Morgunblaðið - 28.01.1961, Page 15

Morgunblaðið - 28.01.1961, Page 15
jLaugardagur 28. jan. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Leifur Sveinsson lögfrœðingur; Fáheyrt misrœmi vio á- lagningu stóreignaskatts G R E IN T hefur verið frá af. greiðslu Mannréttindanefndar Evrópuráðsins á máli því, er stóreignaskattsgjaldandi einn skaut til hennar. Nefnd þessi mun í framtíð- inni vafalaust reynast hinn traustasti skjöldur allra mann. xéttinda, þótt engir hafi enn hlot ið þar leiðréttingu mála sinna, svo vitað sé. En til er innlendur mannrétt. indadómstóll — Réttarvitund ís- lenzku þjóðarinnar — og til þessa ó'brigðula dómstóls vísa ég óhikað eftirfarandi þáttum, og spyr: Er þetta réttlæti hjá löggjaf- anum? I. Svipazt um við túnfót Alþingishússins Ég átti leið um Austurvöll einn góðviðrisdaginn í síðustu viku og staðnsemdist fyrir fram- an styttu Jóns Sigurðssonar. — Ég minntist þá þessara laga, stóreignaskattslaganna frá 1957, og þá hvarflaði að mér sú hugs- un, hvort frumherjar sjálfstæð. isbaráttunnar hefðu hugsað sér réttlætið svona í framkvæmd löggjafans. Það blöstu nefnilega við mér þrjár fasteignir, tvær í austri, ein í vestri: Hótel Borg, Austurstræti 16 (Reykjavíkurapótek) og Kirkju- stræti 6 og 10. í greinargerð frumvarpsins segir, að óhjákvæmilegt sé að leggja fjárhagsbyrðar á þá, sem mestar eignir eiga. Þar sem þessar þrjár fasteignir sjást mjög vel úr sölum Alþingis, skyldi maður ætla, að þær hefðu nú allar hlotið sömu skattmeðferð í þessu musteri réttlætisins. — Svo varð ekki, og skal þetta nú skýrt með tölum: Hótel Borg — þá í einkaeign Jóhannesar Józefssonar — skatt. ur 22.67%. Austurstræti 16 eigandi Aust- urstræti 16 h.f. — skattur 11.21% Kirkjustræti 6 og 10 — eig. andi SÍS — skattur 00,00%. Misræmið í skattlagningu eigna þessara er svo hróplegt ranglæti, að slíks eru engin dæmi í vestrænni löggjöf. II. Lóðamat landsnefndarinnar Skv. 3 .gr. reglugerðar um skatt á stóreignir nr. 95, frá 28. júní 1957, skyldi svonefnd lands. nefnd leggja fram skrá yfir mat þeirra lóða, sem hækkaðar hafa verið. — Er skrá þessi hið fróð. iegasta plagg, og sýnir þar hinn raunverulega tilgang laganna. — Dæmi um endurmat lóða: Laugavegur 126 — 70% hækk- un. Vesturgata 2 — engin hækkun. Gamlir Reykvíkingar héldu nú einu sinni, að Vesturgata 2 væri anær miðbænum en Laugavegur 126 og þar af leiðandi verðmeiri en nefndin var á öðru máli. Vaknar þá sú spurning, hvort matsmennirnir hafi skilið hlut- verk sitt þannig, að ofsækja setti pólitíska andstæðinga í stað hlut lauss mats. Slíkt siðferði þekkist hvergi nema austan járntjalds, enda dregur Þjóðviljinn ekki dul á til- gang laganna, er hann segir í ritstjórnargrein 21. maí 1959: „Með stóreignaskattinum var vissulega vegið að grundvallar- hugsjón auðvaldsþjóðfélagsins, friðhelgi eignaréttarins .... “ Nú spyrja menn: — Ætlar lýð- ræðisstjirn sú, er nú fer með völd í landinu að láta þennan óskadraum Sovétvinanna rætast, eða taka rögg á sig og afnema eignarránslögin frá 1957. III. Greiðslukjör gjaldenda Hlutabréf Eimskipafélags ís- lands voru upphaflega metin á 100-földu verði til stóreigna- skatts,, þ.e. 100,00 kr. bréf á kr. 10.000.00. Maður nokkur fékk í stór. eignaskatt kr. 10.000.00 og vildi þegar greiða hann með hluta- bréfum sínum í E. í. Þar sem þau voru metin á 100- földu verði hélt maðurinn, að við það mat yrði staðið, er til greiðslu kæmi og þau tekin upp í skattinn á því verði, fyrst þau voru svona verðmæt að áliti lög. gjafans. Svo var þó ekki, því engin heimild var til þess í lögunum — manninum var því neitað um þennan greiðsluhátt. Þá óskaði maðurinn eftir því að setja bréfin að veði fyrir skattinum og greiða hann síðan á 10 árum, svo sem heimild er til í lögunum. Þess var heldur enginn kost. ur, þar sem ákvæði er í 3. mgr. 24. gr. rgj. um skattinn, og seg- ir þar svo: „Hlutabréf eru ekki veðhæf“. Hvers konar rök eru þetta hjá löggjafanum? Fyrst er fullyrt, að eign sé geypiverðmæt, en þegar hún er boðin sem greiðsla þá er hún allt í einu einskis virði, — ekki einu sinni veðhæf! — Santa Maria Frh. af bls. 1 höfðingi, sem nú dvelst la/nd- flótta í Brasilíu, hafi í dag sent Kennedy Bandaríkjaforseta skeyti, þar sem hann hafi kraf- izt þess, að bandarískar flugvélar og skip hættu afskiptum af sigl- ingu „Santa Maria“. Þá herma fréttir frá Lissabon, höfuðborg Portúgals, að allar her deildir og sveitir þjóðvarnaliðs- ins hafi fengið skipun um að halda kyrru fyrir í búðum sínum. Jafnframt hefir vörður verið efld ur við ýmsar opinberar bygging- ar, þar sem yfirleitt er aðeins einn varðmaður, og jafnframt hef ir verið settur sterkur vörður að kvöldinu og nóttinni við bústað Salazars einræðisherra. Virðist þetta bera vott um, að „sjórán" Galvaos og manna hans hafi vak- ið nokkurn ugg í herbúðum Sala zars — en annars er ekki annað að sjá en allt sé með ró og spekt í Lissabon. • „Stefnumót“? Robert Dennison aðmíráll, yfir foringi Atlantshafsflota Banda- ríkjanna, reyndi fyrr í dag að fá Galvao til þess að setja far- þegana um borð í „Santa Maria" á land í Belem, sem er við mynni Amazon-fljótsins. Skipaði Denni- son síðan svo fyrir, að tundur- spillirinn Wilson skyldi halda til Belem, í von um, að Galvao yrði við þessari beiðni, en tundur- spillirinn ætti að ná þangað á sunnudag. Ekki kom beint svar við skeyti aðtnírálsins — aðeins það, sem áður er nefnt — svo ekki er Ijóst, hvernig fer um „stefnumótið" í Belem. En sam- kvæmt því, sem frétzt hefir frá hinum bandarísku flugvélum, sem fylgja „sjóræningjunum" eftir, heldur skip þeirra enn stefnu í suð-austur, en menn telja, að Galváo kunni að halda til portúgölsku nýlendunnar Angola á vesturströnd Afríku. — í kvöld var skipið sagt statt um 960 km norður af norð-austasta hluta Brasilíu og sigla með 18— 20 hnúta hraða. — Þrjú portú- gölsk herskip sigla nú á fullri ferð vestur yfir hafið til þess að reyna að komast í veg fyrir „Santa Maria“. Alþngi var stofnað á Þing- völlum árið 930. Fyrstu lög þess voru Úlfljóts- lög. — Grundvölluðust þau á friðhelgi eignaréttarins og hvernig vernd hans yrði sem bezt tryggð. Nú reynir á, hve verðugir arftakar forfeðranna þeir full. trúar reynast, sem nú fara með umboð þjóðainnar á Alþingi. Á því mun framtíð landsins velta. — Ekkifundur SÁTTASEMJARI hefur enn ekki kvatt til fundar, eftir að heild- arsamningurinn um kaup og kjör sjómanna var felldur í Reykjavík, Akranesi, Eskifirði og Norðfirði. — Eftirlýstur Framh. af bls. 1 Um áramótin auglýstf svo fyr- irtækið Varðgæzlan s.f. eftir 6 mönnum til varðþjónustu, einum manni fyrir varðforingja og ungrj stúlku á skrifstofu. Einnig var óskað eftir 3—4 herbergjum til leigu fyrir varðstofur og skrif stofu og viðskiptavinum loks óskað farsældar og góðs gengis á árinu 1961. Fylgdi auglýsingunni mynd af einkennisklæddum manni með hund. Skilyrði til að fá atvinnu þessa voru auglýst þau að umsækjend- ur væru heiðarlegir og áreiðan- legir, með ábyrgðar- og skyldu tilfinningu, stundvísir, hófsamir, hefðu gott mannorð og væru heilsuhraustir. Voru boðin góð kjör, m. a. hækkun í launaflokk- um og metorðum eftir hæfileik- um, frír einkennisbúningur, frítt sjúkrasamlag, fríar ferðir með strætisvögnum o. s.frv. Attj fyrir tækið að taka til starfa strax eftir áramótin. — Kennedy Framh. af bls. 1 þeir við slíkt tækifæri skýrt meginsjónarmið sín. Stevenson drap á ýmis alþjóð- leg vandamál á fundinum. Hann kvað m. a. Bandaríkin vilja hafa „eðlilegt" samband við öll ríki heims — og vísaði þar m. a. til Kína. Bandaríkin myndu þó að sjálfsögðu standa við allar skuldbindingar sínar gagnvart bandamönnum sínum — og standa fast gegn útþenslu kommúnismans í Asíu. Ekki talaði Stvenson beint um mögu- leika á aðild Kína að SÞ — sagði aðeins, að hótanir Pek- ingstjórnarinnar um að ná For- mósu með valdi stríddu gegn stofnskrá samtakanna. Megin- hindrunin í vegi eðlilegra sam- skipta Bandaríkjanna og Kína kvað Stevenson hið rótgróna hatur, sem Pekingstjórnin virt- ist bera til Bandaríkjanna. ♦ ★♦ Stevenson mælti eindregið gegn tillögum Rússa um, að leggja niður embætti Hammar- skjölds framkvæmdastjóra SÞ, og skipa í staðinn nefnd til að gegna störfum hans. EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURÐSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 II. hæð. Kennsla Samkomnr Lærið ensku í Englandi á mjög hagkvæman hátt og á sem stytztum tíma að The Regency . . . á eina sameiginlega mála- skólanum og hótelinu við sjávar- ströndina (100 herbergi). Fá- mennum bekkjum kennt af Ox- ford-kandidötum. Mikil einka- kennsla tryggir góðan árangur. Ekkert aldurstakmark. Starfar allt árið. Frá 10 £ á viku, allt innifalið. The Regency Ramsgate, England Síttii __ 3</333 AvALLT TIL LEIGU: Vc/skóflur “Kranabí lav ^rdttarbílar utningavogtiar þuNGAVINNUVÉlABi 1 Sími 3*f333 Smurt brauð og snittur Opið frá kl. 9—11,30 e.h. Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Sími 18680. VILHJÁLMUR ÞÓRHALLSSON lögfræðingur Vatnsnesvegi 20, Keflavík, sími 2092. Skrifstofutími 5—7. Ytri-Njarðvík og Keflavík Kristilegar samkomur roánu- dagskvöld í skólanum, Ytri- Njarðvík, fimmtudagskivöld í Tjarnarlundi kl. 8,30. — „Kristur einn er Meistarinn! —* lærum við af honum?“ — Vei- komin. Kristniboðsfélag kvenna Aðalfundur verður firomtu- daginn 2. febr. kl. 3.30. Stjórnin. Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. — Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 e. h. — Ölil börn velkomin." Fíladelfía Vakningasamkoma kl. 8.30. — Ræðumenn Johann Pálsson og Guðni Markússon. — Alldr vel- komnir. KFUM, sunnudag Kl. 10.30: Sunnudagaskóli. Kl. 1.30: Drengir. Kl. 8.30: Alroenn samkoma, sem Landssamiband KFUM sér um. Sr. Jóhann Hlíðar og Felix Ólafsson tala. Boðin til sölu bók- in „Samræður um trúmái". — Allir velkomnir. Stúlka óskar eftir afgreiðslustarfi föstu- daga og laugardaga. UþpiL í sima 14883. SVEINBJÖRN DAGFINNSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. _ Sími 19406. Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum og frænd- um, er minntust mín á 80 ára afmæli mínu 11. des. Sérstaklega þakka ég sveitungum mínum hina stór- mannlegu gjöf. — Guð blessi ykkur framtíðina. Guðmundur Theódórs Stóra-Holti, Dal. Innilegt þakklæti til þeirra mörgu fjær og nær sem heimsóttu mig á 75 ára afmæli mínu 21. jan. s.l. bæði með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Sigríður Þorláksdóttir, Sjafnargötu 4. Rúðugler 5 og 6 mm. þykkt fyrirliggjandi. Clerslípun & Speglagerð hf. Klapparstíg 16 — Sími 15151 Faðir okkar^ tengdafaðir og afi HANS WlUM BJARNASON múrari lézt í Landspítalanum, föstudaginn 27. janúar Eydís Hansdóttir, Emmy og Óli Valur Hansson, Gyða og Ólafur Eyjólfsson, og barnabörn Móðir mín GUÐRtJN þorleifsdóttir frá Vatnsholti andaðist 26. þ.m. — Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 2. febrúar. — Athöfnin hefst frá Fossvogskirkju kl. 1,30 Jarðsett verður í Hafnarfirði. Fyrir hönd barna hennar og barnabarna. Ingveldur Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.