Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. Janúar 1961 MORCUHHLAÐ1Ð 23 44 Fer „Santa Maria til Brasilíu? Taldar voru líkur til k>ess i gær — en mjög óljóst, hvað Galvao uppreisnar- foringi ætlast tyrir SAN JUAN, Puerto Rico, 28. jan. fReuter) — Sigling hins skjót- fræga skips „Santa Moria“ hefir rækilega raskað þeirri ró, sem ríkt hefir lengi í handarísku flota stöðinni hér. Nú ganga þar slík ósköp á við að fylgjast með ferð- um portúgalska skipsins, að engu er likara en styrjöld sé skollin á. Mjög er erfitt að fylgj ast með „Santa Maria“, því að skipið er sífellt að breyta um stefnu, meira eða minna. Seint í gærkvöldi virtist það helzt ætla — Ný forysta Framh. af bls. 1 bágust kjör búa, hætti að láta „Ku-klux-klan klíku kommúnista“ hindra þær kjarabætur, sem þeir gætu aflað sér. Það er tími til þess kominn, að þeir taki málin í sínar hendur og afli sér þeirra kjarabóta, sem þeim er brýn nauðsyn á. Kjörorð verkamanna á að vera, kjara bætur án verkfalla, þá mun hagur þeirra batna jafnt og þétt, ár frá ári eins og í öll- um nágrannalöndunum, þar sem verkalýðurinn hefur forðazt að fela kommúnistum umsjá mála sinna. Þá mun Ijúka því tímabili kyrrstöðu eða jafnvel afturfarar í Iaunamálum verkamanna, sem einsdæmi er í lýðfrjálsu landi. að sigla beint tii Brasilíu, eins og bandarísk flotayfirvöld hafa beðið uppreisnarforingjann Galv ao að gera, — en í morgun hafði það aftur breytt um stefnu og sigldi til suð-austurs. Síðar í dag virtist það svo enn stefna Á stofugangi Framh. af bls. 10. — Eg datt ofan af skúr, svaraði örn eftir stutta stund. Síðan bætti hann við: — Braut á mér báðar fæturnar og hausinn líka! 1 stofunni, sem við komum seinast í, sat hann Tryggvi litli og var að teikna. Hann var allur rauðflekkóttur í andliti og var okkur sagt að hlaupatbólan hefði leikið hann svona grátt. Þar var líka hún Rut, sem vissi ekki hvernig hún meiddi sig, og Rósa, sem átti 7 systkini heima. 1 horn- inu sat svo herramaður nokk- ur uppi á borðinu, sem börn- in nota til að matast við og teikna. Nei, hann vildi ekkert segja í þetta skiptið. „Ertu svolítið feitabolla“, sagði systir Agnella um leið og hún tók hann niður af borðinu og lagði hann í rúmið. • Við hittum snöggvast að xnáli príorinnuna frammi á gangi. Kvaðst hún vera mjög ánægð með að barnadeildin væri tekin til starfa, þó ekki væri hún enn fullgerð. i — Það gengur líka hægt að fullgera nýja spítalann, hélt príorinnan áfram, enda lítið fé handbært. Hann er eingöngu reistur fyrir það fé sem spar- azt hefur við ólaunuð störf nunnanna. Sjúklingar úr gamla timburspítalanum verða strax fluttir í hin nýju húsakynni, þegar þeim er lok- ið, en hvenær það verður get | ég ekkert sagt um að svo stöddu. Gamli spítalinn er nú nær 60 ára gamall og verður 1 hann rifinn þegar nýji spítsl- t inn tekur til starfa. Hg. Kammertónleikar í kvöld KAMERMÚSÍKKLÚBBURINN helduir 6. tónleika sína í sam- komusal Melaskóians í dag kl. 6. Viðfangsefni verða sem hér segir: Concerto gronso o.p. 3 nr. 3 í e molil eftir Francesco Gem- iniani einleikarar Björn Ólafs- son, Josef Felzmann, Sveinn Ól- afsson og Einar Vigfússon. Svíta í a moll fyrir flautu og strengja sveit eftir Telemann, einleikari Peter Ramm. Concerto grosso op. 3 nr. 11 í d moll eftir Vivaldi, einleikarar Björn Ólafsson, Jón Sen og Einar Vigfússon. — Strengj asveitin er skipuð 14 mönnum. til Brasilíu — og hafa óstaðfrest ar fregnir komizt á kreik um, að Galvao hafi samþykkt að setja farþegana í skipinn á land i Brasiiíu — að undangengnum viðræðum og samkomulagi við ráðamenn bandaríska flotans. En í rauninni er þó allt á huldu enn um það, hvað Galvao ætlast fyrir. ★ f síðari fregnum segir, að allt bendi nú til þess, að Galvao uppreisnarforingi hyggist taka land í Brasilíu, fremur en að halda áfram til Angola í Af- ríku. — Er talið, að hann muni þó kjósa að setja farþegana í „Santa Maria“ á land í hafnar- bænum Recife, en ekki í Bel- em, eins og bandarísk flotayfir- völd hafa stungið upp á. Enska knattspyrnan FJÓRÐA umferð ensku bikar- keppninnar fór fram í gær og urðu úrslit þessi: Birmingham — Rotherham .....4:0 Bolton — Blackburn ........ 3:3 Brighton — Burnley ...... 3:3 Huddersfield — Barnsley frestaS Leicester — Bristol City frestað eftir 45 mínútur Linverpool — Sunderland . 0:2 Luton — Manchester City 2:6 frestað eftir 69 mínútur Newcastle — Stokport frestað Peterborough — Aston Villa _ 1:4 Scunthorpe — Norwich ..... 1:4 Sheffield U. — Lincoln ... 3:1 Sheffield W. — Manchester U. _ 1:1 Southampton — Leyton Orient 0:1 Stoke — Aldershot ........ 0:0 Swansea — Preston ..........2:1 Tottenham — Crewe .......... 5:1 — Kjósum gegn Framh. af bls. 2 únista við að sannfæra verka menn um að nú beri að hefja sama leikinn. Verkamenn muna einnig aðrar afleiðingar þessa verkfalls, sem vinstri stjórnin velti miskunar- laust á bak þeirra. Þeir muna vísitöluskerð- inguna sumarið 1956. Þeir muna jólagjöfina sama ár. — Og þeir muna bjargráðin 1958 og dýrtíðarölduna, sem fylgdi á eftir. Það er öruggt, að úrslit Dags- brúnarkosninganna munu ráða mestu um það, hvort kommún- istar treysta sér til að hefja al- varlegt pólitískt verkfall á næstu mánuðum eða ekki. Vilja sinn í þessu efni geta verkamenn sýnt við kjörborðið nú um helgina. Arekstur á Hringbraut LAUST fyrir hádegi í gær varð j árekstur á Hringbraut, gegnt Kennaraskólanum. Nýleg Merc- j edes-Benz bifreið ók vesetur Hringbraut og hugðist bifreiða- stjórinn beygja inn Laufásveg, en á eftir honum ók strætis. vagn. Lenti strætisvagninn aft. an til á Mercedes-Benz bifreið- inni og skemmdi hægri hlið hennar mjög mikið. Enginn slas. aðist í árekstrinum. — Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. . hún hafi ekki lifandi skjald- böku í veski sínú, sér til heilla! Sumar karlmenn bera það ekki við að byrja að spila fyrr en við hlið þeirra stendur ljóshærð stúlka. Slík- ar dömur eru því tíðir gest- ir í spilasölunum — vel vit- andi, að þar er fjárvon, enda eru þess dæmi, að ein og ein hefir stungið í töskuna sína um 3000 frönkum á einu kvöldi, með því einu að standa sem „heilladís“ við hlið einhvers spilamannsins. ★ ÞEGAR „BANKINN SPRINGUR“ í „gamla daga“ voru Englendingar í miklum meiri hluta meðal viðskiptavina spilavítisins, en nú eru það ítalir og Bandaríkjamenn, sem þar eru einna þaulsetn- astir. — Það er fleira, sem breytzt hefir með árunum. Þannig var það t. d. hér áð- ur, að ef það kom fyrir, að „bankinn var sprengdur", eins og það er kallað á fag- máli spilamannanna, þá var viðkomandi „roulettu“-borð þegar sveipað svörtum dúk, og var þá ekki spilað meira við það fyrr en að sólarhring liðnum — en nú sendir gjald kerinn bara eftir meiri pen- ingum þegar í stað. — Það er hreint ekki eins sjaldgæft og margir halda, að „bank- inn springi". Þannig gerðist það t. d. fyrir aðeins fáum vikum, að spilavítið tapaði 97.000.000 frönkum (hinum gömlu, ,,léttu“) á aðeins tveim tímum. En slík einstök töp hagga ekki þeirri stað- reynd, að alltaf er það „bankinn“, sem græðir, þeg- ar til lengdar lætur og á heildina er litið. Já, hann Onassis hefir vitað mætavel, hvað hann var að gera. .... Mínar allrabeztu þakkir færi ég öllum þeim mörgu einstaklingum og félagasamtökum, sem heiðruðu mig og glöddu á sextugs afmæli mínu, og bið þeim guðs- blessunar. Eyþór Stefánsson Þakka hjartanlega öllum, sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á, 70 ára afmæhs- daginn 24. þ.m. — Guð blessi ykkur öll. Bjarni Bjamason, Rauðagerði 80. — Ivinskaya Frh. af bls. 1 franka og mörk til þess að saurga land sitt . . . Mæðgurnar, sem hafa dregið hið göfuga nafn sovét borgarans niður í svaðið, afplána nú refsingu sína“. • Ummæli ítalska útgefandans ítalski útgefandinn Feltri- nelli í Rómaborg, sem fyrstur gaf út skáldsögu Pasternaks, „Sivagó lækni“, á vesturlöndum, neitaði því í dag, í tilefni fyrrgreindra ummæla í Moskvtu, að Xvinskaya hefði komizt yfir ritlaun Paster- naks með ólögmætum hætti. Sagði hann, að skáldið, sem and- aðist 30. maí sl„ hefði fyrir and- lát sitt gefið fyrirmæli um það í bréfi til sín (6. des. 1959). að ritlaunum sínum skyldi skipt í rússneskar rúblur og þau greidd — annaðhvort honum sjálfum, eða Ivinskayu. Segir útgefand- inn, að um 100 þús. dollarar hafi verið yfirfærðir í rússneskan gjaldeyri og afhentir hinn 10. marz 1960. | I I i -o-' Rússar halda því hins vegar fram, að Ivinskaya hafi fengið með ólöglegum hætti um eina milljón rúblna (um 250 þús. doll- ara) — mestmegnis fyrir milli- göngu erlendra sendiráðsmanna, sem hafi í þessu skyni „óspart notað diplómatatöskur sínar, sem eru undanþegnar tollskoðun". Konan mín HÓLMFRlÐUR VALDIMARSDÓTTIR Víðimel 51 andaðist í Landakotsspítala 28. þ.m. Kristján Jónsson Faðir okkar, afi og langafi JÓN HELGASON prentari andaðist að heimili sínu Bergstaðastræti 27 hinn 18. janúar 1961. — Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum við öllum, sem sýndu honum hlýhug og vin- áttu, fyrr og síðar, og heiðruðu minningu hans við út- förina. — Ef einhver vildi minnast hans með því að styrkja málefni, sem honum var kært, þá bendum við á: Kristniboðið í Konsó, afgr. í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg eða Barnaheimilissjóðinn, afgr. í Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Börn, barna- og tengdabörn Konan mín GUÐBJÖRG L. ANDRESDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3L janúar kL 10,30. Pétur Kristinsson. Hjartans þakkir til allra fjær og nær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar^ tengda- móður og ömmu INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR Jóhann V. Jónsson, Kristrún Kristjánsdóttir, Sigurjón Jónsson, Elín Bessadóttir, Valtýr Jónsson og barnabörn. Móðir mín NIKULlNA J. ÞÓRSTEENSDÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudagirm 1. febrúar kl. 13,30. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríður Þorsteinsdóttir. Jarðarför mannsins míns SNORRA FR. FRKÐRIKSSONAR WELDING Urðarstíg 13 fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 31. janúar kl. 1,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. — Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Sigríður Steingrímsdóttir Welding og aðrir vandamenn Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför elsku sonar okkar og bróður, ÓLAFS ÞÓRS SIGURGEIRSSONAR Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarliði Bæjar- spítala Reykjavíkur. Sigurbjörg Ólafsdóttír, Sigurgeir Guðjónsson, Guðrún Ó. Sigurgeirsdóttir, Guðjón V. Sigurgeirsson, Sigmundur Sigurgeirsson^ Helga Sigurgeirsdóttír. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarða- för föður okkar og tengdaföður, EGILS GR. THORARENSEN Sigtúnum Börn og tengdaböm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.