Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. jan. 1961 BAB-0 ræstiduft spegilhreinsar — Þjónar drottins Framh. af bls. 6. ir rólegu yfirbragði. Gerfi Rúriks er frábært og svipur hans og lát- bragð og öll framkoma í svo full- komnu samræmi við þessa mann- gerð að vart verður á betra kosið. Herdís Þorvaldsdóttir leikur fröken Monsen, einkaritara Helm ers, hið örlagamikla hlutverk. Því að það er hún, sem af tak- markalausri aðdáun á Helmer, hefur skrifað og sent út dreifi- bréfin án vitundar Helmers. Fröken Monsen hefur alizt upp undir fargi helvítiskenningarinn- ar og ber þess merki hið ytra og innra, en hefur fundið hald og traust í örvænting sinni I frjálslyndi og trú Helmers á lífið. Gerfi Herdísar er svo gott, að það lýsir persónunni betur en jafnvel orð fá lýst og leikur henn er er afbragðsgóður, heilsteyptur og sannfærandi syo að fröken Monsen verður ef til vill einhver minnisstæðasta persóna leiksins. Leif son Helmers leikur Er- lingur Gíslason. Hann hefur bor- ið kala til föður síns, fundizt hann of kappsfullur og óvæginn í sókn sinni til æ meiri frama og því hefur hann stundað sjó víða um heim í fimm ár, en &r nú nýkominn heim. En þegar hann nú sér föður sinn verða að þola þjáningar sakborningsins f þessu ljóta máli vaknar með hon- um sonartilfinningin. Og í leiks- lok, er hann ætlar á ný á heims- höfin, kemur hann til móts við föður sinn og þeir sættast, feðg- arnir, heilum sáttum. Er þetta atriði, eitt fallegasta og áhrifa- mesta atriði leiksins, enda af- burðavel leikið af báðum. Leikur Erlingur þarna af svo næmum skilningi, nærfærni og innileik að unun var á að horfa. Lögreglustjórann leikur Lárus Pálsson. Ég hef áður minnzt á það, sem ég hef við þessa per- sónu að athuga frá hendi höfund- arins. Lárus hefur að mestu hald ið sér við forskrift höfundarins um túlkun lögreglustjórans, en þó gert hann heldur óviðfelldnari en efni stóðu til og ekki „illu- derar“ Lárus sérlega vel í hlut- verkinu. Haraldur Björnsson leikur dóm arann og ferst það ágætlega, er myndugur en þó mannlegur og gætir virðingar réttarins út í æsar svo sem góðum dómara sæmir. Sækjanda og verjanda leika þeir Ævar R. Kvaran og Róbert Arnfinnsson. Þótti mér snöggtum meiri málflutnings- mannsbragur á Ævari en Róbert kollega hans, en Ævar er líka júristi að menntun. — Vitnin Jens Gren og Gunnar Berg leika þeir Klemenz Jónsson og Gestur Pálsson. Er leikur þeirra beggja góður. Einkum er gerfi Gests og svipbrigði hans mjög skemmti- leg. Agnesi dóttur Helmers og heitmey Tornkvist leikur Helga Löve. Er það lítið hlutverk en vel af hendi leyst. Jón Aðils leikur Bjerke lögregluþjón. Fer Jón vel með það litla hlutverk. Gunnar Bjarnason hefur gert leiktjöldin, sem eru prýðisgóð. Séra Sveinn Víkingur hefur þýtt leikritið á gott og vandað mál, sem vænta mátti, því að hann er orðsnjall maður, bæði í ræðu og riti. Leiknum var afbragðsvel tekið og leikstjóri og leikendur ákaft hylltir að leiksloknum, enda var sýningin öll hin prýðilegasta. Er það trú mín að leikur þessi eigi eftir að njóta mikillar aðsóknar. Sgurður Grímsson. Lögfræðiskrifstofa (Skipa- og bátasala) Laugavegi 19. Tómas Árnason. Vilhjálmur Árnason — Símar 24635, 16307. MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602- Flugmennirnir Síðastliðinn föstudag komu heim til Bandaríkjanna flug- mennirnir tveir sem voru í RB.47 vélinni, er Rússar skutu niður yfir Barentshafi 1. júlí sl. Meðfylgjandi mynd er tek- in er flugmeimirnir komu til Washington, en þar tók Kenn koma edy forseti og fjölskyldur flugmannanna á móti þeim. Lengst til vinstri á myndinni er Kennedy, þá John McKone höfuðsmaður, sem faðmar heim konu sína. Við hlið þeirra stendur frú Olmstead, en maður hennar, Freeman Olm stead höfuðsmaður er til hægri að faðma foreldra sína. HILMAR FOSS Iögg. skjalþ. og dómt. Lynghaga 4. Simi 19333, Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskri fstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. • • • allir þekkja BAB-0 — Ræba Einars Sigurðssonar Framh. af bls. 13 hraðfrystihúsanna, þá er það spá mín, að er fram líða stundir, verði það starf, sem lagt hefur verið í öflun markaða og bygg. ingu dreifingarkerfis erlendis á undanförnum árum og sem enn er verið að vinna að, talið eitt það merkasta, sem unnið hefur verið í atvinnu- og viðskipta málum þjóðarinnar. Flutningsmaður þingsályktun- artillögu á þingskjali 268, hátt- virtur 3. þingmaður Reykjavík- ur hefur spurt um „Hversu mik- ið fé Sölumiðstöðin hefur lánað einstökum stjórnendum henn- ar“. Það er í hæsta máta óviður- kvæmilegt að spyrja á Alþingi um skuldir einstakra tiltekinna manna hjá einkafyrirtæki, þó get ég skýrt frá, að þegar tekið er tillit til viðskipta ársins 1960, munu allir stjórnendur eiga inn- stæðu hjá fyrirtækinu, og flest- ir svo nemur hundruðum þús- unda. Þess ber þó að geta ,að sumir þeirra hafa eins og aðrir fengið lán hjá Tryggingamið- stöðinni til skipakaupa, gegn venjulegu veði. Eina lánið, sem S. H. hefur frá bönkum landsins, er 6 milljónir króna yfirdráttarheimild hjá Landsbanka íslands, vegna um- búðabirgða, sem fengið var á fyrstu árum fyrirtækisins og hef ur staðið óbreytt síðan. Þessi yfirdráttur nam í árslok 1960 kr. 5.345.440,82. Um lán bankanna til einstakra félaga S. H. og félaga í Vinnu- veitendasambandi íslands, er ekki á mínu valdi að skýra frá. Spónlagning önnumst spónlagningu. SPÓIMIM hf. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35780. Erum fluttir á GRETTISGÖTU 6. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.