Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAfílÐ Sunnudagur 29. janúar 196\' Hið látlausa heimili Ásgríms snertir fdlk Hús Ásgríms ogr Jóns Stefánssonar við Bergstaðastræti 14. I þeim enda hússins, sem nær er á myndinni, bjó Ásgrímur frá því um 1930 og til dauðadags, og þar eru verk hans varðveitt. segir Bjarnveig Bjarnadóttir, safnvórður NÝLEGA lauk fyrstiu málverka- sýningunni í Ásgrímshúsi, fyrsta listamannaheimilinu í Reykjavík, sem jafnframt er listasafn og op- ið almenningi. Hafa verið settar wpp nýjar myndir. Verða á næst. unni tíl sýnis í húsinu þjóðsagna tcikningar og vatnslitamyndir eft i: Ásgrím Jónsson. Af þessu tilefni snerum við okk ur til frænku listamannsins, frú Bjarnveigar Bjarnadóttur, safn- ▼arðar, en hún sýnir gestum hús- ið. Og hittum við hana á heim- Hi hennar og manns hennar, Snorra Sigfússonar, námsstjóra. — Já, þessar vikur í Ásgríms- húsi síðan það var opnað 5. nóv. hafa verið ánægjulegur tími, seg ir frú Bjarnveig. Fjöldi fólks hef- ur komið í húsið, stundum heilar fjölskyldur og fólk með börn á handleggnum, og suma sunnu- daga hefur verið tekið á móti 3—4 hundruð gestum. Virka daga hefur margt eldra fólk komið, sem ekki hefur sérstökum störf- um að gegna, og svo fólk, sem er gestkomandi í bænum. Ýmsir hafa sagt við mig um leið og þeir hafa kvatt: „Þetta er helgidómur, — — hér finnur maður hlýja strauma og góðan anda“. Hið látlausa heimili Ásgríms, sem ber það með sér, að hann gerði ekki kröfu til annars en allra brýnustu nauðsynja, virð- ist snerta fólk mjög á þessari öld hávaða, tækni og íburðar. Ég held að mörgum finnist þeir koma þama í eins konar friðar- reit. En Ásgrími var kyrrðin slík nauðsyn, að hann lét setja hlera fyrir eldhúsgluggann sinn, sem er götumegin, svo að sem minnst ur hávaði heyrðist irin. Eingöngu fyrir þjóðina — Er þetta samt ekki tiltölu- lega rólegur staður? — Jú. Ég hefi nú orðið vör við það, að Bergstaðastrætið þetta sunnarlega er með rólegustu göt- unum í Reykjavík. En allur var varinn góður samt. Og þarna bjó Ásgrímur einn í þessu litla húsi sínu síðustu 30 árin, ótruflaður af heimsins glaumi — fékk senda heita máltíð utan úr bæ, en hugs- aði svo um mat sinn að öðru leyti sjálfur. í einrúmi dýrkaði hann sinn guð, myndlistina og tónlistina, og málaði síðustu ár- in eingöngu fyrir þjóð sína alla. Ýmsir báðu mig að útvega sér myndir hjá Ásgrími, en ævinlega fékk ég sama svarið síðustu árin: „Ég mála ekki handa neinum ein stökum lengur“, — og með það fór ég. En síðasta árið bjó Ás- grímur á Heilsuverndarstöðinni, hafði þar herbergi útaf fyrir sig, og fékk þar mikla og góða um- önnun. Þjáðist hann áf astma um árabil, og var oft þungt hald- inn. En alltaf þegar heilsan leyfði, var hann kominn heim í húsið sitt kl. 9 á morgnana og fór þaðan ekki fyrr en kl. 6 á kvöldin. Málaði hann og teiknaði' ótrúlega mikið þetta ár. Síðustu vikurnar teiknaði Ás- grímur mikið úr þjóðsögunum og var hann þá alveg rúmliggjandi. Fór ég til hans á hverjum degi í nokkrar vikur og rétti honum þau áhöld sem með þurfti. Finnst mér margar af þessum síðustu teikningum Ásgríms með þeim fallugustu sem ég hefi séð eftir hann. Tröllin eru þar á ferð og flugi, ef svo má segja, í klettóttu landslagi og töfrandi birtu. Og það er þessi áberandi birta, sem mér finnst einkenna hinar síðari myndir Ásgríms alveg sérstak- lega, — léreftin bókstaflega loga í litum og ofsafengnum ljósbrigð- um, og er það mjög áberandi í eldgosmyndunum. Svo virðist sem þessar náttúruhamfarir hafi verið í huga Ásgríms svo að segja alla tíð, — en fengið útrás í myndsköpun hans, þegar hann fann að hinzta stundin var á næsta leiti. Við Jón bróðir hans fundum í húsinu litla eldgos- mynd frá aldamótum. Var hún í brotum og er nú í viðgerð hjá danska listasafninu. Fólk kemur víðs vegar að Talið berzt að gestunum, sem undanfarnar vikur hafa komið í hús Ásgríms og skoðað myndir hans, og frú Bjarnveig segir þá: — Fólk hefur komið víðs veg- ar að, og ýmsa hitti ég, sem mundu Ásgrím á ferðum hans um landið. Þrjár konur af Hér- aði komu t.d. í safnið, ein þeirra var á Bóndastöðum, þegar Ás- grímur dvaldi þar og málaði Dyr- fjöllin og Hjaltastaðablána. Og hinar minntust þess að hafa séð til hans, þar sem hann gekk hratt og hnarrreistur með málaradót sitt eitthvað út í buskann.---- Og einn daginn birtist bóndinn í Steinsholti í Hreppnum, en þann bæ má sjá á hinni stóru Heklu- mynd Ásgríms í Listasafni ríkis- ins. Já, ég minnist margra gesta. Ekki gleymi ég 13 ára ljóshærða drengnum úr Laugarneshverfinu, sem komið hefur í safnið nokkr- um sinnum, og alltaf einn. Hann varð ákaflega hugfanginn af vatnslitamynd úr Kerlingafjöll- um. Loks bar hann feimnislega upp þá ósk, að hann mætti reyna að mála þessa mynd. Sagði ég honum að koma dagana fyrir jól- in, því að þá yrði áreiðanlega ekki margt um manninn í safn- inu. Lét hann ekki standa á sér. Fyrsti gesturinn eftir jólin var litli drengurinn, sem beið mín við dyrnar, og sagði mér bros- andi, að hann hefði fengið liti í jólagjöf. Þann dag fékk hann leyfi til þess að spreyta sig á skógarmynd frá Húsafelli. Mér er líka minnisstæður ann- ar drengur á sama aldri, sem býr í Vogahverfinu. Hann kom með vini sínum, jafnaldra, í safnið. Stöldruðu þessir drengir við hátt á annan tíma. Vissi hann ótrú- lega mikið um ýmislegt er snerti ’myndlistina. Sagðist hann - hafa ákaflega gaman af að mála, en allt efni kostaði bara svo mikla peninga. Hann sagðist stundum kaupa sér blokkirnar með kisu- með blokkunum. Og mikið urðu drengirnir hugfangnir er ég sýndi þeim vinnuborð Ásgríms, — þar þótti þeim kenna margra Asgrímur hefði notað þær mikið, þótti honum það mikil meðmæli grasa. Og svo er það þúsundþjala- smiðurinn úr Mývatnssveitinni, sem lét sér ekki nægja að koma einu sinni, en gerði sér ferð tíl þess að kveðja safnið kvöMið áður en hann fór norður. Ég man er við hjónin komum síðast- liðið sumar í Mývatnssveitina, og okkur lék forvitni á að skoða hið veglega guðshús, sem Mý- vetningar eru að reisa þar. Á miðju gólfi stóð maður í verka- mannafötum, og var að bogra þar við sementspoka og spýtna- rusl. Við tókum hann tali, og spurði ég hann hver teiknað hefði kirkjuna. Svaraði þýinn mér hálf hikandi og eins og afsak- andi, „eiginlega er það nú ég“. — Já, það var ekki yfirlætið þar. Þessi gestur var lengi 1 Ásgríms- húsi og skoðaði af mikilli gaum- gæfni það sem þar er að sjá. Frá mínum bæjardyrum er þetta svona Konu talaði ég við, sem var afgreiðslustúlka í verzlun Þórar- ins B. Þorlákssonar á árunum. 1913—20, heldur frú Bjarnveig áfram. Komst hún í kynni við Ásgrím þar. Virðist verzlun Þór- arins hafa verið eins konar list- verzlun, því að í henni var selt efni til málverka og einnig lista- verk. Var hún til húsa í Veltunni þá. Kom Ásgrímur þangað öðru hverju með myndir, sem hann bað um að selja fyrir sig, og seldust þær alltaf fljótlega. Eitt sinn var til sölu mynd af Dalbæ í Landbroti, og sá að Lómagnúp. Ásgrímur var þar staddur er einn þekktur Reykvíkingur var að skoða myndir hans, og gerði þá athugasemd að Lómagnúpur væri nú ekki á réttum stað. Svar- aði Ásgrímur þá kíminn: „Frá mínum bæjardyrum séð var hann svona“. Þarna voru líka til sölu mynd- ir eftir Einar Jónsson, Jón Helga son biskup, og Skýjaborgir eftir Kjarval vorU þar líka. Þegar bruninn mikli varð í miðbænum, voru allar myndir úr verzluninni fluttar í skyndi í húsið Vina- minnj í Mjóstræti til Ásgríms, en þar bjó hann og hafði vinnu- stofu. í þessu húsi hafði hann stundum sýningar. Mér er líka minnisstæður mið- aldra verkamaður frá Akranesi, sem tók sér frí í nokkra daga, og sagðist hafa gott húsaskjól og hlýju hjá góðri frænku hér í Reykjavík. Hann gekk á sokka- leistunum um hús Ásgríms, — því að „hér dreg ég skó af fótum mér“, varð honum að orði er hann kom inn. — — — — Og bóndinn úr Rangárvallasýslu kannaðist vel við þessa líti, kvöld himinn og morgunroðann, og heiðbjart sumarið og litauðgi haustsins. Og mæðiveikivörður- inn á Holtavörðuheiðinni sagðist nú kannast við bláma fjallanna og haustsvalann eftir 13 sumur þarna uppi. Eg hefi orðið þess vör, að marg ir sem í safnið hafa komið föndra með liti og pensla í tómstundum sinum, og bera gott skynbragð á myndlist. Og það sem fólk hefur meðal annars orð á í sambandi við myndir Ásgríms, er „heið- ríkjan í þeim“, eins og ein hús- freyja úr Borgarfirðinum komst að orði. Var auðséð að hún hafði næmt auga fyrir fegurð og marg breytileik náttúrunnar. „Það er oft gaman að koma út eftir skúra veður og horfa á ljósbrigðin þeg- ar upp styttir", sagði hún, — „og þau sé ég líka í myndum Ásgríms", bætti hún við. Og að lokum vil ég minnast á ungu fallegu konuna, sem kom í safnið með börnin sín tvö. Þeg- ar hún var stelpukrakki var hún stundum á gægjum með stöllum sínum í Bergstaðastrætinu, og reyndu þær að kíkja á léreftið, þegar Ásgrímur kom heim úr ferðalagi á kvöldin, — það var I svo spennandi. — Heyrst hefur að Ásgrímur hafi verið mjög barngóður. — Já, hann var mjög barn- góður. Stundum kom það fyrir að litlir krákkar úr götunni börðu að dyrum hjá honum, og báðu hann að lofa sér að sjá myndir. Neitaði hann börnum aldrei um slíka bón, ef hann var sæmilega frískur. Var ég einu sinni stödd hjá honum er hann fékk eina slíka heimsókn og þá voru það fjórar litlar telpur sem komu. Ásgrím- ur dró fram hverja myndina af annarri, og spurningar barnanna voru furðulegar; athugasemdirn- ar hreinskilnar. — „Því hefurðu þessa ljótu belju? — Því hefurðu þessa rauðu litaklessu þarna? — Ósköp er þetta skrítið fjall, —■ því kemur þetta þarna út úr því?“, og margt í þessum dúr. Og Ásgrímur svaraði öllum spurn- ingunum skilmerkilega, og reyndi að útskýra hlutina sem greinilegast, og var líkast því sem hér væri um að ræða dokt- orsvörn, en stundum brá þó fyrir viprum í munnvikunum og glettni í augunum. . i Ekki margorður Á einum stofuveggnum and- spænis blaðamanninum hangir lítil teikíling af konu, eftir Ás- grím. Við spyrjum frú Bjarn- veigu hver konan sé. „Það er nú ég. En nú er mað- ur 12 árum eldri og hárgreiðslan öðru vísi. Þessi mynd er teiknuð 1948. Skömmu fyrir andlát Ás- gríms, er ég heimsótti hann í sjúkrahúsið, var hann að blaða í teiknimöppu. Allt í einu rétti hann mér þessa teikningu með tveim orðum: „Eigðu þessa“. Ásgrímur var stundum orðfár. Og jarðneskar leifar Ásgríms hvíla í Gaulverjabæ? „Já — Ásgrímur minntist aldrei á dauðann í sambandi við sjálfan hann. En þó minntist hann á það við mig og vin sinn einn, að hinzti hvílustaður 'nans ætti að vera í Gaulverjabæ. Þar gekk hann í skóla og var fermd- ur. Þaðan séð er fjallahringur- inn einstaklega fagur og tilkomu mikill, — og þar má heyra brim sogið. ágætar. Er ég sagði honum að Síðastliðið sum.ar lét íslenzka ríkið setja legstein á gröf Ás. gríms. -Það er fallega formaður gabbrósteinn, sóttur að Vestra- Horni í Hornafirði. Hafði Ásgrím ur mikið dálæti á þeirri stein- tegund. — Og hverjar eru framtíðar- áætlanir safnsins? — Fyrst og fremst að fram. kvæma vilja Ásgríms, en í gjafa. bréfi hans er skýrt tekið fram, að sýna eigi gjöf hans í húsinu, þar til nýtt ljstasafn verður reist Framh á bis. 14 Myndin, sem Ásgrímur teiknaði af Bjarnveigu árið 1948 og minnzt er á i viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.