Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1961, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. jan. 1961 F.H. hafði sýningu í handknattleik gegn KR — og vann 31-11 ÍSLANDSMÓTIÐ í hand- knattleik bauð upp á góða leiki um helgina. Engum er sá leik KR og FH á sunnu- dagskvöldið mun veitast auð- velt að gleyma honum. Og leikurinn er frægur fyrir þann yfirburðaleik er FH náði. Aldrei hafa þeir sann- að sem nú hve langt á und- an öðrum liðum FH er. Þeir bókstaflega möluðu allt við- nám KR og brutu niður hverja sóknartilraun þessa liðs, sem fyrir fáum árum vann íslandsmeistaratitilinn af næstum óbreyttu liði FH. Að vísu er KR ekki jafn- sterkt nú og þá — en fram- farir í leik FH-manna eru ótvíræðar. ★ Undirtök strax KR-ingar virtust í upphafi setla að beita þeirri leikaðferð að minnka leikhraðann hvenær sem þeir næðu knettinum. FH- ingar brutu þá aðferð þegar nið- ur með því að komast inn í sendingar og ná þannig mörk- um. Fyrst var þó jafnræði með liðunum — en það stóð aðeins fáar mínútur. Síðan hafði FH öll tök á leiknum. í hálfleik stóð 19:4 og í leikslok 31:11 — einn mesti stórsigur sem unninn hefur verið að Hálogalandi. ★ Glæsilegur leikur FH-menn voru mjög ákveðn- ir í leik sínum. Þeir léku allan tímann eins og leikar stæðu jafnir. Svo ákveðnir voru þeir. Einstakir leikmenn þeirra tóku þó upp gamansemi og grín í leik er á leið — einkum gat Ragnar ekki setið á strák sín- um. Ekki verður um það deilt eftir þennan leik að FH er langsterkasta lið landsins. Og enginn einstaklingur hefur I* Orn Indriðoson ísLmeistnri í sknutnhlaupi SKAUTAMÓT fslands var haidið um síðustu helgi hér á Akureyri. Á laugardaginn var keppt í 500 og 3000 m. hlaup- um, en á sunnudaginn í 1500 og 5000 m. Allir keppendurnir 36 tals- ins vonu héðan frá Akureyri og skiptust. í flokka fullorð- inna og drengja. r fslandsmeistari varð Örn Indriðason og sigraði hann í 500, 1500, 3000 og 5000 m., eða i öllum greinum. örn hlaut 330,2 stig. 2. varð Sigfús Erl- Íngsson 228,55 stig og 3. varð Skúli Ágústsson 229,2 st. : Nánar verður skýrt frá mótinu síðar. Ragnar Jónsson var bezti mað ur FH. Hér hefur hann brot- izt í gegn — en Heinz „hefur hann undir“ á síðustu stundu. (Ljósm.: Sv. Þormóðs) slíkan hraða, slíka knattmeð- ferð, slíka skothörku og slíkt auga fyrir veiku punkt- unum í vörn mótherjans og Ragnar. KR-ingar áttu ekki sjö daga sæla. Þeir fundu ekki leið gegn um varnarmúr FH, svo veruleg hætta stæði af, og stóðust þeim aldrei snúning í vörn síns marks. Þau skot sem í gegn fóru voru þó allmörg, en Hjalti varði vel og önnur flugu utan við. í heild var þessi leikur eins og sýning hjá FH. Og þessi sýning var mjög vel heppnuð hjá FH. if Aðrir leikir Á undan mættust Fram og Afturelding í 1. deild. Þar hafði Fram næstum sömu yfirþurði, þó leikhraði og leikskipulag, væri af allt öðru og lakara tagi en hjá FH. Fram sigraði með 37:17. Þetta kvöld léku og Ármann — Þróttur í 3. fl. karla. Ár- mann sigraði, 13:10. Á laugardag fóru fram fjórir leikir og urðu úrslit þessi: 2. fl. karla: Valur — FH 10:16 Þróttur — Fram 8:9 Mfl. kv.: Þróttur — FH 6:6 Fram — Víkingur 10:7 Myndin er tekin á stofnfundi Körfuknattleikssambandsins. —. Annar frá vinstri í fremri röð er Bogi Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KKÍ, og yzt t. h. Ben. Waage, forseti ÍSÍ. KörfufcmattSeákssain- bamd Islaods stofaað KORFUKNATTLEIKSSAM- BAND íslands (skammstafað KKÍ) var stofnað hér sl. sunnu- dag í fundarsal ÍSÍ, Grundarstíg 2, Reykjavík. Fulltrúar voru mættir frá þessum sex aðilum: Körfuknattleiksráði Reykjavík- ur, fþróttabandalag Suðurnesja, íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, íþróttabandalagi Keflavíkur, fþróttabandalagi Vestmannaeyja, ur, íþróttabandalagi Suðurnesja, Þá voru og mættir á stofnfundin- um fulltrúar frá ÍSf, þeir Ben. G. Waage og Hermann Guðmunds- son. Eftir að lög höfðu verið sam- þykkt fyrir KKÍ og áhugamál körfuknattleiksmanna rædd og nokkrar tillögur samþykktar, voru eftirtaldir menn kjörnir í stjórn KKI: Formaður Bogi Þor- steinsson og meðstjórnendur: Benedikt Jakobsson, Matthías Matthíasson, Magnús Björnsson, Kristinn JóhannesSon, Asgeir Guðmundsson (form. útbreiðslu- nefndar) og Helgi Jónsson (form. laganefndar). Þá voru kjörnir þrír menn í varastjórn, endur- skoðendur og Iþróttadómstóll KKI. Er mikill áhugi fyrir því hjá körfuknattleiksmönnum, að keppa við nágrannaþjóðirnar og eru nú góðar horfur á að svo verði í aprílmánuði n.k. Fram- kvæmdastjórn ISI hafði unnið að undirbúningi og stofnun KKl og var henni þakkað það starf og önnur í þágu körfuknattleiks- íþróttarinnar. Afmœli ÍSl SkjaldargSíma Ármanns SKJÆDARGLÍMA Ármanns fer fram annað kvöld að Háloga- landi, og hefst keppnin kl. 20.30. Flestir beztu glímumenn lands- ins eru meðal keppenda og má búast við mjög spennandi keppni. Keppendur eru samtals 11 frá þrem félögum, 8 frá Glímufélag- inu Ármanni, 2 rá ungmenna- félagi Reykjavíkur og einn frá ungmennafélaginu Vöku. Meðal þátttakenda eru Ármenningarn- ir Trausti Ólafsson, Kristmund- ur Guðmundsson, Ólafur Guð- laugsson og Sveinn Guðmunds- son, og auk þess Hilrnar Bjarna- son frá UMFR, sem varð annar í keppninni f fyrra. AHir þessir glímumenn eru líklegir sigur- vegarar, en engu verður spáð um það hver þeirra hreppir sigur- inn. Það eitt er víst, að keppnin verður mjög spennandi. Þetta er 39. skjaldarglíman sem Ármann efnir til. Keppt verður nú um nýjan silfurskjöld, sem Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður hefur gefið. Eggert hefur áður gefið fleiri skildi til keppni á skjaldarglmunni, og Ármann Lárusson vann einn þeirra til eignar í fyrra. Glímustjóri verður Þorsteinn Einarsson og yfirdómari Ingi- STJÓRN ÍSÍ minntist 49 ára afmælis sambandsins með kaffidrykkju í Sjállfstæðishús iniu sl. laugardag. Bauð fram- kvæmdastjórnin nokkrum gestum þangað og stjórnaði Ben. G. Waage hófinu. Heið- mundur Guðmundsson. Glmufélagið Ármann býður drengjum undir 14 ára aldri ó- keypis aðgang að skjaldarglím- unni, og hvetur unga drengi til að koma og kynnast þjóðar- íþróttinni að Hálogalandi í kvöld. 150 slíkir miðar verða af- hentir drengjum ókeypis í Bóka búða Lárusar Blöndals. Þar eru einnig aðgöngumiðar til sölu, svo og við innganginn. Myndirnar sem hér fylgja eru teknar á æfingu hjá Ármanni á dögunum. Efri myndin sýnir hluta af æfingasvæðinu. Allir glíma af kappi undir hand- leiðslu Kjartans Bergmanns. Neðri myndin sýnir fallegt hægrifótar klofbragð. Kjartan Bergmann athugar útfærslu bragðsins. ursgestur var Lúðvík Þor- geirsson kaupmaður, en hann var á 50 ára afmæli sínu sæmdur gullmerki ÍSÍ. Af- henti Ben. G. Waage honum merkið á laugardaginn og minntist starfs hans fyrir í- þróttahreyfinguna. Benedikt Waage ræddi um ýmis mál sem efst eru á baugi hjá ÍSÍ, en ýmsir aðrir tóku til máls — Jón Hjartar Flateyri, Erlingur Pálsson og Lúðvík Þor- geirsson sem þakkaði fyrir heið- ur sér sýndan. f ræðu sinni skýrði Benedikt Waage hvernig sambandið hygð- ist minnast 50 ára afmælis síns næsta ár. Framkvæmdastjórn ÍSÍ skip- aði fimm manna nefnd til und- irbúnings og framkvæmda hátíða haldanna. Nefndina skipa: Stef- án Runólfsson, gjaldkeri ÍSÍ, Þor steinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, Axel Jónsson, fundarrit ari ÍSÍ, Sigurgeir Guðmannsson, framkvæmdastjóri ÍBR, Jón Magnússon, kaupmaður. Nefndin hefur haldið marga fundi, unnið úr samþykktum íþróttaþings og samið áætlun um á hvern veg afmælisins verði minnst. Þá fjallaði sambandsráðs fundur ÍSÍ, er haldinn var í nóv. sl. um mál þetta. Fyrirhugað er að minnast afmælisins á eftirfar- andi hátt: 1. Afmælishátíð verður haldin í Þjóðleikhúsinu á sjálfan afmæl- isdag ÍSÍ sunnud. 28. jan. 1962 um miðjan dag. Um kvöldið minnist framkvæmdastjórn ÍSÍ afmælisins með móttöku eða öðr um fagnaði. Helgina á eftir, laug ard. 3. febr. og sunnud. 4. febr. 1962 verði í íþróttahúsinu á Há- logalandi íþróttasýningar og íþróttakeppni. 2. öll íslandsmót sem haldin verða á afmælisárinu verði sér- staklega helguð afmælinu og Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.