Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUWBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. jan. 1961 Fossar hreppa storm og stórsjó 97 færeyskir sjómenn komnir GULLFOSS kom í gær hing- að til Reykjavíkur að utan. Hann hafði komið við í Fær- eyjum og sótt þangað 97 Færeyinga, sem ráðnir hafa verið í skiprúm hér á landi. Höfðu 26 farið til Vestmanna eyja, en þar hafði skipið við- komu, en hingað til Reykja- víkur komu 61 Færeyingur. Á sunnudaginn mátti sjá menn að störfum efst í for- mastri Reykjafoss, en hann liggur hér í höfninni. Loft- netsráin var ónýt orðin og var þá skipt um hana. Sett var á krana sem Eimskipafélagið á 90 feta bóma, og síðan voru menn settir í körfu með nýja krftnetsrá og verkfæri og var verkið fíjótt og vel af hendi leyst. (Ljósm.: Sveinn Þormóðs). Íítför Guðmundar á Illugastöðum HVAMMSTANGA, 27. jan. — Útför Guðmundar Arasonar ihreppstjóra, Ililugastöðum á Vatnsnesi fór fram { dag að við- stöddu ó þriðja hundrað manns, sem vottuðu hinum látna ssemd- armanni virðingu sína. Athöfnin heima á IUugastöð- um hófst með því að skirður var nokkurra vikna gamall dóttur- sonur Guðmimdar heitins. Sóknarpresturinn sr. Róbert Jack flutti húsikveðju og jarð- söng. Heima á Iilugastöðum flutti Jón ísberg, sýslumaður krveðju frá föður sínum Guðbr. ísfoerg fyrrv. sýslumanni, en hann gat ekki verið viðstaddur vegna veikinda. Guðmundur og Guðbrandur ísberg voru í ýmsu samstarfsmenn m. a. í sýslu- nefnd rúman aldarfjórðung. — Guðmundur B. Jóhannesson, Þorgrímsstöðum flutti frumort Ijóð. Kirkjukórinn á Hvamms- tanga söng undir stjórn Karls Hjálmarssonar. Að lokum flutti Óskar E. Levý þakkarorð frá vandamönnum hins látna. — Fréttaritari. Leiðrétting F É L A G áhugahljósmyndara heldur sýningu í glugga Morg- unblaðsins um þessar mundir. I blaðinu á sunnudaginn var í fáum dráttum skýrt frá starfi félagsins. Varð þá sú villa að félagið var sagt stofnað 6. des. 1954 en átti að vera 6. febrúar 1954. — Alls voru með Gullfossi 124 farþegar. Þegar Gullfoss kom í Pent- landsfjörðinn var þar fáviffri. Hafffi skipstjórinn Kristján Aðalsteinsson haft orff á þvi aff aldrei hefffi hann í neinni ferff séff „Pentilinn“ eins og hann var í þetta skipti. Veffurhæffin var 14 vindstig, beint á móti. Vegna veðurofsans var særok svo mik- iff að líkast hafðí veriff eins og komið væri út í blindskafhríff. Hafði Gullfoss veriff 4 tima frá Þórsnesi og norffur fyrir, en þessi Ieiff er undir venjulegum kring- um'stæffum sigjd á tveim klukku- stundum. Ekkert varff að um borff í Gullfossi. Fj'allfoss er einnig kominn hing að til Reykjavíkur að vestan þar sem hann lestaði vörur til Bret- lands og meginlandshafna. Út af Vestfjörffum hafði skipiff hreppt storm og stór- sjó og þaff gerffist, sem mjög fátítt er, aff svo mikill halli kom á skipiff í veffri þessu og sjó, aff skipiff tók sjó inn á brúarvæng. Erfðolög og fjárreiður SH Frá Alþingi FUNDIR voru haldnir í báðum deildum Alþingis í gær. Á dag- skrá efri deildar voru fjögur mál, frumvarp um erfðalög og þrjú frumvörp því skyld. Hafði dómsmálaráðherra Bjarni Bene- diktsson framsögu fyrir þessum frumvörpum öllum, sem síðan var vísað til 2. umræðu og alls- herjarnefndar. í neðri deild voru í fundar. byrjun afgreidd nokkur minni- háttar mál, en síðan fram haldið umræðum um fjárreiður SH, sem ekki varð lokið sl. föstudag. Flutti Einar Olgeirsson klukku- stundar ræðu og næstur honum talaði Hannibal Valdimarsson, jafnlengi. Var fundartíma deild- arinnar þá lokið, en enn voru nokkrir á mælendaskrá. Á miðsíðu blaðsins í dag er birt ræða Einars Sigurðssonar er hann flutti um fjárreiður SH sL föstudag. Svipað hlutfall í Dagsbrún Báðir bættu við sig atkvæðum í Dagsbrúnarkosningunum um sl. helgi greiddu 2271 atkvæði og er það nokkru fleira en undan- farin ár. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listinn fékk 1584 at- kvæði, en B-listinn 664 atkvæði. Síðast, þegar kosið var í Dags- brún, fyrir einu ári, fékk A-list- inn 1389 atkvæði en B-listinn 627 atkvæði. Báðir listar hafa þannig bætt við sig atkvæðum, og eins og tölurnar bera með sér, er atkvæðahlutfall svipað og þá. Það, sem einkenndi kosningar þessar frá upphafi til enda, var dæmalaust ofbeldi og yfirgangur kommúnista gagnvart fulltrúum og frambjóðendum B-listans. Þeir byrjuðu með að auglýsa ó- löglegan framboðsfrest. Síðan neituðu þeir að afhenda kjör- skrár. Formannsefni B-listans var með líkamlegu ofbeldi hindr aður í að tala á framboðsfundi og á kjördag mættu kommúníst- ar með fullkomnar spjaldskrár og önnur gögn á kjörstað, en and stæðingar þeirra urðu að vinna að kosningunni með tvær hendur tómar. Þessum og mörgum öðrum lög leysum mótmæltu fulltrúar B- listans og kærðu til Alþýðusam- bandsins, sem hunzaði kröfur þeirra. í framhaldi af því undir- rituðu umboðsmenn B-listans úr- slit kosninganna með fyrirvara og munu vinna að því að tryggja sjálfsögð réttindi sín eftir öðrum leiðum. Ekkert samkomu- lag við yfirmenn FULLTRÚAR L. 1. Ú. og fulltrú- ar Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands héldu fund í gær hjá sáttasemjara, Valdimar Stefánssymi sakadómara, um kjör yfirmanna á bátaflotamum. Sakadómari hefir milligöngu í deilu þessari sakir anna Torfa Hjartarsonar tollstjóra. Fundurinn stóð frá kl. 4—7.30 í igærkvöldi og miðaði ekkert í samkomulagsátt. Nýr fundur hefir verið boðaður kl. 5 í dag. Verkfallsboðun yfirmanna á bátunum á Suðurnesjum stend- ur óhögguð, en hún er miðuð við 1. febrúar. A/A /5 hnúfar / SV 50 hnútor ¥ Snjókoma 9 ÚÓi V Shúrir S Þrumur W*Z< Kuldaskil Hitaski! H H*l I L Latqi \ UM mestan hluta kortsins er nú élja- og skúraloft. Hlýjast er það yfir Bretlandseyjum eftir að hafa yljazt af Golf- straumnum á leiðinni vestan yfir haf. Milt, suðrænt haf- loft er yfir Miðevrópu, þykkt loft og víða rigning. Veffurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-land til Breiðafjarðar og miðin: NA kaldi, víða léttskýj að. Vestfirðir og miðin: Austan og NA stinningskaldi, él norð an til. Norðurland til Austfjarða, norðurmið til SA-miða: NA kaldi, sums staðar stinnings- kaldi, él. SA-land: NA kaldi, skýjað austan til. Herranótt Menntoskólons MENNTASKÓLANEMAR sýna í kvöld gamanleikinn Beltisrániff eftir Benn W. Lewy. Er þetta bráðskemmti- legur leikur, byggffur á sögn- unum um þrautir Heraklesar og kemur þar margt fyrir hlægilegt, enda var auffheyrt á gestunum á frumsýningu, að þeir skemmtu sér prýffisvel. Dómur um leikinn kemur í blaffinu. Varð fyrir bíl ÞAÐ SLYS varð í gærkvöldi að 10 ára drengur varð fyrir bifreið við vegamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar ofan við Ar- túnsbrekku. Fjórir drengir úr Gnoðarvogi höfðu tekið sér göngu ferð inn fyrir Elliðaár. Var sá elsti 10 ára, tveir 9 ára og einn 5 ára. Skyndilega hljóp elsti drengurinn suður yfir vegamót- in en í sama mund kom bifreið akandi austan Suðurlandsveg og lenti drengurinn fyrir henni. Drengurinn var þegar fluttur í slysavarðstofuna og þar gert að meiðslum hans ,sem ekki eru talin alvarleg. Málfundur Heim- dallar í kvöld HEIMDALLUR, FUS efnlr I kvöld til fundar um efnið: „Hvernig á aff haga baráttunnl gegn hinum al« þjófflega komm. únisma?" Frum. mælandl verðuf Jón E. Ragnars« son stud. jur, Fundurinn verff- ur haldinn í Val- höll viff Suffur- götu og hefst kL 20,30. Eins og fram kom í yfirliti þvi sem stjórn Heimdallar sendi frá sér fyrir skemmstu um starf fé- lagsins I vetur, er þetta fyrsti málfundurinn af þrem, sem fyr- irhugaff er aff halda um alþjóða- mál í framhaldi af námskeiði því, sem félagið efndi til um þau mál fyrr í vetur. Allir, sem þátt tóku í því nám- j skeiffi og aðrir sem áhuga hafa á þessum málum eru hvattir tll þess að fjölmenna á fundinn. Fótbrotnaði á dráttarvél Akranesi, 30. janúar. UM KL. 6 síðdegis 1 gær fór sjúkrabíll héðan upp að Haug- um í Stafholtstungum að sækja mann, sem hafði fótbrotnað, Hafði ungur maður, Þorsteinn Garðar Guðmundsson, 18 ára gamall verið að aka dráttarvél, sem valt með þeim afleiðingum að Þorsteinn fótbrotnaði, opið brot. CeHurnar í Norðfjarðar- horni skotnar NesTcaupstaö, 30. jan. í V E T U R hafa sjö geitur hafzt við í Norðfjarðarhorni. Voru það einn hafur og sex kiður. — Hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að ná þeim úr sjálfheldunni en án árangurs. Var svo komið nú fyrir skemmstu að minnsta kosti þrjár þeirra voru komn ar í svelti og gátu sig ekki hreyft. Sl. laugardag var svo gerð úr- slitatilraun til þess að ná geitun- um. Fór Skarphéðinn Stefáns- son, eigandi þeirra ásamt roeð nokkrum mannafla í leiðangur- inn. Hafurinn dauffur Ekki tókst þeim félögum að handsama geiturnar og ákváðu því að skjóta þær. — Haf- urinn var þó dauður er að var komið, hafði hrapað í óveðri, er gerði í sl. viku og fannst skrokk- urinn af honum í fjörunni. Eldri geitur Skarphéðins, þrjár talsins, voru vanar að hlýða köll um hans, en það voru einmitt þær, sem í sjálfheldunni stóðu og gátu því ekki hlýtt honum. Hinar yngri voru hins vegar ekki eins vanar að hlýða. Ein komst undan Einn kiðlingurinn komst und. an skothríðinni, enda var hann ekki í sjálfheldu, þótt ekki kæm ust menn að honum. Mun verða reynt að ná honum síðar og er alls ekki talið ólíklegt að það megi takast. Hann er hvorki f sjálfheldu né hagleysu. — Sv. L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.