- ið mun flytja til hafnartoorgar- innar Matadi við Kongófljót. Helgitónleikar á sunnudagskvöld HAFNARFIRÐI. — A sunnu- dagskvöldið klukkan níu verða helgitónleikar í Þjóðkirkjunni og með svipuðu sniði og hinir fyrri. Prestur er séra Garðar Þorsteins son prófastur, Páll Kr. Pálsson leikur á orgelið, bæði einleik og sem undirleikari, Pétur Þorvalds son leikur á selló, og Arni Jóns- son syngur einsöng. Dagskráin verður annars, sem hér segir: Fyrst er preludíum, ritningar- lestur og bæn. Þá verður leikin Fúga í G-dúr eftir Bach, Selló- sónata eftir Wivaldi, Arni syngur Kirkjuaríuna eftir Stradella, Largó eftir Handel og Lofsöng eftir Beethoven. Þá leikur Páll þætti úr sóló-svítu etir Bach og loks perludxu og Mgu eftir Bach. Þá verður bæn; Faðir vor, bless un og síðan er sameiginlegur söngur: Vor Guð er borg á bjargi traust. Eins og fyrr gefst kirkjugest- um tækifæri að láta peninga af hendi rakna við útgöngu, en þeim verður varið til kaupa á stundaklukku í kirkjuturninn. Nú hefir verið stofnuð sérstök nefnd til að annast framkvæmdir, og er hún að leyta fyrir sér um tilboð í klukku. Er vonast til að unnt verði að kaupa klukku á þessu ári og koma henni fyrir í turninum. Verða skífurnar fjór- ar og upplýstar í myrkri. A fyrsta kortérinu á klukkan að leika einn laghluta, hálfa tímanum tvo hluta, þriðja þrjá og svo á heila timanum allt lagið. — G.E. — Utan úr heimi Framh. af bls. 8 stund á læknisnám (með til- styrk Alþjóða-heilbriðismála- stofnunarinnar). Hinir læra veðuríræði. Næsti hópurinn var tvískiptur. Annar hópurinn fór til náms í fjarskiptatækni, hinn mun kynna sér ýmislegt, er lýt- ur að atvinnumálum, m. a. beit- ingu og nýtingu vinnuaflsins. Alþ j óða-f lugmálastofnunin, sem er sérstofnxxn innan vé- banda SÞ, vinnur nú að því að endúrskipuleggja flugumferðar- stjóm og annað, er lýtur að flugsamgöngum í Kongó. Fyrst og fremst var þörf á að senda hæfa menn til starfa á flugvöll- um landsins, og var fyrsti hóp- ur sérmenntaðra manna sendur til Kongó eftir að Dag Hamm- arskjöld hafði beðið Alþjóða- flugmálastofnunina um skjóta hjálp, til þess að hægt yrði að halda mikilvægustu flugvöllum í landinu opnum. Var þetta m. a. nauðsynlegt vegna aðgerða gæzluliðsins, sem SÞ sendu til landsins. Nær 30 þessara sérmenntuðu manna starfa á flugvöllunum í Leopoldville, Stanleyville, Lulua borg og öðrum hinna stærri flugvalla, en Alþjóða-flugmála- stofnunin telur, að samtals þurfi þar 80 manns til starfa. Dagleg stjórn og lausn vanda- mála líðandi stundar eru ekki einu verkefni hinna sérmennt- uðu manna, því að ekki er það síður mikilvægt að hugsa um framtíðina — og byrja að þjálfa' innfædda til þessara starfa sem annarra. Ætlxmin er, að Alþjóða flugmálastofnunin sendi í fram- tíðinni starfslið með þetta tví- þætta verkefni til 21 flugvallar í Kongó. Þá ber að geta aðgerða Barnahjálparinnar til þess að koma í veg fyrir hungursneyð i landinu. í nóvember varði hún 250 þúsundum dala til mat- mælakaupa, flutnings á þeim og til varna gegn útbreiðslu far- sótta. I desember fór fram- kvæmdastjóri Barnahjálparinn- ar, Maurice Pate, fram á 286 þúsund dala fjárveitingu til við- bótar — í sama skyni. En allir vita, að þetta hrökk skammt. Mikil neyð ríkir f sumxxm héruðum Kongó — og hafði Dag Hammarskjöld varað við hinni óheillavænlegu þróxm, er hann talaði um Kongómálið á Allsherjarþinginu skömmu fyrir jólin. Sagði hann þá, að algert öng- þveiti ríkti í Kongó. Ríkiskass- inn væri tómur, en SÞ hefðu reynt að gera það, sem í þeirra. valdi stóð til • að hjálpa. En hvað hafa hinir innfæddu gert til bjargar? Hvað aðhafðist stjórn Lumumba meðan hún sat? Allir þekkja hið neikvæða svar, sagði Hammarskjöld. Og eftir það hefur ekki heldur ver- ið unnið neitt að þessum málum af hálfu innlendra stjórnarvalda. Nú er ástandið þannig, sagði Hammarskjöld fyrir jólin, að 250—300 þúsund manns í suðxxr- hluta Kasai-héraðsins búa við hxxngur, og daglega deyja þar um 200 manns af næringar- skorti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.