Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUHBLAÐ1Ð Þriðjudagur 31. jan. 1961 ÞjóðSeikhúsið: Þjdnar drottins Lefkrii i þrem þáftum Eftir Axe! Kielðand Lei^sfjóii Ounaiar Eyjóifsson L.EIKRIT þetta var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu sl. fimmtudags- kvöld. Höfundur leikritsins er norski rithöfundurinn Axel Kiel- land sonarsonur rithöfundarins og skáldsins Alexanders Kiel- lands, samtíðarmanns þeirra Ib- sens, Björnsons og Jónasar Lie’s. Voru þessir fjórmenningar tald- ir með fremstu rithöfundum síns tíma, þó að Ibsen og Bjömsson þættu hinum fremri og yrðu fræg ari þeim um heimsbyggðina af verkum sínum. Axel Kielland er maður á miðj um aldri, fæddur árið 1907. Hann hefur lengst af stundað blaða- mennsku, en jafnframt samið all mörg leikrit. Hefur Kielland oft- ast sótt efnið í leikrit sín til samtíðarinnar og þeirra atburða sem efst hafa verið á baugi hverju sinni. Á stríðsárunum flýði hann til Svíþjóðar og samdi þar leikritið „Ef þjóð vill lifa“. Var leikritið frumsýnt í Stokk- hólmi, en er það hafði verið sýnt tvisvar sinnum, bönnuðu sænsk stjórnarvöld sýningar á því vegna mótmæla þýzka sendiráðs- ins þar í landi. í Svíþjóð hafa einnig verið gefnar út eftir Kiel- land tvær skáldsögur, er báðar fjalla um andspyrnuna gegn of- beldi nazista. Leikritið „Þjónar drottins“ er byggt á raunverulegum atburð- um, Helandermálinu svonefnda, sem upp kom í Svíþjóð fyrir nokkrum árum., er vakti geysi athygli ekki aðeins þar 1 landi heldur einnig erlendis. Biskups- kjör fór fram í Strangnesbiskups dæmi í Svíþjóð árið 1952. Voru kosningarnar mjög harðsóttar og fór svo að lokum að Dick Heland er, sem þá var prófessor í guð- fræði við Uppsala-háskóla var skipaður biskup. Skömmu síðar tóku Stokkhólmsblöðin að hreyfa því, að í sambandi við biskups- kosninguna hefði nafnlausum, fjölrituðum bréfum verið dreift meðal presta biskupsdæmisins. Bréf þessi voru öll áróður fyrir kjöri Helanders, lof um hann, en andstæðingum hans hallmælt að sama skapi, einkum keppinauti hans um embættið og presti ein- um, sem var ákafur fylgismaður keppinautarins. Raddirnar um dreifibréfin urðu æ háværari og fór svo að fyrirskipuð var lög- reglurannsókn í málinu. Rann- sóknin var mjög umfangsmikil og bárust böndin mjög að-Heland er sjálfum. Var loks höfðað mál á hendur Helander fyrir æru- meiðingar, þar eð sterkar líkur voru fyrir því, að hann hefði skrifað og sent dreifibréfin. Urðu málalok þau að Helander var af ráðhúsréttinum í Uppsölum dæmdur frá kjól og kalli og var sá dómur staðfestur af hofsrétt- inum. Helander ófrýjaði dómn- um til hæstaréttar, sem synjaði um að taka málið fyrir, en hæsti réttur Svíþjóðar getur neitað að fjalla um mál, sem hofsrétturinn hefur dæmt í. Og þannig stendur málið enn í dag. Helander neit- aði jafnan eindregið öllum sak- argiftum, en var dæmdur eftir sterkum líkum. Síðan hefur hann og stuðningsmenn hans unnið að því að safna nýjum gögnum í málinu og reynt að fá hæstarétt til að taka málið fyrir. Virðist ekki vonlaust um að þau tilmæli Helanders verði tekin til greina. Höfundurinn hefur sagt að tvö fyrirbæri innan kirkjunnar hafi valdið því að hann samdi þetta leikrit. Annað hafi verið þetta Helandermál,, sem hann hafði tækifæri til að fylgjast með, en hitt hafi verið deilurn- ar í Noregi um helvítiskenning- una, enda er það atriði mjög veigamikill þáttur í leikritinu. Er ófögur lýsing höfundar á því hversu mikið vald þessi óhugn- anlega kenning hefur á hugum manna í Noregi, þar sem fólk svo hundruðum þúsunda skipti sé svo þjakað af ótta við vítiskvalir annars lífs, að því liggi við sturl un. — Segja má að þessi þáttur leikritsins eigi ekki brýnt erindi til okkar hér, enda erum við, sem betur fer, að heita má, al- gjörlega laus við áhrif þessarar kenningar og átök um hana inn- án kirkjunnar og utan. En leikrit ið hefur engu að síður almennt mannlegt gildi, því að réttlætis- kennd höfundarins er rík og hann leggur áherzlu á líf og dauða Jesú Krists, sem hina æðstu siðferðilegu fyrirmynd. Og hann gerir þá kröfu til prest- anna, — þjóna drottins, — að Erlingur Gislason og Anna Guðmundsdóttir. þeir láti sér ekki nægja að pré- dika einni kynslóðinni af annarri frelsarann sem fyrirmynd. Þeir eigi einnig þegar skyldan kallar, að fylgja dæmi hans. t „Þjónar drottins" er vel samið leikhúsverk og fer vel á leik- sviði. Höfundurinn er ekki myrk- ur í máli og ber fram skoðanir sínar af hispurslausri og þrótt- mikilli festu, er hlýtur að vekja áhorfandann til umhugsunar og knýja hann til að taka afstöðu til þeirra vandamála, sem leik- ritið fjallar um. Ekki er ég þó, fyrir mitt leyti, höfundinum sam- mála í öllum atriðum. Lögreglu- stjórinn er, að mínu viti, ekki sú persóna, sem hann ætti að vera og framkoma hans við hinn á- kærða, á þessu byrjunarstigi málsins, ekki samboðin manni í jafn virðulegri og. ábyrgðarmik- illi stöðu og lögreglustjórastaðan er. Ég get ekki heldur séð að það hafi verið nauðsyn, verksins vegna, að gera lögreglustjórann þannig úr garði, nema síður sé. Þá finnst mér afstaða biskups- frúarinnar til manns sín mjög hæpin, er hún hefur tilhneigingu til að trúa því að hann hafi skrif að þessi lúalegu dreifibréf (Frú Margrét: Og gerðir þú það?) en segir síðar í samtalinu að hann eigi í sál sinni það gull, sem aldrei falli á. Um lokaatriði leiks ins, þar sem hann rís hvað hæst og er áhrifaríkastur, er ég höf- undinum ekki heldur sammála, tel biskupinn ekki bjarga því, sem hann hyggst bjarga, með því að stinga undir stól játningu einkaritara síns um að hafa rit- * Sjónvarp á íslandi Svohljóðandi bréf hefur bor izt: — Kæri Yelvakandi. Nú býðst gullið tækifæri, sem ekki má úr greipum ganga. Ameríkumaður einn vill setja hér upp sjónvarp og lána okk ur andvirði þess. Stöðin verð- ur alíslenzk og við munum flytja það efni, sem við sjálf- ir viljum. Þá verður stöðin einnig tiltölulega ódýr: Hér er á ferðinni mikið framfaramál, sem þörf er að ræða á opinberum vettvangi. Það er nokkuð stór hópur manna hér á landi, sem ekki hefur aðstöðu til að leita sér skemmtunar utan heimilisins nema að mjög takmörkuðu leyti og á ég þar einkum við þær fjölskyldur, sem eiga að ala upp ungu börnin í okkar landi. Hætt er við að daglegt líf þessa fólks verði tilbreyt- ingarlítið, ein til tvær bíóferð- ir í mánuði eða heimsóknir til kunningja í tvo til þrjá tíma í mesta lagi — og til eru hjón, sem ekki komast út sam an — en nóg um það. Þessu fólki yrði sjónvarp mjög kær komið og gæti ef til vill kom- ið í veg fyrir marga árekstra, sem tilbreytingarleysið getur orsakað. ♦ Sjónvarp sjálfsagt ^ogjiauðsynlegt Það er ekki aðeins sjálfsagt, heldur nauðsynlegt að hér sé starfandi sjónvarp. Það er ó- metanlegt kennslutæki, það sýnir okkur lifandi fréttir. Það getur sýnt okkur landið okkar, menningu þess og lifn- iVf FERDIIMAIMR að bréfin. Það er að vísu stór- brotið andlegt átak, en getur ekki leyst einkaritarann undan þeirri ævilöngu og þungu byrði að hafa með óhappaverki sínu lagt líf ágætis manns og mikil- hæfs í rústir. Skal hér ekki far- ið lengra út í þessa sálma, enda yrði það alltof langt mál. Sviðsetning og leikstjórn Gunn ars Eyjólfssonar hefur tekist mjög vel. Staðsetningar og hraði leiksins er eðlilegur, rétt- arsenan afbragðsgóð og fleira er þarna vel gert af hendi leik- stjórans. Þó hefði ég kosið að hann hefði dregið úr brosum lög- reglustjórans, eða minnsta kosti ekki látið hann brosa kesknis- lega, heldur „góðlátlega", eins og höfundurinn vill vera láta, þrátt fyrir miður viðfeldna framkomu hans að öðru leyti. Hlutverk leiksins eru allmörg og yfirleitt vel með þau farið. Aðalhlutverkið, Helmer bisk- up, leikur Valur Gíslason. Valur er, sem kunnugt er, öruggur og mikilhæfur leikari, en hlutverk af þessu lagi eða svipuð, láta honum tvímælalaust bezt, enda er Helmer í túlkun Vals mik- ill persónuleiki, glæsilegur og að- sópsmikill og kjörinn til forustu. Túlkar Valur afbragðsvel skap- gerð þessa mikilhæfa manns, ekki sízt er líður á leikinn og mótlætið steðjar að honum, og bezt er hann á í hinni sterku innri baráttu í leikslok. Margréti biskupsfrú, sem einn- ig er doktor í guðfræði, en er frjálslynd fríhyggjukona og hef- ur sagt skilið við kirkjuna, leik- ur Anna Guðmundsdóttir. — Frú Anna á langan leikferil að baki sér og hefur margt vel gert á leiksviðinu og sumt prýðilega. En bersýnilegt er að hlutverk þetta er ekki við hennar hæfi, enda „illuderar" hún ekki vel, — hvorki sem biskupsfrú eða lær- dómskona og leik hennar skort- ir mjög innlifun, eða hina innri sannfæringu og nær hann því ekki verulegum tökum á áhorf- endum. Rúrik Haraldsson leikur doktor Arvid Tornkvist, hinn hatramma höfuðandstæðing Helmers bisk- ups og keppinaut hans um bisk- upsembættið, auk þess sem hann er einn af fremstu forvígísmönn- um helvítiskenningarinnar. Torn kvist er, eins og svo margir skoð- anabræður hans, öfga- og æsinga maður, kaldur og óbilgjarn, und- Framh á bis. 14 aðarhætti. Það er eitt hið bezta skemmtitæki, sem til er á okkar tímum. Getur nokkur heilvita mað- ur verið á móti þessari dásam- legu nýjung, sem mundi gleðja hjörtu ungra sem ald- inna íslendinga og opna þeim nýja undraheima? Erfitt verð- ur að trúa því, eða hvað finnst þér? — G.S. ♦Sijónvarp heimilisböl G.S. hefur mjög háar hug- myndir um ágæti sjónvarpsins og mun hann ekki einn um þá skoðun. Nýlega voru svip- uð orð sett fram í útvarpinu um takmarkalaust ágæti sjón. varpsins. En þessi fögru orð eru því miður töluð af of mik. illi vanþekkingu. Vissulega eru kostir sjónvarpsins margir og sem frétta- og upplýsinga- tæki hefur það þýðingarmiklu hlutverki að gegna. En í þeim löndum, þar sem notkun þess er orðin almenn, eru þegar farnar að heyrast háværar ó- ánægjuraddir. Sagt er að sjón varpið trufli allt eðlilegt heim ilislíf. Það er venjulega stað- sett í beztu stofu heimilisins og hún er þá lögð undir sjón- varpið hvert kvöld. Venjulega hefur það eitthvað að flytja sem einhver fjölskyldumeðlim ur vill sjá og þá verða aðrir á heimilinu að beygja sig fyrir því. Talar fólk jafnvel um, að ekki sé hægt að taka á móti gestum að kvöldlagi vegna þess hve heimilið sé undirlagt af sjónvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.