Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. jan. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Uppbygging SH erlendis hefur ekki dregið fé úr rekstri sjavarútvegsins Ræða Einars Sigurðssonar vegna fyrirspurnar um fjárreiður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna Þ E G A R þingsályktunartil- laga Einars Olgeirssonar um skipun nefndar til að rann- saka fjárreiður Sölumiðstöðv ar hraðfrystihúsanna var fyrst til umræðu í neðri deild Alþingis sl. föstudag, flutti Einar Sigurðsson, 3. þm. Austurlands, ræðu þá er hér fer á eftir: SÖLUMIÐSTOÐ hraðfrystihús- anna var stofnuð 1942 af 15 írystihúsum, en ekki leið á löngu þar til öll frystihúsin, önn ur en frystihús Kaupfélaganna, voru orðin félagar. Meginatriði í lögum félagsins, en lögunum hefur sáralítið verið breytt frá upphafi, er, að allir geta gerzt félagsmenn, sem hafa aðstöðu til að framleiða frosinn fisk. Eru engin dæmi til þess, að einstakl- ingi eða félagi hafi verið neitað um inntöku. Annað meginatriði í lögunum er, að allir hafa jafn- an atkvæðisrétt án tillits til framleiðslumagns eða framlags iiil uppbyggingar félagsins hér '»g erlendis. Þróun frystiiðnaðarins þessi tæp 20 ár hefur verið mjög ör, og hefur Sölumiðstöð hraðfrysti húsanna átt mjög mikinn og góð 1 an þátt í þeirri uppbyggingu. Þegar S. H. var stofnuð, var árs- framleiðsla frystihúsa S. H. á frystum fiski og síld um 6000 lestir, en er nú 60.000 lestir. Nú eru starfandi frystihús innan S. H. 56 talsins. Eru þau með | alls konar rekstrarformi, sem. þekkjast hér á landi, einstakling j ar, sameignarfélög, hlutafélög, I samvinnufélög, bæjarfélög og! sjálft ríkið. Þrátt fyrir hin ólíku. rekstrarform og ólíkar stjórn-j málaskoðanir hefur ekki verið neinn ágreiningur innan sam- takanna um þær framkvæmdir, sem S. H. hefur ráðizt í hér heima eða erlendis. Það fór fljótt að bera á löng- un félagsmanna til þess að vera sem sjálfstæðastir og búa sem mest að sínu í þessum atvinnu- rekstri. Þannig annaðist S. H. þegar í upphafi innkaup á öll. um umbúðum og nauðsynjum frystihúsanna. Þá varð mönnum fljótt ljóst, hve mikilvægt það var fyrir frystihúsin að geta haft hönd í bagga með farm- gjaldatöxtunum, og veita sem bezta þjónustu, sérstaklega með tilliti til smærri hafnanna. Því var það, að allir félagar S. H. voru samtaka um að leggja fram nokkurt fé til stofnunar skipafélags þegar árið 1945. Hlutaféð var 500 þúsund krón. ur, og veittu frystihúsin félag- inu jafnframt 800 þúsund króna lán, sem nú er að fullu greitt. Þessi framlög voru í hlutfalli við viðskiptaveltu hvers eins fram að þeim tíma. Þessu félagi var gefið nafnið Jöklar. Félagið byrjaði með eitt skip, m/s „Vatnajökur*, sem er 924 rúm. lestir brúttó og enn er í eigu félagsins. Árið 1952 keypti fé- Jagið annað en minna skip, nokkurra ára gamalt, sem var gefið nafnið „DrangajökuH‘“, 621 rúmlest brúttó. Þetta skip fórst á sl. ári, en árið áður hafði félagið eignazt nýbyggt skip, „Langajökul“, sem er 2000 lestir. Nú á félagið í byggingu annað skip í stað „Drangajökuls“. Þetta hefur félagið fram- kvæmt allt af eigin rammleik, og á engan hátt verið baggi fyr- ir frystihúsin, heldur þvert á móti -nokkrum sinnum beitt sér fyrir farmgjaldalækkun. Til skipakaupanna hefur félagið fengið lán erlendis, eins og önn- ur hliðstæð félög, og jafnframt veitti Landsbankinn félaginu 700 þúsund króna lán, þegar Vatnajökull var keyptur, en það er nú löngu endurgreitt. Jöklar skulda S. H. ekkert. jjyrstu árin eftir styrjöldina voru miklir erfiðleikar á að selja fisk nema í vöruskiptum, og neyddust frystihúsin þá til að mynda innflutningsfyrirtæki til þess að greiða fyrir þessum viðskiptum. Fyrirtækinu var gefið nafnið Miðstöðin, og var það stofnað á sama hátt og Jökl- ar, að frystihúsin lögðu fram hlutafé í hlutfalli við veltu sína og voru öll með. Nam hlutaféð 300 þúsund krónum. Félag þetta gegndi mikilvægu hlutverlki á sínum tíma, með því að greiða fyrir aukinni fisksölu og hærra verðlagi, en síðan ríkið fór að gera viðskiptasamninga við vöru skiptalöndin og semja um á- kveðna yfirdráttarheimild, hef- ur hlutverk Miðstöðvarinnar orðið lítið og gagnsemi hennar fyrir frystihúsin lítil sem engin. Fyrirtækið hefur þó ekki verið selt, einungis af ótta við að til þess þyrfti að grípa aftur á lík- an hátt og áður. S. H. festi á sínum tíma nokkurt fé, eða 414 milljón króna, hjá þessu fyrir- tæki, vegna þessara viðskipta, enda lá Miðstöðin með miklar vörubirgðir frá þessu tímabili árum saman, því að vörur þess- ar voru ekki allar jafnauðselj- anlegar, þar eð kaupa þurfti mikið magn úr tiltölulega litlu úrvali. Fyrirtækið hefur engin föst lán fengið í bönkunum, og með ranglátu skattafyrirkomu. lagi og veltuútsvari hefur það opinbera hirt allar tekjurnar og vel það oftast, svo að fyrirtæk- ið hefur ekki getað eignazt neina sjóði sjálft. Tryg-gingamiðstöðin Þriðja félagið, sem félagar S. H. hafa stofnað, er Trygginga miðstöðin hf. Hún var stofnuð í árslok 1956. Miklar tryggingar1 eru á vegum frystihúsanna á framleiðslunni, vélum og tækj- um, fiskinum í flutning og bát- um, veiðarfærum og starfsfólki frystihúsanna. Lágu hér til grundvallar sömu sjónarmið og við stofnun Jökla, að veita frysti húsunum sem ódýrasta þjónustu. Að sjálfsögðu er frystihúsunum frjálst að tryggja hjá hvaða tryggingarféagi sem er. Hluta féð var 1 milljón króna, og var það lagt fram á sama hátt og stofnun hinna félaganna. Skuld Tryggingamiðstöðvarinnar við S. H. er nú álíka og Miðstöðv- arinnar, 4—5 milljónir króna. Þessi skuld er mynduð vegna þess, að það er mjög algengt, að tryggingarfélög láni til báta. og skipakaupa gegn viðskiptum, og þar sem þetta er mjög ungt fé- lag, þá hefur það ekki getað myndað neitt eigið fé, en hins vegar hefur þótt nauðsynlegt að Einar Sigurðsson veita því aðstöðu til að afla sér slíkra viðskipta, þótt í srnáum stíl væri. Eru slík lán að sjálf- sögðu aðeins veitt gegn venju- legum og fullum tryggingum. Það hefur löngum verið keppi kefli allrar kaupsýslu að geta fylgt vörunni eftir sem lengst til neytandans. Bæði hefur það verið tryggast upp á markaðinn til að gera og eins er þannig von um hæst verð. Að selja vöru sína í eigin umbúðum og með eigin vörumerki tryggir líka markað og öruggari eftirspurn, þegar um góða vöru er að ræða. Stærstu fiskinnflytjendur í Bandaríkjunum Því var það, að S H. fór nokk- uð snemma að huga að leiðum til þess að komast inn á hina stóru frjálsu markaði. í stríð. inu var þetta allt hneppt í viðj- ar, Englendingar keyptu þá mestallan freðfisk okkar, en stríðið var þó ekki á enda, þeg- ar S. H. réði Jón Gunnarsson sem framkvæmdastjóra til þess að selja freðfisk í Bandaríkjun- um. Var það árið 1944. Fyrstu árin hafði S. H. þar sína skrif- stofu á eigin nafni, til að annast þessa sölu, en árið 1948 stofnaði S. H. fyrirtæki, Coldwater Sea- food Corporation í New York til að annast þetta. f þetta fyrir- tæki hefur S. H. lagt $459.300,00 og er eigandi fyrirtækisins vit- anlega að áskildum formsatrið- um þar í landi. Fyrstu árin gekk reksturinn upp og niður, veltan var ekki mikil og við mikla byrjunarerfiðleika var að stríða, við að brjótast inn á þennan vandlátasta markað í heimi. En síðan hefur þar alltaf verið unn- ið á jafnt og þétt, og nýtur nú framleiðsla S. H. trausts og álits í Bandaríkjunum. Eru fslend- ingar næst stærstu innflytjend- ur fisks í Bandaríkjunum, koma næst á eftir nágrönnum Banda- ríkjanna, Kanadamönnum. S. H. seldi á síðasta ári í Bandaríkjun um nær 16.000 lestir af flökum, eða um þriðjunginn af flaka- framleiðslunni. Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir ís- lenzkan freðfisk, þar sem verðið miðað við kíló er hærra en nokkurs staðar annars staðar. Að vísu er þar meiru til kostað í umbúðum og vinnu en á mörg. um Evrópupakkningum, en það munar líka miklu á söluverði. Meðalverð á því, sem áætlað er að selja til Bandaríkjanna á þessu ári, er áætlað kr. 16,90 pr. kg. f. o. b., en meðalverð þess, sem selt var til Sovétríkjanna sl. ár var kr. 12,55 pr. kg. f. o. b. Matreiddur í verkstniðjum Fyrii nokkrum árum var í Bandaríkjunum byrjað að1 matreiða fisk í verksmiðjum og ■ ifrysta hann síðan á eftir og, selja hann tilbúinn til neyzlu! til neytendanna. Coldwater var vakandi fyrir þessari nýjung í fisksölunni og keypti gamlar verksmiðjubyggingar, sem not- aðar höfðu verið til að sjóða niður ostrur og tómata, fyrir 94.000 dollara. Þarna var hafin framleiðsla á fiskstöngum í smá um stíl. Þessi starfemi óx hröð- um skrefum, og var fjölbreytni framleiðslunnar sífellt aukin. Nú vinna þarna milli 200 og 300 manns. íslendingar hafa þar yfirstjórn. Gildar ástæður eru fyrir því, að þetta er ekki fram- leitt heima á íslandi. Það er lág. ur tollur á blokkunum, sem not- aðar eru til þessarar framleiðslu, 1 cent pr. lb. í stað 2% cent á venjulegum fiskflökum, sem seld eru til neytenda og enn hærri á matreiddum fiski. Flutn ingsgjald myndi vera miklu hærra vegna þess, hve fiskurinn er rúmfrekur soðinn. Þá myndi þurfa að geyma miklu meiri birgðir, en þegar hægt er að framleiða eftir hendinni. Og að lokum það, sem myndi ráða úr- slitum í þessu sambandi, en það er, að geymsluþol matreidda fisksins er lítið og hann þarf að vera sem ferskastur á markaðn- um. Reikningar Coldwater Fyrirkomulag fisksölunnar í Bandarikjunum er þannig, að Coldwater hefur sína umboðs- menn um öll Bandaríkin, 60 tals ins, sem selja fiskinn úr kæli. geymslum hver á sínu svæði. Er þetta viðurkennda sölufyrir- komulag í Bandaríkjunum á til- svarandi vöru. Fiskurinn er eign S. H., þar til hann er seld- ur. Þetta sölufyrirkomulag krefst þess, að jafnan séu mikl- ar birgðir fyrirliggjandi, þar sem fiskinum er dreift í frysti- geymslur á öllum sölusvæðum í Bandaríkjunum. Fiskbirgðir S. H. í Bandaríkjunum voru 1. janúar, 1960, 4310 lestir og 1. janúar, 1961, 319614 lest. Áætlað f. o. b. verðmæti þessara birgða í ársbyrjun 1961 er 54 milljónir króna. Þess er hér að geta, að 30. september síðastliðinn, átti Cold water útistandandi fyrir seldan fisk, sem venjulega greiðist inn- an mánaðar frá úttektardegi, $1.674.000,00. Ennfremur voru þá fiskbirgðir í verksmiðjunni, bæði unnar og óunnar, fyrir $600.000,00. Af þessu sést, að sölufyrirkomulagið í Bandaríkj- unum krefst mikils fjármagns og hefur Coldwater fengið nokk urt lán hjá viðskiptabanka sín- um í New York. Er nú unnið að því að fá í Bandaríkjunum við- bótarlán, til að greiða fyrir þess- um, viðskiptum. Coldwater sendir sina reikn- inga ársfjórðungslega til Sölu- miðstöðvarinnar. Sölumiðstöðin gerir gjaldeyrisskil til gjaldeyr- iséítirlitsins misserislega, og er gjaldeyrseftirlitinu aö sjálfsögðu opinn aðgangur að öllum gögn- um S. H. í sambandi við erlend I viðskipti. Þess má geta, að Coldwater er stærsti innflytj- andi á freðfiski í Bandaríkjun. um. Á enska markaðinn Árið 1956 var hafizt handa um að komast inn á enska mark aðinn með því að láta eigin fyr- irtæki annast söluna, eins og í Bandaríkjunum. Þar voru stofn- uð tvö fyrirtæki, annað sem fisk dreifingar- og framleiðslufyrir. tæki og hitt til að reka smámat- sölustaði, sem selja eingöngu fiskmeti. Fyrra fyrirtækið nefn- ist Frozen Fresh Ltd., og nemur hlutafé þess £60.000.0-0d. Er þaS eign S. H. að áskildum forms- atriðum þar í landi. Þetta fyrir- tæki keypti gamalt frystihús niður við Thames, þar eð fjár- magn var ekki fyrir hendi til að byggja nýtt, eins og æskileg- ast hefði verið. Þarna var hafin framleiðsla á soðnum matvæl. um, eða líkt og í verksmiðjunni í Bandaríkjunum. 27. ágúst sl. skuldaði þetta fyrirtæki S. H. £87.500-0-0 og átti þá birgðir að verðmæti £41.000 auk útistand. andi skulda fyrir seldan fisk. Þessi starfsemi er ekki gömul, og hefur átt við ýmsa byrjunar- örðugleika að etja, eins og raun var á í Bandaríkjunum. Hitt fyrirtækið, sem hefur matsölustaðina, heitir Snax Ross Ltd. Var það stofnað með hlutafé að upphæð £ 10.000-0-0. Það hlutafé er einnig eign S. H. að tilskildum formsatriðum. Fiskmatsölustaðirnir eru 12 tals. ins. Gekk þessi rekstur ekki allt of vel til að byrja með, en er nú farinn að sýna hagnað. 27. ágúst sl. skuldaði þetta fyrir. tæki S. H. £5.300, sem er í eign- um félagsins. Bæði þessi fyrir- tæki senda reikninga ársfjórð- ungslega til S. H. Talið er, að 75% af öllum fiski, sem seldur er í Bretlandi, sé seldur í slíkum búðum og eru þær þar í tugþúsundatali. Til Bretlands voru á sl. ári seld 5.500 tonn af fiski. í Hollandi Þriðja markaðslandið, sem S. H. er að glíma við að skapa sér sjálfstæða tilveru í, er Hol- land. Að vísu mætti frekar segja, að þar væri verið að gera tilraun til að ryðja freðfiskin. um braut inn á markað 6-velda tollabandalagsins, þ. e. Hollands, Belgíu, Luxemburgar, Þýzka- lands, Frakklands og ftalíu. Bú. ið er að fá stað fyrir verksmiðj- una við landamæri Hollands og Þýzkalands. Yfirfærðar hafa verið 2 milljónir króna frá S. H. til þessara framkvæmda. Al- þingi samþykkti við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1960 heimild til handa ríkisstjórninni til að ábyrgjast fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, lán allt að $400.000,00, til að reisa hrað. frystistöð í Hollandi við þeim lánskjörum og gegn þeim trygg- ingum, sem rfkiastjórnin teldi viðunandi .Vonir standa til, að verksmiðjan geti orðið fullgerð í haust. Að sjálfsögðu hafa fengizt gjaldeyrisleyfi fyrir öllum yfir- færslum í sambandi við þessar framkvæmdir. Hæsta fáanlegt verð Ég fullyrði, að sölufyrirkomu. lag S. H. erlendis hafi jafnan tryggt félagsmönnum hæsta fá- anlegt verð fyrir framleiðslu sína og sparað frystihúsunum stórfé, sem þau annars hefðu þurft að greiða til annarra, sem hefðu annast sölufram- kvæmd á afurðum þeirra. Er því síður en svo, að nokkurt fé hafi verið dregið út úr rekstri sjávarútvegsins vegna þeirrar uppbyggingar, sem átt hefur sér stað erlendis. Þótt margir geri sér nú leik að því að gagnrýna Sölumiðstöð Framh, á Dls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.