Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ sunnuaagur zo. janaar 1961 2 H115 SENOIBÍLASTDÐIN Vanur bókhaldari gerir skattframtöl yðar. Pantið tíma í gegnum síma. Guðlaugur Einarsson málflutningsskrifstofa. Simar 16573 og 19740. Viðtækjavinnustofan Laugavegj 178. — Símanúmer okkar er nú 37674. Aðstoðum við skattaframtal. Erum við til kl. 7 í kvöld og frá kl. 1 ti'l 7 á sunnud. Fast- eigna- og Lögfræðistofan Tjarnarg. 10. Sími 19729. Húshjálp Þýzk stúlka óskar eftir að komast í vist. Tilb. merkt: „1327“ sendist afgr. blaðs- ins. Keflavík — Kennsla Kenni börnum og ungling- um reikning ( ag fl. grein- ar) í einkatímum. Sér- staklega miðað við próf- kröfur í skólum. Uppl. á kvöldin í síma 1769. Hjólbarðaviðgerðir Opið frá kl. 8—23 alla daga Hjólbarðaverkstæöið Hraunholt við Miklatorg J árnsmiðaverkstæði 40—100 ferm húsnæði óek- ast fyrir litla járnsmiðju. Tilb. sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: — „1443“. íbúð óskast 3ja—4ra herb., sem fyrst. Bragi Ásgeirsson listmálari. Tilb. sendist Míbl. merkt: „1424“. Westhinghouse ísskápur, 9 cupfet í góðu lagi til sölu, ódýrt. Uppl í síma 14696. Hafnarfjörður Herbergi til leigu að Strand götu 9, uppi. Uppl. í síma 50399. Get útvegað Hydroliska Rörbeygjuvél upp í 2”. Til búin tii afhendingar i Sví þjóð. Frekari uppl. í skna 5-04-04. Vil skipta á nýinnfluttum ’54 model Volkswagen í sérstaklega góðu standi og nýjum VW. Uppl. í síma 14377 milli ki. 19 og 20. Herhergi til leigu fyrir einhleypan, reglusam an karlmann. Uppl. í síma 146-67. Skattaframtöl Aðstoðum við skattafram tal frá kl. 1 til 7 1 dag, sunnud. og til kl. 8 mánud. Fasteigna- og lögfræðist. Tj arnarg. 10 — Sími 19729 1 dag er sunnudagurinn 29. janúar. 29. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 4:18. Síðdegisflæði kl. 16:35. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjanlr). er á sama stað kL 18—8. — Síml 15030. Næturvörður vikuna 29. jan. til 4. febr. er í Lyfjabúðinni Iðunni. Holtsapótek og GarðsapóteK eru op- in alla virka daga kl. 9—7, laugardag frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Ljósastofa Hvítabandsins er að Fom haga 8. Ljósböð fyrir börn og full- orðna, upplýsingar í síma 16699. Næturlæknir í Hafnarfirði 28. jan. til 4. febr. er Garðar Olafsson sími: 50536 og 50861. Næturlæknir f Keflavík 29. jan. er Kjartan Ölafsson, sími: 1700 og 30. jan. Arnbjörn Ölafsson, sími 1840. I.O.O.F. 3 = 1421308 = 8Yz 0 Skjót svör □ EDDA 59611317 — 1 FRL. ATKV. Orð lífsins: — Engill Drottins setur vörð kringum þá, er óttast nafn Hans, og frelsar þá. Finnið og sjáið, að Drott inn, þér Hans heilögu, því að þeir, er óttast Hann líða engan skort. Ung ljón eiga við skort að búa og svelta, en þeir, er leita Drottins fara einskis góðs á mis. Sálm. 34. 8-11. Ytri-Njarðvík og Keflavík: — Munið samkomumar í skólanum, Ytri-Njarð- vík annað kvöld og í Tjarnarlundi fimmtudagskvöld kl. 8,30. Náttúrulækningafélag Rvk: — Fund ur í Guðspekifél. húsinu, Ingólfsstr. 22, á morgun, mánud. 30. jan. kl. 8,30 e.h. Félag Djúpmanna hefur árshátíð og þorrablót laugardaginn 4 febrúar n.k. að Hlégarði. Aðgöngumiðar seldir í verzluninni Blóm og grænmeti, Skóla- vörðustíg 3, Reykjavík. — Stjórnin. Helgitónleikar I Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 9. Prestur er séra Garðar Þorsteinsson prófastur og um tón- listina sjá Páll Kr. Pálsson organleik- ari, Pétur Þorvaldsson sellóleikari og Ami Jónsson, sem syngur einsöng. KFUM og K, Hafnarfirði. Sunnudaga skólinn er kl. 10.30, drengjafundur kl. 1,30 og almenn samkoma kl. 8,30. Sig- urður Pálsson kennari talar. A mánu dagskvöld kl. 8 er unglingafundur. ÍÞegar brezki stjórnmálamað- urinn John Wilkes (1727— 1797), sem var fimm sinrnim kosinn í neðri deild þingsins og var borgarstjóri Lundúna um tíma, talaði einu sinni á framboðsfundi, stökk einn á- heyrandinn á fætur og hróp- aði: — Frekar myndi ég kjósa fjandann sjálfann en yður. Wilkes svaraði um hæl: — Já, en ef vinur yðar væri nú ekki í framboði. Ríkur maður drotnar yfir fátækum og lánþeginn verður þræll lánsalans. Ef fílfska situr föst í hjarta sveinsins, þá mun vöndur agans koma henni burt þaðan. Sá, sem er góðgjarn, verður blessað- ur, því að hann gefur hinum fátæka af brauði sínu. Rek þú spottarann burt, þá fer deil- an burt, og þá linnir þrætu og smán. — Orðskviðirnir. MENN 06 = MALEFM= HENRIQUE Galvao, sá sem stóð fyrir uppreisninni á Portúgalska skipinu Santa Maria á dögunum, er enginn venjulegur sjóræningi. Menn hafa víst aldrei heyrt getið um sjóræningja, sem les Byron og Shakespeare, drekkur aðeins gosdrykki, skrifar konu sinni 4—5 þús. orða bréf vikulega og skipuleggur byltingu á meðan hann hlustar á tónlist eftir Beethoven. En það einkennilegasta við sjóræningjann Galvao er þó það, að hann hatar ofbeldi. Það var hinn ofbeldisfulli yf- irgangur, sem Afríkumenn í Angola voru beittir, sem fékk hann til þess að snúast skyndi lega gegn vini sínum Salazar. Þetta skeði í júní 1947. Gal- vao var þá ráðherra án stjórn ardeildar í stjórn Salazars og réðst harkalega i þinginu á það óréttiæti, þrælkun og spillingiu, er hann hafði orðið vitni að í Angola, nýlendu Portúgal í Afriku. Þjóðþingið sat sem dáleitt meðan Galvao talaði, en frá því augnabliki er hann steig niður úr ræðustólnum, var hann í ónáð. Ræðan var aldrei hirt opin- berlega, en gekk þó manna á milli og var send frjálslynd- um um allan heim. Árið 1958 var Galvao hand- tekinn og sakaður um tilraun til stjórnlagarofs. Það voru engin opinber réttarhöld í máli hans, en hann var dæmd- ur í 16 ára fangelsi. Galvao hefur skrifað mörg leikrit, og eitt þeirra var sett á svið í Lissabon fyrir tæp- um mánuði. Það var sorgar- leikur. I fangelsinu skrifaði hann þrjár bækur, en engin þeirra hefur verið gefin út í Portúgal. Einn af vinum Galvaos og samherji, sem er læknir, fékk hann fluttan úr fangelsinu sjúkrahús, en þaðan flúði * hann í janúar 1959 og leitaði hælis í argentiska sendiráð- inu. Síðan hefur han dvalið í Argentínu, Venezuela, ái Kúbu og Brasiliu. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ..... kr. 106,94 1 Bandaríkjadollar ...... — 38,10 1 Kanadadollar ......... — 38,44 100 Sænskar krónur ........ — 736,85 100 Danskar krónur ........ — 552,13 100 Norskar krónur ....... — 533,55 100 Finnsk mörk ........... — 11,93 100 Austurrískir shillingar — 147.30 100 Belgískir frankar ...... — 76,44 100 Svissneskir frankar — 884,95 100 Franskir frankar ...... — 776,44 1) Júmbó hafði ekki fyrr drepið fæti í vatnið en hann rykkti honum upp úr. — Ó-ó-ó! skrækti hann .... og það var von, því að stór krabbi hafði bitið sig fastan í aðra stóru tána á honum. — Hjálp, Kisa, hjálp! æpti hann. Jakob blaðamaður 2) Það var svo spaugilegt að sjá Júmbó dansa fram og aftur með krabhann á stóru tánni, að Kisa gat ekki að sér gert að skella upp úr. En auðvitað flýtti hún sér að hjálpa honum .... en þá var það hún, sem hoppaði um og æpti af sársauka. ■"-> - 3) — Nú skal ég hjálpa þér! kall- aði Mýsla litla. — Oh, þessi and- styggilegi krabbi, æpti Kisa í bræði sinni, — ef tíminn væri ekki svona naumur, skyldi ég svei mér þá nota hann í miðdegismatinn! Eftii Peter Hoffman Daily Guardian skýrir frá því að morðvopnið hafi léitt til handtöku Floyds Grimms. — Jóna, ég heyri að nýi frétta- stjórinn okkar eigi að taka við rétt bráðum? — Þá vona ég að það sé aðeins tilviljun að Jakoh er að fara í göngu- ferðJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.