Morgunblaðið - 29.01.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 29.01.1961, Síða 3
Sunnudagur 29. janúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 (Jm borð í „EF þér teljið að vér gætum aukið ánægju yðar á ein- livern há.tt í þessari ferð, að þjónustu við yður sé í ein- hverju ábótavant — eða sér- staklega lofsverð í einhverj- um atriðum — þætti oss vænt um að þér létuð oss vita.“ Svo hljóðar textinn á kort- inu, sem sérhver farþegi, sem kemur um borð í Santa Mar. ía færi í hendur. Og ekki verður um það efazt, að far- þegarnir sjötíu, sem komu um borð í skipið í Caracas á dögunum hafi haft yfir ein. hverju að kvarta. En þeir létu skipsstjórnina vita af því með nokkuð sérstökum hætti og róttækum. Santa María hefur nú ver- ið á hvers manns vörum und anfama daga og væri því ekki úr vegi, að við fengjum einhverja hugmynd um það líf, sem þar er kostur að lifa. ★ Allt er með eðlilegum hætti um borð — segja upp- reisnarmennirnir. Og farþeg- ar síma til heimkynna sinna, að þeim líði vel eftir aðstæð. um og fái nóg að borða, þótt tékin hafi verið upp matar- skömmtun um borð. Um borð í Santa María eru vissulega allar aðstæður fyrir Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; Einvera YFXR byggðir Galíleu gnæfir I einmana fjall, vafið friði hins dýrlega, deyjandi dags. A tind- inum stendur maður og horfir yfir byggðina fyrir neðan rætur fjallsins. Friður náttúrunnar fyllir hjarta hans. 1 gegn um rökkrið sé hann húsin, greinir byggðina fyrir neðan, og honum verður hugsað til þeirra, sem í húsunum búa og nú eru gengnir til náða: Nær kvöldfriður náttúr- unnar einnig inn í hjörtu þessa fólks? Hann fellur fram á ásjónu sina, en sál hans leitar upp. Með alla menn, þá sem elska cg hina, sem hata, þá sem gleðjast og þá, sem þjást, svífur sál hans á vængjum kvöldbænarinnar, unz hún fell- ur fram á fótskör hans, sem sjálf- ur er hinn eilífi friður, hin djúpa óræða kyrrð. Líkami hins biðj- andi manns beygir sig í hljóðri loaningu fyrir hinni heilögu ná- vist, sem yfirskyggir hann. Kvöldroðinn deyr, hús og þorp sveipast myrkri, nóttin lykur faðmi jörð og menn. Stundirnar líða. Hinn biðjandi maður á fjall- inu veit ekki, að stundirnar líða. Sál hans dvelur fyrir utan tak- markanir rúms og tíma — með Guði. Hvar sem vér förum, á fjarlæg- um slóðum, í fjarlægri tíð, verða fyrir oss menn, sem beygðu kné í bæn. Frumorsök bænalífsins er þrá- in eftir innra samræmi, þorstinn eftir þeirri hamingju, sem vér nefnum sálarfrið. Þann frið hafa nienn fundið og finna enn í heimi bænarinnar, kvöldbænarinnar ekki sízt. Þegar fjötrar heimilislífsins eru fallnir af mannssálunni, þegar til beiðsla og lotning hafa gefið henni vængi, þegar hún lifir ó* trufluð í heimi hins andlega veru leika, þegar hún hefir lagt öli vandamál sín á vald .hins al- máttuga, þegar himinn og jörð eru henni horfin og guðsnálægð- in ein yfirskyggir hana, fyllir hana, — þá finnur hún þann frið, sem engri annarri kennd er lík- ur. Eigum vér þennan frið? Vér hugsum um hann, og þó er hann oss fjarlægur. Vér þráum hann, en finnum hann þó ekki. Vér biðjum um hann, en öðlumst hann þó ekki. Vér biðjum um hann, en hvern ig biðjum vér? Biðjum vér af vana? Er bæn vor annað en beiðni um eitt eða annað, útrás eigingjarnra óska og hvata? Þá er ekki von til þess, að vér finnum sálarfriðinn. Biðjum vér af 'knýjandi þörf, vegna þess að vér getum ekki annað, vegna þess, að þráin eftir Guði, þorst- inn eftir Guði knýr oss? Ef vér biðjum þannig, sjálfselskulaust, sjálfshyggjulaust, — þá og ekki fyrr finnur sál vor þann frið, sem lausnari mannanna fann í faðmi kvölds og nætur, í einverunni gleymist staður og stund og hann uppi á fjallinu, þegar honum lifði undur guðssamfélagsins. I sálardjúpi mínu og þínu býr þrá eftir þessum friði. Leiðin, sem liggur til hans, er gömul og síung í senn. Allur gullþorsti kynslóðanna er þorsti eftir hon- um. En vér leitum á leiðum, þar sem hann er ekki að finna og gleymum því, eða vitum ekfei það, sem vitur höfundur hefir sagt: „1 sól sálarfriðarins verð- ur allt að gulli — og all annað gull er mannssálunni fánýtt til frambúðar. Santa IUaría hendi til þess að láta sér líða vel. í bæklingi, sem útgefinn er af eigendum skipsins, er lýst þeim þægindum, sem skipið hefur upp á að bjóða. Þar skal fyrst telja, að hljómlist glymur um allt skipið mikinn huta dagsins og óski menn eftir að sér- stök lög séu leikin, er bara að hringja á þjóninn. Farþeg ar geta hlustað á hvaða út- varpsstöð sem er í heiminum allan sólarhringinn, meðan skipið er á siglingu. Við máltíðir á fyrsta far- rými er hljómlist leikin af hljómsveit. skipsins eða af hljómplötum. Farþegar sem þjást af sjóveiki eða eru miður sín af öðrum ástæðum geta fengið matinn í rúmið. Ekki er ástæða fyrir farþega að hafa áhyggjur af útliti gínu, venju fremur, því að fullkomin hárgreiðslustofa er fyrir dömurnar þar sem þær geta einnig fengið handsnyrt. ingu. Þrjár rakarastofur eru fyrir herrana. Á skipinu er sérstakur iækn ir, tveir hjúkrunarmenn og tvær hjúkrunarkonur. Koma þau til vistarvera sjúklinga, ef þess er óskað, en eru ann- ars til viðtals í stofu. Farþeg- ar þurfa ekki að óttast um fjármuni sína eða skartgripi, því að sérstök geymsla er fyrir þá. Skipstjóri sem og aðrir sjó- menn meðal áhafnarinnar eru reiðubúnir að svara spurningum þeirra, sem á- huga hafa á tæknilegri hlið skipstjórnar og sjóferða. Dag- blað er gefið út á skipinu og guðsþjónustur hald'nar í sér- stakri kapellu. Þrjár eru sundlaugarnar, ein fyrir hvert farrými og setustofur, borðstofur, vínstúkur o. s. frv. af fullkomnustu gerð. Santa María var uppreisn- armönnum auðveld bráð, því að af 356 manna áhöfn eru aðeins 63 sjómenn. Hitt eru þjónar, þernur, hjúkrunarlið, rakarar, snyrtidömur, tón- listarmenn, matreiðslumenn, sem eru 35 að tölu og bakar- ar, — fjórir venjulegir bak- arar og fimm vínarbrauðs. bakacar. Skipið er búið öllum full komnustu siglingatækjum. — Það getur borið auk áhafnar, 1174 farþega, 148 á 1. far- rými, 226 á 2. farrými og 792 á 3. farrými. Káeturnar eru 283 og íbúðir fjórar, búnar öllum þægindum. Og hafi farþegar yfir ein. hverju að kvarta er aðeins§§ að fara eftir kortinu þar sem á stendur: Ef þér teljið að við munum geta aukið á- nægju yðar á einhvern hátt VINSTUKU I MATSAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.