Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.01.1961, Blaðsíða 24
A stofugangi í Landakoti. — Sjá bls. 10. onrgpitttMð 23. tbl. — Sunnudagur 29. janúar 1961 Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 3 ára drengur lézt í bílslysi Borgarnesi, 28. janúar. BÉR varð hörmulegt slys um hádegisbilið í dag. Þriggja ára barn varð undir bíl á einni aðal- götu kauptúnsins og beið sam- stundis bana af. Var hér um að ræða dreng son Jóns Finnssonar starfsmanns vegagerðarinnar. Rannsókn málsins er rétt ný- byrjuð, þegar þetta er skrifað. Litli drengurinn hafði farið und- ir framenda utansveitar-vöru- bíis, er stóð fyrir utan kjötbúð kaupfélagsins. Þessu hafði öku- rnaður ekki veitt ettirtekt, er hann ók af stað. — Höfðu fram og afturhjól hins þunga bils far- ið yfir barnið, sem beið bana samstundis. Litli drengurinn, sem hét Engir sátfafundir ENGAR viðræður hafa fram, far- ið milli aðila, síðan hinum nýju kjarasamn. bátasjómanna var hafnað í félögum sjómanna á dög unum. í gærdag hafði sáttasemj- ayri, sem en hefur málið í sín- um höndum, ekki boðað samn- inganefndirnar aftur á sinn fund. Mun það m.a^ stafa af því að menn þeir utan af landi sem tóku þátt í samningunum, voru allir farnir úr bænum er samnings- uppkastinu var hafnað. Munu engar umræður fara farm um þessa helgi deil.u þessa varðandi. Guttormur var eldra barn Jóns Finnssonar og konu hans Sól- veigar Guttormsdóttur. Varð slys ið skammt þaðan frá, sem hjónin eiga heima. Verkfalii lokið RÉTT um það leyti sem verið var að ljúka blaðinu til prent- unar, hringdi fréttaritari Mbl. í Neskaupstað. Sagði hann þær fréttir, að þar væru komnir á samningar milli útgerðarmanna og sjómanna. Aðilar höfðu ekki viljað greina frá einstökum at- riðum sanmingsins í gær a.m.k. Var búizt við að bátar sem róa frá Neskaupstað í vetur myndu fara í sinn fyrsta vertíðarróður eftir að verkfallið hófst í dag, sunnudag. Bezta veður var þar í gærdag. Smágalli í væng Gullfaxa Ekkerf athugavert við Hrimfaxa SMÁGALLAR hafa komið í ljós í vængbita annarrar Vis count-vélar Flugfélags ís- lands, Gullfaxa. Hafa sér- fræðingar Vickers-Armstrong verksmiðjanna verið hér und anfarna daga og rannsakað báðar vélarnar. Ekkert reynd ist athugavert við hina Vis- count-vélina, Hrímfaxa. — ★ — Sams konar skoðiun fer nú fram á öllum Viscount-vélum. Þær eru yfir 400 taisins, í þjón- ustu flugfélaga um allan heim, ef svo mætti segja, enda hefur þessi flugvélargerð notið mikils trausts. ,<ii Ákveðið var að framkvæma umrædda skoðun á öllum Vis- countvélum eftir að gallar komu í ljós í Viscount, sem er í eigu flugfélags eins í Afríku. Þegar hefur stærstur hluti vélanna verið skoðaður og hefur sams Jóhann Hafstein Bankamál rœdd á Varðarfundi LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður heldur fund um hankamálin í Sjálfstæðishús- inu annað kvöld kl. 8.30. — Frummælandi verður Jóhann Hafstein, bankastjóri. Ný löggjöf hefur verið hoðuð og er gert ráð fyrir að koma með henni á fram- búðarskipulagi Seðlabankans og bankamálanna almennt. Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin unnið að því að koma á festu í peningamálum þjóðarinnar og er endurskoð- un bankalöggjafarinnar einn þáttur viðrejsnar efnahags- líísins. Að lokinni ræðu frummæl- anda verða frjálsar umræð- ur eins og venja er til á Varðarfundum og er allt sjálfstæðisfólk velkomið á fundinn. konar galli gert vart við sig í nokkrum þeirra. Gullfaxa verður innan slkamms flogið til Englands. Verður þar settur í hann nýr vængbiti, í stað þess gallaða og mun við- gerðin taka 3—4 vikur. Flugfélag íslands gaf í gær- kvöldi út fréttatilkynningu um niðurstöður rannsóknarinnar — og fer hún hér á eftir: » Fréttatilkynning Flugfélagsins „Svo sem getið var í fréttum fundust nýlega gallar í vængbit um Viscount-flugvéla. Framleið- andi vélanna, Vickers Arm- strong, hafði samband við alla eigendur þessarar flugvélarteg- undar þar sem þeim var tjáð hvað í ljós hefðj. komið. Flugfélag íslands ákvað að láta fara fram rannsókn á væng bitum Visoount-flugvélanna, Gull faxa og Hrímfaxa, enda þótt þær Vísað til sáttasemjara Samningaumleitanir milli Landssambands ísl. útvegs- manna og Farmanna- og fiski- mannasambands Xslands um kjö.r yfirmanna á bátunum stóðu yf- ir til kl. 3 aðfaranótt föstudags, en báru ekki árangur. Fundur var aftur boðaður kl. 4 á föstu- dag og varð samkomulag á þeim fundi um að vísa deilunni til sáttasem j ara, þar sem fundir hefðu ekki borið árangur fram til þessa. i’ séu ekki af sömu gerð og þær flugvélar, sem gallar komu fyrst frarn í. Fengnir voru sérfræð- ingar frá framleiðendum fLugvél anna í Bretlandi. Þeir höfðu með ferðis sérstök hátíðni hljóð- bylgjutseki, sem finna hinn minnsta galla í stórum o.g þykk um málmstykkjum. Vængbitar Hrímfaxa reyndust heilir og ógallaðir með öllu og sömuleiðis neðri vængbitar Gull faxa, sem eru hins raunveru- legu burðarbitar. Hin nákvæmu mælitæki gáfu hinsvegar til kynna að smávægilegar skemmd ir væru í efri bitunum á Gull- faxa, á þeim stað sem boltar halda þeim saman. Enda þótt hér sé ekki um hættulega skemmd að ræða er ákveðið að skipta um efri vængbitana. Þessar niðurstöður styrkja þá skoðun sérfræðinga, að skemmd ir þær, sem mælitæki hafa sýnt í vængbitum Viscount-flugvéla, séu frá því að bitarnir voru bolt aðir saman, en hafi ekki ágerzt síðan“. í SÝNINGARGLUGGA Mbl. verða nú til sýnis ljósmyndir, er Félag áhugaljósmyndara sýnir í tilefni af afmæli sínu, en félagið var stofnað 6. des. 1954. Síðan hefur félagið haldið ljósmyndasýningar í Bogasal Þjóðminjasafnsins, í Lista- mannaskálanum (1957) og. „Foto-expo“ í sýningarsal Ás- mundar Sivoinssonar (1958), en síðastnefnda sýningin var sýning áhugamanna i sjö borgum Evrópu og fór hún milli þátttökuborganna. Þá voru sýndar myndir á Mokka- kaffj 1959. Auk þess hefur fé. lagið tekið þátt í ýmsum sýn. ingum erlendis, m. a. íþrótta- myndasýningu í sambandi við Olympíuleikana í Róm sl. sumar. Auk þess hafa myndir félagsmanna verið í „far- myndamöppum“ sem farið hafa milli ljósmyndaklúbba rlendis. Félagið rekur vinnustofu að Hringbraut 26, þar sem félag- ar geta stækkað myndir í allt ða 50x60 sm. Hér birtist ein af myndun- um, sem nú eru í Morgunblaðs glugganum. Hana tók Ólafur Ottósson. I Bílstjórinn kastað- ist úr bifreiðinni Kosningaskrifstofn B-Iistans STJÓRNARKJÖR í Dagsbrún fer fram laugardag kl. 2— 10 e. h. og sunnudag kl. 10 f. hád. til kl. 11 e. h. — Kosið er í skrifstofu Dagsbrúnar í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. — Kosningaskrifstofa B-Iistans er í Breiðfirðingabúð uppi, símar 2-29-80 og 2-30-60. — Sjálfboðaliðar! — Gefið ykkur fram til starfa í Breið- firðingabúð! — SKÖMMU eftir hádegi í gær varð alvarlegt slys á Hafnarfjarðar- vegi, gegnt Nesti. Bifreiðin R-8292 ók áleiðis til Reykjavík- ur, en er hún kom á móts við Nesti, hugðist bifreiðarstjórinn fara fram úr bifreið, sem var rétt á undan. I sama bili veitti hann athygli bifreið, sem kom á móti, á leið suður úr. Steig bifreiðarstjórinn á R—8292 þá á hemlana til þess að draga úr ferðinni og komast aftur fyrir bifreiðina, sem hann ætlaði fram úr. En slík hálka eða ísing var á veginum, að bifreið hans lét ekkl af stjórn og rann til hliðar yfir á hægri vegarhelming. Lenti hún með vinstri hlið á ljósastaur og skemmdist mikið. Bifreiðarstj ór- inn kastaðist út úr bifreiðinni á veginn og var fluttur meðvitund- arlaus í sjúkrabifreið á Slysa- varðstofuna. Meiðsli hans höfðu ekki verið könnuð til hlítar, er blaðið fór í prentun í gærdag, Hann komst til meðvitundar á Slysavarðstofunni og var fluttur þaðan á Landakotsspítala tR frekari rannsóknar og meðhöndl- unar. Oiðsendiag til verkamanna SJÁLFBOÐAI.IÐAR óskast til að vinna við Dagsbrúnar- kosninguna í dag. Kosningaskrifstofa B-listans er í Breiðfirðingabúð, uppi, og eru menn beðnir að mæta þar eigi síðar en kl. 1 eJi. B-listinn í Dagsbrún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.