Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 13
Sunnudagur 29. janúar 19BI MORGUNBLAÐIÐ 1? Eisenhower og Kennedy ræðast við til að auðvelda stj úrnar skiptin. ar og eldflauga. Þær sýningar eru ekki til augnagamans held- ur í því skyni að ógna al— menningi og koma honum í skilning um, að hernaðarklíkan, sem þar hefur hrifsað völdin eigi í fullu tré við hann. Þessu ógnarveldi er ekki beitt gegn heimamönnum einum, heldur eru hingað norður á hjara ver- aldar sóttir menn sem hér skara fram úr í baráttu „gegn-her- í-landi“ til að horfa á herleg- heitin og hlusta á vopnaglamr- ið á Rauða-torginu. Einnig á þá hefur þetta tilætluð áhrif. Sauð meinlaus maður að upplagi eins og Kristinn Andrésson fjölyrðir um þann ,,fagnaðarboðskap“ að halda skuli áfram linnulausu stéttastríði, og ef það færi kommúnistum ekki alheimsyfir- ! REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 21. janúar Vandi fylgir vegsemd Undanfarna daga hefur mönn- um að vonum orðið tíðrætt um forsetaskiptin í Bandaríkjunum. Staða forseta þeirra hefur löng- um verið talin ein æðsta veg- semd, er nokkrum manni gæti hlotnazt, en um hana hefur einnig sannazt, að vandi fylgir végsemd hverri. Engir finna það betur en þeir, sem þann vanda hafa reynt. Eftir fyrsta forset- anum, George Washington, er þetta haft: „Ég vildi heldur vera í gröf minni en í forsetastöðunni“. Annar forsetinn í röðinni, John Adams, sagði: „Ef ég ætti að lifa lífi mínu aftur, vildi ég fremur vera skó- smiður en bandarískur stjórn- málamaður". Sá mesti þeirra allra, Abra- ham Lincoln, komst að orði á þessa leið: „Ef það er eins erfitt að vera höfðingi helvítis og það, sem ég verð að þola hér, þá gæti að mér komið að vor- kenna sjálfum Satan“. Þegar menn lesa þetta, geta þeir skilið af hverju einn hinna minna þekktu forseta, James A. Garfield, sagði: „Guð • minn góður, hvað er það í þessari stöðu, sem gerir að verkum, að nokkur skuli nokkru sinni vilja komast í hana?“ Mestu vonbrigði Eisenhowers Biturleiki sá eða lífsleiði, sem framangreind ummæli bera vitni, stafar e. t. v. að nokkru Bf því, að jafnvel hinir hæf- ustu menn fá sjaldnast fram- gengt nema litlu af því, er þeir höfðu ætlað sér og mestu réði um, að þeir gáfu kost á eér til stöðunnar. En hann kem- ur einnig af þeim þunga, sem ébyrgðin á örlögum þjóðar íinnar leggur slíkum forystu- jnönnum á herðar. i Nú fyrir fáum dögum lét af þessu starfi maður, sem allir viðurkenna, að enn muni vera vinsælasti maður í landi sínu, cg flestir telja þó, að ekki liafi verulega bætt við frægð BÍna með því að taka við þess- «ri miklu vegsemd eftir að hafa verið yfirhershöfðingi lýð- frjálsra þjóða. Fróðlegt er að ' kynnast kveðjuorðum hans til þjóðar sinnar áður en hann lét Cf forsetaembættinu. í spjalli við blaðamenn, sem hann átti tveimur dögum áður en hinn nýi forseti tók við, var Eisenhow- •r að því spurður, hver hefði orðið mestu vonbrigði hans í embættinu. Hann svaraði: „Hin miklu vonbrigði, sem ég varð fyrir, er ekki neinn ákveðinn atburður. Það var sú staðreynd, að við á þessum 8 árum gátum ekki komizt þang- að, þar sem við gætum sagt, að nú yrði séð fram á varan- legan réttlátan frið“. Eisenhower taldi að vísu, að hinu versta; nýrri stórstyrjöld, hefði verið afstýrt með styrk- leika Bandaríkjamanna, bæði að anda og afli. Varaði við hern- aðarandanum Hinn aldni hershöfðingi gleymdi að sjálfsögðu ekki að minna þjóð sína á nauðsyn varnarstyrks til að tryggja frið inn. En daginn áður hafði Eis- enhower í ræðu brýnt fyrir mönnum, að þeir mættu ekki láta hermennsku- og stóriðjusam- steypu fá of mikil áhrif, hvort sem eftir þeim væri sótt eða ekki. Hann benti einnig á hætt- una af því, ef forystulið vís- inda og tækni yrði alls ráð- andi í stjórnmálum, þó að hvort ■tveggja bæri að virða. Þegar hann var spurður, hvernig hann vildi koma í veg fyrir þá hættu svaraði hann: „Ég þekki ekkert, sem í þessu er mögulegt eða kemur að gagni, nema það, að gegna skyldum sínum sem ábyrgir borgarar. Það eru einungis borg ararnir sjálfir, vakandi og vel að sér, sem geta bægt þessum hættum frá . . . Sumt af þeirri misnotkun áhrifa og valds sem hér er hætta á, getur átt sér stað óafvitandi, einungis vegna eðlis málsins. Þegar menn sjá í nærri öllum tímaritum, — — myndir af Titan eldflaugum eða Atlas, — — — þá hefur það svo mikil áhrif, að þau nærri smjúga inn í huga okkar, að það eina, sem þetta land fá- ist við séu vopnabúnaður og eldflaugar. Og ég segi ykkur, að slíkt tjáir okkur ekki“. Eisenhower gerði síðan ræki- legar grein fyrir hugsun sinni, en hún er í stuttu máli sú, að þótt fórna beri lífi og eign- um fyrir frelsið, þá megi bar- áttan gegn utanaðkomandi ófrelsi ekki leiða til þess, að menn glati frelsinu inn á við. „Fagnaðarboð- skapurinn46 Óneitanlega kveður við ann- an tón hjá hinum mikla hers- höfðingja en t. d. í „alþýðulýð- veldunum“ í austri, þar sem helztu tyllidaga er minnzt með stórfelldum sýningum vígbúnað ráð, þá sé ný heimsstyrjöld óumflýjanleg! Verður Kennedy vandanum vaxinn? Nú spyrja menn hvarvetna, hvort hinn nýi forseti, Kennedy, verði vandanum vaxinn. Þessu getur enginn svarað fyrirfram. Yígsluræða hans þótti með ágætum og fékk lof víðast hvar ef undan eru teknir ís- lenzkir kommúnistar og gisti- vinir þeirra í Kína. Af mörg- um ágætum setningum, er hann þá mælti, þykir þessi einna bezt: „Við skulum aldrei semja af ótta en eigi heldur óttast að semja“. í kosningabaráttu sinni lagði Kennedy á það ríka áherzlu, að Bandaríkjamenn hefðu á undanförnum árum slakað um of á klónni. Þeir hefðu ekki lagt sig fram eins og þeir gætu, hvorki til eflingar framfara og vísinda-afreka í eigin landi né búnaði til varna gegn ofbeld- isárásum. Einmitt vegna þess, að Bandaríkjamenn hefðu ekki sótt eins ört fram á við og skyldi, hefði aðstaða þeirra í heiminum og þ. á. m. til samn- inga yið Sovétríkin orðið veik- ari eiíi ella. Ekki mætti reyna að semja vegna veikleika held- ur af styrkleika. Allt sagði hann þetta meitlaðra en nokkru sinni fyrr í vígsluræðunni. Kennedy vill reyna að semja við Sovétríkin en hann mun ekki fara óðslega að þvL Látið af réttar- broti Á hinn bóginn er Ijóst, að Krúsjeff vill ólmur knýja samn ingaviðræður fram sem allra fyrst. Meðan beðið var valda- töku Kennedys er talið, að Krú- sjeff hafi leitað ákaft eftir að komast í samband við hann, en fengið þau svör, að það væri þýðingarlaust fyrr en eftir forsetaskiptin. Ákefð Krúsjeffs lýsir sé nú í því, að hann skuli strax eftir valdatöku Kennedys gefa hina tvo bandarísku flug- menn frjálsa. Með því hyggst hann skapa betra andrúmsloft en áður og vist horfir frelsisgjöf þeirra í rétta átt. Þess ér þó að gæta, að þarna lætur Sovétstjórnin einungis af augljósum rangindum. Fullsann- að er, að þessir tveir menn voru skotnir niður í flugvél, sem var utan endimarka Rússa- veldis. Handtaka þeirra var því hreint réttarbrot frá upphafi og er þess vegna síður en svo nokkuð göfuglyndi, þótt af því sé látið. Auðvitað er þessi und anlátssemi samt til góðs, svo langt sem hún nær. En menn skyldu varast að halda, að snögg breyting verði á sam- skiptum þjóðanna. Viðræður verða vafalaust teknar upp. En vandamálin eru svo mörg og erfið, að langan tíma tekur, þangað til séð verður, hvort um nökkum raunverulegan bata er að ræða eða ekki. afstýrt Verður hungursneyð í Kína? Á f.yrsta blaðamannafundi sínum lýsti Kennedy yfir því, að stjórn hans hefði til athug- unar að senda Kínverjum ókeypis mat af offramleiðslu Bandaríkjamanna. Forsetinn dró þó í efa, að úr þessu yrði, vegna þess að ekki væri víst hvort kínverska stjómin mundi vilja þiggja slíka gjöf. Engu skal um það spáð, hvað úr þessu verður. En Kennedy er ekki hinn eini, sém um þessar mundir hugleiðir matgjafir til Kína. Fyrir skömmu birtu nokkrir þekktir Bretar, ekki sízt úr vinstra armi þar, áskorun til landa sinna um stórfelda fjár- söfnun til að bæta úr hungurs- neyð í Kínaveldi. Er talið, að milljónir manna séu nú þar í bráðri hættu um að verða hung urmorða. Kínversk yfirvöld hafa að undanförnu gert sér tíðrætt um náttúruhamfarir, sem eyðilagt hafi uppskeru. Sannar það, að alvarlegt ástand sé í landinu, þó að ýmsir ætli, að ofstjórn og kúgun valdi meira um en höfuðskepnumar. Annað en ólíkir landkostir Kínverjar eru í enn meiri vandræðum með samyrkjubú sín en Rússar. En eins og sagt var frá í síðasta Reykjavíkur- bréfi er ástandið svo alvarlegt þar í landi, að Krúsjeff full- yrti á flokksstjórnarfundi, að helmingi komsins hefði verið stolið af ökrum í Ukraniu, og bætti því raunar við, að fölsun hagskýrslna kæmi hér einnig til greina. Sagt er, að Krú- sjeff sjálfur ætli nú að ferðast um hin mestu landbúnaðarhér- uð, til að rannsaka hvað til bragðs megi taka. t Óneitanlega er öðruvísi far- ið bæði í Rússlandi og Kína en Bandaríkjunum. Bandarikin framleiða svo mikið af mat- föngum, að þau vita ekki hvað þau eiga að gera við fram- leiðsluna. Hjá hinum ýmist ógn- ar öngþveiti eða hungurdaúði milljónum manna. Mismunandi landkostum er ekki einum um að kenna. Ólíkir framleiðslu hættir og þjóðfélagsform eiga sinn þátt í. Hvað sem því líður, verður að vona, að kínverska stjórnin kjósi fremur að bjarga milljónum mannslífa en neita af misskildum metnaði þeirri hjálp, sem bjóðast kann. „Hver er mumir- inn nú op; sumarið enn, að sumarið 1958 taldi Tim- inn * það til ske,. arverka stjórnarandstæðinga að kaup- kröfur voru gerðar. í þessu sam- bandi skiptir ekki máli, þó að öll þau skrif væru rangsnúin og tilefnislaus. Það voru ekki stjórnarandstæðingar, sem efndu til kauphækkana þá, heldur voru þær ýmist berum orðum lögboðnar með „bjargráðum“ sjálfrar V-stjórnarinnar eða leiddu beint af þeirri löggjöf, eins og hækkun til farmanna, eða voru knúðar fram af yfir- 1 lýstum stjómarstuðningsmönn- um. Engu að síður hentaði Tím- anum þá að halda því fram, að kauphækkanir þessar hefðu verið gerðar til að spilla fyrir stjórninni, enda taldi hann um bein skemmdarverk stjórnarand- stæðinga að ræða. Þann fróðleik hefur Tíminn endurtekið í sí- fellu um tveggja og hálfs árs bil. Nú spyr Tíminn hinsvegar: „Hvað hefur breytzt svona mikið síðan 1958?“ Hann telur breytinguna enga sem sé, að kaupkröfugerð nú sé alveg sama eðlis og hann sagði hana 1958, skemmdarverk stjórn- arandstæðinga. Þessi er Tímans eigin dómur um framferði þeirra félaga. Tekst þeim að spilla vertíðiiini? Framsóknarmenn og komm- únistar höfðu vonað, að ósam- komulag útgerðarmanna og rík- isstjórnarinnar yrði til þess að flotinn færi ekki úr höfn og þar með knýja núverandi ríkisstjórn frá völdum. Mestu vonbrigði þeirra til þessa dags eru þau, að þetta skyldi fara á annan veg. Eftir að þeir fé- lagar sáu, að sú von fór út um þúfur, settu þeir allt sitt traust á, að verkföll mundu leiða til stöðvunar vertíðar. í hlutarins eðli íá, að þegar upp skyldi taka nýtt kerfi samn- inga milli útgerðarmanna og sjómanna, þ. e. allsherjarsamn inga um allt land í stað margra ólíkra og verðlag á fiski miðað við gæði, þá hlyti af því að vaxa margur vandi. Mjög erfitt er að bera saman hin fyrri kjör og þau, sem upp skyldi taka í þeirra stað, vegna þess að svo ólíku er saman að jafna. Vonandi gera állir sér ljóst, hversu mikið er undir því kom- ið, að fiskur verði í raun og veru goldinn eftir því, hvers virði hann er. Lélega vöru og illa meðfarna á að borga minna en hina betri. Hinir nýju samningar miða m. a. að þessu. Þeir eru þess vegna stórt spor frammá við, að bættum at- vinnuháttum, sem í samræmi við stefnu núverandi stjórnar gera raunverulegan lífskjarabata mögulegan. 1958? 46 Á þessa leið spyr Tíminn í stuttri forystugrein s.l. þriðju- dag. Efni greinarinnar, sem undir þessari fyrirsögn var birt, er það, að úr því að krafizt hafi verið kauphækkana sumar- ið 1958, þá sé ekki síður eðli- legt, að það sé gert nú. Sjaldgæft er, að menn komi svo upp um hug sinn, eins og Tíminn gerir með þessari stuttu grein. Menn minnast þess þúfur. Skuldadag- ar í Sovét LONDON, 24. jan. fReuter) —. Tass fréttastofan rússneska til- kynnir í dag, að nýr forsætisráð herra hafi verið skipaður í sovét lýðveldinu Kasakstan í Mið Asíu. Hann heitir Salken Daulenov og hefur áður gegnt embaetti að- stoðar-landbúnaðarráðherra og á veituráðherra Kasakstan. Hann tekur nú við af Zhumabek for- sætisráðherra, sem rekinn var með háðung úr embætti forsætis ráðherra vegna þess, að iand- búnaðaráætlun Krúsjeffs stóðst ekki í Kasakstan. Ríkið Kasakstan er eitt þýðing armesta kornforðabúr Sovétríkj anna og gengur næst Úkraníu. Þar eru hinar miklu óræktuðu sléttur, sem Krúsjeff hugðist taka allar í rækt í einu vetfangi, en áætlanir hans fóru út uim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.