Morgunblaðið - 29.01.1961, Side 2

Morgunblaðið - 29.01.1961, Side 2
2 MORCVyBL AÐIÐ Sunnudagur 29. Janúar 1961' VarÖgœzlu - fyrirtækiB var farið út um þúfur Samtal við fyrrverandi samstarfsmann Þjóðverjans FREGN Morgunblaðsins af hand töku Frank Franken kom mér gjörsamlega á óvart. Ekki hafði ég minnstu hugmynd tun að hann aetti sökótt við lögreglu heimalands síns og þaðna af síður að hann hefði gerzt sekur um innbrot. Að vísu var mér kunn ugt um fádaema frekju hans og hvers kon ar yfirgang í viðskipt- um. Leiddi þessi framkoma hans til þess m.a. að ég sleit öllu sambandi við hann í ársbyrj un. Hann hafði í blaðasamtölum skýrt frá því að ég væri fram- kvæmdastjóri fyrirtækis þess er hann hugðist stofna hér í bæn- um „Varðgæzlan verndar", en það var algjör misskiiningur. Það var hans hugmynd að kalla mig framkvæmdastjóra, en ekki mín ósk. Eg hafði heitið honum því að leiðbeina honum um ýmis legt varðandi stofnsetningu fyr- irtækis þessa, en marglýst því yfir að ég kærði mig ekki um neina beina ábyrgð á rekstri þess. Þannig komst Oddgeir Þ. Odd geirsson bókhaldari, Hverfisgötu 106 að orði í samtali við Mbl í gær. Eitt af því fyrsta sem ég gerði er ég hafði heitið Frank Franken aðstoð, var að leggja fyrir hann tillögu um að fyrirtækið yrði skráð og öllum lagalegum ákvæð um um stofnun fyrirtækisins framfylgt. Þetta var ein af mörg um tillögum mínum þetta fyrir- tæki varðandi, sem honum fannst algjört aukatriði. Um leið og varðgæzlustarfið byrjaði myndi vera sótt um leyfi til starfsem- innar. Oddgeir Þ. Oddgeirsson sagði að það sem öll viðskipti þeirr hefðu einkennzt af, hefði verið fádæma yfirgangur og frekja. En Oddgeir kvaðst þó fyrst framan af hafa talið glíkt yrirtæki sem Varðgæzlan. gæti starfað hér í bænum, í nánu samstarfi við apimbera aðiia, og hefði hann því ekki kippt sér upp við framkomu Frank Franken. Varðgæzlan sendi svo mörg- um fyrirtækjum og stofnunum boðsbréf, þar sem gerð var grein fyrir áformum fyrirtækisins. — Mér er það minnisstætt hve hann brást æstur við, er boðsbréfun- um skyldi ekki öllum svarað um hæl. Og taldi forráðamenn fyr- irtækjanna ekki kunna gott að meta og væri seinir og silalegir í hugsim. En eftir nokkra daga bárust fimm eð sex bréf. Auglýsingin mikla eftir mönn Hvor er skrif- stofa komm- únisto ? í DAGSBRÚNARKOSNING- UM auglýsa lýðræðissinnar í félaginu ævinlega kosninga. skrifstofu, sem opin er öllum, sem vilja vinna fyrir lista þeirra. Enda þótt vitað sé, að allt fylgi kommúnista í Reykja- vík sé á fleygiferð í þessum kosningum, hvílir einkenni. leg leynd yfir því, hvaðan starfemi þessari er stjórnað. Þessi leynd er þó með öllu óþörf, því hvert manns- barn veit um aðalbækistöðv. ar kommúnistaflokksins að Tjarnargötu 20. Því til viðbótar má geta þess, að hver sellustjóri hef. ur fengið nöfn 20 Dagsbrún- armanna, sem hann er skyld- ugur til að smala frá heimili \ sínu. "* um til starfa við gæzlustörfin, sem sett var í Mbl., kom tií minna kasta. Mér var sjálfum þá er ég þýddi hana fyrir Franken, Ijóst að á henni voru margir gallar og færði það í tal við hann. Hann taldi aðfinnslur mín ar blátt áfram móðgandi eða allt að því. Þegar ljóst var hve litlar und irtektir voru meðal atvinnurek enda og forstöðumanna fyrirtækj anna um starfsemi Varðgæzlvmn ar urðu enn árekstrar. Sýnt væri að þjónusta fyrirtækisins myndi verða svo kostnaðarsöm að ekki væri neinn grundvöllur til að reka fyrirtækið, það væri rniiklu kostnaðarminna fyrir fyr irtækin að kaupa sér þjófnaðar tryggingu hjá vátrygginga- félögunum. En Franken sem er um marga hluti vel að sér, taldi allar mín- ar aðfinnslur tóma vitleysu. Það væri hann sem réði fyrirtækinu og hann einn sæti inni með alla þekkingu og getu til þess sem gera þyrfti. Það endaði svo með því að skömmu eftir áramótin ákvað ég að slíta öliu sambandi við Frahk Franken og fyrirtæk ið Varðgæzlan. Hann tók allt sitt dót og flutti það á brott, — hvert veit ég ekki. Þar að ég tel mig vera heiðar- legan mann, sem ekki tortryggi menn, taldi ég enga ástæðu til þess þó svona hefði farið milU ofckar Franken, að gefa neina yfirlýsingu um endalok viðskipta ökkar. Eg vissi að hann hafði hug á því að fá einhvern annan í kompaní við sig. Eg vildi ekki leggja stein í götu hans og ákvað að bíða átekta. Franken virtist hafa allgóð f jár ráð, en aldrei grunaði ég hann um óheiðarlegheit, og aldrei spurði ég hann um hans pen- ingamál. — Eg vissi að hann hafði fullan hug á að setjast að hér á landi, þrátt fyrir það að hann hefði mjög lítið áUt á ís- lendingum. — En það var hans mál. En nú virðist ljóst vera af hverju sá áhugi hafi stafað, en það er ekki mitt að dæma mann- inn. Hvað sjálfan mig áhrærir þá harma ég það, að heiðarleiki minn og í blóð borið traust til náungans skuli hafa dregið mdg inn í þetta leiðindamál, sagði Oddgeir Þ. Oddgeirsson bókari að lokum. Verkamenn í Dagsbrún; Kjósum gegn pólitísku verkfalli kommúnista Þ A Ð liggur nú opinberlega fyrir af hálfu kommúnista, að þeir telja stjórnarkosning- una í Dagsbrún eins konar skoðanakönnun um það, hversu margir verkamenn (af þeim sem félagsréttinda njóta) vilja fylgja þeim út í pólitískt stórverkfall á næst- unni. Skrif Þjóðviljans í gær taka af öll tvímæli um þetta atriði. — Einnig hefur greinilega komið fram, sérstaklega á Dagsbrúnar- fundinum, að kommúnistar ótt- ■ast, að margir verkamenn hræð- Verkamenn: Athugið ÞEIR, sem skulda félagsgjöld, geta fengið að borga með því að greiða áíallin gjöld á kjör. stað. I Z' NA /S hnúiar 1 / SV 50 hnútar X SnjHoma » ún •me V Slrúrir K Þrumur mts KuUalkil Hitaski! H HaS L LagS allar taldar fram í veðurfrétt- um útvarpsins, enda hefði það orðið stagLsamt á að hlýða. Horfur eru á að vindur gangi til norð-austurs og veð- ur stillist heldur sunnan lands. Lægðirnar eru farnar að leggja leið sína sunnar en áður. Má búast við, að sú sem er á kortinu austan við Ný- fundnaland, verði komin aust ur að Skotlandi í kvöld. Verð- ur hún þá efalaust orðin stærri og komin nógu nálægt Islandi til að verða efni í veð- urspá. Veðurspáin í gærdag: SV-mið: Allhvass austan og Faxafl.mið og Breiðafj.mið: NA kaldi og síðar stinnings- kaldi, léttskýjað, kaldara. Vestfirðir og miðin: Vax. andi NA átt, víða hvasst í nótt, snjókoma norðan til. Norðurland og miðin:: NA gola og bjart fyrst, stinnings- kaldi og víða snjókoma í nótt. NA-land, Austfirðir og Austfj.mið: Hægviðri og úr- komulaust fyrst en.NA kaldi og dálítil rigning eða slydda í nótt. SA.land, Austfj.mið og SA- mið: Vaxandi austan og NA átt, stinningskaldi og rigning í kvöld og nótt. xst hinar miklu verkfallsáætlan- ir þeirra og hafi meiri trú á þeirri ábyrgu kjarabótastefnu, sem B- lista menn hafa sett fram. Sú óhrekjanlega staðreynd, að það tók verkamenn 4 ár að vinna upp TAPIÐ frá verkfallinu mikla 1955, er versti Þrándur í Götu komm Frh. á bls. 23. LEIKURINN „Þjónar drott- ins“ eftir norska skáldið Axel Kielland var frumsýnt í Þjóð leikhúsinu sl. fimmtudag við mjög góðar viðtökur leikhús. gesta. Eins og lesendum er kunn- ugt er þetta leikrit byggt á hinu svo kallaða Helander- máli, sem mikið var rætt á sínum tima og ennr þann dag í dag er ekki vitað hvort Hel- ander biskup var saklaus eða sekur, aftur á móti gefur höf. undurinn svar við þeirri spurningu. Mikil spenna er í leiknum og hann er umfram allt gott leikhúsverk. Myndin er af Val Gísla- syni og Önnru Guðmundsdótt- ur í hlutverkum biskups hjónanna. Næsta sýning verður í kvöld. Reglur Fersk- fiskeftirlitsins AÐ gefnu tilefni vill Ferskfisk- eftirlitið koma á framfæri eftir- farandi: Að morgni 25. jan. sl. lögðu eft- irtaldir þrír útilegubátar upp afla í Reykjavík: Akraborg EA 50, Pétur Sigurðsson RE 331 og Helga RE 49. Þegar aflanum var landað, voru eftirlitsmenn Ferskfiskeftir litsins viðstaddir og athuguðu, hvernig meðferð fiskurinn hafði fengið, eins og þeim bar, jafn- framt því sem þeir flokkuðu hann eftir gæðum. Ferskfiskeftir litið flokkar nýjan og ísaðan fisk í 3 gæðaflokka, í samræmi við nýútkomna reglugerð, og eru flokkarnir þessir: 1. fl.: Fiskur, sem er gallalaus, hæfur til frystingar. 2. fl.: Fiskur, sem ekki er hæf ur til frystingar, en hæf- ur til saltfisks- og skreið arverkunar. 3. fl.: Óvinnsluhæfur fiskur. Matsniðurstöður voru sem hér segir: Pétur Sigurðsson: 1. fl.: 25 tn., 2. fl.: 12 tn. veiðiferð 7 dagar. Akraborg: 1. fl.: 10 tn., 2. fl.: 7 tn., veiðiferð 10 dagar. Helga: 1. fl.: 9 tn., 2. fl.: 23 tn., veiðiferð 7 dagar. Augljóst er, að gæði fisksins hjá einum bátanna voru áber- andi verst. Að dómi Ferskfisk- eftirlitsins eru fleiri en ein á- stæða fyrir þessu: Aflinn var að miklu leyti smáýsa, sem þolir illa geymslu, og verður því að vanda mjög til meðferðar hennar, Við skoðun kom í ljós, að með- ferðinni hafði verið í ýmsu ábóta vant. Má í því sambandi nefna, að fiskuriinn hafði ekki verið lagður í stíur og of mikið sett í hverja stíu, enda var ýsan krami in. Aðalástæðan mun þó vera sú, að um of litla ísnotkun var að ræða, þar sem 1 tonn af ís var notað í 6 tonn af fiski, samfcv. þeim upplýsingum, sem Fersk. fiskeftirlitið hefur fengið. Hæfi- legt mun vera að nota 1 tonn af ís í 4 tonn af fiski við sömu að- stæður og hér var um að ræða. Það skal tekið fram, að flokk- unin var framkvæmd af mönn- um með mikla reynslu í þessum málum. F.h. Ferskfiskeftirlitsins, Njáll Þórðarson. Dagskrá Alþingis FUNDIR eru boðaðir í báðum deildum Alþingis kl. 1,30 á morg un: — Á fundi efri deildar eru fjögur mál. — Á fundi neðri deildar 10 mál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.