Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ sunnudagur Z9. januar 1961 SJÁLFS- STJÓRN Ný löndunarlœki fyrir bátana í stað háfana FERSKFISKEFTIRLITIÐ hefur ákveðið að veita við- urkenningu sérstökum tækj- um til löndunar á fiski úr vélbátum. Mun eftirlitið ekki viðurkenna lengur hina gömlu net-löndunarháfa. — Er nú í þess stað viður- kennd ný gerð löndunar- tækja, sem tryggja að fisk- urinn verði ekki fyrir hnjaski við löndun. í gær er ljósmyndari Mbl. var á ferð niður við höfn leit hann inn í Járnsmiðju Ingimars Þor- steinssonar við Nýlendugötu. Voru menn þar önnum kafnir við að smíða hin nýju löndunartrog. Tók hann þá mynd af því og til samanburðar hafði hann gamlan löndunarháf. • SKEMMDI FISKINN Meðferðin á fiski við hinn gamla löndunarmáta orsakaði oft að fiakurinn skemmdist. Hann festist t.d. í netinu með þeim af- leiðingum að hann varð óhæfur til vinnslu hvort heldur er í frystihúsi, til skreiðar eða sölt- unar. Segja sumir að gömlu háf- arnir hafi 2—3% nýtingarrýrnun, en aðrir hafa nefnt alimiklu hærri prósenttölu. En nú hverfa gömlu háfarnir smám saman og Ferskfiskeftirlit- ið mun ganga ríkt eftir því að þeir verði teknir úr umferð, sem enn eru það. | i I l •^O^veðrabrigði Vitið þér hvað er búið að vera margskonar veður 1 dag? spurði kona nokkur, sem hef ur verið búsett erlendis meiri hluta æfinnar, þegar Velvak- andi hitti hana á förnum vegi um 6 leytið á föstudag. — Tuttugu tegundir bætti hún svo við, þegar Velkandi hristi höfuðið. Fyrst var él, svo rign ing, svo rigningarstormur, svo bara stormur . . . og þannig hélt hún áfram þangað til af brigðin af veðrinu þennan dag voru komin upp í tuttugu. Og eftir þessum ósköpum höfð- um við varia tekið, Reykví'k ingarnir, jafnvel þó við höf- um lengi fengið blessunar- lega hvild frá þessari óstöð- ugu veðráttu okkar. • íslenzk músik til útlanda. Músífcvinur skrifar: „Svo er mál með vexti að ég á pennavin í Bandaríkjun um. Hann er prófessor í stjörnuspeki við háskóla í Norðurríkjunum og fyrir þessi jól fengum við hjónin mjög fallegar hljómplötur frá þeim hjónunum og langaði okkur til að þakka þeim með annarri gjöf. Rétt fyrir jólin komu svo plötur er nefndust „Söngvar frá íslandi" 1 og 2, og keypti ég þær. Á þeim voru hvorki meira né minna en 26 lög og kostuðu báðar plöturnar um 400 kr. Á þessum plötum sungu allir frægustu söngvar ar okkar úrvalslög. í gærkvöldi kom svo bréf frá vini mínum, og er hann heillaður af plötunum. Segir hann þau hjónin hafa leikið þessar hljómplötur aftur og aftur og hafi fjöldi vina og FERDIIMAIMD BEZTI eiginleiki leiðtoga er sjálfsstjórn. Geðvondur maður er sjaldan mikill leiðtogi. Fæddur foringi stjórnar framar öllu öðru sínu eigin geði. Hann hef- ur engan rétt til að krefjast hins ómögulega af undirmönnum sínum. Ef hann telur að hægt sé að framkvæma skipanir sínar, þá verður hann að hafa góðar ástæður til að álíta svo. Skrifari segir við þig: „Ég get ekki gert þetta á einum degi“. Spurðu sjálf- an þig: „Er það hægt?“ Jafnvel þótt þú endurtakir skipanir þínar, þá gerðu það rólega. Reyndu ávallt að gera þér hugmynd um sálarástand þeirra undir- manna þinna, sem þá ert að tala við. Það er kannski rangt af þeim að kvarta, en ef þeir halda að þeir hafi ástæðu til umkvörtunar, þá geta þeir ekki unnið vel. Það verður að láta þá finna að þeir njóti réttilegrar meðferðar. Það er ekki nóg að gefa viturlegar skipanir. Góð- ur leiðtogi gefur þær með glöggskyggni og greini- lega. Það er undravert hve fátt fólk skilur það sem því er sagt. Orðaforði þess er takmarkaður, athygli þess reikandi. Gerðu þínar varúðarráðstaf- anir. Það er hyggilegt að gera ráð fyrir að allir gleymi öllu. Þú munt segja að það sé svartsýnt sjónarmið. Reýnslan kenndi mér, að það er alltof satt. Það er ekki nóg að gefa fyrirskipun. Þú verður líka að ganga úr skugga um að hún hafi verið skil- in og framkvæmd. Mannleg heimska á sér engin takmörk. Þá verður líka að taka illvilja örlaganna með í reikninginn. Hið óvænta getur alltaf skeð. Hlut- verk þitt sem leiðtoga, er að sjá allt fyrir, einnig hið ófyrirsj áanlega. Foringi er maður sem stjórnar öðrum, sem hugsar fyrir þá, sem hvetur þá til að vinna vel og veitir þeim hjálp til að gera það, sem tekur meira tillit til tilfinninga þeirra en sinna eig- in. Slíkt krefst mikilla hæfileika, en sannir leiðtogar eru líka vissulega mjög fáir. Leiðtogi verður að hafa aðeins eina ástríðu: Starf sitt. De Gaulle hershöfðingi segir að leiðtogi manna verði að vera svo dulur að hann næstum hylji sig í leyndardómshjúpi. „Ekkert“, skrifaði hers- höfðinginn, „styrkir vald og myndugleika jafn mikið og þögn.“ Auðvitað er það ekki auðvelt fyrir leið- toga að halda hinu rétta jafnvægi milli þess’fálætis, sem hæfir stöðu hans og þeirrar ljúfmennsku, sem þarf til þess að hann haldi ást undirmanna sinna. En háttvísi er náttúrlegur eiginleiki manns sem er verður mikillar ábyrgðar. Leiðtogi verður að vita hvernig á að nota sálir annarra. „Maður verður að hlusta mikið og tala lítið“, sagði Richelieu, „til þess að stjórna þjóð réttilega.“ En einungis ætti að hlusta á sérfræðinga sem eru færir til að veita hinar réttu upplýsingar. Loks ætti leiðtogi að gera sér grein fyrir hinu óviðjafnanlega gildi tímans. Hann má ekki segja: „Hversu lengi verð ég að koma vörnum mínum í lag?, heldur: „IJr því að Varnir mínar verða að vera tilbúnar þennan og þennan dag, hvaða ráðstafanir verð ég þá að gera og hvers verð ég að krefjast af mönnum mínum og mér sjálfum til þess að ljúka verkinu á réttum tíma?“ kunningja jafnan hlustað á. Ennfr&mur segir hann að þau Ihjónin hafi verið hvött til að stofna íslendingafélagsskap í boriginni og allir dáist að því að lítiil þjóð skuli eiga slíka listamenn og svo góða músík. Mér finnst sjálfsagt að vekja athy.gli á því sem er okkur til sóma, elns og hinu sem er til vanvirðu“. • Þjóðlög Copyrighf P. i. B. Box 6 Copenhogen Velvakandi er alveg sam- mála um það að góðar plötur með íslenzkum söngvum og íslenzkuim lögum eru góð gjöf til erlendra manna. T.d. er mér kunnugt um að marg ir hafa sent tónlistarunnend um erlendis hljómplötuna með 35 íslenzkum þjóðlögum, sungnum af Engel Lund, sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir jólin, og hefur hún vak ið mikla athygli. Og nú mun listakonan vera að vinna að því að semja skýhingar ú ensku með lögunum, og þær koma út seinna. Allir tónlist armenn hafa t.d. áihuga á Lilju. Og hvar sem Engel Lund hefur sungið Litlu börn in leika sér, út um heim, hefur það vakið geysilega hrifn- ingu, svo einhver af þessum lögum séu ixefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.